Vísir - 02.08.1968, Qupperneq 8
V í SIR . Föstudagur 2. ágúst 1968.
Utgefandi Reykjaprent ti.t
Framkvæmdastjóri Sveinn R. eyjólfsson
Ritstjóri: Jónas Kristjánsson
Aðstoðarritstjóri: Axal Thorsteinson
Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson
Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastióri ■ Bergþór Oifarsson
Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099
Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660
Ritstjórn: I tugavegi 178. Simi 11660 (5 línur)
Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuði innanlands
I lausasölj kr. 7.00 eintakið
Prentsmiðja Visis — Edda h.f.
. ;•••" •*í»‘
S i íf i
Verzlunarmannahelg in Akið heilum vagni heim
Ilino rm ovinníinlm’n f mi í Uiim aa«v» ! ■ '
’V’erzlunarmannahelgin fer nú í hönd. Hún er sem
kunnugt er mesta ferðahelgi ársins. Þá vill fólk leita
burt úr þéttbýlinu, lyfta sér upp og sjá sig um úti á
landsbyggðinni. Umferð á þjóðvegunum er gífurlega
mikil, og því gott að flestir ökumenn hafa nú fengið
nokkra æfingu í hægri umferðinni, enda var H-dagur-
inn m. a. ákveðinn með hliðsjón af því. Oft er sagt að
Reykjavík sé eins og mannlaus bær um þessa helgi,
enda sjást þá sárafáir á ferli, einkum ef vel viðrar til
ferðalaga. Sumir leggja af stað strax á föstudags-
kvöldi eða snemma á laugardegi, og þeir sem það
kjósa, geta komizt yfir býsna stórt svæði, ef þeir
vilja leggja á sig langan akstur. Aðrir vilja fara stutt,
velja sér kyrrlátan stað og hvíla sig, enda þurfa marg-
ir þess með.
Náttúruverndin er ofarlega í hugum margra um
þessar mundir, og því er ekki úr vegi að minna ferða-
fólkið á að ganga snyrtilega um þar sem það áir. Því
miður vill oft verða misbrestur á því, að þessa sé gætt
sem skyldi. Það er ömurlegt að koma á fagra staði þar
sem allt er útbíað af rusli, svo sem umbúðapappír,
tómum matarpökkum, dósum og jafnvel flöskubrot-
um. Allt slíkt á að urða svo að þess sjáist hvergi merki.
Það má ekki „saurga völlinn“ í neinum skilningi. Það
skildu forfeður okkar á Þórsnesi forðum, og við með
alla okkar siðmenningu á 20. öld ættum ekki að vera
eftirbátar þeirra. En það er eins og of margir íslend-
ingar geri sér það ekki enn ljóst, að sóðaleg umgengni
úti í náttúrunni er skortur á siðmenningu. Þetta sama
fólk mundi ekki dreifa rusli og óhreinindum á blett-
inn heima við húsið sitt eða um stofugólfið hjá séb.
Hvers vegna þá að gera það úti á landsbyggðinni? Á
þessu er enginn eðlismunur, þótt sumir kunni að líta
svo á.
Sem betur fer eiga ekki allir ferðamenn hér óskilið
mál. Þvert á móti munu langflestir ganga hreinlega
um þar sem þeir koma. En ekki þarf nema einn gikk
í hverri veiðistöð, eins og máltækið segir. Tvær eða
þrjár manneskjur geta breytt fallegum stað í svína-
stíu, þótt allir, sem komu þar á undan, hafi gætt fyllsta
hreinlætis.
Því miður skortir hér allt eftirlit með umgengni
ferðafólks, en jafnvel þótt einhverjir væru staðnir að
verki um óþrifnað á almannafæri, mundu þeir sleppa
við allt nema skcmnrina. Vel mætti þó hugsa sér að
lögleiða sektir við slíku framferði og að löggæzlumenn
á eftirlitsferðum hefðu vald til að taka þar í taumana.
Loks má svo ekki gleyma skemmdarfýsninni, sem
kemur m. a. fram í því, áð vegaskilti eru skotin, beygl-
uð og brotin víða við þjóðvegina. Þannig veitti sannar-
í&ga ekki af einhverju eftirliti og viðurlögum.
'í
- nokkrar ábendingar til ferðafólks
vegna verzlunarmannahelgarinnar
lyFikill viðbúnaður er hjá þeim
1 fjölmörgu aðilum, sem ann-
ast umferðarmál, vegna helgar-
innar, verzlunarmannahelgarinn
ar, mestu ferðahelgar ársins.
Félag fsl. bifreiðaeigenda ann-
ast umfangsmikla þjónustu-
starfsemi á vegum úti við þá
bifreiðaeigendur, sem þurfa að
fá aðstoð vegna bilana í bifreiö
um. Umferðamefnd R-víkur
og lögreglan i Reykjavík munu
annast rekstur upplýsingamið-
stöðvar um umferöarmál i lög-
reglustöðinni í Reykiavík við
Snorrabraut, og baðan verður
útvarpað bdnt áminningum og
upplýsingum um umferð og á-
stand vega á laugardag, sunnu
dag og mánudag. Er sá þáttur
mjög þýðingarmikill og ómetan
legur ferðamönnum, en í útvarpi
frá upplýsingamiðstöðinni verð-
ur einnig skýrt frá stað-
setningu vegaþjónustubifreiða
FÍB.
Þrátt fyrir hina miklu þjón-
ustu, sem verður við vegfar-
endur um helgina, ætti enginn
að leggja úr höfn illa undir-
búinn. Alltaf er bezt heilum
vagni heim að aka, og menn
ættu ekki að leggja í langferö
á bílum sínum, nema meö al-
gengustu og nauösynlegustu
varahluti meöfc öis.
Áður en lagt er af stað, væri
mjög gott aö yfirfara nokkra
þýðingarmestu hluti bifreiðar-
innar, og athuga, hvort nokkuð
finnst þar, sem betur mætti
fara. Sú skoöun tekur aðeins
stutta stund, en getur sparað
mikið erfiði og létt skapiö, ef
eitthvaö kæmi fyrir, er í fríiö
er komiö.
Athugið vel Ioftið í hjólbörö
unum og hafið það í samræmi
við að ekið er á malarvegum.
Hafiö með ykkur viftureim, vara
slöngu, kveikjulok, platínur,
þétti, kveikjuhamar, lyftara, bæt
ur, og heilt varadekk. Þetta eru
hlutir, sem verða að vera með-
feröis, og svo auðvitaö nauðsyn
legustu verkfæri.
Akið með jöfnum hraða, þaö
er boöorð, sem vel á viö. Nú
liggur engum á, og munið, aö
óþarfa framúrakstur, þar sem
telft er í tvísýnu skapar alltaf
hættu. Akið því ekki of hægt,
en hafið ökuhraðann í samræmi
við aðstæður. Dragið vel úr ferð
inni, er þið kom"' í beygjur eða
á blindhæöir, og verið vel á
hægri vegarbrún. Alltaf getur
komiö bifreið á móti, sem ekið
er á röngum vegarhelmingi, og
þá er betra að stilla ökuhraðan-
um í hóf.
Náttúruskoðun og akstur fer
ekki saman, og athugið að dýr
við veginn eru oft hættumerki,
og kindur geta hlaupið þvert vf-
ir veginn þegar minnst varir.
Að lokum viljum við óska öll
um ferðai.-gum góðrar ferðar
og ánægjulegrar og heillar heim
komu.
Við lirtum hér lista yfir stað
setningu vegaþjónustubifreiða
FÍB, og aó auki lista yfir verk-
stæði víðs vegar um landið, sem
opin veröa um helgina. Klippið
þennan lista út, og hafið hann
við höndina, það getur komiö
sér vel og sparað óþarfa fyrir-
höfn:
Nr. Svæði staðsetning
FÍB-1 Rangárvallasýsla
FlÐ- 2 Dalir — Bjarkarlundur.
FÍB- 3 Akureyri — Mývatn.
FÍB- 4 Borgarfjörður — Mýr-
ar — Snæfellsnes.
FlB- 5 Borgarfjörður — Húsa-
fellsskógur.
FÍB- 6 Út frá Reykjavík.
FÍB-7 Hellisheiöi — Ölfus —
Grimsnes.
FfB- 8 Norðurland.
FÍB- 9 Borgarfjörður —
Noröurárdalur.
FÍB-10 Út frá Höfn í Horna
firði.
FÍB-11 Hvalfjörður — Borg-
arfj. — Reykholtsdalur.
FÍB-12 Neskaupst. — Fagridal-
ur -- Fljótsdalshérað.
FlB-13 Þingvellir — Laugar-
vatn.
FÍB-14 Egilsstaðir — Fljóts-
dalshérað.
FÍB-16 ísafjörður — Arnar-
fjörður.
FÍB-17 Út frá Húsavík.
FÍB-18 Bfldudalur -~ Vatns
fjörður.
FÍB-19 Blönduós -- Skaga-
fjöröur.
FÍB-20 Víðidalur — Hrúta-
fjörður — Holtavörðuheiöi.
FfB-21 ' Ólafsfjörður - Fljót
— Öxnadalsheiði.
FÍB-30 Út frá Kerlingarfjöllum
Eftirtaldar hjólbaröaviðgerð-
arbifreiðir starfa í samvinnu við
Félag ísl. bifreiöaeigenda.
G-1054 Húsafellsskógur.
G-4436 Þingvellir.
Vegaþjónustubifreiðir F.Í.B.
gefa upplýsingar um hjólbarða
viðgeröarbifreiöirnar.
i samvinnu viö Félag ísl. bif-
reiðaeigenda munu eftirtalin
þjónustuverkstæöi hafa opið um
verzlunarmannahelgina:
Borgarnes: Bifreiðaþjónustan
Hjólbaröaviðgerðir.
Reykholt: Bifreiöaverkstæði Guö
mundar Kerúlf.
Vegamót Snæfellsnesi: Bílaverk
stæði Einars Halldórssonar.
Borðeyri: Bílaverkstæði Þorvald
ar Helgasonar.
Víðigerði, Víðidal: Bílaverkstæð-
ið Víðir.
Akureyri: Hjólbarðaviðgerðas.
Arthurs Benedikts. Hafnar-
stræti 7.
Yzta-Fell, Köldukinn: Bílaverk-
stæði Ingólfs Kristjánssonar
Reykjahlíð, Mývatnssveit. Bíla-
verkstæði Björns Snorra-
sonar og Sigurðar Sigur-
laugssonar.
Vopnafjörður: Bílaverkstæði
Björns Vilmundarsonar.
Reyöarfjörður: Bílaverkstæðið .
Lykill.
Hvolsvöllur: Bifreiðaverkst.
Kaupfélags Rangæinga.
Selfoss: Gúmmívinnust. Selfoss,
Austurvegi 58.
Laugarvatn: Bílaverkstæðið
Laugarvatni.
Þeim sem óska eftir aðstoð
vegaþjónustubifreiða skal bent
á Gufunesradíó, sími 22384, sem
aðstoðar við aö koma skilaboö-
um til vegaþjónustubifreiða.
Einnig munu Þingeyrar- ísa-
fjarðar- Brúar- Akureyrar- og
Seyöisfjarðarradíó aðstoða til aö
koma skilaboðum. Ennfremur
geta hinir fjölmörgu talstöðvar
bílar, er um veginn fara, náð
sambandi við vegaþjónustubif-
reiðir FÍB.
Verða veitt verðlaun fyrir
fallegasta garðinn?
Fegrunarnefndin mun koma sam
an í þessum mánuði og hafa
fund um það hvaöa aðilum ber
viöúrkenning eöa verðlaun fyrir
góða umgengni í borgarlandinu.
Sem kunnugt er veitti Fegrunar
félagið á sínum tíma verðlaun
fyrir fallegasta garöinn, en síð-
ustu ár lá starfsemi þess niðri
eða allt frá árinu 1958 eöa 1959
Ekki er ennþá ákveðið hvort
eða hvemig verðlaunaveitingu
eða viðurkenningu verður Jv«gao
af hálfu Fegrunamefnd.trln**!*'.
. . *..
ETTr’-tQEBí