Vísir - 02.08.1968, Blaðsíða 13
VÍSIR . Föstudagur 2. ágúst 1968.
13
Bjarru Bjömsson, forstjóri Dúks h.f., viö ofninn merkilega, þar sem fötin fá „minnið“.
„Efninu er gefið rnimii '
Buxur, sem aldrei þarf að pressa, komnar á markaðinn
□ Nú er hafin framleiðsla hér á ytri klæðnaði,
sem ekki þarf að pressa og þvo má í þvottavél. Verð
hans og ending mun svipað og venjulegra fata.
Framleiðandi er Dúkur h.f., og er einkum um að
ræða buxur fyrst um sinn. í þessu tilefni höfðum
við stutt tal af Bjarna Bjömssyni, forstjóra Dúks
og báðum hann að gera nokkra grein fyrir því, í
hverju þessi nýjung væri fólgin, og hvernig fram-
leiðslunni væri hagað.
— Hvemig er þessari nýjung
farið, Bjami?
— Vörumerkið, sem hér um
ræðir, kallast Koratron. Það
byggist á því að efnin fá kem-
fska meðhöndiun, áður en þau
eru sniðin og fara í fatnaöar-
framleiðsluna. Við köllum það,
að „gefa efninu minni“. Þetta
felst í því, að efnið er 1 upphaf-
legu ástandi, á meðan framleiðsi
an fer fram, en síðan er það
pressað í sérstökum pressum við
meiri hita og þrýsting en ger-
ist' í algengum fatapressum. Síð-
ast en ekki sízt, er flíkin þegar
þessu er lokið, sett inn i ofn,
þar sem bökun fer fram við allt
að 155 stiga hita. Á þessu stigi
kemur „minnið“ fram, og flíkin
breytir sér ekki, eftir að hún
kemur út úr þessum ofni.
— Hvemig efni era þetta?
— Að mestu leyti, eða um
67% terylene. Þau eru mjög
endingargóð. Við verðum að
nota sérstakan tvinna, rennilása,
tölur og þess háttar. Allt tillegg
verður að vera úr sérstaklega
gerðum efnum vegna hitans í
ofninum. Efnin eru keypt frá
Englandi, Þýzkalandi, Bandaríkj
unum og víðar.
— Hvað er sérstætt við press-
unina?
— Pressurnar eru sjálfvirkar
með potti, sem ákveður hitastig,
þrýsting og hve lengi þrýsting-
urinn er á. Þær opna og loka
sér sjálfar, baka, opna svo og
kæla. Þrýstingurinn er um 80
pund á pressu. Brotið, 'sem þær
„muna“, fer ekki úr aftur.
— Hvað er það, sem þú kallar
„minni“?
— Það er átt við, að flíkin
breytir sér ekki, man ekki ann-
að. Tilgangurinn er sá að flíkin
haldi brotunum á meðan hún
endist. Hún krumpast ekki .
Á fyrsta stigi erum við ein-
göngu með buxur, en þetta er
líka til í frökkum og karlmanna-
fatnaði, en það er enn fyrir utan
okkar verkahring. Við munum
ekki annast þá framleiðslu sjálf
ir að minnsta kosti.
— Hafið þið samstarf við
erlenda aðila?
— Koratron mun upprunnið
í Bandaríkjunum, en við skiptum
mest við England. Áður en við
hefjum framleiðslu á nýrri flík
er hún send til Englands, þar
sem hún gengur í gegnum eld-
raun í rannsóknarstofum Koratr
on. Gefinn er úrskurður, hvort
hún standist þær kröfur, sem
gerðar eru. Kröfumar eru helzt
þær, að flíkin komi óbreytt út
úr sex þvottum í venjulegri heim
ilisþvottavél. Okkar framleiðsla
hefur fengið ágætar einkunnir
hjá Koratron, eða um 4 plús,
sem er með því allra hæsta,
en fimm er hæst. Með þessu
eftirliti fæst miklu meira öryggi
en ella. Fyrsta framleiðsla okk
ar hefur því tekizt ágætlega.
Með hinum nýju vélum tel ég,
að við séum orðnir vélvæddasti
fataframleiðandi hérlendis. Ég
álít þetta eina merkustu nýjung
í fatnaði, síðan nælon kom á
markaðinn í stríðslok.
— Hvemig er verðið á fram-
leiðslunni?
— Ef til vi-H verða kvenbux-
urnar 5—10% dýrari en venju-
legar kvenbuxur. Karlmanna-
buxur verða um 1000-1100 kr.
Kvenbuxur verða þó ódýrari en
,,stretch“buxur. Segja má að
verðið verði mjög svipað.
— Hversu margt fólk vinnur
hérna og hvað kostar þessi nýj-
ung ykkur?
— I verksmiðjunni vinna 40
manns. Þetta er þó rétt að byrja
hjá okkur, og ekki unnt að full-
yrða hvernig það veröur í fram-
tíðinni, Þetta hefur orðið geysi-
dýrt, kostað töluvert á aðra
milljón króna. Við höfum vilyrði
fyrir láni úr Iönlánasjóði.
Við kveðjum Bjarna Bjöms-
son og yfirgefum Iðngarða. Tak-
ist vel til um framleiðslu hans,
munu konur fagna því að strit
þeirra við buxnapressun minnk-
ar, óg karlarnir geta fett sig
og brett á allar lundir, án þess
að krumpur komi í buxurnar.
Frá Fóstruskóla
Sumargjafar
Umsóknir um forskóla að Fóstruskóla Sumar
gjafar, sem hefst 16. sept. n.k., skulu sendar
skólanum í pósthólf 202. Umsóknareyðublöð
fást á skrifstofu Sumargjafar, Fornhaga 8.
Umsókn skal fylgja afrit af prófskírteini
.(landspróf eða gagnfræðapróf), meðmæli frá
vinnuveitanda, kennara eða skólastjóra, og
mynd. Viðtalstími skólastjóra er á þriðjudög-
um og fimmtudögum frá kl. 5—6, á Fríkirkju-
vegi 11, sími 21688.
Skólastjóri.
AUGLÝSING
um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi
Reykjavíkur.
Síðari hluti aðalskoöunar bifreiða í lögsagnarumdæmi
Reykjavlkur fer fram 6. ágúst til 31. október nk., að báðum
dögum meðtöldum, svo sem hér segir:
Þriðjudag 6. ágúst R-11551 til R-11700
Miðvikudag 7. — R-11701 — R-11850
Fimmtudag 8. — R-11851 — R-12000
Föstudag 9. — R-12001 — R-12150
Mánudag 12. — R-12151 — R-12300
Þriðjudag 13. — R-12301 — R-12450
Miðvikudag 14. — R-12451 — R-12600
Fimmtudag 15. — R-12601 — R-12750
Föstudag 16. — R-12751 — R-12900
Mánudag 19. — R-12901 — R-13050
Þriðjudag 20. — R-13051 — R-13200
Miðvikudag 21. — R-13201 — R-13350
Fimmtudag 22. — R-13351 — R-13500
Föstudag 23. — R-13501 — R-13650
Mánudag 26. — R-13651 — R-13800
Þriðjudag 27. — R-13801 ■ R13950
Miðvikudag 28. — R-13951 — R-14100
Fimmtudag 29. — R-14101 — R-14250
Föstudag 30. — R-14251 — R-14400
Mánudag 2. september R-14401 — R-14550
Þriðjudag 3. — R-14551 — R-14700
Miðvikudag 4. — R-14701 — R-14850
Fimmtudag 5. — R-14851 — R-15000
Föistudag 6. — R-15001 — R-15150
Mánudag 9. — R-15151 — R-15300
Þriðjudag 10. — R-15301 — R-15450
Miðvikudag 11. — R-15451 — R-15600
Fimmtudag 12. — R-15601 — R-15750
Föstudag 13. — R-15751 — R-15900
Mánudag 16. — R-15901 — R-16050
Þriðjudag 17. — R-16051 — R-16200
Miðvikudag 18. — R-16201 — R-16350
Fimmtud. 19. — R-16351 — R-16500
Föstudag 20. — R-16501 — R-16650
Mánudag 23. — R-16651 — R-16800
Þriðjudag 24. — R-16801 — R-16950
Miðvikudag 25. — R-16951 — R17100
Fimmtud. 26. — R-17101 — R-17250
Föstudag 27. — R-17251 — R-17400
Mánudag 30. — R-17401 — R-17550
Þriðjudag 1. október R-17551 — R-17775
Miðvikudag 2. — R-17776 — R-18000
Fimmtud. 3. — R-18001 — R-18225
Föstudag 4. — R-18226 — R-18450
Mánudag 7. — R-18451 — R-18675
Þriðjudag 8. — R-18676 — R-18900
Miðvikudag 9. — R-18901 — R-19125
Fimmtudag 10. — R-19126 — R-19340
Föstudag 11. — R-19341 — R-19565
Mánudag 14. — R-19566 — R-19790
Þriðjudag 15. — R-19791 — R-20015
Miðvikudag 16. — R-20016 — R-20240
Fimmtud. 17. — R-20241 — R-20465
Föstudag 18. — R-20466 — R-20690
Mánudag 21. — R-20691 — R-20915
Þriðjudag 22. — R-20916 — R-21140
Miðvikudag 23. — R-21141 — R-21365
Fimmtud. 24. — R-21366 — R-21590
Föstudag 25. — R-21591 — R-21815
Mánudag 28. r— R-21816 — R-22040
Þriðjudag 29. ’— R-22041 — R-22265
Miðvikudag 30. — R-22266 — R-22490
Fimmtudag 31. — R-22491 — R-22650
Bifreiðaeigendum ber að koma með bifreiðir sinar til
Bifreiðaeftirlitsins, Borgartúni 7 og verður skoðun fram-
kvæmd þar daglega, kl. 9—12 og kl. 13—17 mánudaga,
þriðjudaga og miðvikudaga, fimmtudaga til kl. 18.30 og
föstudaga til kl. 16.30, f ágúst og september. Aðalskoðun
verður ekki framkvæmd á laugardögum. Festivagnar,
tengivagnar og farþegabyrgi skulu fylgja bifreiðunum til
skoðunar.
Skoðun á bifreiðum, sem era í notkun hér í borg, en
skráðar eru annars staðar fer fram í ágústmánuði.
Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram full-
gild ökuskírteini. Sýna ber skilríki fyrir því, að bifreiða-
skattur og vátryggingariðgjald ökumanna fyrir árið 1968
séu greidd og lögboðin vátrygging fyrir hverja bifreiö sé
í gildi. Þeir bifreiðaeigendur, sem hafa viðtæki í bifreiðum
sínum, skulu sýna kvittun fyrir greiöslu afnoAagjalda til
ríkisútvarpsins fyrir árið 1968. Hafi gjöld þessi ekki verið
greidd, verður skoðun ekki framkvæmd og bifreiðin stöðv-
uð, þar til gjöldin eru greidd. Ennfremur ber að framvísa
vottorði frá viðurkenndu viðgerðarverkstæði um að ljós
bifreiðarinnar hafi verið stillt.
Vanræki einhver að koma bifrelð sinni til skoöunar á
réttum degi, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt
umferðarlögum um bifreiðaskatt, og bifreiðin tekin úr um-
ferð, hvar sem til hennar næst.
Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli.
Lögreglustjórinn í Reykjavik, 1. ágúst 1968.
Sigurjón Sigurðsson.