Vísir - 02.08.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 02.08.1968, Blaðsíða 16
VONGÓÐUR UM AÐ SÍLDIN FARI AÐ ÞOKAST NÆR LANDI — segir Jakob Jakobsson, leiðangursstjóri á Árna Friðrikssyni — skipin fá ekki sild nema i tuttugasta hverju kasti Síldin virðist ekki vera ákveðin í göngu sinni suður á bóg- inn. Hins vegar er veiðisvæðið um 100 mílum sunnar en það var fyrr i sumar. Ég er vongóður um að hún fari að þoka sér suður og vestur á bóginn... Þeft? sagði Jakob Jakobs- son, leiðangursstjóri, sem er staddu.- um borð í síldarleitar- skipinu Árna Friðrikssyni. VISIR Föstudagur 2. ágúst 1968. Tvær innbrots- tilrnunir í Lídó í nótt Tvær tilraunir til innbrots voru gerðar í nótt í veitingahúsið Lídó. í fyrra tilfellinu vildi svo heppi- lega til, að forstjóri veitingastað- arins var að vinnu í húsinu, er hann var innþrotsþjófsins var, og var hann þvi handsamaöur á staðn um. Forstjórinn fór síðan heim, en ekki hafði verið fullgengið frá verksummerkjum fyrri þjófsins, er sá síðari kom, en sá hafði ekkert upp úr krafsinu, frekar en sá fyrri. Brotnar voru tvær hurðir og skemmdar, en annað tjón varð ekki. — Síldin hefur verið ákaf- lega stygg, sagði Jakob. Síöustu nótt kastaði hvert einasta skip, sem var á miöunum og sum oftar en einu sinni, en aðeins fjögur eða fimm skip náðu góð- um köstum. Ástandið er þann- ig aö skipin fá ekki síld nema í einu kasti af tuttugu að meðal- tali. Hér áður fyrr fékkst síld venjulega svona í öðru hverju kasti. Árni Friöriksson var staddur 75° 40’ N br. og 13° A 1., þegar Vísir ræddi viö Jakob f gær og sagöi hann að þeir hefðu land- sýn af Svalbarða i NA f góðu skyggni. Síldarbátarnir voru þá allt vestur á 10° 30’ A 1. eða um iy2 gráðu vestar en áöur og virðist sfldin því heldur þokast í áttina. Jakob sagði að áta væri aö aukast á þessu svæöi og væri hún meiri eftir því sem vestar drægi. I-Iins vegar hefði síldarganga farið allt suður á 74. gráðu fyrir nokkru, en staðnæmzt þar og snúið við. Önnur grein af síldar breiðunni hefði hins vegar hald iö sig norðar og sú sfld virtist nú vera að þokast vestur á bóg inn um 75. breiddarbaug. Jakob sagði að mikiö síldar- magn væri á miðunum, en sfld- in væri mjög erfið viðureignar vegna þess sve stygg hún væri. Leiöangri Árna Friðrikssonar lýkur eftir um þaö bil viku. — Viö höfum þó skamma við dvöl á íslandi, sagöi Jakob, og höldum líklega fljótlega út hing að aftur. Þó kvað hann ekki ólík legt að skipið skryppi norður fyrir land til þess að athuga síld'..a, sem fengizt hefur að undanförnu í troll úti á Skaga- grunninu. Unnið er nú af kappi í Laugardalshöll að undirbúningi sýn- ingarinnar. Þessar ungu stúlkur voru að inála sýningarbás. #1 Gróður er gulli betri — kjörorð landbúnaðarsýningarinnar • Þorsteinn Sigurðsson, bóndi á Vatnsleysu, mun hafa átt hugmyndina um kjörorð land- búnaðarsýningarinnar, „gróður er gulli betri“. Höfnuðu menn ýmsum gömlum slagorðum, svo sem „bú er landsstólpi“ og öðr um lfkum, Einkunnarorðið er ekki endanlega ákveðið, en hug mynd Þorsteins mun ríkjandi. Erlend stórmenni munu sækja sýninguna heim. Þar munu verða allir landbúnaðarráðherr ar Noröurlanda. Þór h.f. flytur inn Ford dráttarvélar, og af þeim sökum munu Fordverk- smiðjurnar bjóða til sýningarinn ar 12 blaðamönnum stærstu landbúnaðarblaða i Evrópu. — Koma þeir með þotu, gagngert til að skoða sýninguna. Mun einkum um að ræða menn frá Bretlandi, Þýzkalandi og Dan- mörku. Væntanlega munu þeir skrifa fallega um landbúnað nkk ar, er heim kemur. 24 6IFREIÐAR TEKNAR ÚR UMFERÐ Önnur skyndiskoðun lögreglunnar á stuttum tima varahluti. Hafiö stjórn- og hemlun- artæki bifreiðarinnar í lagi. Biluð bifreið á vegarbrún skapar óþarfa hættu og getur valdið slysi og fjár- hagslegu tjóni. Á bls. 8 í blaðinu f dag er rætt um umferöarhelgina framundan, birt skrá um staðsetn- ingu vegaþjónustubíla o. fl. , Lögregian stöðvaöi hundruð öku- tækja á götum borgarinnar í gær- kveidi og framkvæmdi skyndi- skoðun á þeim. 24 bifreiðir voru við það tækifæri teknar úr umferð vegna þess, að ýmislegt mátti finna að öryggisútbúnaði þeirra. Voru númer tekin af 18 bifreiðanna, en notkun bönnuð á 6 farartækjum tii viðbótar. 10 ökumenn fengu frest til að láta iagfæra bifreiðir sín- ar. Þetta er önnur herferö lögregl- unnar af þessu tagi. Yfirleitt er á- stand bifreiðanna gott, en þó eru nokkrar innan um, sem ýmislegt má að finna. Sérstök áherzla er til að minna ökumenn á, að fara ekki út á þjóðvegina, án þess að hafa yfirfarið bifreiðarnar rækilega áö- ur, og hafa meðferðis algengustu Sjónvarpið aftur í kvöld Tveir nýir þættir i ágúst, en fleiri þegar vetrardagskráin hefst Sjónvarpið hefur aftur útsending-. ar eftir sumarieyfin í kvöld. Mun mörgum þykja betur en öðrum! verr. Fyrsta dagskráin er með venjulcgu sniði, eftir fréttir er blaðamannaiundur, þá er Öld vís- indanna, Dýrlingurinn og loks Norrænir barnakórar. Tveir nýir j þættir hefja göngu sína í sjónvarp-1 inu í ágúst. i Myndaflokkurinn Lassie, sem I ásamt Hróa hetti verður fram í j október þar til barnaþútturinn ■ ..Stundin okkar“ hefst að nýju. Þá j er það myndaflokkurinn „Grín úr gömlum myndum" og lýsir nafnið innihaldi þáttarins. Síðast en ekki sízt má nefna kvöldtónleika Sin- fóníuhljómsveitar íslands, sem sjón varpað verður mánudaginn 5. ágúst. Flytur hljómsveitin verkiö Shehera- sade ef ir Rimsky-Kosakoff stjórn andi er Bodan Wodiczko. Voru tvennir tónleikar teknir upp með hljómsveitinni í vor, en óvíst er hvort um áframhaldandi upptöku og útsendingu í sjónvarpi á hljóm- ieikum Sinfóníuhljómsveitarinnar verður aö ræöa. Varðstaða í gömlu slökkvi- stöðinni Slökkviliðið í Reykjavík hef- ur nú staðsett eina af bifreiðum sínum í Miðbænum, til þess að geta komið sem fyrst á bruna stað í þessu hættulega bæjar- hverfi. Jafnframt mun bifreið- inni, sem mun hafa aðsetur við gömlu slökkviliðsstöðina, verða faiið aö sjá um Vesturbæinn. Bif reið þessi sem verið hefur í Tjarnargötu í vikutíma, hefur sem betur fer verið verkefna- Iaus, að því er Gunnar Sigurðs son, varaslökkviliðsstjóri, tjáði blaöinu í morgun. Jafnframt sagði Gunnar, þessa bifreið ef- 1 laust koma aö góðum notum fyrir slökkviliðið. Annars hef- ur verið sérstaklega lítið um út- köll að undanförnu og því ekki komið til kasta bifreiðarinnar ennþá. Við munum samt ávallt senda annan bíl með, héðan af , Reykjanesbrautinni, en þessi bif t reið mun eðlilega gera okkur líf ) ið Iéttara, sagði Gunnar að lok- S um. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.