Vísir - 17.08.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 17.08.1968, Blaðsíða 1
 Byrjað er aö u.:dirbúa sýningarsvæöiö á Skólavörðuholtinu og var verið að aka rauðamöl í þaö í gaar. VISIR 58. árg. — Laugardagur 17. ágúst 1968. - 182. tbl. Burton-búar vilju uuku kynni og sumskipti við íslendingn Brezk borgarstjórahjón i heimsókn og 21 skáti Hér eru nú stödd í heimsókn borgarstjórahjónin í Burton í Mið- Englandi, herra og frú Michael Fidler, og verða hér gestir næstu daga. Samtímis þeim er hér staddur skátahópur úr menntaskólanum í Burton, sem á morgun leggur upp i 10 daga ieiðangur um öræfi ís- lands á þrem Land Rover-jeppum. Þessir fulltrúar Burton-borgar, sem er um 100 þúsund manna bær og liggur um það bil miðja vegu milli London og Liverpool, flytja hingað með sér vinarkveðjur úr heimaborg sinni og gjafir. Við opnun vörukynningar, sem 32 iðn- aðar- og framleiðslufyrirtæki í Burt on efna til í húsinu að Fríkirkju- vegi 11 og verður opin síðdegis um helgar en á kvöldin alla virka daga næsta hálfa mánuðinn, færði herra Fidler, borgarstjóri í Burton, borgarstjóranum í Reykjavik, Geir Hallgrímssyni, skjöld með áletrun- um, en um leið afhenti hann dr. Bjama Benediktssyni, forsætisráð- herra, bréf frá Wilson, forsætis- ráðherra Bretlands. 1 því bréfi fagnar brezki forsæt- isráðherrann því, að efld séu sam- skipti brezkrar og íslenzkrar æsku og þeim áhuga, sem unglingar land- anna hafa á því, eins og heimsókn 10. síða. Dráttarvél steyptist fram af björgum með 14 ára pilt Fluttur með bát til Patreksfjarbar Dráttarvél steyptist fram af björgum vlð bæinn Hrafnabjörg í norðanverðum Amarfirði, með 14 ára pilt úr Hafnarfirði sl. miðviku dagskvöld. Um leið og vélin fór fram af klettunum hentist drengur- In af dráttarvéKnni, en það hefur sennilega bjargað lífi hans því drátt arvélin féll um þrjár mannhæðir niður áður en hún fór að velta í klettunum. Að því er Guðmundur Ragnars- son bóndi á Hrafnabjörgum sagði Vísi í gær, var mikil mildi að piltur inn skyldi sleppa með ekki meiri meiðsli en raunin varð á. Hann var að snúa heyi með múgavél og var í hvarfi frá bænum þegar slysið varð. Enginn á bænum varð var við slysið, fyrr en drengurinn kom skjögrandi heim að bænum illa á sig kominn og hafði hann hlotið taugaáfall. Læknir á Patreksfirði kom ásamt lögreglu á staðinn, en til þess að komast að Hrafnabjörgum þurftu þeir að aka til Bildudals og taka bát þaðan. Fluttu þeir piltinn meö sér til Patreksfjarðar. þar sem pilt urinn liggur nú við góða líðan eftir atvikum. Hann mun ekki hafa brotnað heldur aðeins marizt og skrámazt. Onnur höggmyndasýning á Skólavörðuholtinu Yfir 20 listamenn sýna jbar — Vonazt til oð sýningarnar verÖi árlegar segir Ragnar Kjartansson formaður sýningarnefndar # Þessa dagana stendur mikið til hjá íslenzkum myndlistar- mönnum. Verið er að undirbúa nýja myndlistarsýningu á flöt- inni við Ásmundarsal á Skóla- vörðuholti, sama stað og útisýn ingin var haldin í fyrra. Það er Myndlistarskólinn í Reykjavík, sem stendur fyrir þessarl sýn- ingu eins og þeirri fyrri og munu yfir 20 listamenn sýna þar um þrjátíu myndir. Sigur- jón Ólafsson myndhöggvari, tek ur þátt í sýningunni að þessu sinni, en flestir hátttakenda eru hins vegar lítt þekktir af högg- myndagerð. Sýningin verður opnuð 6. september. Visir ræddi í gær við Ragnar Kjartansson, formann sýningar- nefndarinnar og sagði hann að til þessarar sýningar yrði á all- 10. síða. REYNT AÐ HEFJA NÆSTA AFANGA BYGGINGARÁÆTLUNAR í HAUST Samvinna milli starfsmanna borgarverkfræbings og Framkvæmda- nefndar um hönnun og undirbúning svæbisins. ■ Undanfarnar vikur hefur staðið yfir undirbúningsvinna að næsta áfanga byggingaráætlun- ar. Vinna starfsmenn Fram- | kvæmdanefndar byggingaráætl- unar og skrifstofu borgarverk- fræðings sameiginlega að skipu- ' lagi svæðisins ofan við byggðina i sem begar er risin af grunni í i Breiðholti. Á þessu svæði eiga I að rísa 800 íbúðir á vegum Fram 1 kvæmdanefndar næstu árin. Von ir standa til þess að framkvæmd ir hefjist á svæðinu í haust. Vísir hafði samband við Gunnar Torfason framkvæmdastjóra Fram kvæmdanefndar í morgun og sagði hann aö ekkert hefði verið fram- kvæmt á svæðinu enn þá nema mælingar. Hins vegar væri unnið við aðkeyrs'.i að svæðinu, sem verð- ur um Breiöholtsbraut og væri hún Iangt komin. Sagði Gunnar að starfsmenn nefndarinnar og borgarverkfræð- ings ynnu sameiginlega að endan- j legri hönnun og undirbúningi undir jarðvinnu. Þannig væri unnið I sam einingu að undirbúningi grunna og bílastæða, allra lagna til húsanna og gatnagerðar. Sagði Gunnar ennfrem ur að sennilega yrðu þessi verk boðin út sameiginlega að einhverju leyti. — Sagði hann að starfsmenn nefndarinnar teldu slíka samvinnu mjög hagkvæma. Yrði unnið að þessum útboöum næstu vikurnar, en ekki hefði verið tekin lokaá- kvörðun um það ennþá, hvenær framkvæmdir hefjast. Þessi áfangi byggingaráætlun- ar spannar 800 fbúðir í fjölbýlis- húsum og verða þau öll með sama útliti. Eru þá aðeins eftir rúmlega 10. síða. Takmörkci innganga í læknadeild- ina hkleg í framtíðinni Of litið húsrými og kennaraliö fyrir 94 nýja læknastúdenta i H.I. — VIÐ HÖFUM hvorki mann- virki né mannafla til þess að kenna árlega 94 nýjum stúd- entum. Það er vonlaust, sagði dr. Tómas Helgason prófess- or, deildarforseti læknadeild- ar Háskóla ísiands. Háskólinn hefur orðið að vfsa frá umsóknum erlendra stúdenta. sem sótt höfðu um inngöngu f Iæknadeild skól- ans næsta misseri, en um fjörutíu umsóknir höfðu bor- izt. Níutíu og fjórir íslenzkir stúdentar hafa sótt um inn- göngu í deildina og bíða nú í óvissu eftir því að einhver ákvörðun verði tekin í máli þeirra. „Það er unnið að því að finna leiðir til lausnar á þessum vanda,“ sagði dr. Tómas Helga- son við Vísi. „en það tekur þó nokkurn tíma og hefur dregizt ýmissa orsaka vegna — svo sem sumarleyfa og annarra ann- marka á því að ná mönnum saman til fundar — svo því miöur höfum við ekki getað svar að þessum umsóknum enn“ Deildarforsetinn taldi þó, að endanleg ákvörðun yrði tekin í málinu einhvern næstu daga. !»->- 10. síða. FA0 spóir verð- hækkun á mjöli og lýsi • I fréttabréfi frá FAO, mat- væla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, eru hug leiðingar um þróun heimsvið- skipta árið 1968. í niðurlagi bréfsins segir svo: „Verð ætti að hækka á árinu, bæði á fisk mjöli og fisklýsi og einnig frystum fiski. Þetta ætti að verða vegna ráðstafana til að minnka framleiðslu á fisk- mjöii og fækkunar framleið- enda, er jaðarframleiðendur verða að hætta. Einnig vegna minna framboðs, er veiðin verður minni“. Væru þetta á- nægjulegar fréttir fyrir ís- lendinga, ef sannar reyndust, þótt enn gæti þess ekki í verð Iagi útflutningsafurða okkar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.