Vísir - 17.08.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 17.08.1968, Blaðsíða 5
V í SIR . Laugardagur 17. ágúst 1968. 5 Níu ára undrið — byrjaði þegar Dior kom með boglinuna og siða pilsið Boglínan vann sigur og stóð í níu ár. Þetta er einn klæðnað- urinn frá Diorsýningunni 1947. Tjann 24. ágúst birtast fyrstu ljósmyndirnar frá tízkusýn- ingunum í París og fötum það- an í dagblöðum og tímaritum um allan heim. Auövitað hafa ýmsir reynt aö „stela“ smá- augnabliksmyndum af tízkunni í vetur en það hefur gengiö mis vel og árangurinn veröur ekki góður. Tízkuhúsin hafa strangt bann á birtingu mynda frá tízkusýningum sínum meö það fyrir augum aö ef svo væri reyndist fjöldaframleiðendum auðvelt aö taka upp og líkja eft ir fallegustu fötunum og selja þau í tonnatali áöur en hin upp- runalegi klæðnaður væri kom- inn á markaðinn. Þann 24. er því hulunni lyft að fullu frá öllu því skemmtilega, sem fram hef ur' komið í ár af fötum og þvi sem þeim tilheyrir. Ekki má búast viö því að sá klæðnaöur, sem þá kemur fram í dagsljósið veki sama æsinginn og áhrifin, sem Diorsýningin ár ið 1947. Þá kom Dior fram meö „nýja útlitið", sem gjörbreytti fatahugmyndum þeirra daga. — Þessi tízka vakti ofsareiöi ým- issa kvenna. „40 þúsund franka fyrir einn kjól og börnin okkar fá ekki mjólk aö drekka." sögðu jafnvel frönsku konurnar. Þetta var rétt eftir stríð og fé af skorn um skammti í Evrópulöndunum. Dior sparaði heldur ekki neitt við tilbúning þesarar tízku, í stað stuttu tízkunnar, sem haföi ráöið ríkjum frá því áratugn- um áður fram til 1947, síkkaði Dior pilsfaldinn og kom með bogalínurnar aftur í klæðnaö- inn. Þá gengu einnig allar kon- ur með uppstoppaðar axlir á fötunum, sem setti karlmanna- fatablæ á kjólana. Þessi nýja tízka Dior var því gjörbylting. Óánægjuraddir heyrðust líka um síddina. Síða tizkan gæti aftur Skómir með ökklareiminni eru aftur að komast í tízku. Þessir hafa heldur betur hækkað í verði. 1947 kostuðu þeir um kr. 2200 en nú sellast þeir á rúmar sjö þúsund krónur. Leikkonan Ann Sheridan í klæðnaðinum frá því fyrir stríð. aukið bilið milli karls og konu auk meiri eyðslu vegna síddar- innar og víddarinnar og föt voru jú skömmtuð á þassum tíma. En það leið ekki á löngu þar til tízkan náði yfirhöndinni eins og hún gerir í flestum tilfellum og Dioriínan varð allsráðandi í hvorki meira né minna en níu ár. Þá kom pokakjóllinn til sög- unnar og auðvitaö var gert mik ið grín að honum í byrjun, n samt varð hann til þess að binda endi á þetta langa skeið Diorlín- unnar. Það má segja aö stutta tízkan hafi vakið eins mikla eftirtekt og bogalínan, á sínum tíma og hefur hún einnig átt fremur langa lífdaga. Þær tilraunir, sem hafa veriö gerðar til að koma „maxitízkunni" að hafa reynzt fremur haldlitlar því að þróunin hefur haldiö áfram. Konur vönd ust því á stríösárunum að taka fullan þátt í atvinnulífinu jafnt á við karlmennina og samræmd ust því síðir kjólar ekki starf- inu að þeirra áliti. Æ fleiri kon- ur vinna nú utan heimilis og er skoðun þeirra hin sama og kvennanna fyrir rúmum tuttugu árum. En eins og áður er minnzt á á tízkan alltaf síðasta leikinn og enn eigum við eftir að fá ábendingar um það, að nú sé kominn timi til þes að síkka pils in þó að sá tími virðist nú vera langt framundan. Skoda 1202'65 Tilboð óskast í Skoda 1202 ’65 eftir veltu. — Til sýnis á Suðurlandsbraut 83. BYGGINGARFÉLAG VERKAMANNA, REYKJAVÍK. 7/7 sölu þriggja herbergja íbúð í 10. byggingarflokki. Þeir félagsmenn, sem neyta vilja forkaups- réttar að íbúðinni, sendi umsóknir sínar í skrifstofu félagsins, Stórholti 16, fyrir kl. 12 á hádegi fimmtudaginn 22. ágúst n.k. STJÓRNIN Stúlka óskast Óskum að ráða strax stúlku til skrifstofu- starfa í Reykjavík. Góð vélritunarkunnátta nauðsynleg. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofum vorum og óskast skilað til skrifstofu starfsmanna- halds fyrir 25. ágúst n.k. Eldri umsóknir ósk- ast endurnýjaðar. ICEJLAJMJOAIR YMISLEGT YMISLEGT Vöruflutningar um allt land LfíNOFL UTMfMGfíR f Armúla 5 Sími 84-6 ---------(®X©)i— TIL ÁSKRIFENDA VÍSIS Vísir oendir áskrifend’im sínum á að hringja í afgreiðslu blaðsins fyrir kl. 7 að kvöldi, ef þeir hafa ekki fengið blað dagsins. Hringi þeir fyrir kl. 7, fá þeir blaðiö sent sérstak- lega tii sín og samdægurs. Á laugardögum er afgreiðslan lokuð eftir hádegi, en sams konar símaþjónusta veitt á tímanum 3.30 — 4 e. h. Munið oð hringjo fyrir klukkun 7 í símu 1-16-60 TEKUR ALLS KONAR KL/EÐNlNGAR FLJÓT OG VÖNDUÐ VINNA ÚRVAL AF ÁKLŒÐUM LAUGAVEO 62 - SlMI 10129 HIIMASIMI93694 BOLSTRUN SvetnbekKir I úr ali á i-erkstæöisverði. rökuœ aö oKkui hvers konar múrbro' og sprengivinnu i húsgrunnum og ræs um Leigjum út toftpressui og víbn: sleöa Vélaieiga Steindórs Sighvats ionai AlfabrekkL viö Suðurlands braut, simi 10435.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.