Vísir - 17.08.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 17.08.1968, Blaðsíða 3
VlSIR . Laugardagur 17. ágúst 1968, Þarna hamast margar hendur, ýmist vinnulúnar eða óharönaöar, við aö taka saman fyrir kvöldkulið. Sólþurrkaður saltfiskur Tjaö liggur fleira í sólbaði í Reykjavík en kaffibrúnir strandgestir f Nauthólsvík eða sumarrjóðar frúr í Hijóm- skálagarðinum. Vestur við Grandaveg voru konur af ýmsu aldursskeiði og strákar á táninga aldri að taka saman saltfisk- breiðu hjá Bæjarútgerðinni. Fisk urinn var breiddur til þerris um hádegisbil og tekinn saman um kaffileytið. Hann þarf þrjá siíka daga til þess að þorna nægjan- lega og þá er hann herramanns matur þó ekki gangi alltof vel að selja hann erlendum neytend um. Það er misskilningur margra 'm ! 4.; ■iiitfi að þessi gamalkunna verkunar aðferð á saltfiski tilheyri gamla tímanum, því að BÚR hefur not- að malarreitinn við verkunar- húsin þar vesturfrá óspart þessa síðustu sólskinsdaga, enda þorn ar fiskurinn mun fljótar úti f sólinni en inni í þurrkhús- um. — Þetta cr verk sem hver miðaldra Islendingur hefur ein hvern tíma komizt í kynni við einhvern tíma ævinnar flestir af eigin raun. Nú eru fiskreitirn- ir orðnir fáséðir og þeir þurrka ekki á þessum gömlu hraun- reitum hjá Bæjarútgeröinni, heldur á hreinni sjávarmöl. Þarna unnu saman við salt- * ifL■ v :±r ■ 4 :: '■ * • . sk X Strákarnir bera háa stafla á börunum í stakkinn. ; Þær eru ekki sligaðar af saltfiskburði margra ára þessar, enda hafa þær lítið fyrir því að sveifla stórum búntum af hendi upp í kerruna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.