Vísir - 17.08.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 17.08.1968, Blaðsíða 8
8 V í S I R . Laugardagur 17. ágúst 1968. VISIR Otgefandi. Reykjaprent h.t Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri. Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjðri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: 'Vðalstræti 8. Sfmar 15610 11660 og 15099 Afgreiösla: Aöalstræti 8. Simi 11660 Ritstjóm: I augavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 115.00 á mánuöi innanlands í lausasöl j kr. 7.00 eintakið Prentsmiöia Vfsis — Edda h.f Hvatt til óeirða Ivommúnistaklíkan, sem stjórnar Þjóöviljanum, gleðst alltaf innilega yfir fregnum af óeirðum og uppreisn- um í lýðræðisríkjunum og alls staðar, nema þar sem kommúnistar fara með völd. Mikil var t. d. gleði þeirra og er enn yfir stúdentauppreisninni og verkföllunum í Frakklandi í vor. Þjóðviljinn helgaði þriggja mánaða afmæli þessara atburða meira en heila síðu s.l. mið- vikudag. Blaðið segir að „dýpsta ástæða allra þessara atburða sé í rauninni mikil menningarkreppa, sem alls ekki sé bundin við Frakkland eitt, heldur komi mjög víða fram, og hafi birzt í stúdentaóeirðum víða um heim“. Það má vel vera, að lagfæringa sé þörf og breytinga á fyrirkomulagi háskóla víða um heim, og einnig kann það að vera rétt, að einhver háskólarektor í París hafi ekki brugðizt að öllu leyti rétt við kröfum stúdentanna en það afsakar ekki þann skrílshátt, sem þeir sýndu af sér, eyðileggingu allra þeirra verðmæta, sem þeir frömdu, þar á meðal á eignum saklausra borgara. Og það verður að teljast ískyggileg þróun, að upprenn- andi menntafólk, sem sumt hugsar sér að taka síðar við forustu í heimalöndum sínum, skuli fylgja eftir kröfum um breytingar í þjóðfélaginu með þessum hætti. Slíkt er algerlega í andstöðu við lýðræðisleg vinnubrögð og ber vott um lágt menningarstig, „menn ingarkreppu“ þeirra, sem efna til svona ófremdar- verka. Og hvernig færi í þjóðfélögum yfirleitt, ef all- ar stéttir eða starfshópar, sem æskja einhverra breyt- inga, fylgdu kröfum sínum eftir á þennan hátt? Stúd- entar hafa engan sérstakan rétt til þess fram yfir aðra. Þjóðviljinn upplýsir að stúdentarnir hafi ekki ver- ið að berjast fyrir „nokkrum kennslustofum í viðbót, heldur róttækari breytingu á öllu fyrirkomulagi há- skólanna og stöðu þeirra í þjóðfélaginu“ og verka- menn ekki til þess „að fá tímakaupið hækkað um nokkrar sentímur, heldur vildu þeir breytingar á sjálfu þjóðfélagskerfinu“. Þann vilja eiga menn að láta í ljós með siðuðum hætti í blöðum og á mannfundum og loks við kjörborðið. En kosningaúrslitin í Frakklandi sýndu að meirihluti þjóðarinnar felldi sig ekki við þessi vinnubrögð stúdenta og verkamanna. Og í lýð- ræðislandi verður að hlíta þeim dómi, og þeir óánægðu að taka upp skynsamlegri og.siðfágaðri vinnuaðferðir. Það er engu líkara en þeir, sem skrifa um þessi mál í Þjóðviljann, brenni í skinninu yfir því, að svipaðir atburðir gerist hér á íslandi. Þeir lofsyngja alltaf of- beldið og skrílsæðið, og öll skrif þeirra eru a. m. k. óbein hvatning til þeirra, sem hér kynnu að vilja stofna til óeirða, að láta til skarar skríða. Sjálfsagt er að taka tillit til óska ungs fólks í ýms- um greinum, bæði stúdenta og annarra, og þaðan geta margar góðar hugrpyndir komið; en unga fólkið verð- ur að sætta sig við það, að þeir sem reynsluna hafa,, ráði meiru um gang mála. Þess tími kemur og þá get- ur það breytt um, ef það verður þá enn sama sinnis. 1 \\ fi • ý- i( \i McCarthy mitt í hópi aðdáenda Myndin er af McCarthy mitt í hópi aðdáenda. Skilti er í baksýn með orðinu PEACE (friður), enda er það friður — friður í Víetnam, sem er og hefur frá upphafi verið meginatriði stefnu McCarthys, því hann lagði út í baráttuna til þess að vinna gegn Víetnamstefnu Johnsons, sem Humphrey varaforseti lengst af fylgdi þegjandi og hljóðaiaust, stóðu sinnar vegna, en nú hefur hann tekið nokkuð djarflegar til orða en áður, — enda baráttan harðnandi — og skammt til flokksþingsins. McCarthy hefur sakað Johnson um að herða hemaðaraðgerðir í Víetnam um leið og hann tali um að draga úr þeim. Hvað gerðist í Kariovy Vary? NEW YORK: Öryggisráöiö frest aöi enn í gær fundi um árás ísra els á stöðvar í Jórdaníu. SAIGON: Áframhald var í gær á bardögum í Suöur-Víetnam og felldu herflokkar Bandaríkjanna og Suður-Vletnam um 200 menn af liði Víetcong. LONDON: Hópur brezkra kaup- sýslumanna og framleiðenda hef ir lagt fram fé til stofnunar er hafi meö höndum rannsóknir á orsökum bakverkja. Taliö er, aö fimm milljónir vinnudaga glatist árlega í land- inu vegna bakverkja. WASHINGTON: I' Bandaríkjun- um er dregiö í efa að áhöfn Pueb hafi þvingunarlaust ját- að á sig njósnir, .'.s og hermt var í gær i útvarpi Norður-Kína. NEW YORK: Gunnar Jarring sérlegur samningamaður U Th- ants í deilu ísraels og Araba, er væntanlegur í dag til Jórdaníu. NEW YORK: McCarthy sakaði í gær Johnson forseta um aö herða hemaðaraögerðir i Víet- nam, um leið og hann héldi þvi fram, að hann gerði hið gagn- stæða. Hvaö gerðist á fundi þeirra Ulbrichts og Dubceks í Karlovy Vary (Karlsbad)? Lofaði Dubcek fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og flokksins, að gera enga tilraun til þess „eins og sakir standa“ að breyta afstöðunni til Vestur- Þýzkalands í grundvallaratrið- um? Fréttaritari Politiken segir í skeyti frá Karlovy Vary aö tékkneskir stjórnmálamenn hafi látið í Ijós skoðanir í þessa átt eftir fundinn, sem stóö i 10 klukkutíma. í Cierna nad Tisou og Bratis lava lögðu sovétleiðtogar og þeirra samherjar hart aö Dubc- ek að fallast á þeirra skoöanir og nú virðist svo sem Ulbricht hafi fengið auknar sannanir fyrir, að samskipti ríkisstjórna Kunr.ur suöur-afrískur pró- fessor sagði af sér f gær til þess að mótmæla kynþáttamis- rétti, en ákveðið hefir verið að blökkumenn fái ekki að stunda kennslustörf við háskólann í Höfðaborg. Prófessorinn M.W. Pope, lagði fram lausnarbeiðni sina í gær. Tékkóslóvakíu og Vestur-Þýzka lands veröi sömu viðjum bund in áfram, og þar með gir.t fyrir að stjómmálasambandi verði komið á aftur milli Tékkóslóvak íu og Austur-Þýzkalands og víð tækara efnahagslegu samstarfi milli þessara landa. Ýt_rlegar áreiðanlegar fregn- ir eru ekki enn fyrir hendi um fyrrnefnda fundi, enn eru get- gátur uppi um margt, og hvaö sem líður ofannefndri frétt, hlýt ur að koma f ljós innan tíöar. hvort nokkur breyting veröur á sambúð Tékkóslóvakíu og Aust ur-Þ\' -kalands. I seinustu fréttum frá Moskvu segir aö hafin sé ný sóknarlota í sovézkum blööum og útvarpi gegn tékkneskum blööum og tímaritum sem boöa frjálsræði. Fyrr um daginn kröfðust um 300 stúdentar við háskólann, að blökkumaðurinn Archir Mafeje, fengi aftur stöðu sína við háskói ann. Hann var ráðinn sem dós- ent fyrr á árinu en ráðningin gerð ógild eftir að stjómvöld- in höfðu hótað að fjarlægja hann. Kynþáttamisrétti í Höfðaborg

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.