Vísir - 17.08.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 17.08.1968, Blaðsíða 9
V í SIR . Laugardagur 17. ágúst 1968. wwnimr..'ttiMHM .................. Fiðlarinn □ Síðari hluta næsta vetrar mup Þjóðleikhúsið taka til sýti- ingar söngleikinn „Fiðlarinn á þakinu“, eöa „Fiddler on the Roof“. Þetta er heimsfrægt leikrit og hefur það notið mikilla vinsælda víða erlendis. Frægt er lagið „Ef ég væri ríkur“ (If I were a rich man) og ennfremur söngurinn um hjúskaparmiðlarann (Matchmaker, Matchmaker). I ráði er, að Róbert Arnfinnsson leiki aðalhlutverkið, og fjölmargir aðrir af beztu leikurum okkar munu leika í söngleik þess- um. Egill Bjarnason mun þýða leikrit og Ijóð. □ „Fiðlarinn á þakinu“ fjallar um Gyðingafjölskyldu í Rúss- landi fyrir byltinguna, sorgir hennar og gleði. Heildarsvip- urinn er skemmtilegur, en á bak við býr þrungin alvara. Efnisþráðurinn er þessi í stuttu máli: getið sér til um tillögur Yente, en hún er ástfangin af fátækum skraddara, Motel Kamzoil. Á- samt systrum sínum, Hodel og Chava, syngur hún um væntan lega giftingu, sönginn um hjú- skaparmiðlarann. Á meðan á þessu gengur, er Tevye aö basla heimleiðis, drag andi vagn sinn, því að skeifa hefur dottið undan hesti hans. Hann syngur óbugaður sönginn um það, hvað hann mundi gera hefði hann gnótt fjár, ,,ef ég væri ríkur'. Hann hittir á föm- um vegi Perchik, fátækan stúd- ent frá Kiev, sem hefur fast- mótaðar skoðanir á ýmsum mál- um. Stúdentinn fellst á að kenna dætrum Tevye sem endurgjaid fyrir fæði og húsnæði um tíma. Saman halda þeir heim og taka Joey og Cindy Adams fyrir utan Loftleiðahótelið. að þurfa aö brosa og setja mig í stellingar,“ sagði Cindy. „Ég var orðin ungfrú allt.“ Þannig ákvað feguröardísin að snúa sér að alvarlegri viðfangsefnum og gerast fréttakona. Hún hætti að vera fyrirsæta. Áriö 1952 uröu þáttaskil f lífi hennar, er hún giftist gamanleikaranum Joey Adams. Nú flytur hún daglegan fréttaþátt í sjónvarp í Banda- ríkjunum. Að eigin sögn fjallar hún helzt um „fðlk 1 fréttun- um“. Hún segist ætla að flytja þátt um hina ánægjulegu dvöl á Islandi, er heim kemur. Fvrsta bók hennar var „Souk- arno: Sjálfsævisaga, eins og Cindy Adams segir hana“, og hefur hún orðið metsölubók víða um heim, enda er hinn fyrrver- andi valdhafi Indónesíu kunnur TTeimsfrægir gestir gistu ís- land í síðustu viku. Þau létu ekki mikið yfir sér, og fjölmiðlunartækin höföu litlar spurnir af þeim. Samt var hér um aö ræða fólk, sem þekkt er um öll Bandaríkin og víða um heim fyrir framlag sitt á sviði fréttamennsku og skemmtana. Þetta voru þau hjónin Joey og Cindy Adams. Hún er glæsileg kona, heillandi og fögur, enda hefur hún 57 sinnum fengið verð laun fyrir fegurð sína. Engu að síður er hún einna þekktust fyr- ir bæk»r sínar, er fjalla um Kynni hennar af Soukarno, fyrr- um forseta Indónesíu, sem ný- lega hefur verið sviptur völdum. Joey, eiginmaðurinn, er þekktur fyrir ritverk sín og kímni. „Ég var orðin hundleið á því Fólkið á Anatevka, litlu Gyð- ingasamfélagi í Rússlandi keis- aratímans, lifir af því, sem jörð- in gefur, einföldu og fábrotnu Iífi stritsins. Mjólkursendillinn Tevye, samvizkusamur, fyndinn og traustur maður, segir frá þvf, hvemig fólkið sækir styrk tll hinna ævafomu lögmála erfða- venjunnar. Á heimili Tevye eru Golde, kona hans, og fimm dætur að búa sig undir Sabbath, helgidag Gyðinga. Hjúskaparmiölarinn, Yente, kemu í heimsókn til að segja Golde, að slátrarinn, Lazar Wolf, stórskorinn, miðaldra ekkill, felli hug til elztu dóttur- innar, Tzeitel. Golde er himin- lifandi, en hefur áhyggjur af þvf, að Tevye muni ekki fallast á giftinguna. Tzeitel getur aðeins þátt í söng allrar fjölskyldunnar um frið helgidagsins, sönginn um bænina. Tevye hittir Lazar í þorps- kránni og er talinn á, gegr. betri vitund, að gefa samþykki sitt til hjónabandsins. Lazar, vinir hans og hópur rússneskra nágranna kyrja glaðan drykkjusöng, „skái fyrir iffinu". Daginn eftir er Tzeitel skýrt frá ráðagerðinni um giftingu hennar og Lazar, og hún biður föður sinn tárfellandi að halda ekki hjónabandinu tii streitu. Motel truflar, er hann kem- ur flaumósa á vettvang, og unga fólkið skýrir frá hinni leynilegu trúlofun sinni. Tevye er það í fyrstu mikil raun, að þau hyggj- ast rjúfa þá hefð að faðirinn velji dóttur sinni maka, en veitir að lokum samþykki sitt, djúpt snortinn af óvæntu hugrekki Motel og ást Tzeitel. Motel trú- ir vart sínum eigin eyrum og syngur stórhrifinn um hinn guð- lega styrk, sem hefur gert hann að karlmanni, kraftaverk krafta- verkanna. Tevye verður að skýra Golde, konu sinni, frá þróun mála. Hann velur miöja nótt til þess, sakir hugkvæmni sinnar og hinn ar eitruðu tungu eiginkonunnar. Hann læzt hafa vaknað af mar- tröð og segir frá því, aö Fruma- Sarah, fyrri kona Lazar, og Tzeitel, amma Golde, löngu lát- in, birtust honum í draumi. Golde verður örvita af hræðslu og fellst án eftirgangsmuna á þaö, að Motel sé rétti maðurinn fyrir Tzeitel. Þau syngja um skraddarann Motel Kamsoil. Motel og Tzeitel eru gefin sam- an með hefðbundinni viðhöfn, og sungið er um dögun og sól- setur. Er hátíðahöldin eru I al- gleymingi, koma til skjalanna rússneskir æsingamenn, stað- ráðnir að eyðileggja eignir Gyð- inganna. Þeir leggja alli i rúst ir á veizlustaðnum. Tevye er harmi sleginn og getur aðeins beðið guð sinn um skýringu. í upphafi annars þáttar hafa Motel og Tzeitel búið í ham- ingjusömu hjónabandi I tvo mán uöi. Umhverfis Anatevka ríkir vandræðaástand, svo sem raunar um allt Rússaveidi, og stúdent- inn Perchik gengur I lið með byltingarmönnum • í baráttu þeirra við keisarann. Áður en hann fer biðlar hann til Hodel, og hún gefur samþykki sitt. Þau syngja „nú hef ég allt“. Tevye verður enn einu sinni töfraöur af hinu biðjandi augnaráði dótt- ur samþykkir ráðahaginn meö tregðu og gefur þeim bless- un sína. Þegar hann hikandi fær ir Golde fréttirnar, kemur hon- um allt í einu til hugar hvort ástin sé ekki líka grundvöllur sambands þeirra hjóna, og þau syngja: elskar þú mig? Þær fréttir berast til þorpsins, að Perchik hafi verið handtek- inn og sendur I fangabúðir í Síberíu. Hodel ákveður þégar í stað aö fara og búa, þar sem hann er, og giftast honum þar, Hún segir föður sínum að skiln- aöi á áhrifamikinn hátt, að hún geti einungis orðið hamingju- ! söm, ef hún sé hjá þeim manni, er hún elskar. Sunginn er kveðjusöngur til heimilisins, sem hún elskar. Fljótlega verður Anatevka einnig fyrir barðinu á hinu stjórnmálalega öngþveiti. Lög Mariam Karlin. mæla svo fyrir, aö fjölskyldur Gyðinga verði að yfirgefa þorpið innan þriggja daga. Jafnvei Tevye sleppur ekki, þótt þriðja dóttir hans, Chava, hafi gengið að eiga Rússa. Er fjölskyldan tínir haman föggur sínar, syngja þorpsbúar um hinn vesæla stað sem kunnugleiki og erfiði hafa gert að heimili þeirra, Anatevka. Meö sorg í hjarta yfirgefa þau þorpiö til aö byrja nýtt líf í Póllandi, Landinu helga eða Ameríku. „Islenzka lambakjötið heimsins bezti matur44 Segja hin viðf'órlu Adamshjón. Frúin hefur unnið 57 tegurðar- verðlaun og skrifað metsölubók um Soukarno. fyrir stjórnmálastörf og einnig hylli sína meðal kvenþjóðarinn- ar. „Soukarno var mesti per- sónuleiki, sem við höfum hitt,“ segja þau hjónin, „að frátöld- um John F. Kennedy, Banda- ríkjaforseta, einum.“ Þau ættu að vita hvaö þau segja, þar sem þau hafa á mörgum feröum sín- um hitt fjölmarga helztu stjórn- málamenn heims. Cindy hefur ritað aðra bók „Einræðisherr- ann, vinur minn,“ um sama efni. Hún kann lagið á að ræða við höfðingja. En hún hitti Souk- arno fyrst, spuröi hún, hvers vegna hann væri ávallt klæddur einkennisbúningi. Soukarno svaraði með löngum fyrirlestri um skyldur sínar sem þjóð- höföingja og sameiningartákn þjóöarinnar. Cindy horfðist þá f augu við hinn þótfeafulla ein- ræðisherrr og sagði: „Nei, það er ekki þess vegna, elskan. Þú gerir það af því að þú ert „sætur” í honum.“ Það varð stundarþögn, en síðan hló Souk- amo og sagði „Þetta er alveg rétt, en segðu engum frá því.“ Þannig upphófst vinátta kojjunn ar og einræðisherrans. Er blaða maður Vísis spurði hvað hún ætti við með því, svaraði hún: „Það sama og þú mundir eiga við, kvennabósi". Soukarno átti sjö eiginkonur, þar af fjórar sam tímis. Hins síöasta, sem var iap- önsk, gistir hjá Adamshjónunum í New York, þegar hún heim- sækir Bandaríkin. Þau hjón búa andspænis Jacqueline Kennedy, en segjast ekki þekkja hana. Frú Adams hefur átt viðtöl viö fjölda frægra manna. Með- al þeirra eru Nehru og fyrrver- andi varnarmálaráðherra Ind- lands Krishna Menon, sem hún talaði við, stuttu eftir aö „ást“ hans á blaðamönnum fékk hann tii að berja einn þeirra í and- litiö á Kennedyflugvelli. Af öör- um merkum mönnum og konum er Cindy hefur átt viðtöl við, má nefna Eisenhower, Mary Martin, keisaraynju Irans, Adlai Stevenson, John Wayne, Thai- landsdrottningu, Rockefeller, Richard Burton og hertogaynj- una of Windsor. Cindy Adams stendur á tindi frægðar sinnar setjj fréttakoua. Eíginmaáurinn, Joey, lifir s,gm kvæmt kjörorðunum: Hafðu ekki áhyggjur af því, hvort fólk þekkir þig. Geröu sjálfan þig þess viröi að það vilji þekkja þig. Hann er glaður og reifur í tali. Adams hjónin hafa dvalizt hér £ viku og feröazt til Gull- foss, Gevsis, Hverageröis og Þingvalla. Þau ljúka miklu lofs- oröi á fólkið og landið. „Lamba- kjötið íslenzka er bezti matur, sem við höfum borðað á æv- inni,“ segja þau. Þau nefna einn- ig aðra gómsæta rétti og kunna íslenzk heiti á þeim flestum: flatbrauð, tuttugu tegundir síld- arrétta, ostar og skyr. Harð- fiskur er sérlega góöur, og hyggjast þau hafa bita með sér til Bandaríkjanna. Joey annast fyrir hönd Bandaríkjaforseta ýmis aðlögunarvandamál ungra og gamalla í heimalandi sínu. „Unga fólkið er aö gera upp- reisn gegn ríkjandi skipulagi, án þess að vita, hvaö þaö vill í staðinn, Þaö þarfnast ástar. Okk ur lízt vel á tilhöeunína hér. Hér eru meiri tengsl milli for- eldra qg barna.“ Að lokum minna þau bjón á. að ástin ein getl bjargað heiminum. 5 O

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.