Vísir - 17.08.1968, Blaðsíða 16
1
ngi Hrafn Hauksson vinnur viö frágang á verkum sínum í húsnæöi sýningarsalarins Njálsgötu 49
VISTR
Fólskuleg
líkamsárás
Tveir óeinkennisklæddir lögreglu
þjónar urðu fyrir hreina tilviljun
vitni að furðulegri fúlmennsku og
fruntaskap, sem átti sér stað i Nóa-
túni fyrir utan Sælakaffi rétt fyrir
kl. tvö í fyrrinótt.
Komu lögregluþjónarnir, sem
voru i eftirlltsferð um veitingahús-
in og því óeinkenniskiæddir, að þar
sem nokkur hópur manna hafði
safnazt saman í götunni vegna rysk
inga, sem þar virtust eiga sér stað
milli einhverra manna.
Rétt í þann mund, sem lögreglu-
þjónamir voru komnir að hópnum
til þess að skakka leikinn, sáu
þeir, hvar annar þeirra tveggja
manna, sem mest virtust.hafa sig
í frámmi 1 ryskingunum, vatt sér
skyndilega að rosknum áhorfanda
sém stóð i þrönginni með henc .r
í vösum — vitandi sér einskis ills
von — og varpaði honum án nokk-
urra umsvifa beint á höfuðið í göt-
una.
Hinum roskna manni vannst eng
inn timi til þess að taka hendur úr
vösum og gat því ekki borið þær
fyrir sig, til þess að taka úr fallinu.
Skall hann beint á andlitið í götuna
og síðar kom i Ijós, að hann hafði
hlotið tvo skurði i andlitið, sem
iæknar þurftu að sauma saman, en
auk þess brotnuðu gervitennur í
munni hans.
Árás þessi kom flatt upp á alla
nærstadda og fékk enginn hreyft
M->- 10. síða.
Gangið frá lóöum tyrir norræna byggingardaginn:
Ódýrara að byggja með snyrtimennsku
— segir byggingafulltrúinn
• Odýrara er að byggja með
snyrtimennsku er kjörorð,
sem byggingafulltrúi borgarinn-
ar, Sigurjón Sveinsson, bendir
húsbyggjendum á. Fór hann og
Gunnar Sigurðsson deildarverk-
fræðingur með fréttamenn í fróð
Iega könnunarferð um þau svæði
borgarinnar, sem mest er byggt
á um þessar mundir, Fossvoginn
og Breiðhoit.
Á flestum stöðum blöstu við
moldarhaugar, gapandi rásir við
útveggi, sumar fullar af drasli,
járnarusl í bendum, timbur á
víð og dreif. Einstaka undan-
tekningar sönnuðu þó ágæti þess
að hafa snyrtilegt á byggingar-
svæðum. Taldi Sigurjón það vera
öruggt mál að vinnuafl og fjár-
magn nýttist mun betur á þeim
lóðum, sem vel er gengið frá
strax frá byrjun. Nefndi hann
dæmi því til staðfestingar. Ef
húsbyggjendur fylltu upp að út-
veggjum strax, þegar kjallari hef
ur verið byggður upp og skolp-
ræsalögn lögð er hægt að hag-
nýta vinnutæki og mannafla í
eitt skipti fyrir öll í stað þess að
vinna verkið í tvígang. Við jætta
bætist að hægt er að aka bilum
með hlutum í innréttíngar beirit
að húsdyrum í stað þess að
klöngrast með þá yfir gapandi
10. síða.
Mikil eftirspurn
eftir hátíðarljóðum
Visir mun birta Ijóð, sem ekki eru i bókinni
annað þessara ljóða á næstunni,
þar sem höfundurinn hefur þegar
géfið leyfi sitt til þess.
Sala hinna 26 óverðlaunuðu há-
tiðarljóða gengur mjög vel, eftir því
sem útgefandinn, Sverrir Kristins-
son tjáði blaðinu. í fyrstu vikunni
eftir að bókin kom út seldist helm-
ingur af upplaginu, og af hinum
tölusettum eintökum eru nú aðeins
örfá eftir.
Á Akureyri hefur virzt vera sér-
staklega mikill áhugi á bókinni og
gerir Sverrir ráð fyrir að upplagið
muni þrjóta um miðjan næsta mán-
uð.
Sverrir Kristinsson hefur nú und
ir höndum tvö ljóð eftir höfunda,
sem ekki höfðu samband við hánn
í tæka tíð til að koma ljóðum sin-1 ÞAÐ ER VINSÆL ÍÞRÓTT þessa þykkt hefur verið, að gefa leyfi til
um í keppnina. I dagana að leita austur í land og fá að feila alls sex hundruð dýr í ár.
Vísir mun að minnsta kosti birta ' þar leyfi til hreindýraveiða, en sam
Auk þess sem drasl eykur kostnaö og vinnu við husin,
það loða við byggingarnar árum saman.
Hreindýraveiðar mikið
stundaðar þessa dagana
Þrjú gallerí opna á næstunni
Stófnun þriggia nýrra gallería
hér í borginni er nú á döfinni
og mun koma til framkvæmda á
næstu vikum. Eitt þeirra er
Hliðskjálf, sem rekið er í sam-
bandi við bókaútgáfuna Þjóð-
sögu og er til húsa að Lauga-
vegi 31, 4 hæð. Tekur sá list-
sýningasalur til starfa um næstu
mánaðamót með sýningu Sveins
Bjömssonrr listmálara. I byrjun
september opnar galleríið á
Niálsgötu 49 fyrstu sýningu
sína.. Er forstöðumaður þess
Sigurður Jóhannesson erlendis
um þessar mundir að kynna
sér rekstur slíkra myndlistar-
sala. Ingi Hrafn Hauksson sýn-
ir verk sín á fyrstu sýningunni
18—20 upphleyptar veggmyndir
og 2 standmyndir. Þá ætlar
SUM að tara á stúfana og stofna
galierf.
Talaði blaðið við Kristján B.
Sigurðsson sölustjóra bókaút-
gáfunnar Þjóðsögu, sem sagði,
að listsýningarsalurinn Hlið-
skjálf yrði innan við söluskrif-
stofu bókaútgáfunnar og 1
tengslum við hana. Kvað hann
eingöngu verða um sérsýningar
að ræða í nýja sýningarsalnum
og ætlað væri að þær stæðu
hver um sig í hálfan mánuð.
Sagði hann salinn verða opinn
fyrst og fremst listamönnum úr
félögum myndlistarmanna að
svo miklu leyti, sem þeir vildu
notfæra sér það.
Ingi Hrafn Hauksson vinnur
við frágang að verkum sínum í
húsnæði sýningarsalarins að
Njálsgötu 49. Álítur hann stað-
inn vera þann ákjósanlegasta
10. síða.
I Egill Gunnarsson, hre>ndýraeftir-
i litsmaöur á Egilsstöðum i Fljótsdal,
| sagði í viðtali við Vísi, að sér virt-
ust dýrin mjög vel gengin undan
vetri, feit og vel haldin. Hann kvað
marga hafa sótt um leyíi til veið-
anna, sem leyföar eru á ákveðnu
svæöi til 20. september.
Til að fá veiðileyfi verða menn
að uppfylla viss skilyrði og hafa
undir höndum fullkomin skotvopn
til veiðanna. Algengast br að menn
séu á veiðum í einn til tvo daga,
en sjaldan lengur.
Ýmsir góökunnir menn leggja
stund á þessa íþrótt, en ekki vildi
Egill þó nefna nein nöfn f því sam-
bandi. Hann sagðist ekki eiga gott
með að segja um, hversu mörg
hreiiidýr hefðu nú þegar verið lögð
að velli, þau væru orðin allmörg.
Það er ýmist að menn selja hrein
'rakjötið, eða flytja það heim til
n, sem björg í bú, en hreindýra-
kjöt þykir mörgum hið mesta lost-
æti.
„Fákur## þarf ekki
meira hey úr
Reykjavík
Hestamannafélagiö Fákur hefur
nú þegar aflað sér nægilegra hey-
birgða fyrir veturinn, keypt eöa
pantað.
Samkvæmt upplýsingum Bergs
Magnússonar, framkvæmdastjóra
Fáks, þarf félagið 4—5000 hesta
alls. Reykvíkingar hafa boðið fram
gnótt heys og meira en þörfin er.
Bergur kvað nú allt annað og betra
útlit um heyfeng á landinu en verið
hefði fyrir fáum vikum. Bændur á
kalsvæðunum mundu væntanlega
geta fengið hey úr nærsveitum. Ó-
víst væri, að not yrði að heyi, sem
flutt væri langan veg.
Hvar fær flugvélin
griðastað?
Flugvélarskrokkur innréttaður sem veitinga-
staður settur upp við Sandskeið
í vetur bar það til, eins og menn
muna, að bandarisk flugvél
stakkst á endann á Reykjavíkur-
flugvelli, og eftir það stóð flak
hennar um hríð ónýtt.
Nú hafa nokkrir menn fest kaup
á flakinu og flutt það upp í Mos-
fellssveit i nágrenni Hafravatns,
þar sem jæir hugöust innrétta
það og nota til klúbbstarfsemi,
en ekki fá þeir leyfi til að hafa
flugvélarskrokkinn á þessum
stað.
Vlatthías Sveinsson sveitarstjóri í
osfellssveit tjáði blaðinu, að menn
irnir hefðu að vísu ráðstöfunarrétt
yfir landinu, þar sem flakið stend-
ur, en aftur á móti hefðu þeir eng-
an rétt til að setja þar upp nein
mannvirki án fengins leyfis. Þess
vegna verða þeir að flytja flugvélar-
skrokkinn burt.
Matthías sagði einnig, að menn-
irnir hefðu nú nýverið sýnt sér
bréf undirskrifað af bæjarritaranum
í Kópavogi, þess efnis að þeir heföu
heimild til að koma flugvélinni fyr-
ir í landi Kópavogskaupstaðar í
námunda við Sandskeið, og þangað
veröur flakið flutt innan tíöar.