Vísir - 17.08.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 17.08.1968, Blaðsíða 10
70 Burton-búar — -4 1 síðu. skátanna sýni. Bréfinu lýkur Wil- son með kveðjuorðum til forsætis- ráðherra íslands og íslenzku þjóð- arinnar. Heimsókn borgarstjórahjónanna brez-ku, leiðangur skátanna og vöru kynningin er liður í viðleitni Burton-búa til þess að efna til nári- ari kynna og samskipta við íslend- inga. Það á sér nokkurn aðdrag- anda og undirbúning, sem þeir brezku hafa vandað mikið til. — Meðal annars hefur eitt stærsta blað þeirra í Burton, „Burton Daily Mail“, helgað þessari heimsókn mikið rúm í blaði, þar sem getur að líta fjöldann allan af kveðjum til íslands frá ýmsum fyrirtækjum í Burton og minnir einna helzt á kveðjur fyrirtækja hér heima til viðskiptamanna sinna um jól og stórhátíðir aðrar. Læknadeild — W ■-> 1 síðu Aðspurður um það, hvort þörf væri svo margra nýrra lækna, sagði dr. Tómas: „Frá sjónarmiði þess, sem er hagkvæmt fyrir þjóöfélagsheild ina þá er það að vísu rétt, að engin þörf er á því aö 3% af hverjum árgangi gerist læknar. En þaö sjónarmið er ekki efst i huga okkar, þegar viö afgreið um þessar umsóknir, heldur ein- faldlega, hvaö húsrýmið leyfir og hvaö kennaraliðiö kemst yf- ir. ísland er eitt fjögurra landa, sem ekki hefur takmarkað sér- staklega inngöngu í læknadeild háskóla síns. Hefur stúdentspróf ið eitt nægt þar til, en svo gæti fariö að það þyrfti að grípa til einhverra takmarkana í framtíð- inni, ef svo heldur áfram sem nú horfir“, sagði dr. Tómas Helga- son prófessor. Líkamsúrás — m~> 16 síöu. legg né lið til varnar manninum, en sá, sem þetta illvirki framdi, tók á rás og með honum félagi hans. Lögregluþjónamir, sem þá voru komnir að hópnum veittu þeim strax eftirför, en aðrir stumruðu yf ir manninum í götunni. Náðu lög- reglumennimir mönnunum tveim- ur, þar sem þeir voru stignir inn í bifreið og gerðu sig líklega til að aka á brott. Þegar þeir sýndu mönnunum skilríki sín og tóku þá fast:. veittu þeir mótspymu og tókust á við lög reglumennina, sem gátu þó fljót lega komið þeim i iárn. Þeir voru hafðir í haldi í fanga- geymslu lögreglunnar það sem af var næturinnar, en yfirheyrðir í gær. Mál þeirra er i frekari rann- sókn. Gallerí — i6. síöu. í bænum fyrir myndlistarsýn- ingar, húsnæöið sé mjög hent- ugt, hátt undir loft og sérstak- lega bjart, salurinn sé á jarðhæð og gengið beint inn frá götunni, nóg af bílastæðum sé allt í kring og strætisvagnar á 10 mínútna fresti frá Lækjartorgi. En þar sem salurinn verði rek- inn í leiguhúsnæöi og samningar geröir fyrir stuttan tíma i einu sé ekki gott að segja hversu lengi myndlistin fái að ráða ríkj- um þar. SUM var ekki með upplýsing- ar á reiðum höndum varöandi það húsnæði, sem þeir hafa augastað á. Væntanlega veröur skýrt frá því síöar hvernig starf semi þess salar verður háttað. SUNLUX-plast SUNLUX-plast SUNLUX-plast SUNLUX-plast SUNLUX-plast SUNLUX-plast SUNLUX-plast í sólskýlið á svalimar í garðskýlið á þakið á sumarbústaðinn á gróðurhúsið yfir síldarplanið Verzlunarfélagið FESTI Frakkastíg 13 . Sími 10590 —--------------------t---------------------- Eiginkona mín og móðir okkar SVAVA INGADÓTTIR NIELSEN HjarSarhaga 19 lézt að fæðingafdeild Landspítalans hinn 16. þ. m. Gunnar Ö. Nielsen, Guðlaug Nielsen, Gunnlaugur Pétur Nielsen. —m«—i .................................. , | VI SIR . Laugardagur 17. ágúst 1968. ——IWémMiiiiii Tækni — ■)))»-> 6. síðu. kosti lægri lífvera, er geri ó- kleift að ákvarða hvar líf geti þróazt og hvar ekki — en þeirri kenningu sinni til sö.nnunar fann hann meðal annars lífgróður í 90 stiga heitu vatni i Hvera- geröi. Þaö má því með sanni segja, að víða leiti visindamenn til fanga til grundvallar kenningum sínum, og fari svo að sannanir fyrir möguleikum lífs á Marz finnist á Suðurskautslandinu er eins víst að möguleikar á lífi á Venusi sannist i Hverageröi. En eins og er beinist athygli vis- indamanna um heim allan mjög að Suöurskautslandinu, og vís- indaleiðangrar, ekki einungis af Vesturlöndum heldur og austan tjaldsþjóða, eru þar á stöðugu ferðalagi ýmissa erinda. Má svo heita að yfirborð hinnar miklu og köldu víðáttu suður þar sé nú mikið til kannað, en vísinda- menn eru sannfærðir um að enn sé þar að finna hina merkileg- ustu leyndardóma — undir yfir- borðinu. Snyrtimennska — n>-> i6. síöu. geilina, sem veigalitlir piankar hafa verið settir yfir. Þá minnt- ist byggingafulltrúi á fyrirtækið Stálborg, sem útvegar húsbyggj endum steypujárn, sem er sér- staklega sniðið eftir þörfum hvers húsbyggjanda um sig og á enginn afgangur af því að verða eftir. Einnig minntist bygginga- fulltrúi á þá staöreynd, að mold- arhaugar, sem ekiö er í burt strax og þeir myndast verða eng um til trafala og lóðin er frá- gengin á eftir aö mildu leyti. Beinir byggingafulltrúi þeirri á- skorun til húsbyggjenda og þeirra sem eiga eldri hús, sem ekki hefur verið gengið frá aö koma þeim í lag hið fyrsta. Nor- ræni byggingadagurinn stendur nú fyrir dyrum þann 26. ágúst og munu mörg hundruð fulltrú- ar frá Norðurlöndunum fara um helztu byggingasvæðin. Hafa íslendingar staðið einna fremst Norðurlandanna hvað snertir vandaðar byggingar og væri hús- byggjendum þaö til álitsauka, ef þeir hefðu snyrtilegt á byggingar lóðum sínum. Höggntyndsr — ?SI SÍðu an hátt meira vandað en sýn- ingarir.nar í fyrra. Stjórn skól ans kaus sérstaka sýningarnefnd og eiga í henni sæti auk Ragn- ars þeir Jón Gunnar Árnason og Magnús Pálsson. Nefnd þessi tekur fyrir þær myndir sem ber ast og dæma um hvort þær eru hæfar til þess að hljóta sess á sýningunni. Ragnar sagöi að vonir stæöu til þess að slíkar sýningar yrðu árlega, Reykjavíkurborg hefði sýnt þessu framtaki mynd listarmanna velvilja og látið lag færa flötina fyrir sýninguna og auk þess lagt til þökur og ofaní burð en listamennirnir munu sjálfir ganga frá sýningarsvæð- inu. Auk þess keypti Reykjavík urborg 2 myndir á sýningunni í fyrra og veitti tveim lista- mönnum styrk meö þeim skil- yrðum að borgin gæti endurkraf ið styrkina meö listaverkum, þegar liitamönnunum yxi fisk- ur um hrygg. Sagöi Ragnar að þessi sýning væri meöfram til þess aö skapa listafólkinu markaö hjá almenn- ingi, þetta væri í aöra röndina sölusýning og yrðu þat til sýn, is innanhúss og utanhússhögg- myndir. En sýningunni væri þó um leið —og fyrst og fremst ætlað aö hleypa nýju lífi í list myndhöggvara, en þeir heföu til þessa haft miklu erfiöari að- stöðu til þess að sýna en aörir myndlistarmenn og oftast sýnt með málurum. Það væru aöeins þeir elztu og þekktustu úr hópi myndhöggvara, sem lagt hefðu út í að efna til sérsýninga. Sýning þessi stendur til mán- aöamótanna sept.—okt. og vek- ur trúlega mikla athygli, ekki sýður en sýningin í fyrra, sem ýmsum þótti ýkja nýstárleg. BELLA Hemmi minn þú getur ekki sagt að kökurnar séu slæmar, því að hann Bergsteinn P. sagði að þær væru aðeins of sætar, og maður verður aldrei of sætur! ! Byggingarúætlun - »>—>'! sfðu 100 íbúðir, sem upphaflega var fyrirhugaö að reistar yrðu í bygg- ingaráætluninni og verða þær trú- lega í raðhúsum, sem skipulögð hafa verið á Breiðhc’tssvæðinu. 300 metra löng blokk verður meððal þeirra bygginga, sem um ræðir og er hún teiknuð með það sjónarmið fyrir augum að hagnýta sem bezt byggingarað- ferðirnar. SALTVÍK Ul M HELGINA HLJÓMAR - ROOF TOPS ■ iMvivinix í KVÖLD KL. 20.00: TRIX Roof Tops Hljómar Varðeldur Flugeldasýning DANSAÐ TIL KL. 2. BWV S 1 VI ^ SUNNUDAGUR kl. 14.00: Knattspyrna Morgunblaðið: Sjónvarp Gunnar og Bessi Ómar Ragnarsson Hljómar Roof Tops Matthías Jóhannessen TRIX TiALDIÐ í SALTVÍK Sætaferðir frá BSÍ í dag kl. 14 — 16 — 18 og 20. Á sunnudag kl. 13. — í bæinn kl. 02.00 í kvöld og eftir þörfum á sunnudag. -• *- ..... S ALT Ví Kljgt jjusue.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.