Vísir - 17.08.1968, Blaðsíða 6

Vísir - 17.08.1968, Blaðsíða 6
TONABIO tslenzkur texti. (Return of the Seven) Snilldar vel gerð og hörku- spennandi, ný amerísk mynd í litum og Panavision. Yul Brynner. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnuö innan 14 ára. íslenzkur texti. (Rififi ’ Amsterdam) Hörkuspennandi, ný itölsk- amerlsk sakamálamynd i lit- um. Sýnd kl. 5.15 og 9. Bönnuð innan 14 ára. Síðasta sinn. HAFNARBÍÓ Benny Goodman Stórbrotin og hrífandi múslk- mynd í litum um ævi hins víðfræga og vinsæla hljóm- sveitarstjóra. Steve A'len Donna Reed. Endursýnd kl. 5 og 9. í \ V.VAV.V.V.V.V’.V.V.VAVAVAY.VV.V.V.V.Y.VrY.'.Y.V.V.VAV.V, Frumdrög að 200,000 ára veðurfarssögu jarðar fundin" á ísum Suður- skautsins VÍSIR . La jardagur 17. agúst 1968. .VVVVV.V.VVV.V.V.V.V' // L'ikur fyrir lifi á Marz að finna undir isnum suður þar? i Tl/ferkilegar rannsóknir hafa verið í framkvæmd á ís- hettunni á Suðurskautslandinu að undanförnu, og er það leiö- angur bandarískra vísindamanna sem að þeim stendur, meö þátt- töku vísindamanna frá háskól- unum í Kaupmannahöfn, Bem og Briissel. Borað hefur verið ofan í Is- hettuna, þar sem hún er hvað þykkust allt niður á 2000 m dýpi og sýnishorn tekin af isnum. Með rannsókn á þessum sýnis- hornum, sem raunar er ekki full- lokið, geta vísindamennirnir rak- ið sögu veðurfarsins á suður- hveli jarðar um 200,000 ár aftur í timann í stórum dráttum. Þeg- ar hefur og ýmislegt annað kom ið í ljós, sem visindamönnum þykir fróðlegt að vita. Til dæm- is aö gífurleg eldsumbrot hafa orðið tvívegis á þessu tímabili, og bera öskulag milli íslaganna því vitni. Þegar til kemur, mun reynast fært aö tímasetja þessi eldsumbrot nokkum veginn með þvi að telja árlögin ofan aö þeim. Borun þessi fer fram á svæði um 750 km frá sjálfu Suöur- skautinu, en þar er íshettan um 4,5 km á þykkt. Þessi íshetta hefur að geyma níu tíundu hluta af öllu ósöltu vatnsmagni, sem fyrirfinnst á jörðunni samkvæmt útreikningum vísindamanna, og hefur gífurleg áhrif á veöurfar- ið, ekki einungis á suöurhveli jaröar. heldur um heim allan. íssýnishornin úr borholunni veröa ekki aðeins hin merkileg- asta veðurfarsheimild lengra aft- ur í jarðsöguna en unnt væri aö vita með öðra móti heldur veita þau og eins og áöur er á minnzt margan merkilegan fróðleik ann- an. Til dæmis má fá margs kon- ar vitneskju um breytingar á andrúmsloftinu af loftbólum, sem lokazt hafa inni í ísalögun- um. Sýnishomin hafa að sjálf- sögöu verið flutt í sínu uppruna- lega ásigkomulagi til vísinda- stofnananna þar sem þau verða rannsökuð og geymd í frystiklef- um, sem hafa allan öryggisbún- að, eins og um óbætanlega dýr- gripi væri aö ræða — sem að vissu leyti er ekki heldur sönnu fjarri. Þótt segja megi að nóg sé af ís þar syðra, er ekki sama hvar hann er tekinn, og það hef- ur kostaö mikið fé og þrotlaust starf viðkomandi leiðangurs- manna í þrjú suðurheimskauts- sumur, að ná þessum mikilvægu Issýnishornum og búa um þau til sendingar. Má því hiklaust fullyröa að þessi frumhandrit að veðurfræðisögunni séu gulls í gildi. Geta svo niðurstöðurnar af rannsóknum á þessum sýnishorn um haft raunhæft gildi? Það gera vísindamennimir, sem að þessu vinna, sér einmitt miklar vonir um. Það er löngu vitað með nokkurri vissu fyrir aðrar rannsóknir, að ýmis atriði í veðurfarssögu jarðar endurtaka sig með nokkum veginn vissu millibili, þannig að talað hefur verið um „veðuraldir", bæði skemmri veðuröld og lengri. Þeg ar til kemur ættu rannsóknir á þessu veðurfarssöguhandriti Suðurskautsins að leiða í ljós áreiðanleik þeirrar kenningar, og gæti þá farið svo, að leggja mætti niðurstöðumar til grund- vallar veðurspám marga áratugi eöa jafnvel aldir fram í tímann, Gengið frá jarðvegssýnishornum til sendingar. kæmi þar fram „lögmál" veður- farsbreytniga í stóram dráttum. ■ Sannast lífsmöguleikar á Marz fyrir rannsóknir á Suðurskautslandinu? En það er ekki einungis veð- urfræöilegur fróðleikur, sem vís- indamenn hyggjast veröa sér úti um fyrir rannsóknir á Suöur- skautslandinu. Þótt það kunni að láta sem öfugmæli í eyrum, gera þeir sér vonir um aö komast að raun um það þar, hvort nokkuö lífs geti þrifizt á plánetunni Marz! Meö því að öll skilyrði virðast þar svipuð og gert er ráð fyrir að séu á plánetunni Marz, hafa jarðvegssýnishorn verið tekin suður þar og flutt til Kalífomíu, þar sem þau verða rannsökuð í vísin 'astofnun að Pasadena, sem mjög lætur geimrannsóknir til sín taka. Frumrannsóknir þykja nefnilega hafa sýnt, að þessi hel- frosni jarðvegur sé ekki eins dauöur og hann lítur út fyrir að vera, heldur úir þar og grúir ekki einungis af kveikjum, held- ur og þróaðri einfrumungum, sem virðast hafa aölagað sig hin- um „kuldalegu" skilyrðum. Þetta, ef öruggt reynist, sannar kenningu hins heimskunna, þýzka liffræöings, Dombrovski, um aðlöðunarhæfni að minnsta 10. siða. ....... ■■■ ......................................... ■ ■ ■ ................................................................................................................................................................................................................................................................................ ■■■■ ■ ■ ■ Sllliils ; ■ I < -, Vísindaleiðangrar ýmissa þjóða eru stöðugt á ferð um hina miklu | ísauðn Suðurskautsins, hin skömmu sumur þar. Meðal annars lauk miklum könnunarleiðangri þar í janúar s.l. með þátttöku __—----------------—...norskra vísindamanna. GAMLA BÍÓ ■•■"■"■'.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.", Afram draugar (Carry on Screaming) Ný ensk skopmynd meö lsienzkum texta. Sýnd kl. 5 og 9. Bönnu* innan 1 4ára. STIÖRNUBÍÓ Dæmdur saklaus Islenzkur textl. Ný, amerísk stórmynd með Marlon Brando Sýnd kl 5 og 9. Bönnuð bömum innan 14 ára BÆiARBÍÓ Maður og kona Hin frábæra franska Cannel verðlaunamynd í litum. íslenzkur texti. Sýnd kl. 9. Bönnuð börnum. Hættulegt föruneyfi Spenn-ndi bandarísk kúreka mynd í litum. I Sýnd kl. 5 og 7. HÁSKÓLABIÓ Árásin á drottninguna (Assault on a queen) Hugkvæm og spe nnandi am- erísk mynd í Technicolor og Panavision. Gerð eftir skáldsögu Jack Finney. Leikstjóri Jack Donohue. Aðalhlutverk: Frank Sinatra Virna Lisi íslenzku rtexti. j Sýnd kl. 5. 7 og 9. i Bönnuð innan 12 ára. aVJA BÍÓ EL GRECO ÍSLENZKUR TEXTI. Stórbrotin amerísk-ítölsk lit- mynd í sérflokki um þætti úr ævi listmálarans og ævintýra- mannsins Mel Ferrer Rosanna Schiaffino Sýnd kl. 5, 7 og 9. LAUGARASBðO Hetjur sléttunnar Hörkuspennandi ný amerisk litmynd. íslenzkur texti. Sýnd ... 5, 7 og 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. AUSTURBÆJARBÍÓ Leyndarmál Dr. Fu Manchu Sérstaklega '.pennandi ný ensk kvikmvnd i litum og Cinema scoue Christophet Lee. Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 5 og 9. .v.w

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.