Vísir - 05.09.1968, Side 2

Vísir - 05.09.1968, Side 2
V1SIR . Fimmtudagur 5. september 1968. ■mm ' ■ .. Ellen Ingvadóttir með foreldrum sínum og systrum í gærkvöldi. Frá vinstri systir hennar Gyða, móðir hennar Liv, Ingvi Þor- steinsson, Kristin og Ellen. Islenzkir Olympiufarar — Ellen Ingvadóttir ) KEPPANDINN I MEXIKO! Sundhöll Hufnarfjurður 25 óra 25 ár eru liðin síðan Sundhöll Hafnarfjaröar tók til starfa, en það var 29. ágúst 1943. í sumar hafa verið framkvæmd- ar ýmsar endurbætur á fyrirtæk- inu, m. a. sett upp ný og fullkom- in hreinsitæki, laugarþró máluð og grasflatir settar í sólbaðsskýli. Sundhöllin er opin alla virka daga kl. 7.30—12 og 13.30—22, nema laugardaga tii kl. 19 og sunnudaga kl. 10-12. Fjórir starfsmenn vinna við fyr- irtækið auk forstöðumanns, sem er Yngvi Rafn Baldvinsson. íþróttaþing ÍSÍ um næstu helgi íþróttaþing verður háð um næstu helgi í Reykjavík. Þingið hefst á laugardag kl. 2 og heldur áfram störfum á sunnudag. Fer það fram í húsi Slysavarnafélagsins við Grandagarð. W---'OILAltlEAM Um/Lmmn’ nAUPARARSTÍG 31 SiMI 22022 FELAGSLIF ( Einn yngsti keppandi Olympíuleikanna í Mexí kó í næsta mánuði er í íslenzku sveitinni, sem mun marséra inn á 01- ympíuvöllinn með tug- um annarra þátttöku- þjóða. Þessi \ kornungi keppandi er Ellen Ingva- dóttir, aðeins 15 ára göm ul sundkona úr Ár- manni. Saga hennar er merkileg margra hluta vegna þótt hún sé enn ekki ýkja löng, því það eru ekki nema 3 ár síðan að F/len mætti á fyrstu sundæfingarnar hjá Ár- manni. Ellen er iðin og samvizkusöm við það sem hún tekur sér fyrir hendur, og þegar þetta tvennt er lagt saman við hæfileika má búast viö ágætri útkomu úr dæminu. Ellen sagði í viðtali í gærkvöldi við mig," þegar ég spurði hana hvort hún tæki ekki ■ skólabækurnar með til Mexíkó, en hún er nú að hefja landsprófsnám við Réttarholts- skólann, aö hún hefði' einmitt verið að hugsa um þaö, hún hefði heyrt á sundfólkinu, sem hefði áöur farið á Ólympíuleika, aö nægur tími mundi til slíks. Ekki er þvi með öllu útilokað að eðlisfræöi og íslenzk mál- fræöi verði „stúderuö" íÓlympíu þorpinu á síðkvöldum, þegar íþróttamenn hvíla sig eftir erf- iðan dag. Ellen er dóttir hjónanna Liv Þorsteinsson, sem er norsk, og Ingva Þorsteinssonar, magister, Háaleitisbraut 17. Ellen læröi snemma aö synda og notfærði sér það hversu stutt var í Sund- laug Vesturbæjar. En fyrir 3 árum var hún fyrst mætt á sundæfingu hjá Ármanni. Síðan hefur margt gerzt, afrekin hafa komið hvert af öðru, ekki sízt í bringusundi, sem Ellen skoöar sem sína aðalgrein, en skrið- sund og f jórsund eru einnig góð- ar greinar hjá henni. — Og hvernig æfir fólk, sem ætlar á Ólympíuleika? minna, og ekkert á sunnudög- um. Alls yfir 30 kílómetra á viku! „Þetta verður mikill viðburð- ur fyrir mig“, sagði Ellen um ferðina til Mexíkó og það eru orð að sönnu. Þaö eru ekki allar 15 árá stúlkur sem eiga þess kost að vera mánuð í Mexíkó, einmitt þegar þær eiga að vera að hefja skólastaglið fyrir lands- próf. Sú stjama, sem Ellen hlakkar e.t.v. hvað mest til að sjá er Gatie Ball, sem er banda- rísk og aðeins 16 ára gömul. Hún hefur synt 100 m. bringu- sund á 1.14.8 mín., sem er heimsmet og stórkostlegur ár- angur, sem er hreint og beint sambærilegur við árangur í karlaflokki. Þess skal að lokum getið hér að í gærkvöldi var karlaliö Bandaríkjamanna fyrir sund- keppni ÓL í Mexíkó valið. Oft hafa mjög ungir menn veriö þar á meðal og er svo enn. Eng- inn er þó í liðinu eins ungur og Ellen, sá yngsti er John Kinsella, 16 ára, sem keppir í 1500 metra skriðsundi, þá eru tveir 17 ára piltar, en yfirleitt er liðið um og yfir tvltugt. — jbp — Ég haföi raunar heyrt að bezta aðferðin við að hitta sundfólkið væri aö halda inn i Laugardalslaug, þar mundi þetta fólk örugglega að finna. F.llen sagði að æft væri tvisvar á dag, nema á laugardögum, þá aðeins einu sinni, - en sunnu-| j gærdag var dregiö um það dagar eru ekki sunddagar. hvaða lið leika saman j næstu um. Æfingarnar eru því 13 í viku. ferð bikarkeppninnar í knattspyrnu, Á þessum æfmgum syndir en þá hefst aðalkeppnin. Ellen 2 kílómetra á morgunæf- Þessi lið leika: bikarkeppninni ingunum, sem standa frá hálM, átta til hálf-níu og 3—4 kíló- j metra á kvöldæfingunum sem1 KR-a—KR-b eða Akranes, Fram—Þróttur eða Víkingur, Akureyri—Valur, Keflavík — Vestmannaeyjar. __ Leikur KR-b og Akraness fer kuómetra á degi hverjum, , . , f, ,, , „ , , ,..í . fram a sunnudag kl. 14, en leikur laugardaga eitthvað 6 standa frá kl. 6 til rúmlega 8. Þannig syndir hún allt aö 6 nema ^Víkings og Þróttar kl. 17 sama dag. aHinir leikirnir tveir verða I Kefla- vik og Akureyri 'á sunnudaginn. Undarlegt er það að leikir Þrótt- ar og Víkings og KR-b og Akraness skyldi ekki vera leiknir fyrr en þetta, eðlilegt hefði verið, og lík- lega bezt fyrir mótsaðira, að allir þessir leikir færu fram sama dag- inn. Það hefur komið fyrir að úr- slitaleikir bikarkeppninnar hafa verið leiknir í nóveipberbyrjun á ísuðum völlum. Þetta þarf ekki að koma fyrir aftur, ef eitthvert skipulag er á mótinu. ÁRMENNINGAR. Körfuknattleiksdeild: Áríðandi fundur í húsi Jóns Þorsteinssonar föstudaginn 6. sept. kl. 8. - Stjómin. Maðurinn sem annars aldrei les auglýsingar

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.