Vísir - 05.09.1968, Page 3
V1SIR . Fimmtudagur 5. september 1968.
3
MYNDSJ
//'/' '/ \
Igpil
Það er margt amstrið í flutningum vegagerðarmanna, eins og þessi mynd úr Austurárdal í Dölum sýnir. Einn trukkurinn er kominn út af veginum og lestin
bíður meðan verið er að ná honum upp. Ljósmyndimar tók Þ. Gestsson.
Slitlag undir skemmtireisur fólksins
Jslenzku þjóövegirnir eru jafna
til umræöu manna á meöal.
Ekki sízt þegaj? haustrigningarn
ar byrja og slitlag veganna verö
ur að aurbieytu, slörk myndast
í vegum og lækjarsprænur
ryðja sér braut inn á miöja
vegi.
Menn spyrja gjáma feröalang
sem ekið hefur langan veg: —
Hvemig var færöin? Er vegúr
in sæmilegur? — Ferðalög em
„hálfa Iff“ fólks yfir sumartím-
ann og fram á haustið. Það er
eölilegt að spurt sé þannig.
Og sjaldan falla hrósyrði i*m
þjóövegina okkar. Fólk' fjarg-
viðrast yfir þeim á sumarleyfis-
ferðum sínum. Þeir spilla stór-
lega feröagleðinni oft á tíðum.
Samt feröast líklega fáir jafn
mikið í bílum, stefnulaust um
vegi landsins, eins og íslending
ar. — Þúsundir manna streyma
úr þéttbýlinu um sumarhelgar,
eitthvað út á land, hossast tvo
þrjá daga á þjóðvegunum og
bölva þeim svo rækilega á leiö
arenda.
Á vori hverju fara vegavinnu
flokkar út um landið til þess
að dytta aö þjóðvegunum fyrir
sumarið. Slík vinna hefur verið
mörgum skólastráknum kærkom
in, enda hollt erfiði og skemmt-
legt á stundum. Þessar myndir
eru teknar af einum slíkum
flokki i Dölum og á Snæfells-
nesi en hann gegndi því hlut-
verki að sigta möl ívegina þar
vestra. Hundruð manna vinna
við vegi landsins yfir sumar-
tímann, viö ofaníburð, við vega
lagningu, brúasmíði og sitthvað
annað.
Á þessu ári var áætlaö að
verja 555 milljónum króna til
vegagerðar og viðhalds vega. —
Þar er meðtalin brúasmíði
fyrir 52 milljónir og lagning
nýrra vega fyrir 107,4 milljón-
ir.
Þrátt fyrir þessar miklu fram
kvæmdir, virðast menn seint
ætla að gera sig ángggða með
vegina. Þeir batna að vísu, en
ekki jafn hratt og kröfur vegfar
enda.
Og nú eru vegavinnustrákam-
ir að koma í bæinn. Þeir setja
skúrana sína aftan í trukk,
setja verkfærin niður í kistur,
þar sem þau bíða næsta sum-
ars. Þeir skreppa kannski svo
lítið ber á heim á sveitabæ til
þess aö kveðja heimasætuna,
sem varð vina þeirra á sveita-
böllunum £ sumar. — Kannski
koma þeir aftur í vor, — hver
veit. —En þessar myndir fékk
Vísir frá einum vegavinnu-
mannanna £ Dölunum . — Og
þær sýna hvemig þeir vinna
slitlagið á vegina undir skemmti
reisur fólksins.
Mulningurinn rennur eins og foss úr vélinni.
Fáeinir vegavinnuflokkar ferðast um landið með slíkar vélar sem sigta möiina og þessi flokk-
ur var lengst af í sumar á Vesturlandi, á Snæf ellsnesi og í Dölum. - Myndin er tekin við
Drápuhlíðarfjall og sést það i baksýn.