Vísir - 07.09.1968, Qupperneq 3
V í SIR . Laugardagur 7. september 1968.
3
TÁNINGA-
SÍÐAN
„Yið höfum sérstaklega gam-
an af því að hneyksla fólk“
— segja fimm siðhærðir unglingar sem kalla sig Ópus 4
• Fyrir skömmu komu í heim-
sókn til okkar fimm ungir
og stæöilegir menn, sem hafa
það markmið að fá alla ungl-
inga hérlendis til að heillast af
hljóðfæraleik sínum. Síðhærðir
eru þeir og nokkuð furðulegir í
klæðaburði og sennilega undar-
legastir allra hljómsveita hér-
lendis í hljóðfæraleik. Þeir eru
fremur hógværir f viömóti, en
eru sagðir sleppa algjörlega fram
af sér beizlinu, er þeir leika fyr-
ir unglingana. Hljómsveit þeirra
er kölluð Ópus 4 og hefur að-
eins leikið f eitt ár undir því
nafni.
Hverjir eru í hljómsveitinni?
— Viö erum aðeins tveir, sem
höfum verið frá stofnun hennar,
segir trymbillinn Siguröur Karls-
son og brosir sannkölluðu tán-
ingabrosi. — Hinn er Sævar
Árnason, sem leikur á gítar, en
hann hafði dregið sig út í horn
og hafði hljótt um sig. Síöan
komu þeir Jóhann Kristinsson,
bassaleikari, og Gunnlaugur'
Sveinsson, söngvari, í hljómsveit
ina í júnímánuöi síöastliðnum.
Eftir verzlunarmannahelgina
bættist f hópinn gítarleikari, sem
við fengum úr „dýragarðinum",
eða hljómsveitinni Zoo, og heit-
ir hann Björgvin Gíslason. Þeir
félagar segja, að þeim hafi tek-
izt að temja Björgvin og þess
vegna leiki hann með þeim núna.
Af hverju nefnið þið hljóm-
sveitina Ópus 4?
— Okkur fannst það mjög
sniðugt og kunnum allir mjög
vel við þaö. Annars var það Sæv
ar, sem fann það upp eitt sinn,
þegar strengur slitnaði á gít-
arnum, en honum fannst gítar-
tónarnir „sounda“ (hljóma) eins
og atriði úr sinfóníu eftir Bach,
sem var einmitt ópus 4.
TTvar hafið þiö aðallega leikið?
— Viö höfum spilað í Glaum-
bæ og á Keflavíkurflugvelli, þar
sem okkur finnst langskemmti-
legast að spila, segir Jóhann og
yfir andlit hans* breiðist breitt
bros, sem sannfærði okkur um
að svarið kom frá hjartanu. Einn
ig spiluðum viö f Þórsmörk og
var það mjög skemmtilegt, ef
undan er skilið atvik, sem henti
Gunnlaug söngvara. Hann er
mjög frumlegur í háttum eins
og þú sérö, segir Björgvin og
Gunnlaugur lagfærir sólgleraug-
un af mikilli rósemi, þótt skugg-
sýnt sé í herberginu. Gunn-
laugur var að syngja eitt lag
og auðvitað með miklum tilburð-
um, sem hafa fariö I taugarnar á
einhverjum, því hann fékk eitt
stykki banana í sig og hörmum
við mjö.g að hafa ekki getað skil-
að honum.
Hvaða tegund hljómlistar leik-
ið þið og eftir hverjum reynið
þið að líkja?
— Y‘ö erum allir í „popinu"
og hrærumst í því af
miklum áhuga. Annars höfum
við einnig mikinn áhuga á „so-
ul-music“ og ætlum að fara að
einbeita okkur að henni. Við
reynum ekki að líkja eftir nein-
um, heldur förum okkar eigin
leiðir. Við reynum að hafa allt
sem frumlegast og t. d. er söngv-
arinn alltaf í stöðugri „feelingu",
ef svo má að orði komast, segir
Björgvin. Auk þess höfum viö
sérstaklega gaman að því að
hneyksla fólk, og ef það tekst
erum við í essinu okkar.
Af hverju eru allir ungir hljóm
Iistarmenn íklæddir einhverjum
afbrigðilegum fötum?
— Við vitum ekki af hverju
aðrir gera það, en okkur finnst
mjög þægilegt, að vera £ slíkum
fötum. Þannig erum viö miklu
frjálslegri en í einhverjum venju
legum jakkafötum. Við skyldum
leika berir aö ofan. ef við vær-
um ekki svona illa vaxnir, eins
Ópus 4. Þeir skyldu koma fram berir aö ofan, ef þeir væru
ekki svona ilia vaxnir, að eigin sögn.
og þú sérö, segir Gunnlaugur og
þrýstir á mjósleginn líkamann.
TITafið þið æft ykkur saman
mikið?
— Já, við verðum aö segja
það, ef miðað er við þann stutta
tíma, sem við höfum verið sam-
an. Það eru æfingar á hverju
kvöldi og um helgar, ef engin
veikindi eru. Annars finnst okk-
ur sjálfum að hljómsveitin sé I
stanzlausri framför.
Hvaö um framtíöina?
— Við ætlum að reyna að
skapa okkur einhvern sess í dæg
urheimi unglinganna og við von-
um bara það bezta.
Shadows
hætta í vetur
Áreiðanlegar heimildir eru nú
fyrir því, að hljómsveitin Shad-
ows leysist upp í vetur. Þeir,
sem hverfa úr hljómsveitinni,
eru þeir Brian Bennett trommu-
leikari og Bruce Welch. Áður
munu þeir þó halda 12 vikna
hljómleika f Palladium í London
ásamt góökunnlngja þeirra, Cliff
Richard. Þeir Hank Marvin og
John Rostill ætla að reyna að
halda áfram með hljómsveitina
og hugmyndin er að nota Shad-
ows-nafnið, en það er ekki á-
kveðið enn. Ef svo verður, mun
aðeins einn upprunalegur
„skuggi“ lifa, en það er Hank
Marvin. Plötur þeirra hafa selzt
eins og heitar lummur, þrátt fyr-
ir að þeir hafa verið án Cliffs f
nokkur ár.
Y æntanleg
hljómplata með
Ríó tríóinu
Ríó-tríóið mun koma okkur þannig fyrir sjónir á umslagi væntanlegrar hljómplötu. F. v. Ólaf-
ur Þórðarson, Halldór, Fannar og Heigi Pétursson,
Ríó tríóið, sem skipað er
vinalegu drengjunum úr Kópa-
vogi, hefur nú sungið inn á
hljómplötu og er hún væntan-
leg eftir u.þ.b. eina viku. Flestir
kannast við þá félaga, en þeir
slógu svo sannarlega f gegn
meö sjónvarpsþáttum sínum
þremur, sem sýndir voru s.l.
vetiy. Þeir hafa þau fjögur ár
sem þeir hafa leikiö' saman
skemmt um land allt og hlotiö
óskipta athygli fyrir sinn
skemmtilega söng og góöa
sviðsframkomu, sem einkennist
af látleysi og léttleika. Lögin á
væntanlegri hljómplötu eru
fjögur Þau eru: Sagan um upp-
trekkta karlinn, sem er banda-
rískt og heitir á frummálinu
Marvellous Toy, Sumarnótt,
fallegt og rólegt lag sem Seek-
ers fluttu. Vina mín, og síðasta
Iagið er gamanvísa sem heitir
alíslenzku nafni eða Tón Péturs-
son. Ekki er að efa. að nlstan
nái vinsældum, því lengi hefur
verið beðið eftir plötu með þess
um ungu og efnil'egu drengjum.
tJtgefandi plötunnar er Hljóm-
plötuútgáfan s.f.