Vísir - 12.09.1968, Side 1
FAXABORG BRANN UT AF
S'imabilunin á Hverfisgötu:
— segir húseigandinn
Enn hefur ekki veriö frá öllu
genRÍð eftir símabilunina í Hverfis-
götu, er viögerö fór fram til bráöa-
birgða. Áöur en gengið veröur frá
gangstéttinni, veröa rannsökuð öll
tildrög óhappsins, þegar símstokk-
urinn var brotinn meö ’oftbor, og
aörar aöstæður verða kannaðar um
leið.
Húseigandinn aö Hverfisgötu 12,
Leifur Hannesson, sem stöð að við-
gerðinni á skólpleiðslu hússins, tel-
ur, að um alvarleg mistök hafi
verið að ræða hjá Bæjarsímanum
við iögn símastokksins á sínum
tíma.
Hafi svo veriö um hnútana búið,
að tæplega hafi verið unnt að lag-
færa skólpleiðsluna frá húsinu, án
þess að valda tjóni á símalögn-
inni.
Sagði húseigandinn blaðamanni
Vísis, að það væri næsta fátítt
að finna símalagnir undir frárennsl
islögnum í borginni, og hafi þeir
þvi ekki átt von á því þama við
viðgerðina á heimæðinni, enda eng-
ar upplýsingar haft um það.
Eftir því, sem hann hafði kom-
izt næst, hafði strengjastokkurinn
verið lagður á seinni stríðsárunum
10. síða
arbátinn tilbúinn viö síðuna.
— Þannig sagði Haukur Sigur-
jónsson skipstjóri á Faxaborginni
frá, þegar Vísir náði tali af hon-
um í morgun. Haukur var þá
ásamt skipstöfn sinni fimm mönn-
um um borö í Gfsla lóðs, sem
bjargaði þeim úr brennandi skip-
inu. — Eldurinn kviknaði um klukk
an þrjú í nótt og Faxaborgin var
þá að togveiðum út af Jökli. —
Klukkan nfu í morgun, þegar Vísir
náði sambandi við Gísla lóðs, log-
aði skipið stafnanna á milli og biðu
skipverjar aðeins eftir að flakið
sykki.
Kristján Kristjánsson, skipstjóri
á Gísla lóðs sagði svo frá, að
þeir hefðu komið að Faxaborgu um
klukkan 3.30 eftir um sex mílna
siglingu.
— Við komum fyrr* taug yfir í
10. sföu.
JÖKLI í NOTT
— Skipið logaði stafnanna á milli, begar
Visir ræddi við skipstiórann i morgun — Skips-
hófnin var jbá öll komin yfir i Gisla lóðs
Viö fundum reykjarlykt, sem
lagöi upp úr vélarrúminu. Við opn-
uðum lúguna og þá var gosinn þar
upp mikill eldur. — Hann hefur
magnazt mjög fljótt, því að vél-
stjórinn hafði veriö niðri í vélar-
rúminu skömmu áður, án þess aö
verða nokkurs var. Viö reyndum
fyrst aö slökkva eldinn, en sáum
fljótlega að það var vonlaust. Þá
byrgðum viö vélarrúmið eins og
viö gátum og höfðum gúmbjörgun-
VISIR
58. árg. - Fimmtudagur 12. september 1968. - 204. tbl.
Eift söguríkasta
hús Mosfellssveitar
sett á flutninga-
vagn
í nótt fór fram í Mosfellssveit-
ínni einhver umfangsmesti hús-
fiutningur, sem átt hefur sér staö
hér á Iandi. Ibúðarhúsinu aö Lágaj
felli, sem er gamalt og æruverðugt
tvflyft íimburhús var lyft upp af
grunni sínum og upp á heljarstóran
flutningavagn. Síðan var þvi ekiö
niöur á þjóöveginn og aö svonefndu
Hlíðahverfi í Mosfellssveit. Þar sit-
ur húsiö ennþá á vagninum.
Hús þetta var byggt laust eftir
aldamótin og þar hafa margir merk
ir atburöir í sögu Mosfellssveitar
átt sér stað. Þar var helzti fundar-
10. sfða
Síldin tekur„rétta stefnu
//
— A hraðri leið til Jan Mayen — Veiðin
aldrei betri en i nótt allt upp i 330 lestir á bát
SÍLDIN hefur nu tekið
„rétta stefnu“. — Veiði-
svæðið var í nótt nokk-
urn veginn miðja vegu
milli Noregs og Jan
Mayen og virðist síldin
vera á hraðri göngu vest
ur á bóginn. Ekkert skip
var að veiðum austan
við 9. lengdargráðuna í
nótt, en fyrir tveimur sól
arhringum var öll veiðin
nokkru íyrir austan 10.
lengdarbaug. Síldin er
komin suður á 71. breidd
arbaug, eðá á svipaða
breidd og eyjan Jan
Mayen.
Aflinn á þessu svæöi var með
allra bezta móti i nótt. Fengu
fimmtán skip afla, samtals 2215
lestir. Er þaö bezti sólarhrings-
aflinn um margra vikna skeiö.
Sum .kipanna fengu mjög góð
köst og voru hæstu meö yfir
300 tonn eftir nóttina. Viröast
spádómar Jakobs Jakobssonar
fiskifræöings ætla að rætast full
komlcga. Vona menn aö sildin
veröi viðráðanlegri þaö sém eftir
er sumars, en hingaö til hefur
veriö mjög erfitt aö ná henni
sökum styggöar. Um 15—20
skip voru komin á miðin í Norð
ursjó, en heyrzt hefur aö þau
muni nú mörg snúa noröur aft-
ur. — Næturaflinn skiptist ann-
ars þannig: Kristján Valgeir 130,
Héöinn 270, Bergur 50, Guö-
björg 60, Sléttanes 140, Ljósfari
20, Júlíus Gelrmundsson 90,
Þórður Jónasson 220 Loftur Bald
vinsson 180, Sigurbjörg 90,
Magnús Ólafsson 70, Öm 245,
Ámi Magnússon 190, Tungufell
130, Harpa 330.
Unglingar brutust
inn hjá
— Foringinn aðeins
i
„Allt er, þegar þrennt er“. |
Þetta orðatiltæki virðist ekki;
vera óknyttadrengjunum í Laug-1
amesi til heilla. 1 gærkvöldi j
brauzt hópur siíkra drengja inn
f verksmiðju Sanitas við Köll-
unarkiettsveg f þriðja sinn og
oliu þar nokkrum spjollum. —
Engu tókst þeim þó að stela f
Sanitas
ellefu ára gamall
þetta skipti, þrátt fyrir óheiðar-
legar tilraunir.
Það var rétt fyrir klukkan átta,
að tekið var eftir því, að brotizt
hafði verið inn í verksmiðjuna. Var
þá Sigurði S. Waage, fulltrúa hjá
Sanitas, tilkynnt um atburðinn Og
kom hann strax á vettvang. Voru
10 síöa
HVAÐ GERA ÞEIR?
— Óvissa um frekari bróun mála innan Albýðubandalagsins
■ Öll framtíðarþróun mála
innan Alþýðubandalagsins er
nú mjög á huldu og afstaða
nokkurra lykilmanna til á-
greiningsmálanna óljós. Þann
ig Hggur ekki fyrir hvaða af-
stöðu Steingrímur Pálsson,
Karl Guðjónsson og Gils Guð-
mundsson taka.
Steingrímur Pálsson gekk
ekki út af fundinum á Vestfjörð
um og hann hefur sótt tvo þing
flokksfundi 'Álþýðubandalagsins
nú að undanförnu, þó að hann,
Hannibal og Björn Jónsson hafi
ekki sótt þingflokksfundi Al-
þýðubandalagsins í allan fyrra-
vetur.
Karl Guðjónsson vildi ekkert
segja um afstöðu sína í viðtali
við Vísi I mprgun. ' Aðspurður,
hvort hann myndi sækja fund
lýðræðissinna innan Alþýðu-
bandalagsins, ef til hans yrði
boðað, sagðist hann myndi
athuga það. — Ég veit raunar
ekki núna, hvernig bað boð yrði,
sagði Karl.
Eins og lesendur Vísis vita,
skoruðu Hannibalistar á þá
Björn Jónsson og Hannibal að
halda fund með lýðræðissinnum
innan Alþýðubandalagsins fyrir
landsfundinn í nóvember. Jafn-
framt skoruðu þeir á alla lýð-
ræðissinna að segja sig úr Al-
þýðubandalaginu.