Vísir - 12.09.1968, Side 2

Vísir - 12.09.1968, Side 2
i iii ■ i ■ mmm——■■ ■' »> " mmmim, ■>. w ■■■ íslenzkir Olympíufarar — Guðmundur Hermunnsson: ÞARF AÐ VARPA KULUNNI 18.90 TIL ÞESS AÐ KOMAST í ÚRSLITAKEPPNINA □ Einn af yngstu kepp- en Ingvadóttir, 15 ára endum á Olympíuleikun- gömul. Sennilega verður um í Mexíkó verður Ell- einn af þeim elztu einn- Ein fegursta keppni Olympíuleikann:. eru fimleikarnir. Því miður er eng- inn íslenzkur fimleikamaður eða kona með á förum til Mexikó, enda eru fimleikar enn ekki orðnir almenningseign hér á islandi. Margir hafa vilj- j að kenna leiðinlegri skólaleikfimi um hversu treglega gengur að koma fimlelkaíþróttinni hér á legg, — en hverju sem um er aö kenna, þá er i það staöreynd, að hér fer ekki fram keppni í fimleikum, — og jafnvel fimleikasýningar eru sárasjaldgæfar. — Stúlkan á myndinni verður ör- ugglega meðal keppenda i Mexíkó. Hun keppir fyrir V-Þjóðverja og heitir Irmi Krauser og er frá Straubing i suðurhluta landsins. Hún er aöeins 20 ára og er einkaritari að atvinnu. ig frá íslandi, Guðmund- ur Hermannsson, kúlu- varparinn okkar góð- kunni, 43 ára gamall. Og kanpski er það ekki sízt athyglisvert að hann er nú að fara til sinna fyrstu Olympíuleika og þó kominn af léttasta skeiði íþróttamanna! Guðmundur þakkaði fyrir sig með stuttri ræðu á þingi ISl um helgina þegar honum var af- hentur forsetabikarinn. Hann kvað það ekki þakkarvert þótt hann iðkaði íþróttir komirin á fimmtugsaldurinn, það geröi hann fyrir sjálfan sig mest af öllu, enda væri það nauðsyn öllum að iðka íþróttir og þá án tillits til þess hvort menn væru ungir eða gamlir. En munurinn er bara sá að Guðmundur hefur náð fráhærum árangri með iþróttaiðkunum sínum. Framan af voru framfar- irnar hægfara, en nú fyrir 2 ár- um hófst hans framfaraskeið, sem stendur enn. Guðmundur fæddist á ísafirði 1925 og eins og fleiri Isfirðing ar var hann gripinn miklum og sterkum fþróttaáhuga. Fótbolt- inn hefur löngum haft mest að- dráttarafl fyrir ungan svein, og þannig var það með Guðmund, sem síðar kastaði sér milli stanganna sem markvörður í knattspyrnuliðum Harðar. Á vet- uma voru skiðin tekin fram, en ekki keppti Guðmundur sem skíðamaður, en iðkaði skíða- íþróttina þó mikið. Frjálsíþrótta GUÐMUNDUR HERMANNS- SON — verður hann meðal 12 beztu? áhuginn kom líka fljótt upp og árið 1952 kom Guömundur til . Reykjavíkur, 27 ára gamall, meö þriðja bezta árangur íslendings í kúluvarpi 14.75. Gunnar Huse- by hafði þá varpað 16.74 og Ágúst Ásgrímsson, Snæfellingur það mikla náttúrubarn í íþrótt- um, hafði varpað 15.01 án bess að notfæra sér nokkru sinni at- rennuna i hringnum. I dag, — 16 árum síðar hefur Guðmundur síður en svo slak- að á klónni. Hann hefur bætt sig um hátt á fjórða metra, aðallega nú síðustu misserin. Til að ná áfram í úrslitakeppn ina á Ólympíuleikunum í Mexí- kó þarf Guðmundur að varpa kúlunni 18.90 metra, eða að verða meðal 12 fyrstu í undan- keppninni. 1 rauninni er það svo að þeir eru vart nema 5—6 kúlu varparamir í heiminum, sem eru alveg öruggir 19 metra kastarar. Bandaríkjamennimir, sem þarna verða eru ugglaust örugg ir. 2 Þjóðverjar og e. t. v. Rússi. Aðrir geta varia heitið ömggir. T.d. Svíinn Bmch, Norðurlanda methafinn, hann er langt frá því að vera ömggur með meira en 18.50. „Ég reyni aö gera mitt bezta“, segir Guðmundur. „Sannariega væri gaman að geta komizt f hóp ■ 12 þeirra beztu á leikun- um.“ Guðmundur æfir mjög mikið um þessar mundir. Hann kemur daglega á Melavöllinn og varp- ar kúlunni í kiukkutíma úr hring. Um mánaðamótin heldur íslenzki hópurinn af stað til Mexíkó og þá hefst afslöppun eftir erfiðar æfingar undanfar- inna mánaða, — og síðan átök in í sjálfri keppninni. Guðmund ur mun keppa í fyrsta sinn á æfinni að morgni dags. Hann keppir f fyrstu grein leikanna, en kiukkan 10 á sunnudagsmorg uninn 13. október hefjast undan- keppni í kúluvarpi og undanrás- ir í 100 metra hlaupi. Klukkan 15.30 daginn eftir verður úrslitakeppni 12 beztu kúluvarpara heims. Auðvitað vonum við að Guðmundur verði þar á meðal. — jbp — NÝ STJÓRN BRIDGESAM- BANDS ÍSLANDS ■ Ársþing Bridgesambands ís- lands var haldið i Domus Medica dagana 6. og 7. septem- ber. Þingið sóttu fulltrúar frá bridgeféiögum í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Akranesi,, Hveragerði, Selfossi, Keflavík og Fáskrúðsfirði. I Þingforseti var kosinn Ásmund- ur Pálsson, Reykjavík, en þingrit arar þeir Alfreð Alfreðsson, Kefla vík og Jónas Eysteinsson, Reykja- vík. Friðrik Karlsson, sem verið hef ur forseti sambandsins undanfarin tvö ár flutti skýrslu stjórnar. — Mikil starfsemi hafði verið á sl. starfsári og m.a. sendar sveitir á þrjú mót erlendis og tekic á móti bridgesveit frá Skotlandi. Kristj- ana Steingrímsdóttir, sem verið hefur gjaldkeri Bridgesambandsins s.l. fimm ár las upp reikninga sam- bandsins, Sambandsstjórnin baðst undan endurkosningu og voru henni þökkuð vel unnin störf á undanförnum tveim árum. Ný stjórn var kosin og er hún þannig skipuö. Forseti Gísli Ól- afsson, Reykjavik, varaforseti Sig urður Þórðarson, Hafnarfirði, gjald keri Ragnar Þorsteinsson, Reykja- vík, ritari Þórður H. Jónsson, Reykjavík, meðstjórnendur Sigrið ur Pálsdóttir, Reykjavík, Gestur Auðunsson, Keflavík og Mikael Jónsson, Akureyri. Miklar umræður urðu um starf- semi sambandsins og um húsnæðis mál. Ákveðið var að boða til for- mannaráðstefnu innan tiðar, þar sem tekin yrðu fyrir ýmiss mál varðandi starfsemi félaganna og sambandsins. SNÆPLAST Fyrirliggjandi HARÐPLAST og plastlagðar SPÓNAPLÖTUR. SPÓNN H/F Skeifan 13 . Sími 35780 tii

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.