Vísir - 12.09.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 12.09.1968, Blaðsíða 4
Flótti nj ósnasnillingsins BLAKE Menn mun ráma í fréttirnar af Blakemálinu í Bretlandi og flótta hins stórvirka njósnara George Blakes úr brezku fangelsi. Þetta gerðist haustið 1966. Hann komst undan refsivendi Iaganna og flýði til Sovétrikjanna, þar sem honum var tekið opnum örmum og hann gerðist einn yfirstéttarinnar. - Sagan um, með hverjum hætti hann komst undan spurðist fyrst fyrir fáum dögum, þegar félagi Blakes, Sean Bourke, sagði sögu sína um flótta þeirra tveggja. George Blake var dæmdur í fjörutíu og tveggja ára fangelsi 'fyrir landráð og sat í prísund i Wormwood Scrubs Prison. Eftir flóttann sátu þeir félagar og biðu átekta í íbúð rétt hjá fangelsinu. Þeir reiknuðu með þvi, aö lög- reglan leitaði þeirra fjær fangels- inu og teldi „fugiinn floginn". Bourke einn hætti sér 'út. „Ég var alveg óhultur," segir hann. „Ljósmyndir þær, sem lögreglan hafði af mér, voru svo lélegar, að varla nokkur maður hefoi getaö þekkt mig eftir þeim“. 1 öryggis- skyni lét hann sér þó vaxa yfir- skegg. Vörður lögreglunnar um flug- Konungur skiptir um skoðun? Óhugnaður. áfengisbölsins. Bandarísk blöð segja Ólaf V. Noregskonung hafa tekið sinna- skiptum. Föðurleg þrjózka hafi í nærri áratug staðiö ástum Sonju og Haralds erfðaprins fyrir þrif- um. Hafi konungur skipt um skoðun nýverið, hefur hann gert það, svo að um munar. Svo sem alþjóö veit hefur hann veitt þeim hjónum blessun sína. Hann átti drjúgan þátt í brúðkaupi þeirra. Ólafur leiddi brúðina við hönd sér upp að altarinu. Þegar brúö- rfWWVWWWWWWWW hjónin veifuðu til mannfjöldans bað Sonja tengdafööur sinn aö ganga fram á svalirnar með þeim. Ólafur stóð þá fvrir mestu fagnaðarlátum dagsins. Síðan flutti hann við veizluhöldin lof- gjörð um tengdadótturina. Hann sagði: „Ég hefi kynnzt þér, Sonja, sgm viturri, yiðpiótsþýðri og heið arlegri' stúlku". Un’a menri nú glaðir við sitt í Noregi. Eigi að lækna áfengissjúkling — sýnið honum hann sjálfan Maður sá, er myndirnar sýna, er algerlega ósjáifbjarga á valdi áfengisins. Franskur sálfræðingur, dr. Jean Carrére, tók þessar mynd ir til þess beinlínis að hræða sjúkl- inginn nægilega, svo að hann sjái að sér. Án vitundar sjúklingsins eru kvikmyndir teknar af hegðun hans, skömmu eftir að hann er lagður inn á sjúkrahús til með- ferðar. Eftir nokkrar vikur hvíld- ar, er honum hafa verið gefin bætiefni og sérstakt fæði, eru honum sýndar myndirnar. Reynsl an verður áfengissjúklingnum nánast ofviða. Carrére hefur kom- izt að raun um, að hann verður oft að láta skýringar fylgja meö kvikmyndasýningunni, svo að sjúklingurinn skelfist ekki meira en hann hefur „gott“ af. Jafn- vel þótt svo sé gert, verður sjúkl ingur oft aö vera undir eftir- liti í nokkra daga, eftir sýning- una. Á brottfarardegi sínum, fær hann venjulegast filmuna í hend- ur. Á táknrænan hátt brenna sjúklingar þær í viðurvist lækn- is. Sonja og Harald, nýgift og hamingjusöm. Hin duldu verðmæti Eitt af því sem menn eru ekki á eitt sáttir um eru hreindýra- veiðarnar. En hreindýraveiöar voru ieyfðar nú í haust eftir nokkurra ára hvíld og heimil- að að skjóta nokkur hundruö dýr. Mörgum finnst að ekki eigi að drepa þessi föngulegu dýr, enda séu þau ekki eins mörg og haldlð hefur verið fram. Aðr- ir segja að nauðsynlegt sé aö fækka törfunum, þvi ef þeir verði of margir, þá berjist þeir um kýrnar og gangi hverjir af öðrum dauðum eða þá að kýrnar geldist og stofninn haldist alls ekki í horfinu. Ennfremur er þvi haldið fram, að afréttarlönd- in þoli ails ekki of stórar hjarðir vegna hættu á ofbeit. Þess vegna er talið rétt að heimila veiði á nokkrum hluta íslenzku hreindýrahjarðarinnar. Og þvi ekki áð nýta þessi hlunnindi eins og önnur? Ekki virðist veita af, enda er hér um að ræða talsvert magn af kjöti. Hreindýrin eru mjög misjöfn að mesta Iostæti, og má nú finna á matseölum beztu veitingahús- anna í borginni. Margur veiði- maðurinn hefur birgt sig upp af ágætu hreindýrakjöti til vetr velli og hafnir stöð vikum saman. Þeir félagar dvöldust innan kíló- metra frá fangelsinu. Ákafi al- mennings dvínaði. Jólin árið 1966 liðu, án þess að þeir fyndust, og nýtt ár gekk í garð. Þeir héldu það hátíölegt með viskíflösku. Yfir gefin bifreið þeirra fannst. Blake stjómaði nú undankomunni. Hann hafði verið í þjónustu Rússa sem njósnari i um níu ár og var hnútum kunnugur. Blake þekkti "öfn manna, sem gerðu fölsk vegabréf fyrir smáskilding í ó- makslaun. Bourke náði I skjölin. í janúarmánuði 1967 yfirgaf Blake felustaðinn. „Við hittumst í Moskvu," voru kveðjuorð hans. Síðan fékk hann sér flugfar til Vestur-Þýzkalands og lenti ná- lægt landamærum Austur-Þýzka- lands. Hann var hólpinn. Bourke fylgdi í fótspor hans nokkrum dögum siðar. í rúmt ár hefur þessi athafna- sami njósnari lifað í vellystingum praktuglega í Moskvu, þar sem fjölmargir fyrrverandi njösnarar hafa setzt að, þegar vistin á George Blake í þjónustu Sovét- rfkjanna. Vesturlöndum varð þeim þimg- hær vegna ólöglegs atferlis þeirra. JACQUELINE KENNEDY SEM LJÓÐSKÁLD Það var árið 1943. Ung og óþekkt stúlka var £ sumarleyfi i Long Island í Bandarikjunum. Hún var aðeins fjórtán ára. Þessi unga stúlka orti ljóðstúf, sem birtist £ blaðinu „The East Hampt on Star“ ásamt bréfi frá afa hennar, þar sem skrifað stóð: „Ljóðið, er með fylgir, ætti með öllu óbreytt að verðskulda smá- rúm í blaðinu.“ Aldarfjórðungi síðar var talið viðeigandi að endur birta kvæðið i dálki, er kallast „Fyrir tuttugu og fimm árum“ og er reglulega i blaðinu „Star“. Þetta var fremur gert til skemmt- unar, en að um væri að ræða merkilegt framlag til heimsbók- mennta. Hin unga stúlka hefur nefnilega vaxið úr grasi og orðið engin önnur en Jacqueline Kenne dy, sem allir kannast við. Jackle á æskuskeiði. dýrastofnsins á eingöngu að ráða og síöan á að nýta þessi hlunnindi eins og önnur, ef kunnugir menn telja það eðli- lega. Eina framtak þeirra manna Jifcid&iGoúí stærð, allt frá 50 kílóum og upp i 110 kiló stærstu tarfar. Ef við reiknum með, að alls séu ikotin 700 dýr og þau séu að meðaltall 80 kíló þá er hér um aö ræða hvorki meira né minna en 56 tonn af kjöti. Þetta eru alls ekki lítii verðmæti, og hrein dýrakjöt þykir mörgum hið arins, en sumir kjósa heldur aö selja fcnginn eins og gengur. Yfirvöid mega alls ekki láta fámenna hópa manna uppfulla af fordómum og imyndaðri gæzkij og áhuga á velferð hrein dýranna, hafa áhrif á hvort heim ila eigi hreindýraveiðar á haust- in. Raunhæft mat á stvrk hrein- sem vilja banna veiðarnar vegna umhyggju fyrir dýrunum, er að fordæma veiðamar, en þeir nenna alls ekki að hafa for- göngu um að gera tilraun til að fóðra dýrin á einhvem hátt, þegar harðnar á dalnum í skammdeginu og dýrin leita til byggða vegna bjargarskorts. Hins vegar væri það eðlilegt, að hinir áhugasömu veiðimenn tækju einnlg þátt i því að bjarga dýrunum á veturna, þegar skort ur gengur nærri dýrunum, og væri eðlilegt að undirbúa slík mál timanlega á haustin áöur en samgöngur gerast erfiðari. Því færra af dýrunum sem deyr af fæðuskorti því sterkari veröur auðvitað hreindýrastofn- inn til aö mæta sjálfsagðri veiði á haustinÆn hins vegar er hægt að vera þvi sammála, að ekkl eigi að heimila öðrum veiðarnar en þeim, sem nýta kjöt og skinn af hreindýrunum. Það á þvi skilyrðislaust að nýta þessi hlunnindi landsins, eins og hver önnur, að svo miklu leyti, sem framast er tal- ið óhætt, án þess að ganga of nærri hreindýrastofninum. Þrándur í Götu. I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.