Vísir - 12.09.1968, Side 5
VlSIR . Fimmtudagur 12. september 1968,
iSEEES
Hollur matur
ferskt loft
og hreyfing
— hjálpa til að láta langan vetur
iða jbægilega
JJToll fæða þarf ekki að vera
bragðvond. Við þurfum
ekki að útiloka marga rétti af
matseðlinum ef viö viljum lifa
heilbrigðu lífi og um leið auka
möguleikana á því að veröa fall-
egri grennri og fjörmeiri. Listin
er að borða sem flestar fæðu-
tegundir og fæðan innihaldi
helztu nauðsynleg efni.
Daglega ætti maður að hugsa
um það að neyti ávaxta og græn
metis, kartaflna eöa annars rót
argrænmetis, mjólkur, og osts,
fisks og eggja, grófs brauðs,
smjörs, smjörlíkis eða olíu. Þeg
ar maður er í megrun ætti mað
ur jafnvel ekki að sleppa kar-
töflum og brauði, heíldur
borða aðeins minna af þeim
fæðutegundum, sem innihalda
flestar hitaeiningar.
Verstu óvinir fegurðar og
heilsu eru sykur og feiti og rétt
ir, sem innihalda mikiö af
mjöli. Mikill sykur í fæðuteg-
undum getur orðið til þess að
hárvöxturinn minnki og húðin
verður grá og grófgerð af sykur
neyzlu og feiti. Neikvætt fyrir
húðina er því sykur og fyrst
og fremst kökur og sælgæti. Og
ekki skulum við gleyma fitu-
hringjunum sem myndast í mitt
inu og stafa af af miklu vínar
brauðsáti og kökuneyzlu í ó-
hófi.
Athugið það einnig að grillað-
ur matur er betri en steiktur,
þegar um fisk eða kjöt er að
ræða, og ferskir ávextir og græn
meti er betra nýtt en soðið.
Fegurðarböð eru þær mínútur,
sem maður eyöir í baðkerinu
og ver þeim vel. Liggið ekki
tímunum saman alveg dasaðar
í of heitu vatni án þess að
fá ykkur kalt steypibað á eftir.
Þannig bað þurrkar húðina og
þreytir í stað þess að endur-
næra. Þá er betra að sápa sig og
fá sér steypibað á eftir. Það er
gaman að fá sér gott bað í bað-
keri, en þá ætti maöur að fara
þannig að: Rúlla upp hárið,
þurrbursta allan líkamann áður
en maður fer í baöið, hreinsa
andlitið vel og setja á það raka-
krem.
Fyrir baðið er gott að taka
alla þurra, harða og dauða húð af
fótunum meö fótaþjöl, eyöa
öllu naglalakki og nota nokkrar
mínútur í baðinu til þess að
laga naglböndin. Maður notar
í baðið olíu eða baðsalt eða það
sem fellur manni bezt og fylgist
með tímanum — stundarfjórð-
» 'i
ungur er nægilegur til þess að
sápa sig, bursta, fá sér heita
og ka'lda sturtu og þurrka sér
vel áður en maður smyr allan
líkamann með ,,bodylotion“
eða kremi.
Þannig bað hefur góö áhrif,
því megið þið trúa.
Bezt er, ef maður hefur tíma
til, að. fara svona rækilega í.
sakirnar einu sinni í viku
— .ninnst. Andlitsbað er líka
nauðsynlegt annað veifið. Takið
stórt baðhandklæði og setjiö
yfir fat með rjúkandi heitu og
angandi vatni og hafið höfuöið
inni í „tjaldinu", vel hreinsað
— ekki gleyma því. Eftir að
andlitið hefur verið þerrað er
það klappað með köldu vatni
og húðin verður rósrauð og
mjúk.
Svo er það sundiö, sem held-
ur líkamanum liðugum og stæl-
ir 'alla vöðva. Þótt vetur gangi
í garð er engin ástæöa til að
vanrækja þessa heilsulind.
Ferskt loft bæði nótt sem
dag heldur húðinni ungri. Það
hefur mikið að segja fyrir vel-
líðanina að draga djúpt að sér
andann 8 sinnum fyrir framan
opinn glugga, þegar dagurinn
hefst. Og það er betra aö ganga
til vinnu í stað þess að taka bíl-
inn eða strætó. Hádegismatar-
tímann er hægt að gera að feg-
urðarkúr meö því að ganga
rösklega smáhring í hverfinu,
sem vinnustaðurinn er í. Litla
kvöldgangan er annar góður
siður, sem áreiðanlega hefur
dregið úr með tilkomu sjónvarps
ins og er það slæmt. Sunnudag-
urinn ætti alltaf að vera „úti-
dagur" vikunnar ekki aðeins á
sumrin heldur einnig á vetuma
þrátt fyrir hálfleiðinlegt veður.
Rakt loft er betra fyrir húðina
heldur en kalt og þurrt og úti-
loft er nauðsyn, þegar heitir
miðstöðvarofnarnir innanhúss
sjá fyrir því aö skapa eins
konar „eyðimerkurloftslag" og
kalla fram hrukkumar.
Sofið þið ekki vel árið um
kring fyrir opnum glugga? Ekki
það. Þá ættuð þið strax að byrja
á þvf að venja ykkur á það, a.
m. k. að hafa litla rifu á glugg-
anum og halda þvi áfram —
jafnvel, þegar mælirinn er fyr-
ir neðan frostmark. Það er
nefnilega skemmtilegt að sofa
í herbergi þar sem ferskt loft
vitnar um heilbrigði og vitandi
það, að fegurðin kemur með-
an maður sefur.
Vítamínin varða miklu fyrir
heilsu og útlit. A-vítamín og E
eru hin sérstöku vítamín húð-
arinnar. A-vítamínin em t. d.
í grænkáli,. spínati, tómötum,
lifur, apríkósum, mjólk og osti.
E-vítamín eru t. d. í grænu sal-
ati, brauði, með hveitiklíði,
maísolíu. Við þekkjum hvers
konar heilsugjafi C-vítamínin
em ekki sízt fyrir tennur og,
tannhold. Appelsínur, ýmsar
tegundir káls og lifur gefa C-
vftamín.
B-vitamín er frá sjónarhóli
útlitsins það vítamín, sem end-
umýjar hárið. B-vítamínið er f
eggjarauðunni, lifur og grófu
brauði.
Líkaminn framkallar D-víta-
mín, þegar hann er f sól en
það vítamín fæst einnig í
eggjarauðu o. fl.
En vítamíntöflur ættu að vera
ónauösynlegar ef maður aðeins
borðar skynsamlega og fjöl-
breyttar fæðutegundir.
>f
ÓNSKÓLI
5IGURSVEINS D. KRISTiNSSONAR
TILKYNNIR:
Dagana 12.—16. september fer fram innritun
fyrir tímabilið 1. okt.—30. des., að Óðinsgötu
11 eða í síma 19246, kl. 6—8 síðdegis.
SKÓLASTJÓRI.
Tilkynning frá
Barnamúsíkskála
Reykjavíkur ,
Innritun stendur yfir þessa viku eingöngu (til laugar-
dags. Innritað er frá kl. 3-6 í Iönskólahúsinu 5. hæð
gengið inn frá Vitastíg.
Allir nemendur, sem innritazt hafa í Forskóladeild og
1. bekk skólans og hafa ekki komið með afrit af stunda-
skrá sinni enn, geri svo í síðasta lagi mánudaginn
16. september kl. 3-6 e.h. en helzt fyrr.
Ógreidd skólagjöld greiðist um leið.
Þeir nemendur skólans, sem sóttu um skólavist sl. vor,
komi einnig þessa viku kl. 3 - 6 með afrit af stundaskrá
sinni og greiði skólagjaldið um leið.
Skólagjöld fyrir veturinn:
Forskóladeild
1. bekkur barnadeildar
2. bekkur barnadeildar
3. bekkur bamadeildar
Framhaldsdeild
kr. 1500.-
kr. 2200.-
kr. 3200.-
kr. 3200.-
kr. 4000.-
SKÓLASTJÓRI.
Tilkynning
Athygli innflytjenda skal hér með vakin á því,
að samkvæmt auglýsingu viðskiptamálaráðu-
neytisins dags. 9. janúar 1968, sem birtist í
4. tbl. Lögbirtingarblaðsins 1968, fer þriðja
úthlutun gjaldeyris- og/eða innflutningsleyfa
árið 1968 fyrir þeim innflutningskvótum sem
taldir eru í auglýsingunni, fram í október 1968.
Umsóknir um þá úthlutun skulu hafa borizt
Landsbanka íslands eða Útvegsbanka íslands
fyrir 10. október næst komandi.
Landsbanki íslands
Útvegsbanki íslands.
Forstöðukonustaðan
við leikskóla Sumargjafar, Staðarborg, er laus
til umsóknar. Staðan veitist frá 1. des. n.k.
Umsóknir sendist skrifstofu Sumargjafar
Fornhaga 8, fyrir 25. þessa mánaðar.
Stjóm Sumargjafar.