Vísir - 12.09.1968, Síða 9
7ÍSIR . Fimmtudaguí.i^. september lýö8.
9
íslenzkur undirfatnaður þarf ekki að óttast samkeppnina viö erlenda vöru.
...og ullarleistarnir
víkja fyrir nælonsokkum
— Spjallað við fataframleiðendur
um það sem fyrir augun ber á
kaupstefnunni ÍSLEIIZK FÖT 1968
jVei, það er ekki um þaö aö
villast. íslendingar búa í
köldu landi' við rysjótt veður-
far og þetta hafa íslenzkir fata-
framleiðendur gert sér ljóst. —
Þetta eru fyrstu áhrifin af kaup
stefnunni og sýningunni „Is-
lenzkur fatnaður 1968“, sem
stendur núna yfir í Laugardals-
höllinni. Þegar gengið er fram
meö hinum þrem röðum sýning-
arbása i anddyrinu eru skjólgóð
föt það sem fyrst dregur að sér
augað. Þykkir pelsar, og loðhúf-
ur, skjólgóðar yfirhafnir með
regnheldu yfirborði og fóöraðar
að innan með loöskinnsefnum,
sterklegir skór og vinnufatnað-
ur, lopaleistar, ullarpeysur,
skjólklæöi, úlpur og miklu leng-
ur mætti telja.
Veðurfarið hafa fataframleið
endur fært sér í nyt svo sem
sjálfsagt er, því hverjir ættu
að gera það aðrir og hverjir
þekkja betur hin síbreytilegu
víxl milli kulda og slyddu, húð-
arrigningar og snarps storms
og hvemig eigi að fata fólk upp
gegn þessum hamförum náttúr-
unnar, sem við eigum að venj-
ast.
En það er margt fleira, sem
dregur að sér augað og þá kem-
ur ekki síður i ljós, að íslend-
ingar kunna að klæða sig vel í
mannfagnaði bg innan veggja
samkvæmissalanna er suðrænt
Ioftslag, sem veitir tækifæri til
að dubba sig- upp í fínustu föt
og kjóla og ullarleistarnir víkja
fyrir nælonsokkunum.
Nælon er einmitt það efni,
sem mest er notað í undirföt áf
ýmsu tagi og Artemis státar af
sýningarbás, sem einkennist af
nælon i ýmsum tegundum und-
irfatnaðar, nærkjólum, náttkjól-
um, buxnakjólum og básinn er
við hæfi skreyttur á einkar kven
legan hátt með bleikum pappírs
rósum, sem fara vel við hina
nýju línu i íslenzkri undirfata
framleiðslu.
Þar hittum við Inga Hjörleifs-
son, sem segir: — Jú, hugmynd-
irnar eru kokkaðar upp úr okk-
ur sjálfum að mestu leyti og
efnin eru öll úr næloni, einlitu
eða munstruðu. Þetta eru allt
nýjungar. I buxnakjólnum t.d.
er uppkembt nælon, sem fær við
kembinguna flónelsáferð.
— Jú, við efum eingöngu með
breiða hlýra í framleiðslunni
núna.
— Hvernig gengur samkeppn
in við erlendar vörur?
— Það er sáralítil samkeppni
í undirfataframleiðslu, hún er á
það háu stigi hér, að hún stenzt
samkeppni og auk þess er hin
erlenda vara á miklu hærra
verði.
Andspænis á ganginum er L.
H. Muller — fatagerð með bás
og þar sjáum við yfirhafnir, sem
henta vel í rigningu og roki að
vetri til.
Leifur Muller er þar nær-
staddur til svara.
— Hvaða efni er í þessari
kápu sem virðist standast öll
veður?
— Jú, hún er heppileg, ytra
borðið er terylene og hún er
fóðruö með loðnu acrilfóöri og
með hettu. Hún fæst í hvítu,
dökkbjáu og drapp og myndi
kosta úr búð um 2500 kr. Hér
höfum við einnig nýja herra-
frakka með belti, sem er alveg
ný framleiðsla, þetta er mjög
skemmtilegur haustfrakki og er
til að mynda með brjóstvasa,
sem er tiltölulega nýtt á frökk-
um. Við erum einnig með fleiri
nýjungar t.d. hettukápur með
loðkanti og vatteruðu fóðri, sem
koma í verzlanir í næsta mán-
uði.
Leifur hefur frá mörgu öðru
að segja af framleiðslunni en
hér Iátum við staðar numið og
höldum áfram.
Hvít loðkápa dregur aö sér
athyglina þar sem henni er stillt
upp á vegg. Hún er í sýningar
bás Ullarverksmiöjunnar Fram-
tíðarinnar, sem er deild frá Slát
urfélagi Suðurlands.
Þar hittum við Ásgeir Nikulás
son sútara, sem skýrir frá því
að loðkápan sé úr lambsgæru
er saumuð hjá Guðmundi Guð-
mundssyni dömuklæöskera. —
Annars liggur okkur mesta fram
leiösla í langhæröu lambsskinni
til útflutnings, segir Ásgeir. —
Á Iðnsýningunni kynntum við
ákveðna framleiðslu á klipptri
lambsgæru, sem viö kölluöum
„luster tone skin“ og er náö
meö sérstakri aðferð, sem kallar
fram glans og mýkt, og þessi
verkuöu skinn er hægt að nota
1 í pelsa, húfur og púða, svo nefnd
séu dæmi og þetta hafa ýmsir
notfært sér. Sem betur fer
erum við íslendingar búnir að
átta okkur á því hvað þetta er
skemmtileg framleiösla.
— En hvernig stendur á þvf,
aö maöur sér þessa fallegu
pelsa á sýningum og svo ekki
meir, eru þeir ekki framleiddir'
til sölu í verzlunum?
— Okkur vantar framleiöend-
ur og þar stendur hnffurinn í
kúnni, éflaust mætti lækka verð-
ið og auka fjölbreytnina í pelsa
gerð með fleiri framleiðendum,
nú sem stendur eru þetta smá-
fyrirtæki dreifð úti í bæ, sem
vinna úr þessum efnum.
Á leiðinni út hittum við þrjá
áhugasama framleiðendur af
Akranesi en þeirra fyrirtæki er
Fatagerðin h.f. og er það eina
fyrirtækið utan af landi auk
sambandsfyrirtækjanna, sem á
bás á kaupstefnunni. Elías Guð-
jónsson, Friðrik Adolfsson og
Guöjón Elíasson veita okkur til
skiptis upplýsingar um fram-
leiösluna.
— Fatagerðin veitir 22 mann
eskjum af Akranesi starf við
fyrirtækið. Á þessum staö hefur
allt byggzt á fiski, og er því
starfsemi verksmiðjunnar meira
en isbrot. Það eru aðallega hús-
mæður, sem vinna hjá okkur.
Meðal framleiðsluvára fyrir-
tækisiris1 eru sokkár af öllurn
geröum einnig kjólsokkar, sem
fást óvíða að sögn framleiöenda.
Svartir ballettbúningar eru einn
ig meðal þess sem athygli vek-
ur en hingað til hafa þeir komið
erlendis frá. Barnanáttföt, í-
þróttabúningar á böm, rúllu-
kragapeysur, stretchbuxur eru
einnig framleiddar hjá fyrirtæk-
inu úr bómull krepþræði og næl
oni einnig spunnælon, sem fram
leiðendur segja að sé nær óslít-
andi og lengi mætti telja.
||j| Ilp
Kápur og frakkar, sem gerð eru með íslenzka veðráttu í huga.
Á kaupstefnunni í Laugardals-
höllinni sýna 22 framleiöendur
vörur sínar. Fyrir starfsfólk
nokkurra þeirra lögðum við
spurninguna:
Á HVERN HÁTT TELJIÐ ÞÉR
FATAKAUPSTEFNUNA KOMA
AÐ GAGNI FYRIR
Sören Jónsson, Sambandi ísl.
samvinnufélaga.
Fyrst og fremst sýnum við hér
og leggjum áherzlu á fatnaöar
vörur úr ísl. hráefni. Með kaup
stefnunni myndast samstaöa
meðal framleiðenda og þeir
kynnast vörum hvers annars og
geta náð betri árangri varðandi.
efni, munstur og lit. Á þessum
síðustu tfmum þurfum við sér-
staklega að auka íslenzka fram-
leiöslu og ná fólki til að kaupa '
íslenzka framleiöslu, sem veröur
svo til hagsbóta fyrir þjóöar-
heildina.
Þuríður Kristjánsdóttir, Skin-
faxa:
Kaupstefnan gefur betri innsýn
í það hvað er á boöstólum og
hún eykur samkeppnina.
%
Anna Einarsdóttir, Kjólameist-
arafélagi Islands:
Ég myndi halda að kaupstefnan
auki áhuga fólks á íslenzkum
iðnaðarvörum.
N*5
Birgir Brynjólfsson, Verksmiðj-
unni Dúk h.f.
Ef við náum þeim árangri, sem
við vonumst eftir og sem til stóð
væri mesti ávinningurinn fyrir
okkur, aö fá kaupmenn til að
panta lengra fram í tímann held
ur en þeir hafa gert áöur. Þaö
væri ákaflega mikil aukin hag-
ræðing fyrir okkur og gæti gert
alla framleiðsluáætlunina miklu
öruggari og bagkvæmari.
>