Vísir - 13.09.1968, Blaðsíða 1
VISIR
58. árg. - Föstudagur 13. september 1968. - 205. tbl.
17 ára íslenzk stúlka ferst
í umferíarslysi í Englandi
• Sautján ára stúlka, Val-
gerður Ingvadóttir, Mávahlíð 17,
í Reykjavík beið bana f um-
ferðarslysi í Birmingham í
Englandi í fyrrakvöld. Hún var
á ferð skammt frá heimili sínu í
hinni erlendu borg ásamt systur
sinni og íslenzkri vinkonu, þeg'
ar slysið varð. Ætluðu þœr að
ganga yfir götu, þegar bfll kom
akandi á mikilli ferð.
Valgerður heitin gekk áfram
yfir götuna, en systir hennar og
vinkona hikuðu, og varð það
þeim til lífs. Valgerður var lát
in þegar sjúkrahjálp barst.
Stúlkurnar tvær höfðu verið f
vist á enskum heimilum, en Val-
gerður var nýkomin til Eng-
lands og hafði hugsað sér að
vera eitt ár í vist, en ætlaði að
auki að stunda nám við skóla f
Birmingham í vetur.
VISINDARAÐSTEFNA UM
HAFÍSINN
Fjöldi islenzkra visindamanna munu stinga saman
nefjum um landsins forna fjanda i vetur
Hafísinn við ísiand hefur mjög
aukizt hin síðari ár, ekki aðeins
í fyrravetur, þegar hann náði há-
1 marki heldur öll undanfarin ár.
Ástandið hefur mjög versnað frá
i því, sem það hefur verið undan-
farna áratugi. Það er bví ekki að
ástæðulausu, sem boðað hefur ver-
ið til fjölmennrar vísindaráðstefnu
í vetur um hafísinn, en á ráðstefn
unnl munu um 30 íslenzkir vísinda-
hefur verið falið að annast undir-
búning ráðstefnunnar ásamt fram-
kvæmdanefndinni, en í henni á
sæti einn fulltrúi frá hverjum að-
ilanum, sem að ráðstefnunni
standa. Þessir aðilar eru Veðurstofa
íslands, Jarðfræðafélagið, Jökla-
rannsóknafélag íslands og Sjórann-
sóknadeild Hafrannsóknarstofnun-
arinnar.
Á ráðstefnunni verður rætt um
lega ákveðið hvenær ráðstefnan
verður haldin, en það verður annað
hvort í janúar eða febrúar f vétur.
Til greina getur komið að gefa
niðurstöður ráðstéfnunnar út í bók-
arformi, eins og gert var í fyrra-
vetur eftir ráðstefnu íslenzkra vís-
indamanna um Mið-Atlantshafs-
hrygginn.
Ráðstefnan í vetur verður áfram-
hald af þeirri viðleitni íslenzkra
vísindamanna, að taka fyrir ákveð-
inn málaflokk á ráðstefnu einu
sinni á ári og safna á þessa ráð-
stefnu allri þeirri þekkingu, sem
liggur fyrir í landinu um þetta
málefni.
-> 10. sfðu
menn fjalla um hafísinn og áhrif ! veðurfarssveiflur Iangt aftur f for-
hans frá öllum hugsanlegum hlið-
um.
Það verður rætt um hafísinn,
veður og hafstrauma og gagnkvæm
áhrif þessara þátta, sagði Markús
Einarsson, veðurfræðingur í við-
tali við Vísi í morgun, en honum I
söguna og bollalagt um hvers
vænta megi í framtíðinni. Þar verð-
ur rætt um afleiðingar þess þegar
hafís leggst að landinu fyrir sam-
göngur, gróðurfar, efnahagslíf svo
að dæmi séu nefnd.
Enn hefur ekki verið endan-
Nýi bíllinn sýndur blaðamöpnum í morgun
Nýi slökkvilidsbíllinn sýndur í morgun:
Vatnsbyssan nær upp i 20-30 m. hæð
Breytir vatnsmagninu, 2000 litrum i froðu
■ Slökkviliðið í Reykjavík hefur nú fengið nýjan
og fullkominn slökkvibíl og var hann sýndur
fréttamönnum og fleiri gestum á svæði Slökkvi-
stöðvarinnar við Reykjanesbraut í morgun.
Bíll þessi sem er af gerðinni
Ford c750 og kostaði um 2 millj-
ónir króna með öllum tækjum.
í honum er dæla sem getur dælt
um 3000 lítrum á mínútu. Tvö
þúsund lítra vatnsgeymir er í
bílnum og hann er búinn tækj-
um til froðumyndunnar. Er þann
ig hægt að breyta öllu vatns-
magni sem bíllinn hefur meðferð
is f froðu. Slík tæki eru mikið
notuð við eldsvoða á flugvöllum
og eins þar sem kviknar í olíu
eða bensíni.
Auk þessa fylgir bílnum sér-
stök vatnsbyssa, sem hægt er að
losa af honum og koma fyrir,
þar sem mönnum er ekki vært
á brunastaö.
Vatnsbyssa þessi er mjög lang
dræg og með fullum þrýstingi
getur vatnsstrókurinn úr henni
náð tuttugu til þrjátíu metra í
loft upp. Auk þess er hægt að
beina bununni úr henni í allar
áttir.
Slökkviliðsmenn hafa undan-
farna viku æft sig í meðferö
þessa nýja tækis, en bíllinn verö
ur ekki tekin til fullra nota fyrr
en eftir næstu mánaðamót, að
því er Rúnar Bjarnason
slökkviliðsstjóri sagði. Hefur lið-
. ið þá sjö dælubila til afnota,
einn stigabíl og tvo hjálpartækja
bíla.
30. þús milljón
kr. endurtrygging.
Sigurður Líndal, borgarlög-
maður tjáði fréttamönnum, að
f undirbúningi væri að bjóða út
endurtryggingu húsa og mann-
virkja i Reykjavík Nemur
tryggingarupphæðin um 30 þús
und milljónum. — Frá því um
áramótin ’64 til ’65 hefur þessi
tryggin verið tvenns konar. Ann
ars vegar trygging á einstökum
tjónum, sem Sigurður sagði að
hefði komið sér mjög vel í brun
unum miklu á siðasta ári, en þá
varð brunatjón í borginni 36
milljónir, árið þar áður var það
átta milljónir og árið ’65 aðeins
tvær milljónir.
Á þessu ári nemur bruna-
tjónið hins vegar 5 milljónum
það sem af er.
Sagði Sigurður að erfitt reynd
ist að tryggja þannig einstök
tjón, sökum aukinna bruna-
10. sfðu
„Söguleg þróun
heimsmála,/ í
stad Druke og
Dýrlings
Sjónvarpið hyggur á mjög
djarfar breytingar á vetrardag-
skránni og ætlar f einu dagi að
fella niður flesta vinsælustu
þættina, þ.e. Harðjaxlinn, Dýrl
inginn, Steinaldarmennina og
Hauk. Ekki er víst að þessir góð
kunningjar hverfi að fullu úr
sjónvarpinu, en ætlunin er aö
reyna að verða án þeirra a.m.k.
um tfma.
Ýmsir fastir þættir koma f
staö þeirra, sem niður verða
felldir. Má þar nefna m.a. Mel-
issa, leynilögregluþætti frá BBC,
sögulega þætti um þróun heims
mála milli styrjaidanna tveggja,
sem verður eins konar framhald
á sögu heimsstyrjaldarinnar,
sem flutt var í sjónvarplnu f
fyrravetur og var mjög vin-
sælt. Sögu Forsyte ættarinnar,
framhaldsleikrit f 26 hlutum,
kúrekamyndir og fleira.
Vetrardagskráin verður að
öðru leyti lík þvi, sem var í
fyrravetur. Sjónvarpað verður á
sama tíma. Líklega verður flutt
meira af innlendu efni, þótt þaö
sé mun dýrara en allt erlent
efni.
^SAAAAAA/WSAAAAAAAAA.
h 560 mílur
út af Langanesi
— 18 skip með afla i nótt
Veiöisvæði síldarflotans náöi i
morgun allt vestur á 7. lengdar-
baug og auk þess fann leitarskipið
Snæfugl síld nokkru þar fyrir vest-
an, en það voru mjög djúpstæðar
torfur. Síldin virðist því ganga
mjög hratt vestur á bógínn og er
. veiðisvæöið nú um 560 mílur frá
| Langanesl, en búast má við að sú
: vegalengd styttist óðum.
i Átján skip tilkynntu um afla í
; nótt og i morgun, samtals 1115
lestir. — Nokkur skip eru á land
i 10. síða
Endurskoðun vegnu
gjuldþrots Jörgen-
sens lokið
Nær daglega fara fram í Saka-
dómi Reykjavíkur yfirheyrslur í
máli Friðriks Jörgensens, en mál
hans hefur nú verið í rannsókn á
annað ár.
Endurskoðun á bókhaldi fyrirtæk
is hans vegna gjaldþrotabúsins
Iauk í síðasta mánuði, en hún hef-
ur staðið í um það bil ár. Voru
skýrslur endurskoðandans sendar
skiptaréttinum.
Mikið af gögnum hefur safnazt
við rannsóknina og svo mörg skjöl,
> 10 riða
Ekkert verður af þjóð-
búningasýningunni
Það er nú endanlega ákveðið,
að ekkért verður af þjóðbúninga
sýningu þeirri, sem skýrt hefur
verið frá, að ætti að verða í Boga
sal Þjóðminjasafnsins í haust.
Misklíð hefur komið upp varðandi
tilhögun sýningarinnar milli Æsku-
lýðsráðs og þjóðminjavarðar. Þór
Magnússon, þjóðminjavörður skýrði
blaðinu frá því í morgun, að Þjóð-
minjasafnið hefði samþykkt að taka
að sér sýningu á þjóðbúningum
gumlum og nýjum til að kynna þá.
Æskulýðsráð hefði sfðan viljað setja
inn í sýningarskrá ýmsar hugmynd
ir nefndarmanna um breytingar á
búningnum og tillogu um samkeppni
um breytingar. Þetta hefði Þjóð-
minjasafnið ekki getað fallizt á.
Þór Magnússon sagði, að öruggt
væri, að ekki gæti orðið af sýn-
ingunni a.m.k. ekki í því formi, sem
fyrirhugað var, en ekki væri þó
útilokað að Þjóðminjasafnið gengist
fyrir búningasýningu í vetur upp á
ainin em/tiir mtf nir lflvffl.