Vísir - 13.09.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 13.09.1968, Blaðsíða 5
VTSIR —— Föstudagur 13. september 1968. Fryst fiskflök eru skorin í sneiðar áður en þau eru látin þiðna. F ry stikistan sem húshjálp, ekki harðstjóri Nú, líður að því að sláturtíð hefjist og munu þá ekki sízt þeir, sem eiga frystikistu fara á stúfana til að fylla hana til vetrarins. Nýlega var minnzt á frystingu matvæla hér á síð- unni og þá í sambandi við berja tímann. Um leið bentum við á bæklinginn „Frysting matvæla," sem er til sölu hjá Kvenfélaga- sambandi íslands og er ómetan legur þeim, sem eiga frystikistu. í dag ætlum við að ræða nokk uð kosti þess að eiga frystikistu og þær spurningar, sem e. t. v. vakna hjá sumum áður en kaup #ru ákwðin eða fallið frá þeim. Einhverjar þær húsmæður munu vera til, sem ekki vilja eiga frystikistu vegna þess að þær langar ekki til þess að standa yfir matartilbúningi allan daginn. En það er alls ekki ætlunin að frystikistan eigi að vera einhvers konar harðstjóri eða stór gapandi hola, sem hrópi á mat. Frystikistan á að vera hin bezta húshjálp. Auð- vitað þarf að „rnata" frystikist- una, sem nýlega hefur verið keypt en þar meö er ekki sagt að hún eigi að fyllast á andar- taki. Það kemur með vananum þegar við smátt og smátt getum áætlað hvað það er, sem við þurfum að kaupa og hvernig eigi að frysta það. Eftir smátíma komast víst flestar húsmæður að því, að frystirinn er of lftill. Fyrir konuna, sem vinnur ut- an heimilis er frystikistan geysi- mikil aðstoð. Hún losar hana við það að vera á þönum dag hvern eftir vinnutíma til þess að kaupa í matinn og eftir því sem fleiri frystar vörur og réttir koma á markaðinn sparar þaö henni hinn dýrmæta tfma. Það er mat- urinn „með húshjálpinni innan f". Hann hefur hún fulla þörf fyrir og fær um leið tíma fyrir annað en það eitt að vinna. Þá er það heimahúsmóðirin, sem þarf og vill fara daglega í verzl- anir, þó ekki væri nema til þess að umgangast fólk. Með frysti- kistunni hefur húsmóðirin þann ávinning að létta sér störfin og skipuleggja þau betur. Þá má benda á „matardag- ana“. Ætli sérhver húsmóðir fyllist ekki stolti, þegar hún eft- ir vinnudaginn getur sett nokkra tilbúna rétti niður f frystikistuna. Að búa til nokkrar máltíðir og hafa þær reiðubún- ar í frystinum veitir meiri frf- tfma aðra daga vikunnar. Slík- ur matartilbúningur hentar vfst ekki öllum. En mismunurinn á því að búa til einn hádegisverð eða tvo er sáralítill. Uppþvottur er sá sami, rafmagnsnotkun sömuleiðis en e. t. v. þarf að hreinsa og skola ofurlítið meir. Hið sama gildir um bökunina. Það sparar tíma að kaupa tvö kökuform og setja tvo tertu- botna í ofninn í einu. Einnig að skjóta fjórum formkökum í ofn- inn í einu og eiga meö því þrjá á lager eftir bökunardag- inn. Þá má minnast á sláturtíðina, sem talað var um f bvrjun. Það mun vera aðaltími til að afla sér matfanga í frystinn. Hér er um að ræða að vinna fram í tímann, eyöa í mat á haustin, þegar hann er ódýrastur (bæði kjöt og grænmeti) til þess svo aö geta lifað á frystinum vor- mánuðina. En styttir frystirinn matartil- búninginn? Því má svara ját- andi, þegar um tilbúna rétti er að ræða. Hins vegar bætist við undirbúningstíma máltfðar- innar sá tími, sem fer í það að þíða frystu vörurnar, þegar það er gert. Hér á eftir tökum við dæmi um það hvernig eigi að fara með vöruna eftir að hún hefur verið tekin upp úr fryst- inum gegnfrosin. Fryst græn- meti setjum við beint úr fryst inum eða pakkanum f sjóðandi saltaö vatn. Látið vatniö kom- ast f suðumark fljótt aftur. Eftir nokkrar mínútur er grænmet- ið tilbúiö og má bera það fram. Oftast er grænmetið soðið en t. d. rósakál og grænar baunir má hita upp í smjöri. Baunim- ar þurfa 5 mínútur á suðuhell- unni en rósakálið aðeins meiri tíma. Blandið í þetta grænmeti, harösteiktum beikonteningum, og góður réttur er tilbúinn. Hér er annar skemmtilegur smárétt- ur. Hann er búinn til á þann hátt að lagaður er spínatjafn- ingur. Linsoðnum eggjum er stungið í jafninginn eftir að skorið hefur verið af þeim í annan endann til þess að þau geti staðið. Harðsteiktum beikon teningum stráö yfir. Brauð eða kartöflur má bera fram með þessum rétti. Rétta aðferðin við að þíöa ber, sem hafa v -ið f frysti er að láta þau þiðna hægt í ísskáp f um 10 klst. Þau eru borin fram meðan þau eru enn köld. GRÆNMETI. Blómkál, sem geymist í 10— 12 mánuði f plastpoka í frysti er sett beint í sjóðandi, saltað vatn. Steinselja, sólselja og gras laukur eru geymd í litlum plast pokum og er hægt aö geyma það i 10—12. mánuði. Steinselju pokinn er klemmdur fast á milli fingranna og steinseljan er fín hökkuð. Steiktur og hrár lauk- ur gevmist í plastpokum í 10— 12 mánuði og er settur beint á pönnuna. Gulrætur geymast í ár og éru settar beint í pottinn. Hið sama gildir um blaðlauk og seljurót og súpuknippi. Kartöfl ur geymast árið og eru settar beint f sjóðandi vatnið. KJÖT, INNMATUR, FUGLAR. Fugl geymist 8—10 mánuði. Látinn þiðna í 12 tíma í ísskáp og settur beint í pottinn. Kinda- og nautakjöt geymist 10—12 mánuði og látið þiðna í 10 tfma á kíló í ísskáp. Er hægt að steikja óþiðnað en tekur þá tvö faldan tíma. Kálfa- og svína- kjöt geymist f 3—6 mánuði, und irbúningur undir suðu á sama hátt og fyrrnefnt kjöt. Innmatur geymist í 3 mánuði, þarf að þiðna á 12 tfmum f ísskáp. Pylsur geymast í 1—3 mánuði. Þiðna á hálftíma en þrýstið ofur lítið á þær til að losa hrímið. Tilbúnir réttir geymast 2 — 3 mánuði. Hitiö upp hægt f um- búðunum f potti eða í vatns- baði. FISKUR, SKELDÝR. Feitur fiskur geymist f plasti í 3 mánuði. Er þíddur og farið með hann eins og nýjan fisk. Hið sama gildir um magran fisk nema hann geymist í frysti f 6 10. sfða. Barnaheimili stúdenta Stúdentar, sem sækja ætla um dagheimilisvist fyrir börn á aldrinum Vi—3 ára, veturinn 1968 —69, gjöri svo vel og snúi sér til skrifstofu stúdentaráðs og S.Í.S.E. í Háskóla íslands. Skrifstofan er opin kl. 2—4 alla virka daga. Umsóknir skulu hafa borizt fyrir 25. þ. m. TILKYNNING Að gefnu tilefni er vakin athygli á því að engum er heimilt að framkvæma jarðrask utan sinna lóðarmarka í lögsagnarumdæmi Reykjavíkur án þess að hafa fengið til þess skriflegt leyfi. Gatnamálastjórinn í Reykjavík. Lán Byggingarsjóðs Reykjavíkurborgar Eyðublöð fyrir umsóknir um lán úr byggingar sjóði Reykjavíkurborgar liggja frammi á skrif stofu húsnæðisfulltrúa Félagsmálastofnunar- Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 4. hæð. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 3. októ- ber n. k. Lánin verða veitt til byggingar nýrra íbúða eða kaup á eldri íbúðum innan lögsagnarum- dæmis Reykjavíkur. Lánsupphæð nemur allt að kr. 100 þús. á íbúð. Umsækjandi skal hafa verið búsettur í Reykjavík s. 1. 5 ár a. m. k. Við úrskurð um lánshæfni skal fylgt eftirfar- andi reglum varðandi íbúðarstærð: Fjölskylda með 1-6 meðlimi allt að 70 ferm. hámarksstærð. Fjölskylda með 3-4 meðlimi allt að 95 ferm hámarksstærð. Fjölskylda með 5-6 meðlimi allt að 120 ferm hámarksstærð. Sé um 7 manna fjölskyldu og stærri að ræða allt að 135 ferm. Allar nánari upplýsingar, s. s. um veðhæfi, lánakjör, forgangsrétt til lána og um skilríki, er fylgja skulu umsóknunum, eru veittar á skrifstofu húsnæðisfulltrúa. Borgarstjórinn í Reykjavík, 11. september 1968. 304 35 Tökuin aC okkui bvers konai múrbrn’ og sprengivinnu i búsarunnum og ræs iitti Leigjinn öt loftpressui og víbr. sleða Vélaieiga Steindórs Sigbvats .onai Alfabrekku viC Suðuriands orauL simt 10435 8 TEKUR ALLS KONAR KLÆBNINGAR FLJÓT OG VÖNDUÐ VINNA ÚRVAL AF ÁKLffiÐUM IAUOAVES «1 - SlM110125 HEIMASIMI19194 4níil ‘ BOLSTRUN Svefnbekiúr 1 úr ali ð < erkstæöisverðL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.