Vísir - 13.09.1968, Blaðsíða 10
10
Graf
Zeppelin
— eðo veðurat-
hugunarbelgur?
ffi! I ljósaskÍDtunum I gær
taldi fólk yzt á Kársnesinu í
Kópavogi sig sjá furðuhlut
bera við himin. Maður, sem
blaðið talaði við sagði að hlut
urinn hefði minnt sig á Graf
Zeppelin-Ioftfarið. Bar bað
við Akranes.
Annar maður, sem hefur ver-
ið við störf á kvöldin á svipuð-
um stað á nesinu segist hafa
orðið var við veðurathugunar-
belgi á sama stað. Hann kvað þá
aðeins hafa sézt augnablik með-
an sólin var að setjast og sein-
ustu geislarnir náðu að lýsa upp
belginn.
Hins vegar ber að geta þess
að veðurathugunarbelgirnir
munu vera hnöttóttir, en maður-
inn sem viö töluðum við í gær
sagði hlutinn hafa verið spor-
öskjulagaðan.
Endurskoðun —
■ -> x siðu.
að það mun vera margra vikna
verk að yfirheyra vitnin um þau
öll. Um þessar mundir stendur yfir
vfirheyrsla Friðriks Jörgensens um
þau skjöl, sem fyrir liggja í mál-
inu. Er búizt við því að nokkrar
vikur til viðbótar muni líða áöur
en þeirri yfirheyrslu lýkur.
Sfufíssráðstoffnu —
S~> 1. sfðu.
Ráöstefnan um Mið-Atlantshafs-
hrygginn í fyrravetur var fyrsta
ráðstefnan og þótti hún takast
mjög vel .
í framkvasmdanefndinni eigá
sæti: Hlynur Sigtryggsson, veður-
stofustjóri, dr. Unnsteinn Stefáns-
son, dr. Sigurður Þórarinsson, próf-
essor og dr. Trausti Einarsson,
prófessor.
„Höfnin"
ný 'islenzk kvikmynd
Á blaðamanna sýningu í Kvik-
mvndaklubbnum í gær var frum-
sýnd ný íslenzk kvikmynd eftir
Þorstein Jónsson. Myndin heitir
„Höfnin“ og er fyrsta mynd höf-
undar.
,,Höfnin“ fjallar eins og nafn-
ið bendir til um Reykjavíkurhöfn.
Myndin er stvtt heimildarkvik-
mynd, gerð á 16 mm. filmu á kostn
aö höfundar.
Þorsteinn Jónsson er liölega tví
tugur, fyrrverandi starfsmaður
sjónvarpsins, en nú er hann við
nám í kvikmyndagerð í kvikmynöa
skólanum í Prag.
„Höfnin“ veröur sýnd sem auka-
mynd með næstu kvikmynd, sem
kvikmyndaklúbburinn tekur til
sýningar, en það er Svarti Pétur
eftir Milos Forman, einn hinn þekkt
asta af ungum kvikmyndagerðar-
mönnum Tékka.
Síld —
1. Síðu.
leið með saltaða síld og auk þess
var vitað um tvö skip, Loft Bald-
vinsson og Örfirisey á landleið með
ísaða síld.
Taliö er að allt að tuttugu skip
séu nú aö veiðum í Norðursjó og
fóru flest þeirra þangað suður eft-
ir fyrir fáeinum dögum, þegar afla
tregðan var hvað tilfinnanlegust á
norðurslóðum. Sum þessara skipa
munu nú vera að snúa aftur norður
á bóginn.
AKUREYRINGAR!
AKUREYRINGAR!
Notum handþurrkur úr pappír i stað venju-
legra handklæða á þeim stöðum þar, sem
matvæli eru höfð um hönd.
Notum einnig sápuskammta, sem er sápu-
lögur í lokuðum umbúðum.
Akureyri 11. september 1968.
Karl Guðmundsson, matvælaeftirlitsmaður
heilbrigðisstjómar ríkisins.
Ódýrar Þjórsárdalsferðir
Síðasta hringferð sumarsins í Þjórsárdal verð-
ur n.k. sunnudag kl. 10 f.h. Meðal annars er
komið í Gjána, að Stöng og Hjálparfossi.
Á austurleið er ekið um Skálholt, einnig ekið
um virkjunarsvæðið við Búrfell. Verð aðeins
kr. 470.—. Innifalið kaffi og smurt brauð á
Selfossi. Matarpakkar á kr. 100.— ef þess er
óskað. Uppl. gefur B.S.Í. Umferðarmiðstöð-
inni. Sími 22300.
LANDLEIÐIR H.F.
Slökkviliðið —
-> ib siöu
skaða síðustu árin, bæöi hér og
víða erlendis. — Þessi nýi
slökkviliðsbíll væri þess vegna
liður í því að gera endurtrygg
ingarútboð aögengilegra.
Sólheimar —
m—> e síðu
neitt hús aö venda, ef sjúkrahúsiö
hætti. Að vísu væri húsið fremur
lélegt, en þar væru sérstaklega góð
vinnuskilyrði. „Okkur sjúklingunum
er sagt, að þetta sé gert í fullu
samráði við læknanna, en það telj-
um viö hina mestu firru. Þaö
dvelja um þrjátíu sjúklingar á Sól
heimum og eru þar framkvæmdar
daglega minni eöa stærri skuröað-
gerðir og aldrei kom neitt fyrir,
sem hægt væri að kenna sjúkra-
húsinp um “, sagði Matthildur aö
lokum.
Húsnæöi það sem Sólheimar
hafa stendur við Tjarnargötu og er
í eigu borgarinnar. Blaðinu fannst
þvf tilhlýðilegt, að hafa samband
við skrifstofu borgarstjóra og
spyrjast fyrir um þetta mál. Þar
fengum við þær upplýsingar, að í
nokkuð mörg ár hafi verið leigu-
samningur á milli nokkurra lækna
og borgarinnar um afnot af hús-
inu. Með tilkomu Borgarspítalans
er ekki lengur nauðsyn fyrir sjúkra
húsiö, sem fyrir löngu væri úr sér
gengiö. Húsnæðið verður afhent fé
lagsmálaráði innan borgarinnar til
umráða og verður það gert um ára-
mótin.
Sýnlngar —
»-> 16. síðu.
armyndir og tré- og dúkristur. Sýn-
ingin verður opin til 22. september.
í Hliðskjálf, hinum nýja sýningar
sal að Laugavegi 31, byrjar sýning
á 26 málverkum eftir Helgu
Weisshappel Foster á morgun. —
Helga hefur haldið fjölmargar sýn-
ingar vfða um lönd, og á mörgum
stööum á íslandi.
Neytendasamtök —
m-* i6. síöu.
fund. Þegar fyrrverandi formað-
ur og framkvæmdastjóri lýsti
því yfir að fundi væri frestaö
stóð upp einn kommastrákurinn
og lýsti því yfir að fundur væri
settur. Enginn varö til þess að
mótmæla því, þar sem engir
voru viðstaddir nema þessir
kommar og fylgifiskar þeirra.
Stjórnin var síöan kjörin og
situr þar við enn.
Það mun þó litlu máli skipta
hvor stjómin situr í sambandi
við þessa rannsókn, þar sem frá
farandi stjóm mun hafa haft
£ bígerð að fá reikninga sam-
takanna á hreint og hafði unnið
töluvert aö þvl að formaðurinn
geröi hreint fyrir sínum dyrum
og gæfi reikningsyfirlit fyrir
seinustu 2—3 ár, en enginn að-
alfundur hafði verið haldinn all-
an þann tíma.
Föstudagsgrein —
9. síðu.
Iið trampaði á varnarlausri
smáþjóö. Því er að vísu haldiö
fram, aö hin vestrænu ríki hafi
ekki hreyft legg né liö vegna
þess aö stórveldin séu búin aö
skipta heiminum milli sín, en
engin slík skipting er til, nema
eftir hagsmunakröfum Rússa
sjálfra. Engin valdaskipti í
V í SIR . Föstudagur 13. september 1968.
ICTfi
heiminum hafa verið því til
fyrirstöðu, aö Rússar gætu
komið sér upp öflugum út-
þenslustöðvum í Arabalöndum,
á Kúbu og á sínum tíma I
Ghana og Indónesíu, né heldur
hindrað þaö, að Frakkar segöu
sig úr lögum viö Bandaríkin.
Þaö er þannig hreint slúður, að
Bandaríkjamenn eigni sér annan
heimshlutann og því haldið fram
einungis til að afsaka framferði
Rússa I Tékkóslóvakíu og styðja
þá ósiðlegu hugmynd, aö þeir
megi hegða sér þar eins og þeim
sýnist.
Auðvitað var líka ósæmilegt
hjá vestrænum þjóðum, þetta
algera afskiptaleysi af hernaö-
arofbeldi Rússa, en hvaö var
-hægt að gera, þegar þær voru
svo vanmegnugar sem raun bar
vitni og hermál þeirra í þvílík-
um ólestri sem nú hefur komiö
í Ijós?
Tjannig er útlitið heldur
S dimmt, en það versta af
öllu er, að það er mjög öröugt
aö útskýra hvaöa tilgang hinn
gífurlegi vígbúnaður Rússa hef-
ur haft á undanförnum árum,
meðan vesturveldin voru aö
draga úr sínum herstyrk. Þetta
er sú óhugnanlega staðreynd,
sem heimurinn veröur að horf-
ast í augu við. Hver er tilgang-
ur Rússa meö slíku vígbúnaöar-
kapphlaupi? Getur þaö veriö, aö
þeir hafi á prjónunum sambæri-
legar útþensluáætlanir og þýzku
nasistarnir á sínum tíma? Hvers
vegna leggja þeir á sig þau
feikilegu útgjöld og efnahags-
örðugleika, sem hljóta aö leiða
af slíkum vlgbúnaði? Hvernig
ætla þeir að beita sínu hernað-
arlega ofurefli?
Þetta eru spurningar, sem hver
maður verður að íhuga vel.
Einhver tilgangur hlýtur aö
Iiggja að baki svo viðamikilli
starfsemi. Það er enginn barna-
leikur, sem hér á sér stað og
þvl á ekkert kæruleysi viö.
Þorsteinn Thorarensen.
Dómsskjöl —
m—> i6 siðu
ar-mánuði og voru þau send til
endurskoðanda til frekari at-
hugunar. Skilaði hann skýrslu
af rannsókn sinni I júlí sl.
Rannsókn Sakadóms síðustu tvo
mánuði hefur spunnizt út frá
þessari síöustu skýrslu endur-
skoöandans og stendur reyndar
enn yfir.
Mikill aragrúi dómsskjala hef-
ur borizt I málinu. T.d. var þessi
síðasta skýrsla endurskoöand-
ans merkt dómsskjal nr. 535, en
I ágúst og september hafa borizt
um 550 skjöl til viðbótar.
Ekki verður neitt fullyrt um
það, hvenær rannsókn verði
lokið og máliö, sent saksóknara
til afgreiðslu, en þó standa von
ir til þess að það geti orðið I
október.
Kvennasíða —-
m-> 5. siðu.
mánuði. Krabbi, rækjur og hum-
ar geymast I 3 mánuði. Sett
beint I sjóðandi vatn og geymt
á köldum stað yfir nóttina.
BRAUÐ, KÖKUR.
Blautkaka, fvllt eða skreytt
geymist I álpappír eða plasti í
einn mánuð. Geymist I umbúð-
um I Isskáp í sólarhring fyrir
notkun.
Brauð og kökur með lítilli
feiti er þítt I umbúðunum viö
húshita. Brauð meö mikilli feiti
getur geymzt allt að 6 mánuð-
um. Þiðnunartími fer eftir stærö.
•
• — Ef þú vélritar fyrir mig bréf
J til viðskiptavina, átt þú ekki aö
• gefa þeim upp símanúmerið heima
2 hjá þér, heldur hiá skrifstofunni.
J — Nú, en það eru svo margir
• sem eru svo sætir I símanum.
•
VEÐRID
I DAG
Austan gola,
skýjaö með köfl
um og hætt
skúrum.
IIISMETt
Lengsta símtal sem sögur fara
af var á milli tveggja stúdenta-
garða viö Kansas State háskólann
I Bandarikjunum. Símtalið stóð
yfir í 550 klukkustundir eða frá
28. nóvemb'er til 21. desember
1966.
Amasis, kolaskipið stóra, er
loks komið út af höfninni og bíð-
ur byrjar. Það hefur tekið grjót
I seglfestu.
TILKYNNINGAR
Hvað ungur nemur — gamall
temur. Foreidrar, sýnið börnum
yðar fagurt fordæmi i umgenBni.
Kvenféiagskonur Laugarnessókn-
ar. Munið saumafundinn í kirkju-
kjallaranum fimmtudaginn 12.
sept. kl. 8.30.
Bókasafn Sálarrannsóknafé-
lags sl ndf og afgreiösla tlma-
ritsins Morguns. Garðastræti 8
sír”' 18130 er opin á miövikudags
kvöldum kl. 5.30 til 7 e.h. Skrif-
stofa félagsins er opin á sam;
tíma.
gWBgarayaJW,-------ÆinaM
prsg<ag!<fl