Vísir - 13.09.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 13.09.1968, Blaðsíða 16
t VISTR ð»rjár myndðgstar- sýningar opna á morgun í sambandi við 40 ára afmæli Bandalags íslenzkra listamanna, verður opnuð yfirlitssýning á verk- um Jóns Stefánssonar á morgun kl. 4. Sýningin verður í nýjum sal að Brautarholti 2, annarri hæð. Gylfi Þ. Gíslason menntamálaráð- herra opnar sýninguna, sem verður opin í tíu daga. Björgvin Sigurgeir Haraldsson opnar sýningu á teikningum í Unu- húsi, Veghúsastíg 7, á morgun. Þar sýnir hann 33 myndír, kol- pg krít- 10 síðá Rannsókn beinist að (jármálameð- ferð formanns Neytendasamtakanna ■ Sakadómur Reykjavíkur hefur nú sent bókhald Neytenda- samtakanna til endurskoðunnar hjá Ragnari Ólafssyni, Iög- fræðingi og endurskoðanda, en taliö er að mikil óreiða sé á fjármálum samtakanna. Rannsóknin beinist að fyrrverandi formanni og framkvæmdastjóra samtakanna, Sveini Ásgeirs- syni, en hann hefur einn komið nálægt fjármálum samtakanna — aðrir hafa ekki fengið þar nálægt .:ð koma. Er grunur um að eitthvað vanti í kassann eða þar séu reikningar, sem engan veginn geti talizt eðlilegir. Það var nýkjörin stjórn, sem kærði fyrrverandi formann fyrir Sakadómi Reykjavíkur vegna grunsemda unvað ekkl væri allt með felldu. Sakadómur brá við skjótt og lét innsigla skrifstofur samtakanna, þar til hægt var að hefja rannsóknina. Jafnframt því sem hin nýja stjóm kærði fvrrverandi formann fyrir fjár- málaóreiöu, var nýr fram- kvæmdastjóri ráðinn og nýr for- maður kjörinn. Það eru ekki allir á eitt sátt- ir um, að hin nýkjörna stjórn sé lögleg. Eins og lesendur Vísis rekur minni til fjölmenntu kommar á aðalfund Neytenda- samtakanna. Ákveðið var að fresta fundinum, þar sem reikn- ingar lágu ekki fyrir, en í lög- um samtakanna er gert ráð fyrir að þeir liggi frammi á skrif- stofunni í eina viku fyrir aðal- " 10 siða REKSTRI SÓL- HEIMA HÆTT ■ Ákveðið hefur verið, að um áramótin verði sjúkrahúsið Sól- heimar í Reyfcjavík lagt niður. Það var dóms- og kirkjumála- ráðuneytið, sem þessa ákvörðun tók, eftir að hafa ráðfært sig við hfdlbrigðiseftirlitið. Ráðuneytið hefur afturkallað Ievfiö sem gilti um rekstur siúkrahússins og verður starf- seminni hætt i. janúar. Talið er, að með tilkomu Borgarspítalans séu næg sjúkrarými fyrir þá sjúklinga, sem dvalið hafa á Sól- heimum og Hvítabandinu. Einnig er húsnæði það sem sjúkrahúsið hefur haft ekki talið fullnægja heim skilyrðum, sem nauðsyn- 'eo eru fyrir sjúkrahússrekstur. Þessari ákvörðun ráðuneytisins hefur ekki verið tekið þegjandi og hljóðlaust, heldur hafa vistmenn Sólheima sent borgarstjóra bréf þess efnis, að sjúkrahúsið verði áfram starfrækt eins og áður. Matthildur Ellingsen, sem veriö hefur sjúklingur á Sóiheimum i fjöldamörg ár tjáði blaðinu, að ó- kleift væri að hætta sjúkrahús- rekstri á Sólheimum. Þeir sjúkl- ingar sem þar dveldu, væru yfir leitt með sjúkdóma, sem krefðust iangrar legu og ættu þeir ekki i Wr—> 10, síða Mikill aregrúi dómsskjala ímáli Páls á Lambastöðum ■ Rúmlega 1100 dómsskjöl hafa nú alls verið lögð fram í rannsókn á máli Páls Jónsson ar frá Lambastöðum. Rann- sókn hefur staðið yfir í all- langan tíma, enda málið við- amikið og sum gögn málsins tengd rannsókn dönsku lög- reglunnar á Elmo Nilsen-mál- inu. Síöast bárust viðbótarskjöl frá dönsku lögreglunni í janú- W. >10. sfða. Hljómar til Englands í upptöku I ÞESSI skrítna og skemmti lega mynd er af Hljómum og söngkonunni þeirra Shady Owens. Þau hafa sannarlega nóg að gera um þessar mund- ir. Dansleikir hér og dansleik- ir þar. Og á næstunni heldur hljómsveitin utan til að taka upp enn nýja plötu í London. /WWWWWSAAA/WWVW Ný verksmiðja hefur starfsemi á Akureyri — framleiðir hluti i raflagnir úr plasti Þessi mynd var tekin af einni ströndinni á Mallorca fyrir nokrkum dögum — íslendingar eru vin- sælir þar um slóðir. , Ný verksmiðia Jióf nýlega starf- semi sína á Akureyri. Þetta er verksmiðjan Bjarg, sem Sjálfsbjörg, félag lamaðra og fatlaðra á Akur- eyri og nágrenni, stendur að. Verk- smiðjan hefur þegar hafið fram- leiðslu á tengidósum úr plasti i raf- ALDREI FLEIRI TIL MALL0RCA — „Ráðstafanir" gera jbað að verkum að fólk velur ódýrustu ferb- irnar — litið um ferðalög Islendinga til annarra landa fl Þessa dagana spranga 240 - 250 lslendingar um strendur Mallo.ca og hafa raunar verið svo margir frá því um miðjan ágúst og verða það fram í miðj- 'in október. Á hverjum miðviku- degi fer þota Flugfélagsins full- hlaðin farþegum í sólarleit, alls 114 farþegar, sem dvelja syðra f tvær vikur. Að auki er alltaf eitt hvað af fólki, sem fer ekki með hópferðum, en notar almennar ferðir flugfélaganna. Guðni Þórðarson í Sunnu gaf blaðinu þær upplýsingar í morg- un að algjört metár yrði í Mall- orcaferðunum í ár. Alls munu far þegar Sunnu veröa um 2000, eða helmingi fleiri en fyrr. Guðni sagöi m.a.: „Ferðalög eru orðin algjör staðreyqd, fólk vill ferðast og þeg- ar erfiðleikar steðja að verður að leita að því ódýrasta og hagkvæm asta. Þess vegna hefur verið sára lítið i sumar af dýrari ferðum. Ferðirnar okkar hafa verið farn- ar með íslenzkum farartækjum all ar leiðir, hótelkostnaður á Spáni 1 sáralítill og gjaldeyrisevðslan því minni en el!a.“ Guðni kvað það ætlunina að halda Mallorcaferðum áfram i vetur og ekki sízt reiknað með viðskiptum frá Bandarikjunum. Er Guðni nú á förum til Puerto Rico tii að sitja þing bandarískra ferðaskrifstofu- manna, en hann er nú að hasla sér völl á þeim markáöi. lagnir, en seinna mun hún bæta við framleiðsluna ýmsum öðrum, hlutum úr plasti í raflagnir. Plast er nú notað mjög í aukn- um mæli í raflagnir í mörgum löndum, en i.ár á landi, hefur plastið ekki rutt sér verulega til rúms, nema á Akureyri, þar sem notkun þess hefur farið mjög í vöxt. Verksmiðjan er til húsa í vinnu- sal, sem byggður var við hús Sjálfsbjargar. Keypt var til lands- ins mjög fullkomin plaststeypu- vél frá'■Austurríki, en i vélinni er hægt að steypa alls konar hluti, þó að framleiðslan muni í fyrstu eingöngu beinast að framleiðslu hluta í raflagnir. Þegar fram líða stundir er búizt við að margir geti fengið atvinnu i verksmiðjunni við samsetningar á ýmis konar hlutum, en plast- steypuvélin sjálf er algjörlega sjálf virk. Gunnar I Verksmiöjustjóri er Helgason, rafvélavirki.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.