Vísir - 13.09.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 13.09.1968, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Föstudagur 13. september 1968, VISIR Otgefandi ReyKjaprent Q.t FramKvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axel Tborsteinson Fréttastjóri: Jód Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Augiýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Slmar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Sími 11660 Ritstjóm: 1 tugavegl 178. Slmi 11660 (5 línur) Askriftargjald kr 115.00 á mánuði innanlands 1 lausasölr kr. 7.00 eintakið Wrentsmiðja Vlsis — Edda h.f.__________________________ Gleymum ekki Grikklandi jjerforingjastjórnin í Grikkland. hefur nú verið við völd í um það bil hálft annað ár. Byltingarmönn- unum virðist hafa tekizt að treysta sig í sessi, enda beita þeir til þess öllum þeim ráðum, sem alræðis- og lögregluríki hefur yfir að ráða. Leynilögregla, fang- elsanir, pyndingar og ströng ritskoðun eru sterkustu vopn stjórnarinnar til að halda illa fengnum völdum sínum. Stjórnin hefur verið svo lengi við völd, að hún er hætt að vera fréttnæm. Hula gleymskunnar færist smám saman yfir stjórnarfarið þar. Menn, sem fyrir 'lfu öðru ári voru hneykslaðir og gramir, hafa nú öðru að sinna. En Grikkland má ekki gleymast. í þessu landi stóð á sínum tíma vagga þeirra hugmynda, sem vestræn menning og þjóðskipulag hvíli • nú á. Það er bví átakanlegt, að við Akrópólis skuli nú standa á verði þjónar alræðiskerfis, sem er í beinni andstöðu við vestrænan menningararf. En hvernig er hægt að hjálpa Gikkjum til að endur- heimta lýðræðið aftur? Ekki verður það gert með því að setja Grikkland í viðskipta- og ferðabann. Af slíku er fengin slæm reynsla, t. d. í Rhodesíu. Viðskipta- bannið á Rhodesíu hefur þjappað hinum hvítu íbúum landsins enn þéttar en áður um stjórnarstefnuna og tryggt henni brautargengi í landinu. Og svo er ekkert réttlæti í að láta almenning gjalda verka valdhafanna. Viðskiptabann er örugglega ekki rétta leiðin til að ná pólitískum markmiðum, hvcrki í Rhodesíu né í Grikk- landi. Ekki er heldur skynsamlegt að slíta stjórnmálasam- bandi við ríki, sem lenda í harmleik af því tagi, sem um er að ræða í Grikklandi. Það væri sannarlega dap- urlegt, ef íslendingar gerðu Sovétstjórninni hærra undir höfði en grísku herforingjastjórninni. Við meg- um ekki gleyma því, að ísland hefur stjórnmálasam- band og mikil viðskipti við Sovétríkin, þrátt fyrir inn- rásina í Tékkóslóvakíu. Flestir geta verið sammála um, að ekki sé í verka- hring íslenzkra stjórnvalda að blanda sér í grísk inn- anríkismál. En fulltrúar íslands geta á ýmsan hátt gefið til kynna afstöðu þjóðarinnar tii Grikklands- málsins. Af hverju er t. d. ekki vikið úr starfi þeim hershöfðingjum Atlantshafsbandalagsins, sem létu mynda sig með grísku valdránsmönnunum við her- æfingar á Krít? Vestrænar þjóðir mega ekki sýna grisku hershöfðingjunum neitt slíkt atlæti, og fulltrú- um íslands í NATO ber að fordæma þetta. Við eigum að stuðla að því innan NATO og annarra samtaka, sem Island og Grikkland taka þátt í, að grísku herfor- ingjamir finni, að allar lýðræðisþjóðir fordæmi fram- ferði þeirra. Stofnun Grikklandshreyfingar á íslandi er rétt spor til að minning lýðfrjáls Grikklands vaki áfram hér á landi og að allra skynsamlegra ráða sé beitt til að stuðla að endurreisn lýðræðis í Grikklandi. SPJALLAÐ UM IÐNÞRÓUNINA Ottó Schopka: AUKIN STÓRIÐJA TTm þessar mundir er Jóhann' Hafstein iönaðarmálaráö- herra staddur í Sviss og á þar viðræður viö svissneska aðila um áframhald uppbyggingar stór iðju hér á landi. Það er vissulega orðið timabært að hyggja aö framhaldi þeirra mála, því að undirbúningur framkvæmda tek- ur langan tíma, en efnahagsþró- un síðustu missera hefur fært okkur sönnur á — enn einu sinni — hversu viðsjált er að eiga af- komu sína að mestu undir ein- um atvinnuvegi. Á sínum tíma urðu miklar deilur um byggingu álbræðsl- unnar í Straumsvík, einkum þar sem ýmsir þóttust sjá I þvi fólgna verulega hættu að leyfa erlendum aðilum að hefja stór- atvinnurekstur hér á landi. Að vísu er enn engin reynsla fengin af því hvernig sambúð Islend- inga og Svisslendinga verður háttað, því aö álbræöslan er enn í byggingu. En svo tryggilega ætti þó að vera hægt að ganga frá samningum, aö engin hætta á að vera á því, að við vetöum hlunnfamir í þeim viöskiptum. Ennfremur má benda á, að ná- grannar okkar í Noregi telja sig hafa góða reynslu af því að láta erlend fyrirtæki reisa þar stór- iðjuver og nýta orku fallvatn- anna. Eitt af megineinkennum stór- iðjunnar er, aö hún þarfnast gíf- urlegrar stofnfjárfestingar. Þann ig er talið, að sjóefnaverksmiðja kunni að kosta um 2 milljarða kr. Til samanburðar má benda á, að á síðasta ári nam heildarfjárfest- ing í innlendum iðnaöi (aö meö- talinni álbræðslunni) um 820 millj. kr. en öll fjárfesting sam- tals næstum 8 milljörðum króna. Af þessu má ráða um hversu geysilegar upphæðir er að tefla og því ólíklegt, aö það verði á færi íslendinga einna að ráðast í slíkar framkvæmdir, a. m. k. fyrst um sinn. Annað atriði, sem miklu veld- ur um nauðsyn þess, að’leitað sé samstarfs við erlenda aðila um uppbyggingu stóriðju, er sam keppnisaðstaðan á markaðinum. Yfirleitt eru markaðir fyrir þýð- ingarmikil hráefni í höndum fárra stórra aðila, og nær óger- legt að ná þar fótfestu. Þess vegna er mikils virði að fá að- gang aö sölu- og dreifingarkerf- um stórfyrirtækjanna, sem geta tryggt sölu þess, sem framleitt verður. Viö hlið stóriðjunnar mun þró ast annar iðnaöur, bæði þjón- u?tuiðnaður og iðnaður, sem vinnur úr hráefnum stóriðjuver- anna. Þannig er nú verið að kanna möguleika á stofnun fyr- irtækis, er ynni úr áli og mundi verða í eigu íslendinga. Enn er það mál á athugunarstigi og því ógerlegt að spá um framvindu þess. En ef grundvöllur reynist vera fyrir starfrækslu slíks fyr- irtækis hér ætti að mynda al- menningshlutafélag um stofnun þess og rekstur. Hins vegar ætti ríkiö sjálft ekki að hafa afskipti af rekstri þess eða vera eigandi fyrirtækisins. Þeirri röksemd hef ur allt of lengi verið haldið á lofti, að ríkið væri eini aðilinn, sem getur staðið að stofnun meiri háttar fyrirtækja, vegna þess að engir einstaklingar eru þess fjárhagslega megnugir. Með því að safna saman framlögum fjölmargra einstaklinga er hægt að ná saman því fjármagni, sem nauösynlegt er, en þá verður líka að vera svo um hnútana búið, að eigendur fjármagnsins fái aö njóta afrakstursins af því, en ekki verði allt af þeim tekið meö óhóflegri skattlagningu. Vafalaust finnst mörgum ganga heldur seint um könnun nýrra iðnþróunarmöguleika, og vonandi eiga eftir að færast meiri hraði og aukin umsvif í þau mál á næstu árum, þegar sú staðreynd hefur hlotið al- menna viðurkenningu, að hin mikla aukning mannafla á næstu árum og áratugum mun f vax- andi mæli þurfa að leita sér starfa í iðnaðinum. Könnun nýrra möguleika krefst mikilla og tímafrekra rannsókna, sem kosta mikið fé, en það er hins vegar af mjög skornum skammti. Ennfremur ráða því ýmsar ástæð ur, að skortur hefur verið á sér- fræðingum til þess að gera þær rannsóknir, sem nauðsynlegar eru. Á þessu sviöi þarf nú þegar að gera stórátak. Það er ekki vansalaust, að af áætluðum rík- isútgjöldum, sem nema rúmlega 6100 millj. króna skuli aðeins 1 millj. kr. vera varið til athug- ana á auknum iönþróunarmögu- leikum. Alþingismenn verða að sýna þessum málum meiri skiln- ing en áður. Reynsla hinná iðn- væddu þjóða í Vestur-Evrópu og Ameríku sýnir, að sú fjárfesting, sem fólgin er í rannsóknum, skil ar sér margfaldlega aftur í bætt- um lífskjörum og auknum þjóð- arauð. Aldrei hefur verið brýnni' þörf fyrir íslendinga en nú að leggja í slíka fjárfestingu. Von- andi er, að á næsta Alþingi veröi ríkjandi meiri skilningur I þvf efni en áður.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.