Vísir - 13.09.1968, Blaðsíða 4

Vísir - 13.09.1968, Blaðsíða 4
y ''Ækp$ || l|f 1 1.4' í I' Jane Fanda ráðgerir barneignir Jane Fonda, sem nú stendur ái þrftugu, virðist ekki mjög gefin1 fyrir fyrirframgerðar áætlanir.| Meira að segja þótt hún labbi um- baðströndina í „tækifæriskjól.“( Samt virðist hún ætla að fara að| iðka áætlanagerð. Þegar hún vann að gerð kvikmyndarinnar „Bar-( barella“ undir stjórn húsbónda| síns, Roger Vadim, lýsti hún yf- ir: „Þegar þessu er lokið, ætla ég| að hætta að leika í kvikmyndum| og eignast bam.“ Ekki var myndai tökunni fyrr lokið, en Jáne sýndi/ svo að ekki varð um villzt, að| hún stóð viö heit sitt. Von er núi á baminu á hverri stundu. 1 Réftarhöld i Vestur-Þýzkalandi um skaðsemi thalidomide-lyfsins: ÞÚSUNDIR VANSKAPNINGA Talið er að Iyfið thalidomide hafi valdið dauða og hörmungum víða í Evrðpu. Blaðalesendur hafa kynnt sér fjölda frétta um af- leiðingar þess og séð myndir af vansköpuðum börnum. Víða er- lendis hafa seliendur iyfsins ver- ið ákærðir fyrir vítaverða van- rækslu eöa aurasýki, jafnvel glæpsamlegan tilgang. í Vestur- Þýzkalandi eru nú hafin réttar- höld í slíku máli. Lyfið kom aldrei á markaö í Bandaríkjunum, svo að fórnardýr þess þar munu innan við tuttugu. í Bretlandi eru um þúsund „thal- idomide-böm“. I Vestur-Þýzka- landi kynnti fyrirtækið Chemi Griinenthal GMBH lyfið fyrst sem róandi lyf og svefnlyf. Þar eru að minnsta kosti 3.184 van- sköpuð böm enn á lífi, og álíka mörg hafa látizt. Auk þess er talið, aö um 5.000 fullorðnir hafi hlotið varanlegt tjón af völdum lyfsins. Margir þeirra eru lam- aðir. Um þessar mundir sjö árum eftir ógæfuna, hefur málsókn verið hafin gegn fyrirtækinu Griinenthal. Lögfræðingar ríkisins höfðu tekið saman sönnunargögn, sem voru um 70 þúsund síður, og ákæruskjalið er 972 síður. Þar eru starfsmenn fyrirtækisins sak- aðir um persónulega vanrækslu, er hafi leitt til sölu ótryggs lyfs, sem hafi ekki verið reynt nægi- lega, áður en það kom á mark- að. Búizt er við, að réttarhöldin standi í að minnsta kosti tvö ár. Þau eru í tveimur megin þáttum. Bretinn Henry Cooper fékk um 600 þúsund krónur fyrir keppni við Cassius Clay, sem hlaut um tvær milljónir. Óprúttnir kaupmang- arar ráða mestu um heimsmeistarakeppni í hnefaleikum Fólk hefur yfirleitt gaman af hnefaleikum. Þótt leikarnir séu bannaðir með lögum hérlendis, sem ef til vill er ágæt ráðstöfun, hafa margir haft yndi af að horfa á þá í sjónvarpi og í kvikmvnda- húsum. Margir telja það kosti kvikmynda, ef einhverjir , eru hressilega lamdir! í hinum stóra heimi liggur þáð orð á, að glæpa- menn og kaupmangárar ráði mestu um það, hverjir leiöa sam- an hesta sína og jafnvel, hver úrslitin verða. Einn slíkur úr miðl arastétt, Bretinn Harry Levene, hefur nýlega sagt söguna um leik þeirra Henry Cooper og Classius -Clay, sem fór fram fyrir um tveimur árum. Levene er sjálfumglaður maður að eigin sögn. Eftir aö Cassius Clay vann heimsmeistaratitilinn þungavigt, fékk Levene þá snjöllu hugmynd að standa fyrir keppni milli Clay og brezks hnefaleik- ara. Hann vissi ekki, hvort fram- kvæmdastjóri Coopers hefði á- huga á málinu, svo að hann hringdi þegar £ stað til Arthurs nokkurs Graftons, lögfræðings, > sem var forsvarsmaöur hóps, tíu ríkra kaupsýslumanna í Louisville í Bandaríkjunum. Þessi hópur studdi viö bakið á Clay. Levene bauð um tiu milljónir króna, fengi hann að standa fyrir leikn- um. Það var auðvitað enginn smá- peningur í augum Levene, en þessi upphæð hafði engin teljandi áhrif á Grafton. Hann hafnaði boð inu. Þá gerðist það, að Cassius Clay keppti við Kanadameistar- ann George Chuvalo í Toronto. Clay vann við illan leik. Hann gat ekki slegið keppinaut sinn niður í fimmtán lotum. Levene endurtók tilboð sitt. Honum barst svarskeyti. Boð- inu var tekið feginsamlega. Graf- ton sagðist múndu þiggja þær þrettán milljónir, er Levene hafði boðið. í skeyti sínu hafði sá síðar- nefndi nefnilega misritað upphæö- iua, svo að hún varð hærri en ráð var fyrir gert. Levene sá samt ekki ástæðu til að leiðrétta þessa villu, úr þvt að hann fékk að sjá um leikinn. Keppnin fór fram hinn 21. maí 1966, og lyktaði henni með algerum sigri Clays. Cooper yfirgaf hringinn alblóðug- ur og bugaður. Fyrir leikinn hlaut Clay um tvær milljónir króna, og Cooper um 600 þúsund. Veru- legur hluti tekna hvarf hins vegar í vasa kaupmangaranna, svo sem venja er í þessum efnum. Gróði af heimsmeistarakeppni I hnefa- leikum er vafalaust mikill. Þeir aðilar, sem „standa þá bak við“ kappana, bera oftast mest úr být- um. Það er einkar athyglisvert, að ákvörðunin um það, hverjir keppa um titilinn hverju sinni, er tek- in af „bisnessmönnum", en þarf ekki að fara eftir hæfileikum kappanna. Ýmsar nefndir úr- skurða svo, hver sé heimsmeist- ari. Móðir með „thalidomide-barn“. I fýrsta lagi verður að sanna, að thalidomide hafi í raun og veru orsakað hörmungamar. Þá verö- ur einnig að sanna, að starfsmenn imir hafi vísvitandi verið skeyt- ingarlausir og ábyrgir gerða sinna. Við réttarhöldin, sem fara fram í Alsdorf við borgina Aach- en, var nú unnið að fyrsta þætti málsins. Hinir sjö ákærðu fylgdust með réttarhöldunum úr afmörkuðum: bás, e’n fjölmargir foreldrar thalidomide-barna sátu á áhorf- endabekk. Vansköpuð böm léku, sér 1 göngum salarins. Dr. Widuk- ind Lenz frá Hamborg hafði verið fyrstur til að bera brigður á lyf- ið og fá sölu þess bannaða. Hann sýndi réttinum litmyndir af börn- um, sem höfðu engar hendur eða fætur, ellegar aðeins útlimi, sem lfktust helzt selshreifum. Á sum- um myndunum, sem teknar voru við krufningu, sást hvemig hjarta eða önnur líffæri höfðu vanskap- azt og leitt til dauða. Dr. Lenz benti á, að lyfiö hefði sannan- lega valdið vansköpun hjá öpum. Verjendur töldu ósannað, að thalidomide skaðaði fólk. Lækn- irinn taldi ógerlegt að krefjast þess af læknavísindunum, að þau legðu fram sannanir með þeim hætti, er verjendur krefðust. Notk un thalidomide hefur farið yfir þau mörk, sem sett hafa verið um öryggi lyfja,“ sagði hann. Vonandi verður thalidomide- málið til þess að hefta hina hóf- lausu sölu alls kyns „lyfja", sem seld eru í ágóðaskyni, þótt þau séu ekki nægilega reynd. Á það einkum við um ýmis deyfilyf, sem mjög hafa verið í tízku að undan- fömu. Ófriðarblikur á lofti. Það er ekkl hægt að segja að það sé friðvænlegt í heimin- um, þvi víða er barizt og hvað eftir annað er efnt til uppþota I fjölda hinna svokölluðu menn- ingjarríkja. Þrátt fyrir alþjóö- lega samvinnu á mörgum svið- um, þá virðist hörmulega lítið hafa áunnizt. Eftir heimsstyrjöldina sfðari voru settar á stofn alþjóðlegar stofnanlr til baráttu gegn hungri og misrétti, því það tvennt var talið undirrót ófriðar í rikum mæli. En þrátt fyrir mikið starf þessara stóru stofnana og sí- auknar fjárveitingar til uppbygg i ingar og þróunar viða um heim, i virðist á stundum lítið hafa' ) áunnizt. Einmitt núna er álitið að hungur sé meira í heiminum en nokkru sinni áður. Annars staðar i heiminum verður verð- fall á matvælamörkuðunum vegna mikils framboðs. Þetta eru hörmulegar staðreyndir. Þegar þióðirnar risu upp úr rústum siðari heimsslyrjaldar- innar sögðu margir að þetta skyldi aldrei henda aftur. Þjóð- Imar skyldu byggja upp í sátt og samlyndi, og aldrei láta slíka ógæfu dynja yfir að nýju. En hvemig standa þau friðarheit í dag: Það er barizt í Víetnam, Nígeríu og heitt er í kolunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Und- ir sýöur í Grikklandi vegna und anfarandi byltinga og síðast en ekki sízt þeir hörmulegu atburð- ir sem nýlega áttu sér stað í Tékkóslóvakíu, sem vafalítið hefðu getað orðið að ægilegu og óviðráðanlegu ófriðarbáll. Kyn- þáttaóeirðir eru daglegt brauð i sjálfum Bandarikjunum og stutt er siðan stúdentaóeirðir urðu f Frakklandi, sem breiddust geig- vænlega út um allan heim. Mörgum hrýs ætiö hugur við fregnir af stúdentaóeirðum, þvi úr röðum stúdenta getur maður reiknað með framtíðarforystu hverrar þjóðar aö verulegu leyti. Beiting hnefaréttarins og hótan- ir gefa því síður en svo góð fyrirheit um friðvænlegri tíma í framtíöinni. Allar líkur eru því á, að framtíðin verði iafn blóð- ug og fortíðin. Þrátt fyrir að ekki er langt liðið frá ógnum heimsstyrjaldarinnar, þá virðist lítið hafa Iærzt. Þrátt fyrir allt- menningar-hjalið og hina alþjóð legu samvinnu til að bæta sam- búðina, virðist allt sitia við það sama í friðaráttina. Þrátt fyrir alla baráttuna gegn hungri í heiminum viröist fjöldi þeirra, sem líður skort og jafnvel hung- ur aldrei vera meiri en einmitt nú. Vafalaust rikir sama vonin um allan heim um að friður verði og friður haldist, en það er eins og við atburðarásina verði ekki ráöið. Þrándur i Götu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.