Vísir - 14.09.1968, Page 9

Vísir - 14.09.1968, Page 9
V í SIR . Laugardagur 14. september 1968. Skrifstofuhjónaband! Samstarf forstf^a og einkaritara: — segir hinn fullkomni einkaritari 1965, sem kennir hér á einkaritaranámskeiði ■ Einkaritarastörf hafa komið meir og meir inn í sviðsljósið síðustu árin og það alls staðar í heimihum. Það er breyting til batnaðar, — sagði frú Elín Hansen í viðtali v'ð Vísi, en hún er hingað komin til landsins til þess að annast kennslu á veg- um Stjórnunarfélags íslands á einkaritaranám- skeiði þess, sem fer fram nú eftir helgi. „Þótt menn fletti upp í oröa- bók og leiti þar uppi merkingu orðsins einkaritari, þá segir það, sem stendur þar, ekki allt um störf einkaritarans, en mönnum er nú smám saman aö verða ljós- ari þýðing hans fyrir fyrirtækið. Ég man eftir því, að sem barn komu einkaritarar mér fyrir sjónir, eins og einhverjar þýð- ingarlitlar persónur, sem á skrípamyndum sáust sitja á hnjám forstjóra sinna. Maður fékk á tilfinninguna, að einka ritarar væru miklu frekar tákn þeirrar stöðu, sem maöurinn gegndi hjá fyrirtækinu. Þegar frami manna yrði meiri og þpir hækkuðu í stöðu hjá fyrirtæki, þá fylgdi þeirri stöðu einkarit- ari — bara virðingartákn. Svona viðhorf hafa breytzt i dag!‘‘ Fáum er það ljósara, en frú Elinu Hansen, hvaða viðhorf menn hafa til einkaritara í dag. Hún byrjaði sem einkaritari hjá IBM-fyrirtækinu í Kaupmanna- höfn 1945, og hefur starfað þar síðan. Nú gegnir hún þýðingar- mikilli ábyrgðarstöðu hjá fvrir- tækinu og meðal annarra starfa skipuleggur hún öll námskeið, sem fyrirtækið heldur fyrir einkaritara sína. Þetta stóra firma heldur árlega ýmis nám- skeið fyrir starfsfólk sitt, sem skiptir hundruðum. Auk þess er hún fyrirlesari hjá „Akademiet for salg og reklame" í Kaup- mannahöfn, sem — eins og hún segir sjálf — „því miður er eini skólinn í Danmörku, sem býr fólk undir það að verða góðir einkaritarar.“ Aðrir skólar þar kenna aöeins undirstööufræði. Þetta er í annað sinniö, sem Elín Hansen kemur hingaö til lands, en í fyrra sinniö var það til þess að kynnast ættlandi móður sinnar. Móðir hennar er nefnilega alíslenzk, ættuð frá ísafirði, Margrét Bjarnadóttir að nafni. Er hún með í förinni í þetta sinn einnig. „Við höfum ekki aöeins nám- skeið fyrir einkaritarana hjá okk ur“, sagði Elín Hansen, „heldur höfum við einnig sérnámskeið fyrir yfirmennina, þar sem þeim er kynnt, hvernig þeir geta nýtt sér til fullnustu hæfni góös einkaritara. Það er nefnilega ætl azt til þess, að einkaritari starfi með stjórnanda sínum. Ekki að- eins fyrir hann.“ ,,Er góðum stjómendum það ekki meðfætt, hvemig þeir eiga að beita einkaritaranum?" „Nei, nei! Það eru margir, sem eiga í erfiðleikum með það og það jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því. Það þarf mikla umhyggju til að stjórnandi og einkaritari starfi sem ein heild, eins og ætlazt er til. Þau þurfa að sýna hvort öðru tillit' :emi og umhyggju, ef þau ætla að halda það út aö starfa saman kannski tíu klukku stundir hvem dag svo árum Konráð Adolfsson, framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags Is- lands. KONRÁÐ ADOLFSSON: „Góðir einkaritarar ekki á hverju strái44 — mikill áhugi fyrir fyrsta námskeiði einkaritara hér á landi HINN ÓMISSANDI EINKARITARI er persóna, sem við íslendingar þekkjum nánast bara af af- spum eða úr skáldsögum. Hún er næsta sjaldgæf hér heima. Það stafar af mörgu, en þó fyrst og fremst af því, að — GÓÐUR EINKARITARIER GULLIBETRI — eru sannindi, sem okkur hafa bara hreinlega ekki verið ljós. Sést það bezt á því, að hér- lendis hafa til þessa ekki ver- ir reknir neinir skólar, sem búa fólk undir það að gegna einka- ritarastörfum. Þessum störfum, sem erlendis eru talin ómissandi hverju fyrirtæki, sem einhvers mega sín. Þar til nú, að Stjórnunarfélag íslands ríður á vaðið og efnir til fyrsta námskeiðsins fyrir einkaritara, sem haldið hefur verið. Er mikill áhugi á þessu námskeiði?" spurði blaðamaður Vísis framkvæmdastjóra Stjórn- unarfélags íslands, Konráð Ad- olfson, um leið og hann skauzt inn úr dyrunum á skrifstofu hins síðarnefnda. Auglýsing í blöðunum hafði vakiö athygli blaðamannsins. „Já. Það verður ekki annað sagt, miðað við að þetta er ný mæli. Okkur hafa borizt all- margar umsóknir, bæði einka- ritara og stjórnenda.“ „Og stjórnenda?" „Já, við högum námskeiðinu þannig, að við höfum kvatt stjómendur og fulltrúa saman hingað fyrsta daginn og hefjum námskeiðið með því að kynna þeim, hvernig þeir geta hagnýtt sér sem bezt góðan einkaritara. „Það er ekki nóg, að einka- ritarar búi yfir þekkingu og hæfni, ef stjómendur kunna svo ekki að notfæra sér það til hlítar. Þess vegna eru í þessum hópi yfirleitt tveir frá sama aðilanum. Einkaritari og stjórn- andi hans. í nokkrum tilfellum eru það þó aðeins einkaritarar. Þaö er að segja, að nokkrar stúlkur hafa greinilega sótt um námskeiðið á eigin vegum og greiöa það úr eigin vasa, — sem sýnir áhugann. Reyndar höfum við orðið var ir við mikinn áhuga víðar — svona manna á milli — á þvi, að einkariturum yrði veitt einhver svona aðstoö og það hefur komið fram áhugi á því, að framhald yrði á þessu svo í skólum." Þörfin er nefnilega svo mik- il. Það er leitun að góðum einka riturum. Góöur einkaritari getur létt U svo mikið starf framkvæmda- ð stjórans, forstjórans, skrifstofu- | stjórans, eða hver svo sem | stjórnandinn er. Hún eða hann g geta tekið svo mikinn þunga | starfseminnar, sem hvílir á | stjórnandanum, eins og danski | kennarinn, Elín Hansen, mun | sýna á námskeiöinu. „Hvað hefur námskeiðið haft J langan aðdraganda? Hefur und- | irbúningur tekið langan tíma?“ „Þessari hugmvnd skaut upp i fyrir um það bil ári, en þá var ' frú Hansen stödd hér og þá var J það svona fært í tal við hana. Kvort hún mvndi vera fáanleg til þess að kenna á stuttu nám- skeiöi hjá okkur. Þegar hún tók j vel í það. var farið að hugsa um þetta í alvöru og síðan hefur J verið unnið að undirbúningi. Ekki óslitið allan tímann, held j ur stund og. stund, þegar tími l gafst ti) frá öðrum önnum. Við höfum viðað að okkur ýmsum leiðbeiningarpésum, sem fialla um störf og stöðu einka ritara, og þeim verður útbýtt á námskeiðihu, en annars byggist námskeiðið mest upp á fyrir- lestrum frú Hansen og umræð- um sem kunna að spinnast út frá þeim.“ i skiptir. Þetta er svo mikil sam- vera, enda kalla ég þetta sam- band „skrifstófuhjónaband." „Hafið þér einhverjar sérstak ar ráðleggingar á reiðu um það, hvernig þessir tveir aðilar eigi að haga sér í starfinu, til þess að samstarfið gangi sem bezt?“ „Það er engin sérstök formúla til yfir það, því engar tvær manneskjur eru eins. Grund- völlurinn að fullkominni sam- vinnu hlýtur þó að byggjast á áhuga, samúð, trúnaði og gagn kvæmri virðingu, og ég mun drepa á það á námskeiðinu." Á dagskrá námskeiðsins má sjá, að víða mun verða komið við sögu varðandi starf og hlut- verk einkaritara í fyrirtæki. Þar verður meðal annars til umræðu samband einkaritarans við fyrir tækið, við annaö starfsfólk, við almenning, og við framkvæmda- stjórann. Hæfileikar einkaritar- ans og svo ýmsir aðrir þættir starfsins. Hluti af kennslunni á einnig að fara fram á þann hátt, að lagðar verða fyrir þátttakend- uma ýmsar æfingar, sem kenna þeim, hvemig þeir eiga að bregðast við í einstökum tilfell- um. „Einkaritarar geta lent í alls konar aðstööu, þar sem þeir þurfa að spjara sig á eigin spýt- ur og hafa þá engan til þess að styðjast við. Forstjórinn kemur kannski til einkaritarans einn daginn og segist þurfa að fara samdægurs af landi brott og verða burtu í nokkra daga, en á meðan verði einkaritarinn aö annast um það, sem er aðkallandi og ekki hefur unnizt tími til þess að ganga frá. Síðan er forstjórinn rokinn burt, en eftir stendur einkaritar inn og verður að geta brugöizt viö á fullnægjandi hátt, ef hann er góður einkaritari. Góður einkaritari getur létt svo miklum þunga af heröum tn ofða.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.