Vísir - 14.09.1968, Blaðsíða 12
72
V1S IR . Laugardagur 14. september 1968.
SiGHVATUR EINARSSON&CO
SÍMI 24133 SKIPHOLT 15
MeS ðRAUKMANN hitastilli á
hverjum ofni getið þér sjálf ákveð-
ið hitastig hvers herbergis —
BRAUKMANN sjálfvirkan hitastiili
er hægt að setja beint á ofninn
eða hvar sem er á vegg i 2ja m.
tjarlægS frá ofni
SpariS hitakostnaS og aukið vel-
líSan yðar
BRAUKMANN er sérstaklega hent-
ugur á hitaveitusvæði
Þeir hafa lokað okkur af. Ef til vill
.... ekki.
ú
SnúSu við Burna. Við erum frjáls. Nei
Benkó er nógu fljótur til þess að ná okk-
ur
turn us
AROUND,
SUK-NA-I
! 5NOUGH TO I
V CATCH j
> TH/S ONEI !
Laura sá að Winifred gerðist tals-
vert ölvuð. Um leið fann hún, að
samúðin, sem hún hafði fengiö meö
henni, var horfin út í veður og
vind. „Ég býst við aö ég geti sofn-
aö hvað úr hverju,“ sagöi hún og
setti glasið á náttborðiö.
„Fyrirgefið, að ég hef þreytt yð-
ur,“ mælti Winifred. „Ég veit að
ég hefði átt að biðja yöur um eig-
inhandaráritun, eöa hrósa leik yð-
ar í einhverri kvikmynd. Þaö er
bara þetta, að ég hef ekki séð neina
af þeim myndum, sem þér leikið í.
Finnst yöur þaö ekki hræðilegt?"
„Ónei, ekki finnst mér það.“ Hún
reis á fætur og henni virtist nóttin
endalaust eins og dagurinn, undan-
fari hennar. Hún var á reki um úthöf
tfmans, þar sem öldurnar risu og
soguðust aftur niður í djúpin, án
þess nokkur fengi ráðið eða skýrt
leyndardóm þeirra Hún þoldi ekki
iengur við inni í þessum herbergis-
klefa, gat ekki afborið að vera í
nálægð við þessa undarlegu stúlku.
„Ég ætla þá að bjóða góða nótt,"
sagði hún og fór út.
Þegar hún kom inn í sitt eigið
herbergi, var þar ýmist bjart af
tunglsljósi eða myrkt af skýjum,
sem norðvestan-stormurinn hrakti á
undan sér. Brimsjóimir risu og
hnigu með þungum andvörpum, og
þegar hún gekk út að glugganum,
sá hún að enn logaöi ljós í kofa
Christians. Það varð allt í einu skær
ara og meira, á meöan hún horföi
þangað. Dyrnar höföu verið opnaö-
ar. Maður nokkur kom fram úr
skugga hinna dvergvöxnu trjáa og
gekk niður stíginn. Það var Rodney
Kahler. Hún fylgdist með ferðum
hans, þangað til hann hvarf inn
fyrir dymar á sínum eigin kofa.
Þá gekk hún að náttborðinu, tók
inn tvær svefntöflur, lagðist upp f
rúmiö og fylgdist með leik tungls-
ljóssins og skýjaskugganna á loft-
inu uppi yfir. Hugsaöi sem svo, að
hið sama mundu margir gestir í
þessu herbergi hafa gert um nætur
á undan henni — þau Christian og
kona hans, til dæmis.
TÍUNDI KAFLl.
Það var komið fram undir hádegi,
þegar hún vaknaði og það kostaði
hana nokkra áreynslu að komast
að þeirri niöurstöðu, aö það mundi
vera laugardagur. Það var eitthvert
ferðafólk frammi á bjargbrúninni
og maður nokkur var að taka ljós-
myndir af rifinu. Það var glaðasól-
skin, stinningskaldi á norðvestan
; og brim við klettana.
Fangavörðurinn hennar, Firmin,
stikaði fram og aftur um anddyrið
og beið eftir henni, þegar hún kom
ofan stigann. Þegar þau komu inn
í borðsalinn, gat aö líta þar ný and-
lit, fólk sem kom þar við til að
snæöa hádegisverð í helgarferð, og
Gail sat aö borðum með Rodney
Kahler. Hún kvaðst vera ómeidd,
aðeins þessi kúla á hnakkanum og
eymsl í bakinu, en hvergi um brot
að ræða.
„Hvernig stóð á gangkerrunni
þarna?“ spurði Laura. „Komust
þeir að nokkurri niöurstöðu um
það?“
Rodney Kahler, £sem hafði risið
úr sæti þegar hún kom að borðinu
til þeirra, varð fyrir svörum. ,,Nei“,
sagði hann, „þeir komust ekki að
neinni niðurstöðu um það.“
Augu Gail Kerr voru skær og
köld. „Ætliö þér aö dveljast hérna
yfir helgina?" spurði hún.
,,Já“, svaraði Laura.
„Og síðan verður lagt út f aöra
orrustu?" Gail Kerr kinkaði kolli
f áttina til Firmins, sem var setztur
við borö rétt hjá þeim. „Honum er
mikið í mun að fá yður til þess, er
ekki svo? Þér megið trúa mér, að
yður líður mun betur, þegar út í
þaö er komið.“
„Mér líður prýðilega eins og er.“
Rétt áður en hún og Firmin luku
hádegisverðinum, kom kona nokkur
úr eldhúsinu inn f borðsalinn. Hún
hafði svart hár, sem nokkuö var
tekið aö grána, bundið í hnút í
hnakkanum. Hún var klædd hvít-
um matreiösluslopp, og þótt hún
virtist vera komin af léttasta skeiði,
var hún mjög vel vaxin, og tinnu-
dökk augun voru snör og kvik.
Frænka Winifred, hertogaýnjan af
Dubois, sat ein við borð og konan
gekk til hennar. Laura heyrði að
þær voru að ræða undirbúninginn
að vorhátíðinni.
„Ramona“. mælti hertogaynjan,
„ég hef samiö matseðil fyrir hátíö-
ina, að sjálfsögðu með leyfi og sam-
þykki hr. Bean, og hér fáið þér
afrit. Við verðum að fá geit, ekki
lamb, og geitin verður steikt á
teini. Vínið fæ ég frá San Fran-
cisco, grískt vín. Haldið þér að
yður megi takast aö útvega geit-
ina?“
„Ég reyni það, hertogaynja.
Geitarkjöt, eigið þér við“, svaraði
konan á matreiöslusloppnum.
„Geit ... í heilu lagi.“
„Allt í lagi“.
Firmin klappaði Ramónu á bak-
ið. „Þér sjáiö um matreiðsluna
hérna?“ spurði hann.
„Já, herra minn“.
„Hvað heitið þér?“
' „Ramóna“
„Mig langar til að hrósa yður
fyrir eggjahræruna", sagöi hann.
„Hún er eins og bezt verður á
kosiö. í rauninni er ég mjög neyzlu-
grannur. í kvöld til dæmis, ætla
ég einungis að biðja um reyktan
lax og hveitisnúða ...“
„Því miður eigum við ekki hveiti-
snúða, herra minn“.
„Þá heilhveitibrauð, þá ... ristað
heilhveitibrauð með reyktum laxi
og te. Og dálítiö af rækjusalati."
„Já, herra minn“. Ramónu varð
litið til Lauru. „Er það nokkuö
sérstakt, sem yður langar í til
kvöldveröar?“
„Nei, þakka yöur fyrir“, svaraöi
Laura. Hún minntist þess nú, að
Gail Kerr haföi sagt að Ramóna
væri fyrrverandi eiturnautnasjúkl-
FRAMLEIÐENDUR:
TIELSA, VESTUR-ÞÝZK
GÆÐAVARA OG
JÓN PÉTURSSON
HÚSGAGNA'
FRAMLEIÐANDI
lalaHBlalalalaBBIsísIalalsHíaSlálaía
Ieldhús- |
I Biip'
01 T
Ql g [Ej g g lai [s g la la Ia la la ia
JfcKAUPIÐ Á FÖSTU VERÐI
% STAÐLAÐAR
ELDHÚSINNRÉTTINGAR
ERU ÓDÝRARI, FALLEGRI
OG ÖLL TÆKI FYLGJA
% HAGKVÆMIR
GREIÐSLUSKILMÁLAR
ODDUR HF
UMBOÐS-
OG HEILDVERZLUN
KIRKJUHVOLI
SÍMI 21718 og 42137
FULLKOM1Ð SÝNINGARELDHÚS í KIRKJUHVOtl
ingur. „Eg er ekki viss um að ég
verði hérna í kvöld“.
Firmin starði á hana stórum aug-
um, þegar matreiðslukonan hvarf
á brott. „Hvert ætlarðu?“
„Ég :t það ekki, Gene“.
„Hvíldu þig, vina. Hvað er það
héma, sem þér fellur ekki... nema
ekki neitt?“
„Ég get ekki hvílzt, á meðan þú
ert stöðugt að reyna að þvinga
mig . .“
„Ég hef ekki minnzt á neitt sHkt
í dag“.
„Nei, en þú ert með þennan
samning upp á vasann, ekki satt?“
„Ég er lfka listamaður, hvort sem
þú trúir því eða ekki“ sagði Firm-
in. „En ég verð lika að vera kaup-
sýslumaður, svo öörum listamönn-
um gefist færi á að starfa. Ég
verð jafnvel að reyna að fá þig til
starfa gegn vilja þínum, vegna þess
að ég veit að það er sjálfri þér fyrir
beztu“.
Hún spratt á fætur og lagði
pentudúkinn á borðið. „Þessar
orðræður eru þýðingarlausar",
sagði hún.
Hún mætti Christian, sem var að
koma inn, þegar hún kom fram f
anddyrið. Vindurinn hafði ýft hár
hans, og hann strauk það aftur
með hendinni, þegar hann sá Lauru.
Þaö var maöur í fylgd með honum,
hár vexti og grannur, eilítið lotinn
í hetöum, og þótt hann væri enn
tiltölulega ungur að árum að því
er virtist, var hann bersköllóttur.
RóSið
hitaiwm
sjólf
með ...
REIKNINGAR
LÁTIÐ OKKUR INNHEIMTA...
£>crð sparar yður t'ima og óþægindi
!NNHE IMT USKRIFSTOFAN
Tjarnargötu 10 — 111 hæð —Vonarstrætismegin — Simi 13175 (3linur)