Vísir - 07.10.1968, Side 9
9
VÍSIR . Mánudagur 7. október 1968.
UNDIR BÁTSFLÖKUM OG í KOFA-
SKRIFLUM HÍRAST ÞEIR
/ frostum miskunnar lögreglan sig yfir þá og fangelsar jbó
□ Nú, þegar kuldar sækja að og veður gerast vá-
lynd, harðnar í búi hjá smáfuglunum. Ekki bara
þeim smáfuglum, sem á sólskinsdögum sitja í trjám
og syngja, heldur einnig hinum smáfuglunum,
mönnunum, sem lent hafa utangarðs í þjóðfélaginu
og hvergi eiga hofði sínu að að halla.
□ Slíkir smáfuglar eru nefnilega líka til þó að
flestum hætti til að gleyma þeim, enda ber líka lítið
á þeim. Menn þurfa þó ekki annað en skyggnast
inn í kofahreysi, undir bátsflök í fjörum eða um
borð í yfirgefin skip, til þess að koma auga á þá.
Úr lúkarnum á b.v. Síríusi, þar sem smáfuglamir gera sér oft
hreiður. Ólýsanlegur þefur mætti vitum ijósmyndarans, þeg-
ar hann tók þessa mynd.
Hvarvetna þar sem hægt er að
finna eitthvað skjól fyrir vindi
og regni, en er þó ekki burð-
ugra en svo, að venjulegur borg
ari lítur ekki við því, má sjá
þessa smáfugla. Hins vegar kýs
fjöldinn að sjá þá ekki.
Þá sjaldan þessum smáfuglum
bregður fyrir á almannafæri,
snúa vegfarendur sér helzt und-
an og láta eins og þeir sjái þá
ekki.
„Þetta er bara róni.“
Með þeim hugsunum varpa
menn gjaman frá sér þeirri ó-
notatilfinningu, sem ósjálfrátt
leitar að þeim, þegar þeir mæta
einhverjum slíkum smáfugli. En
þessir smáfuglar eru alltaf fyrir
hendi og gera annað slagið vart
við tilveru sína, þótt þeir að öðru
jöfnu láti sem minnst á sér bera
Þegar gaddurinn nístir í
gegnum fatadruslumar þeirra og
vindurinn nauöar svo í gegnum
hreysið, sem þeir hafa valiö sér,
að þeim er þar ekki lengur
vært, koma þeir fram í dags-
Ijósið og leita þá þangað, sem
þeir eiga sér hlýju von. En þeir
stacnr eru ekki margir, sem
þessar sálir eru ekki útskúfaðar
frá!
Fangageymslur lögreglunnar
eru undir slíkum kringumstæð-
um stundum eina skjólið.
„Já, það kemur fyrir á köld-
um vetrardögum, að þeir hóp-
ast hingað til okkar,“ sagði
Bjarki Elíasson, yfirlögreglu-
þjónn, þegar ég innti hann eftir
þessu á skrifstofu hans fyrir
stuttu. „Þeir leita í hlýjuna, því
að öðrum kosti er þeim jafnvel
bani búinn í frostinu. Þá setjast
þeir hér á bekki á biðstofum,
bæði hér á lögreglustöðinni og
annars staðar.
Nú, þar er eðlilega amazt við
þeim. Fólki, sem hefur viðskipti
við stofnunina, fellur eðlilega
ekki í geð að hafa þá sitjandi
við hliðina á sér í biðstofunum.
Þeir eru ekki beinlínis fyrir aug-
að og sumir lykta af óþrifnaði,
svo að fólki er það ekki láandi.
En þá höfum við engin önnur
úrræði, en setja þá í fanga-
geymslurnar.
Það væri ómannúðlegt aö
setja þá út í gaddinn aftur og
við höfum ekki í önnur hús að
venda, en fangaklefana í Síðu-
múla. Það eru þó aðeins 18 ein-
menningsklefar, sem löggæzl-
unni er fullþörf á til annarra
nota. Einkum um helgar, þegar
taka þarf úr umferð fjölda
manns vegna ölvunar.
Á síðasta ári gistu svo margir
þessa 18 klefa, að það lætur
nærri, að þar hafi verið 20 gist-
ingar á sólarhring."
„Hvaö heldurðu, Bjarki, að
þetta séu margir einstaklingar,
sem svona er ástatt fyrir?“
„Þeir eru einhvers staðar á
milli 70 og 80, sem eru hér ein-
hvers staðar á höfuðborgarsvæð-
inu. í gömlum yfirgefnum skip-
um, í kofaræksnum. Stundum
hírast þeir í kjöllurum húsa, þar
sem þeir njóta kunningsskapar
við húsráðendur. Þar fá þeir
kannski að hírast í miðstöðvar-
herberginu eina og eina frost-
nótt. Flestir eru þeir þó þar, sem
þeir finna sér skjól.
Þessir menn eru þó ekki allir
ættaðir héðan úr Reykjavík, þótt
þeir haldi sig á þessu svæði.
Hingaö sækja þessar sálir utan
af landi, því að í fámenninu ber
meira á þeim og þeirra tilvera
er ekki liðin þar.“
„Fyrst þeir eru allir drykkju-
menn, þessir einstaklingar, er
þá ekki rúm fyrir þá á þeim
hælum, sem rekin eru fyrir
slíka?“
„Það hefur nú fallið í minn
hlut og Guðmundar Jóhannsson-
ar félagsráðunautar síðustu ár-
in, þégar sá tími hefur komið,
aö búast mátti við frostum og
vondum veðrum, aö reyna aö
koma þessum mönnum á H—li.
Sá tími er einmitt runninn upp
núna, því að við erum að hugsa
fyrir því strax, áöur en við
stöndum uppi hérna í hreinustu
vandræðum með hóp af þeim,
sem við gætum kannski hvergi
komið fyrir, þegar fangageymsl-
umar em fullar fyrir.
Eitt sinn sátum viö Guðmund-
ur uppi rr J 33 þeirra, sem við
þurftum að ráðstafa.
En það er ekki rúm fyrir þá
alla í Víðinesi eða í Gunnars-
holti eða Kvíabryggju. Það eru
aðrir fyrir. Einhverjir, sem svip-
að er ástatt fyrir, eða þá ein-
hverjir, sem eiga þó heimili eða
aðstandendur.
1 þetta sinn, þegar við þurft-
um að ráðstafa þessum 33, þá
tókst smám saman að koma
þeim inn á þessa staði, þegar
þar losnaði um og við gátum
sent einn og einn í einu þangað.
En þetta er ein hringrás, þar
sem brátt rekur að því, að aðrir
þurfa að komast þar að og þessir
verða að víkja.
Það liggur við, að þessir ein-
staklingar skiptist í helminga,
þar sem annar helmingurinn er
inni, en hinn helmingurinn úti
á meðan. Þegar einn fer inn,
verður annar aö fara út.
Þannig gengur það hjá okkur.
Svo er því líka þannig varið
meö suma þessa einstaklinga, að
þeir hafa kannski verið áður á
þessum hælum og vegna skap-
gerðargalla þeirra, sem komu í
ljós í vistinni þar, er þeim síðan
úthýst þar. Þangað fá þeir ekki
að stíga fæti inn aftur.“
„Svo aftur og aftur, æ ofan i
æ, þurfið þið að hafa afskipti
af sömu mönnunum?"
„Já, aftur og aftur. Ár eftir ár.
Ekki bara þessa menn, heldur
á það einnig við um flesta
drykkjumennina. Þetta eru yfir-
leitt sömu mennirnir, sem við
erum að hiröa upp ölvaða af
götunni. Yfirleitt alltaf sömu
mennirnir, sem við ökum til
heimila sinna og afhendum
heimilisfólki, eftir að hafa fjar-
lægt þá þaðan, sem þeir hafa
valdið ónæði eða verið til ó-
þæginda.
Marga þeirra þurfa piltarnir
ekki að hafa fyrir því að spyrja
að nafni eða heimilisfangi. Þeir
eru orðnir svo kunnugir þeim.“
„Er það mikill hluti starfs
lögreglunnar, sem skapast
vegna ölvunar og drykkjuskap-
ar?“
„Langmestur hluti lögreglu-
starfsins er vegna drykkjuskap-
ar, beint eöa óbeint. Ýmist
vegna brota á áfengislögunum
sjálfum, eða vegna þess að flest
afbrot eru framin í ölæði, eða
sem afleiðing af áfengisneyzlu.
— Það heyrir til undantekninga,
ef meiri háttar afbrot, innbrot
og þjófnaðir, líkamsárásir og
því um líkt, eru framin af alls-
gáðum mönnum.
Svo höfum við mikinn eril af
drykkjumönnum á annan hátt.
Þeirra er saknað að heiman og
við beönir að leita þeirra og
annað slíkt. Það kemur t. d. fyr-
ir, að drykkjumenn, sem mikinn
hluta ársins geta kannski haldið
sér frá áfengi og stundað sína
atvinnu, en liggja svo í drykkju-
skap langtímum saman, ef þeir
bragða það ... Það kemur fyrir,
að þeir hringja til okkar, þegar
þeir hafa drukkið langan tíma
og finna sjálfir, að þeir geta
hreinlega ekki hætt. Þeir biðja
okkur að senda kannski mann
Bjarki Elíasson.
heim til sín tii þess að vakta
sig einn eöa tvo sólarhringa.
Þetta gerum við stundum. Tök-
um frá þeim vínið og gætum
þeirra svo hverja stund, meðan
það versta líður hjá. Þess eru
dæmi, að til okkar er leitað í
svona tilfellum.“
„Geta slíkir ekki leitað til
deildarinnar á Kleppi, sem er
fyrir áfengissjúklinga, eöa þá
Flókadeildarinnar? Þurfið þið
endilega að koma þama til?“
„Það er oft og tíöum þannig
varið, aö þessir, sem svona er
ástatt fyrir, fást ekki til þess
að fara þangað, eða þá, að þar
er yfirfullt og þeim verður ekki
með nokkru móti komiö þangað
inn.
Enda sýnir líka reynslan, að
þaö virðist til lítilla bóta, að
senda þá fyrst til handleiðslu
læknis og síðan á hæli til nokk-
urra mánaða vistar, Þeir koma
kannskj þaöan hálflæknaðir
hingað til borgarinnar, en geta
svo ekki haldið sér hér í bæn-
um frá áfengi nema einhvern
stuttan tima, þrátt fvrir kannski
góðan ásetnin cg vilja.
Þá vantar leiðsögn og fyrir-
greiðslu eftir að hælisvistinni
lýkur. Félagsskapurinn VERND
leitast að vísu við að aðstoða
þessa menn og rekur hér
heimili fyrir heimilislausa, sem
koma af hæli og eru að reyna
að byrja á nýjan leik. En það er
lítiö og þröngt og tekur fáa.“
„Hvað gerið þið þá við smá-
fuglana, ef þið komið þeim
hvergi inn?“
„Þá getum við ekkert gert
annað en bara setið og beöiö
eftir því. aö einhvers staðar
losni um, svo þeir komist að.“
G. P.
Tóm sprittglös, tómar áfengisflöskur, hálfur brauðhleifur úti
kynna, að einhverjir hafa verið á ferli um borð f b.v. Síríusi,
þegar hann iagði leið sína þangað um hábjart an dag.
í horni og fleira rusl gefa til
en engan hitti ljósmyndarinn,