Vísir - 07.10.1968, Side 13

Vísir - 07.10.1968, Side 13
V í SIR . Mánudagur 7. október 1968. 13 Laxness — f§—>- 8. síðu. tekizt að finna púðrið í henni, en það er dálítið ankanalegt að gera sér leik að þvi að rang túlka tvær setningar eftir Schopenhauer og Nietzsche (sá fyrmefndi er kallaður skugga- svemn, einn af jesúsum Þýzkn- lands, og sá siöari Ketill skræk- ur, skósvein hans). Hvemig lagt er út af þessum setningum er al- gert rugl, og virðist vera svo- lítið vanhugsað, eins og raunar fleira f sfðari hluta bókarinnar. Sennilega er ekki stætt á því, að bera Halldóri Laxness flaust ursleg vinnubrögð á brýn, en allavega hefði vel mátt yfirfara síðari hlutann svo sem einu sinni enn. Það athyglisverðasta við þessa bók er, að með henni sýn ir Laxness, að hann býr yfir þeirri náðargáfu sniliingsins að vera síungur. Hann lætur sér ekki nægja að fylgjast með tím- anurn, heldur verður hann að vera f broddi fylkingar. „Kristnihald undir Jökli“ er verk meistara, en kannski ekki meistaraverk. En það er hverj- um manni hoilt að fara á smá- vegis kennderí f þessari nýju bók Halldórs Laxness. Þráinn. Vinsælastir —- M-+ 3. síðu. Úti á landi vom auk þessa tilnefnd Sonja Haraldsen, sem nú er gift Haraldi krónprinsi Norðmanna, og bandariski grín- leikarinn Jerry Lewis. Að sjálfsögðu segir það sína sögu, hverjir eru oftast nefndir f þessari skoðanakönnun, en það er lfka merkiiegt að velta þvf fyrir sér, hverjir af frægum mönnum em ekki nefndir og og hvers vegna. Fólk, sem fréttir snúast mikið um, er að sjálf- aögðu líklegra til að vera nefnt á nafn, heldur en þeir, sem minna fer fyrir. Þvf er það all athyglisvert t.d. að enginn hinna þriggja frambjóðenda til for- setaembættis í Bandaríkjunum skuli komast á blað. Aftur á móti er McCarthy nefndur, en honum mistókst sem kunnugt er tilraun sfn til að verða fyrir val- inu, sem forsetaefni. Enginn sovézkra ráðamanna er nefndur á nafn, og enginn er- lendur kommúnistaleiðtogi yfir- leitt, nema Ieiðtogar tékknesku þjóðarinnar. Erlendir rithöfund- ar, listamenn eða vísindamenn em ekk' nefndir, og þeir sem atkvæði hljóta era frá eftir- töldum löndum: Tékkóslóvakiu, Bandaríkjunum, Frakklandi, Burma, Vestur-Þýzkalandi, Dan- mörku, Noregi og Englandi. Eflaust eiga margir fleiri menn innlendir og erlendir, heita aðdáendur. og eflaust eiga einhverjir þeirra sem nefndir eru eftir að sjá á bak vinsældum sín- um — en svona er vinsældalist- inn á Islandi á ofanverðu því herrans ári 1968. Hagkvæmt er heimanám Bréfaskóli SÍS og ASl annast kennslu í 39 námsgreinum nú þegar, en nokkrar nýjar námsgreinar eru í undirbúningi. Eftirfarandi gi-einargerð ber fjölbreytninni vitni. I. ATVINNULÍFIÐ 1. Landbúnaöur. Búvélar. 6 bréf. Kennari Gunnar Gunnarsson, búfræðikand. Námsgjald kr. 500,00. Búrelkningar. 7 bréf og eyðublöð. Eru nú í endursamningu. Kennari verður Ketill Hannesson, ráðunautur. Búnféi. Isl. 2. Sjávarútvegur. Siglingafræði. 4 bréf. Kennari Jónas Sigurðsson, skóiastjöri Stýrimannaskólans. Námsgjald kr. 650,00. Mótorfræði I. 6 bréf. Um bensínvélar. Kennari Andrés Guðjónsson, tæknifræðingur. Námsgjald kr. 650,00. Mótorfræði II. 6 bré.. Um dieselvélar. Sami kennari. Náms- gjald kr. 650,00. 3. Viðskipti og verzlun. Bókfærsla I. 7 bréf. Kennari Þorleifur Þórðarson forstjóri F. R. Fræðslubækur og eyðublöð fylgja. Námsgj. kr. 650.00 Bókfærsla II. 6 bréf. Sami kennari. Færslubækur og eyðu- blöð fylgja. Námsgjald kr. 650,00. Auglýsingateikning. 4 bréf ásamt nauðsynlegum áhöldum. Kennari Hörður Haraldsson, viðskiptafræðingur. Náms- gjald 300,00. Skipulag og starfshættir samvinnufélaga. 5 bréf. Kennari er Eiríkur Pálsson, lögfræðingur. Námsgjald kr. 200,00. Almenn búðarstörf. Kennslubók ásamt 5 leiðbeininga- og spurningabréfum. Kennari Höskuldur G. Karlsson sam- vinnuskólakennari. Námsgjald kr. 400,00. Kjörbúðin. 4 bréf. Kennari Húnbogi Þorsteinsson sveitar- stjóri. Námsgjald kr. 300,00. Betri verzlunarstjórn I. 7 bréf. Kennari Húnbogi Þorsteins- son sveitarstjóri. Námsgjald kr. 600,00. Eyðublöð fylgja. II. ERLEND MÁL Danska *. 5 bróf og Litla dönskubókin. Kennari Ágúst Sig- urðsson, skólastjóri. Námsgjald kr. 500,00. Danska II. 8 bréf og Kennslubók í dönsku I. Sami kennari. Námsgjald kr. 600,00. Danska III. 7 bréf og Kennslubók í dönsku III., lesbók, orðabók og stílahefti. Sami kennari. Námsgjald 700,00. Enska I. 7 bréf og ensk lesbók. Kennari Eysteinn Sigurðs- son cand. mag. Námsgjald kr. 650,00. Enska II. 7 bréf, ensk lesbók, orðabók og málfræði I. og II. Sami kennari. Nimsgjald kr. 650,00. Ensk verziunarbréf. 8 bréf og fleiri væntanleg. Kennari Snorri Þorsteinsson yfirkennari. Námsgjald kr. 700,00. Þýzka. 5 bréf. Kennari Ingvar G. Brynjólfsson, yfirkennari. Námsgjald kr. 650,00. Franska. 10 bréf. Kennari Magnús G. Jónsson dósent. Námsgjald kr. 700,00. Spænska. lO.bréf og spænskt sagnahefti. Kennari Magnús G. Jónsson, dósent. Námsgjald kr. 700,00. Esperanto. 8 bréf, lesbók og framburðarhefti. Kennari Ól- afur S. Magnússon. Námsgjald kr. 400,00. Orðabækur fyrir- liggjandi. Framburðarkennsla er gegnum ríkisútvarpið í öllum erlendu málunum yfir vetrarmánuðina. ni. ALMENN FRÆÐI íslenzk málfræði. 6 bréf og kennslubók H. H. Kennari Heimir Pálsson, stud. mag. Námsgjald kr. 650,00. íslenzk réttritun. 6 bréf. Kennari Sveinbjörn Sigurjónsson, skólastjóri. Namsgjald kr. 650,00. íslenzk ' ragf-æði. 3 bréf og kennslubók. Kennari Svein- björn Sigurjónsson, skólastjóri. Námgjald kr. 350,00. Reikningur. 10 bréf. Kennari Þorleifur ÞÖrðarson, forstjóri F.R. Námsgjald kr. 700,00. Má skiþta í tvö námskeið. Algebra. 5 bréf. Kennari Þóroddur Oddsson, yfirkennari. Námsgjald kr. 550,00. Eðlisfræði. 6 bréf og kennslubók J. Á. B. Kennari Sigurður Ingimundarson efnafræðingur. Námsgjald kr. 500,00. Starfsfræðsla. Bókin „Starfsval" ásamt eyðublöðum. Ólaf- ur Gunnarsson sérfræðingur svarar spumingum og gefur leiðbeiningar um stöðuval. IV. FÉLAGSFRÆÐI Saga samvinnuhreyfingarinnar. 8 bréf og þrjár fræðslu- bækur. Kennari Guðmundur Sveinsson, Samvinnuskóla- stjóri Námsgjald kr. 500,00. Fundarstjóm og fundarreglur. 3 bréf. Kennari Eirikur Pálsson lögfræðingur. Námsgjald kr. 400,00. Bókhald verkalýðsfélaga. 4 bréf ásamt nauðsynl. fræðslu- bókum og eyðublöðum. Kennari Guðmundur Ágústsson A.S.Í. Námsgjald kr. 300.00. Hagræðing og vinnurannsóknir. 5 bréf. Samningu og kennslu annast Hagræðingardéild A.S.I. Námsgj. kr. 400.00 Nýtt námskeið. Staða kvenna í heimili og þjóðfélagi. 4 bréf Kennari Sigrið- ur Thorlacius, ritstjóri. Námsgjald kr. 400.00 Nýtt nám- skeið. Sálar- og uppeldisfræði. 4 bréf. Kennari Valborg Sigurðar- dóttir, skólastjóri. Námsgjald kr. 400.00. Áfengismái I. 3 bréf um áfengismál frá fræðilegu sjónar- miði. Kennari Baldur Johnsen læknir. Námsgjald kr. 200.00. V. TÓMSTUNDASTÖRF. Skák I. 5 bréf. Kennari Sveinn Kristinsson, skákmeistari. Námsgjald kr. 400.00. Skák II. 4 bréf. Sami kennari. Námsgjald kr. 400.00. Gitarskólinn. 8 bréf upplýsingar og lög á nótum. Kennari Ólafur Gaukur, tónlistarmacur. Námsgjald kr. 500.00. TAKIÐ EFTIR. — Bréfaskóli SÍS og ASÍ veitir öllum tæki- færi til að afla sér í frístundum fróðleiks, sem þeir hafa gagn af. Með bréfaskólanámi getið þér aukið á möguleika yðar til að komast áfram í lífinu og m.a. búið yðtn- undir nám vió aðra skóla. Þér getið gerzt nemandi hvenær sem er, og ráðið námshraða að mestu leyti sjálf. — Skólintn starfar allt árið. Bréfaskóli SlS og ASÍ býður yður velkomin. Undirritaður óskar að gerast nem. í eftirt. námsgr.: □ Vinsaml. sendið gegn póstkröfu. □ GreiðiJa hjálögð kr........... 04afn) (Heimilisfang) Klíppið auglýsinguna úr blaðinu og geymið Bréfaskóli SÍS & ASÍ Sambandshúsinu, Sölvhólsgötu, Reykjavík. Sturtugír óskust Óska eftir að kaupa sturtu- gír í 5 gira kassa fyrir Mercedes Benz 1418. Vinsamlega hringið í síma 33041. ÁLFTAMÝRI 7 ÚSBfi simi 83070 Blómin meðhöndluð at fagmanni TEKUR ALLS KONAR KLÆÐNINGAR FUÓT CXÍ VÖNDUÐ VINNA Orval af Aklæðum UUSAVCatl-SlMMMll HtlMAS’WIMMt BÖLSTRUN Svefnbekkir í úrvali á verkstæðisverði

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.