Vísir - 12.10.1968, Blaðsíða 1

Vísir - 12.10.1968, Blaðsíða 1
eftir fyrir utan HÁLF ÖLD FRÁ KÖTLUGOS11918 Hvenær fcr Katla a& gjósa næst? iÞetta er spuming, sem margir .velta oft .yrir sér og ekki a& á- stæðulausu. Katla eöa gosstöðvar ínálægt Kötlu hafa gosið tvisvar á í margar aldir og hafa miklar bld i. náttúruhamfarir nær alitaf verið samfara gosunum. 1 dag er lifiin nákvæmlega hálf öld frá upphafi siðasta Kötlugoss og í tllefni þess er gosið rif jað upp ásamt hugleiöingum um þær af- leiðingar, sem næsta Kötlugos gæti haft Þar er byggt að mestu á grein eftir dr. Sigurð Þórarinsson, pró- fessor. Mótmælt — fólkið í bilnum hefur gaman af og hlær innilega. Víetnam-mótmæli v/ð Sögu í gærkvöldi „Go home, ami! Go home!“ söngluðu um 30 böm og ung- menni sem söfnu&ust saman um kl. 19 í gærkvöldi fyrir utan i dyrnar á Hótel Sögu. Íslenzk-ameríska félagið hélt þar HUNDRUÐ TONNA AF SÍLD TIL VINNSLU SUNNANLANDS Abe'ms eitt skip eftir úti á miðunum fyrir austan Þrír bátar lönduðu síld í Reykja\nk í gær. Öm RE um 150 tonnum, Skarðsvík SH um 150 og Ásbjöm RE smáslatta. Sfldin fór mestöll til frystingar í frystihúsum Júpiters og Marz og ís> bjamarins. Auk þess var í gær vitað um Hörpu, Sandgerði með 80 lestir, Eldey með 100 lestir og lönd- uðu þær í Keflavík, Þórkatla II. Grindavik iandaði 60 lestum í heimahöfn og þess utan var í gær vitað um tvo aðra báta, sem fengið höfðu síld út af Reykja- nesi í fyrrinótt, Albert 75 lestir og Helga RE um 60 lestir. Veðurútlit var ekki gott í gær kvöldi og því ekki búizt við mik illi veiði í nótt. Síldin, sem barst á land í gær, er mjög falleg, stór og feit, að sögn sjómannanna. — Munu ýmsir hugsa til söltunar hér sunnanlands á næstunni, ef á- framhald verður á þessari veiði. — En takmarkað ’síldarmagn mun vera á þessum slóðum og þolir trúlega ekki stóran flota. I gær var aðeins eitt veiði- skip á miðunum eystra, Víking- ur frá Akranesi, en þar var einn ig leitarskipið Hafþór. Slæmsku veður var á miðunum og fannst ekki ein einasta torfa. Það eina sem kom fram á fisksjánni var dreifð og ræmur, sem ekki var vitað hvað var. — Mikið er um kolmunna þar úti fyrir Austfjörð um og var hann til mikilla traf- ala við veiðarnar seinustu vik- urnar. árshátíð, þar sem meðal annars skvldi minnzt dags Leifs heppna, og var því von földa fólks. Jafnóðum og veizlugestir runnu í hlaðið og gengu inn um dymar, afhentu ungmennin þeim fjölrituð blöð með áskorun á Islenzk-amer- iska félagið að loka skrifstofum sinum og slíta sambandi við Banda- ríkin. „Við viljum vekja athygli á þessu í Víetnam," sagði einn úr hópnum, sem stóð undir blaktandi fána Viet- nam. Af og til hóf hópurinn upp söngl og raulaði sama braginn upp aftur og aftur. Ekki geröist neitt, sem gæti talizt til neinna óláta. Gestimir tóku við blöðunum og gengu síöan inn til veizlunnar, en unglingarnir stóðu •••••••■•■•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••■••••••••••••••••••• Flýgur ein yfir Atlantshafið • Allt er fertugum fært. Sannast það bezt á ungfrú Ferguson, sem er eln hinna fjölmörgu flutningsflug- manna, sem leið hafa átt um ísland að undanförnu. Ung- frúin, sem stendur á fertugu og flýgur bæði smáum flug- vélum og þotum beið i gær eftir hagstæðu flugveðri til Bandaríkjanna og náði Vísir tali af henni. „Nútia er ég með litla vél af tegundinni Beechcraft 18, sem ég flaug frá London og hingað. Þetta er fyrsta ferðin min með litla vél. Vegna þess að veður getur verið óstöðugt á þessum árstlma reyni ég að flýta för- inni en verð samt að sæta góð- um flugskilyrðum vegna þess m.a. að vélin er ekki útbúin með ísvarnarkerfi." Hvort hún sé ekki tauga- óstyrk, að fljúga þetta ein. „Nei, nei, ég er ekki taugaó- styrk, þetta er góð vél með góð um útbúnaði.“ Ungfrú Ferguson tjáði okkur einnig að hún hefði byrjað að fljúga árið 1951 og hefði núna 10. síða. Bjartari markaðshorfur fyrir síUarlýsi og mjöI Niðurstóður af fundi Alþjóðafélags fiskimjölsframleiðenda i Bremen gefa tilefni til nokkurrar bjartsýni • Áætlanir, sem lagðar voru fram á fundi Alþjóöafélags fiskimjölsframleiðenda í Bremen 31. sept. til 4. okt., benda til þess að eftirspurn eftir fiskimjöÞ og notkun þess muni aukast á bessu ári um 5—600 þús. tonn. Tvluni birgðir helztu útflutnings- ianda fiskimjöis minnka í árs- lok um 2—300 þús. tonn eöa niöur í 600 þús. tonn, en nokk- ur aukning á framleiöslu hefur oröið á þessu ári miöaö viö árið á undan. Mjög laustegar athug- anir bentu til þess, aö áfram- hald yrði á þessari þróun á árinu 1969. Var því talin nokk- ur von um sæmilegar markaðs- horfur lyrir liskimiöl. .Sömuleiðis kom fram, að markaðshorfur fyrir Iýsi væru nú nokkru betri en verið hefur. Talið er að lýsisframleiðslan minnki á árinu 1968 um 50 — 100 þús. tonn. Þessi samdráttur verður aðallega í Noregi og hér á landi, en talsverð aukning verður í S.-Afriku og nokkur í Perú og Chile. Samdrátturinn í framleiðslu l'iskimjöls hefur verið mestur i Noregi og á íslandi eins og kunnugt er, en aukningin verið mest i S.-Afríku, Perú og Chile. M’—V 10. eíða. >|».—||—| ■ II mmtm II—■■ I. niWl- : Ihuiuutiuiiuuii i ivcynjíivm i gurruag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.