Vísir - 12.10.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 12.10.1968, Blaðsíða 16
Laugardagur YÍ. október 1968, Bifreiða- rétiingar ekki iðngrein Bifreiöaréttingamenn hafa vilj- að gera grein sína að sérstakri lög- ■ giltri iðngrein. Lagði félag þeirra ' erindi þess efnis fj'rir iðnþing. Þing •5 lagöist gegn málinu og benti á, að bifreiðaréttingar tilheyrðu nú tveimur íðngreinum, bifreiðasmiði , og bifvélavirkjun. Var álit allsherj ■ arnefndar þíngsins samþykkt sam- !hljóða eftir miklar umræður. Iðn- . þinginu lýkur í dag. FLUGSLYS HÉR MARGFALT TlÐARI — Samanburður a tölum frá Bandarikjunum og Islandi gefur ástæðu til að álita svo „Ég get því miður ekki gefið upp tölur um flugslys á íslandi frá 1927 til þessa dags eða neinar tæmandi tölur um tíðni flugslysa“, sagði Sigurður Jónsson, for- stöðumaður Loftferða- eftirlitsins í viðtali við Vísi í gær. „Það eru eng- ar skýrslur til um flug- slys hér á landi, sem mark er takandi á“, bætti hann við. Vísir fékk áhuga á þessum tölum, vegna þess gruns, sem lengi hefur verið fyrir hendi, að flugslys hér séu mun tíðari en ví jast hvar erlendis. Bandaríska flugmálastjórnin hefur nýlega sent frá sér tölur um þann fjölda manna, sem hafa farizt í flugslysum í Bandarikj- unum frá árinu 1927. Um 30.000 manns hafa farizt á þessu tíma bili, en það myndi samsvara um 30 mönnum hér á landi ef hlut- fail mannfjölda er haft í huga. Bandaríkjamenn eru um þúsund sinnum fleiri en Islendingar. Það kom hins vegar í Ijós i lauslegri athugun, sem Sigurður Ágústsson hjá Slvsavarnafélag- inu gerði fyrir blaðið, að frá árinu 1942 hafa hátt í hundrað manns farizt í flugslysum hér á landi eða um þrisvar sinn- um fleiri að tiltöiu en í Banda- rikjunum . Þessar tölur segja í sjálfu sér ekki nema hluta sögunnar. Veru legu máli skiptir að fá að vita um flogna farþegakílómetra á þessu tímabili í báðum löndun- um, þar sem slysatalan verður að miðast við það til þess að réttar niðurstöður fáizt. Einnig þurfa skýrslur að sundurliða i hvers konar flugi slysin hafa orð ið og margt annað kemur til. Hinn hlutfallslega miklu meiri fjöldi manna, sem hér hafa far- izt í flugslysum gefur hins vegar ástæðu til að óttast, að flugslys '■ér séu mun algengari en t.d. f Bandaríkjunum. Brúin yfir Tungnaá tekin í notkun • Vegagerð ríkisins hefur í sumar unnið að byggingu brúar á Tungnaá fyrir Landsvirkjun, og lauk brúarsmíðinni um s.l. mánaðamót. Áætlast kostnaður við hana uni 5 miiljónir króna. Vígði Guðmundur Jónasson ör- æfabílstjóri brúna þann 10. okt. Brúin er byggð skammt fyrir ineðan Sigöldufoss í um 440 m hæð yfir sjó. Á brúarstað fellur áin í gliúfri, og er brúargólf um 20 m yfir vatnsborði árinnar. Brúin er stálbitabrú og heildar- lengd hennar 68 m. Stálbiti hvilir á steyptum stöplum til endanna, en milliundirstöður eru stálstoðir. Með hliðsjón af virkjanafram- kvæmdum, er brúin reiknuð fyrir 70 — 90 tonna þunga. Stálbitar eru fluttir inn frá Englandi og smíðað ir í Stálsmiðjunni hf. Framkvæmdir hófust um 20. júlí, og hafa að jafn aði starfað um 25 manns að smíð- inni. Verkstjóri var Hugi Jóhannes son. Verkfræðingar Vegagerðar rikis- ins hafa hannaö brúna og haft á hendi verkfræðilega stjórn við brú argerðina. Brúin er gerð í þágu fyr irhugaðrar miðlunar úr Þórisvatni, en slík miðlun er einn liður í stækk un Búrfellsvirkjunar. Jafnframt auð veldar brúin virkjunarrannsóknir á svæðinu innan við Tungnaá, en í því sambandi má nefna, að Lands- virkjun er nú að ganga frá áætlun um virkjun Tungnaár við Sigöldu. „Hlutí afkjarabót góSœr- annaþarfaS hverfa aftur" sagði viðskiptamálaráðherra á aðalfundi Verzlunarráðs Viðskíptamálaráðherra, dr. Gylfi *Þ. Gíslason, talaði á aðalfundi Verzl ' unarráðs í gær og ræddi meöal ann ,ars efnahagsvanda þjóðarinnar. 1 pvi .'amtMriGl sagði hann, að veru .legur hluti þeirrar kjarabótar, sem ■ orðið hefði á góðærunum 1962—66, 'yrði að hverfa aftur, svo að jafn- ■vægi tækist í greiðsluviðskiptum við útlönd. Honum fórust svo orð: „Umbúðalaust og í hreinskilni talað er kjarni vandans augljóslega sá, að vegna þess, hversu mikinn hluta tekjuaukans í góðærinu þjóðin not aði til neyzluaukningar, þá verð ur þjóðin nú um sinn að sætta sig við minnkaða neyzlu. Sem betur fer þarf ekki öll kjarabót góðær anna 1962—1966 aö hverfa aftur vegna áfalla síöustu tveggja ára. En nokkur hluti hennar hlýtur að hverfa. Það er staðreynd, sem ekki verður umflúin." Fyrr í ræðu sinni hafði við* * skipUmálaráðherra ininnzl á það, aö þjóóin heröi noraö % hluta af allri þjóðarteknaaukningunni á þess um árum til aukinnar neyzlu. Æskil. hefði verið, að nokkru meiri hluti tekjuaukans á góðærisskeiðinu hefði lent í varasjóðum atvinnulifs ins en raun varð á. Ráðherrann taldi Jrað þjóóarhags muni, að full atvinna verði í land- ' inu, — að ekki sé rekstrarhalli i framleiðslu og viðskiptum, — að . launþegar allir fái réttmætan skerf : af framleiðsluaukningu, er sigrazt 1 hefur veriö á erfiðleikunum og að fjárhagur landsins út á við verði ör uggur og þjóðin eignist gjaldeyris- I varasjóð að nýju. Simtal við islenzku olympiufarana: Hafa aðeins kynnzt óeirðunum í bréfum að heiman „Við höfum bara orðið vör við óeirðirnar í gegnum bréf frá vin- um og kunningjum heima", sagði Jón Þ. Ólafsson, frjálsíþróttamaður í símtali við Vísi í gær, en hann var þá í hinum þægilega bústað íslands í Olvmpíuþorpinu. I dag hefjast Olympíuleikarnir í Mexikó, en undanfarna daga hefur íþróttafólkið reynt að venjast lofts laginu í háfjallaborginni. fslendingarnir hafa haft náðuga daga í þorpinu að sögn Jóns og hef ur liðið vel utan það að sumir fengu magakveisu eins og oft vill verða i ókunnu landi. Á æfingrmótum hefur Jón Þ. stokkið 2.03 métra og 2.04 metra og varð hann 9. af 17 keppendum með 2.03. Til þess að komast í að alkeppnina þarf að stökkva 2.14 metra, en engum tókst það i þessu móti. Jón átti ágæta tilraun við 2.08 metra, en tókst ekki £ þetta sinn. Guðmundur Hermannsson hefur verið að kasta um 18 metrana og lengst 18.20 metra, og Óskar Sig- urpálsson hefur lyft þyngdum á við það bezta sem hann á, — án þess: þó að taka tiltakanlega mikið á. 1 Mexíkó var klukkan rúmlega 1 eftir hádegi, þegar við töluðum við' Jón. Þá var 25 stiga hiti og bliða, en hér norður á „hjara veraldar" var klukkan rúmlega 8 og öllu kaldara þótt okkur þætti e.t.v. veðr ið í hlýrra Iagi. •••■•••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••« o • • ^ • j//Alltaf ánægjulegt aðj I koma til Islands" | • • ; — sagði Filipus drottningarmaður við • • komuna til KeflavikurflugvaUar i gær • Filipus, hertogi af Edinborg, • Kom til Keflavíkurflugvailar í J „ær og staldraði þar við í um • klukkustund meðan flugvél hans a tók eldsneyti. Ráöuneytisstjóri J utanrikisráðuneytisins, Agnar i Kl. Jónsson og brezki sendiherr J ann, Halford McLeod, tóku á • móti honum og ræddu við hann • um landsins gagn og nauðsynjar J meðan hann staldraði við. • Hertoginn lét vel af því að J staldra hér við, og minntist • heimsókna sinna til íslands og • lét þau orð falla, að hingað væri J ávallt ánægjulegt að koma. • Hann r á leið til Olympíu-leik- J anna í Mexíkó með tveggja • hreyfla flugvél brezka flughers • ins, RAF. Héðan hélt hann til J S-Straumsfiarðar i. Grænlandi, • þar sem hann dvaldi í nótt, en J ætlunin var að fljúga til Mont- • real og síðan til Mexíkó.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.