Vísir - 12.10.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 12.10.1968, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Laugardagur 12. október 1968. VISIR Otgefandi: Reyltjaprent h.t. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Augiýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Slmar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Simi 11660 Ritstjóm: laugavegi 178. Sfmi 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 125.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. „Að skilgreina sjúkdóminn" Ritstjóri Þjóðviljans fullyrti í forustugrein blaðsins nú í vikunni, að efnahagserfiðleikarnir, sem þjóðin á nú við að etja, stöfuðu „hvorki af minna aflamagni né lækkandi verði á erlendum mörkuðum; þau eru af- leiðing af alrangri stjórnarstefnu“, segir hann. Á þessu geta landsmenn séð, hvaða skilnings sé að vænta úr þeirri átt í viðræðum stjórnmálaflokkanna. Hvar í heiminum skyldi vera til ritstjóri stjórnmálablaðs, sem leyfði sér að halda því fram, að skyndileg 40% lækkun útflutningstekna sé smáræði, sem ekki þyrfti að hafa nein áhrif á afkomu þjóðarbúsins, ef önnur ríkisstjórn færi með völdin? Slíkan málflutning mundi enginn ritstjóri bera á borð fyrir lesendur sína, nema þeir, sem nú stýra blöðum stjórnarandstöðunnar á íslandi. Þetta er það, sem Magnús Kjartansson kallar „að skilgreina sjúkdóminn réttilega“! Þeir, sem hafa lesið Þjóðviljann undanfarnar vikur, þurfa ekki að fara í grafgötur um að þar eru öfl að verki, sem vinna að því öllum árum, að spilla fyrir að nokkur samstaða náist í viðræðum flokkanna. Og þetta þarf ekki að koma þjóðinni á óvart. Hún hefur svo löríg kynni af pólitísku innræti kommúnista, að hún ætti að vera búin að læra að „skilgreina“ það rétt. Og hafi einhverjir haldið að kommúnistar væru eitt- hvað að skána, þá kemur skýrt í ljós nú, að svo er ekki. Sá vandi, sem nú er við að etja í efnahagsmálunum, er svo geigvænlegur, að allir þjóðhollir menn hljóta að óska þess, að flokkarnir beri gæfu til að leggja deilumálin á hilluna og komist að samkomulagi, sem til farsællar lausnar á vandanum leiði. Ef dæma má eftir skrifum Þjóðviljans er þetta ekki ósk kommún- istanna, sem þar ráða, og þar með er fengin ótvíræð skilgreining á sjúkdómi þeirra. Það verður eitt af mestu og erfiðustu verkefnum Alþingis í vetur, að taka ákvarðanir um úrræði til lausnar efnahagsvandanum. Þótt stjórnarflokkarnir hafi meirihluta til þess að fá samþykktar þær ráð- stafanir, sem þeir og ríkisstjórnin telja nauðsynlegar, væri vitaskuld æskilegast að fá um þær almenna sam- stöðu þingheims. Þjóðin mundi áreiðanlega fagna því, að flokkssjónarmiðin væru látin víkja og þingmenn legðust á eitt um að finna og samþykkja þau ráð, sem bezt tryggja hag og afkomu heildarinnar. Kjaraskerð- ing að einhverju marki er óhjákvæmileg, hvað sem kommúnistar segja, en að sjálfsögðu verður að gæta þess, að hún komi sem réttlátast niður. Þar er hins vegar atriði, sem lengi má deila um og nota til sundr- ungar, ef flokkssjónarmiðin eru ekki lögð á hilluna. Þetta verður þjóðin að skilja, og nú ríður á því, ef til vill meir en nokkru sinni áður, að hún láti ekki kommúnista og önnur óábyrg öfl leiða sig út í ógöng- ur, en það virðist vera ætlun þeirra, sem ráða stefnu Þjóðviljans. Forseta íslands afhent frímerki Leifs heppna Þann 9. október var dagur Leifs heppna í Bandarf kjunum. 1 tilefn: dagsins kom út 6 centa frímerki í < Bandarikjunum með mynd af Leifsstyttunnl í Reykjavik. Sama dag afhenti sendiherra Bandaríkjanna á Islandi, Karl F. Rolvaag, forseta íslands frímerkja- möppu með frimerki þessu. , Frímerkið var gefið út í Seattle á vesturströnd Bandarikjanna, en á því svæði býr fjöldi fólks aft islenzkum ættum og öðrum norrænum ættum. — Á myndinnl eru taliö frá vinstri: Dr. John C._' Fiske, menningarmálafulltrúi Upplýsingaþjónustu Bandarikjanna, forseti íslands dr. Kristján Eld-j jám, og sendiherra Bandarikjanna Karl F. Rolvaag. ■' JC’ftir fyrstu umferð i undan- keppni Bridgefélags Reykja víkur í tvímenning eru þessir efstir: 1. Jón Arason og Sigurður Helga son 273 stig. 2. Símon Símonarson og Þor- geir Sigurðsson 261. 3. Jón Hjaltason og Örn Arn- þórsson 259 4. Hilmar Guðmundsson og Guð jón Tómasson 250 5. Karl Sigurhiartarson og Jón Ásbiörnsson 246 6. Eggert Benónýsson og Stefán Guöiohnsen 243 7. Ingi Eyvinds og Eysteinn Björnsson 235 8. Hjalti Elíasson og Þórir Sig- urðsson 235. Fjörutíu og átta pör taka þátt í keppninni og verður næsta um- ferð spiluð n.k. miðvikudagskv. i Domus Medica kl. 20. Síðasta umferð í einmennings keppni Bridgefélags kvenna var spiluð sl. mánudag. Tíu efstu urðu: 1. Sigrún ísaksdóttir 1523 st. 2. Guðrún Einarsdóttir 1492 3. Júlíana ísebam 1429 4. Kristín Þórðard. 1427 5. Sigrún Ólafsdóttir 1424 6. Guðrún Jónsdóttir 1416 7. Ingunn Bernburg 1412 8. Kristrún Bjamad. 1402 9. Sigríður Siggeirsd. 1391 10. Elín Jónsdóttir 1380 Tvfmenningskeppni hefst n.k. mánudag. Úrslit í tvímenningskeppni Bridgedeildar Breiðfirðingafél. urðu þau aö Jón Þorleifsson og Stefán Stefánson sigruðu meö 551 stigi. í ööru sæti vom Giss- ur Guðmundsson og Sigtryggur Sigurðsson með 529, og þriðju hjónin Ingibjörg Halldórsdóttir og Sigvaldi Þorsteinsson með 527. Næsta keppni félagsins er sveitakeppni sem hefst 15. okt. kl. 20 í Ingólfscafé. Þátttaka til kynnist Þorsteini Jóhannssyni i síma 12078. í tvímenningskeppni Bridge- félags Reykjavíkur áttu undar- lega margir í erfiðleikum með því að ná slemmu á þessi spil: A G-10-6-5 V 6-5 + 8-7 A K-D-G-9-6 A enginn V Á-G-9-4-2 ♦ Á-K-D-3 * Á-10-8-5 Það virðist ekki þurfa að skipta miklu máli, hvaða sagna- kerfi er spilað til þess að ná slemmunni, en samt sýnast mér hendumar klæöskerasaumaðar fyrir Romanlauf sagnkerfiö.-. Þeir opna á tveimur tíglum á: austur höndina, sem sýnir skipt' inguna 4-4-4-1 eða 5-4-4-0 og'; minnst 17 hápunkta. Þegar svar- höndin hefur siöan fengiö upp eyðu I spaða, þá getur hún spurt • um ása. Kemur þá í ljós að hálf ’ slemman er ágætur möguleiki, . því svarið er 5 lauf, sem þýðir ; enginn eða þrír ásar. Margir hafa tekið þessa opnun inn i: sín sagnkerfi, og allflestir, sem spila Acol sagnkerfiö. Sé opnað á einu hjarta á austur spilin og vestur segir tvö lauf, þá virðist: einnig vandalítið að ná slemm- ; unni. Hins vegar gera allflestir • meiri styrkleikakröfur til þess að. svara á tveggja sagnastiginu og myndu þeir því segja eitt grand á spil vesturs. Virðast þá vera erfiðara að ná slemmunni, en þegar litið er á það, að veriö er • að spila tvímenning, þá er senni lega léleg skor fyrir að spila fimm lauf, því oft vinnst meira í gröndum. Er þá lítið annað að gera en taka áhættuna á slemmunni. TTaustmót Taflfélags Reykja- víkur er hafið, með þátttöku 72 skákmanna. í meistaraflokki er keppendur 24 og tefla þeir 9 umferðir eftir svissneska kerf- inu. Þegar þetta er ritað, hafa 2 umferðir verið tefldar í meist- araflokki og Iínurnar lítt teknar að skýrast. í 1. flokki er þátt- takan óvenju mikil, eða 16 keppendur. 1 2. flokki tefla 20 manns og í unglingaflokki 12. Skákmeistari T.R. fær kr. 5.000,— í verðlaun og skal peningaupphæðin notuð til keppni erlendis. Er því til nokk- urs að vinna, og með fjarveru ýmissa mjög sterkra skákmanna, svo sem ólympíuliðsins verður keppnin tvísýnni en oft áður. Hér kemur lífleg skák frá 1. umferð mótsins. Hvítt: Sigurður Jónsson. Svart: Magnús Gunnarsson. Spánski leikurinn. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. d4 exd Talið sterkasta rramhatdið. Eftir 5. ... Rxd 6. RxR exR 7. e5 Re4 8. Dxd Rc5 9. Rc3 Be7 10. Dg4 hefur hvítur betri stöðu. 6. 0-0 Be7 6. ... Bc5 7. e5 Rd5 8. c3 er hvítum i hag. 7. e5 Re4 8. Rxd RxR 9. DxR Rc5 10. f4 RxB? Betra var 10. /.. 0-0 11. f5 d6 12. f6 dxe. Möguleikar svarts liggja i ótryggri stöðu drottning- arinnar á d4 og mótspili. meö d7—d6 á réttu augnabliki. Eftir hinn gerða leik svarts nær hvít- ur yfirburöastööu. 11. DxR 0-0 12. Rc3 f6. Enn var 12. ... d6 betra. T. d. 13. Hdl De8 14. DxD HxD 15. Rd5 Bd8. 13. Dc4t Kh8 14. Be3 b5. Svarta staðan er mjög erfið og þessi leikur varla verri en hver annar. 15. Dd5 Hb8 16. Hadl fxe 17. fxe HxHf 18. HxH Bb7 19. Dd2 d6 20. Hf7! De8. Ef 20. ... dxe 21. DxDf og svartur tapar manni. 21. e6 c6 22 Bd4 Bf6 23. BxB gxB 24. Dh6 og svartur gafst upp. Jóhann Sigurjónsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.