Vísir - 17.10.1968, Síða 2

Vísir - 17.10.1968, Síða 2
2 V í S IR . Fimmtudagur 17. október 1968. fTHOMAS SMITH er lík- lega fljótasti maður heims í dag. í nótt (að ísl. tíma) hljóp hann 200 metrana á 19.8 sek., sem er eitt frá- bærasta afrek frjálsra í- þrótta og nýtt heimsmet í greininni. Úrslitakeppnin i 200 metrunum var ákaflega spennandi. Ástraliu- maðurinn Peter Norman reyndi hvað hann gat að sigra Smith, Kenya-sigri fagnaö. Keino, hinum fræga hlaupara Kenya, hlekkt- ist iila á hvað eftir annað í 10 km hlaupinu, en hér fagnar hann landa sínum, Temu, sem vann „f hans stað“. hljóp síðustu metrana með trölls- legum skrefum, en ekkert gat sigrað hinn hraða blökkumann, sem auk þess að hlaupa 200 metrana á þessum frábæra tíma, hefur hiaup- ið í 100 metrana á 9.9 sekúndum. Norman tókst að fara fram úr landa Smiths, John Carlos, og var sjónarmun á undan í markið. Carlos hljóp 200 metrana í South Lake Tahoe á 20,7 sek., eins og menn muna, en skór hans voru ekki löglegir, voru með of mörg- um göddum. Tími Normans og Carlos var 20.0 sekúndur. Tommie Smith — fijótastur í heimi? Sigurinn kom i siðasta kasti H'eimsmethafinn í spjótkasti, Jan Lusis gerði það sem ekki allir heimsmeistarar geta. Hann sigraði f sinni grein á Ólympíu- leikunum í gærkvöldi og setti nýtt Ólympiumet, en fyrra met- ið var komið til ára sinna og átti Norðmaðurinn Danielsen það frá Melbourneleikunum 1956, | Lusis tókst þetta þó ekki fyrr en | í síðasta kasti sínu, fram til þess tíma leit einna helzt út fyrir að hann mundi ekki verða ÓL-meist- ari, sem hann þó átti sannarlega skilið. Kast hans var frábært, og þegar spjótið klauf loftið, gátu menn séð að þetta var lengsta og i bezta kast dagsins, — það reynd- ist vera 90.10. Allir úrslitamennimir köstuðu yfir 80 metra. Ungverjinn Kulczar hafði haft forystu fram að síðasta kasti Lusis með 87.06, en hann varð þriðji, Jorma Kinnunaen, Finnlandi. annar með 88.58 metra I kast. HG og FH leika í kvöld Það er í kvöld sem iþróttaunn- endum gefst tækifæri til að sjá það bezta í dönskum og íslenzkum handknattleik, F.H., íslandsmeistar- ar utanhúss mæta H.G.,' Danmerk- urmeisturunum innanhúss og hefst leikurinn ki. 8.30 e.h. i Laugar- dalshöllinni. Án efa verður spennandi að sjá þessi lið eigast við, en rétt er að geta þess að ekkert islenzkt lið hefur staðið sig eins vel gegn er- lendum liðum og einmitt F.H. H.G. verður samt ekkert lamb að leika sc. við. Þeir hafa orðið 11 sinnum Danmerkurmeistarar í handknattleik innanhúss, þ:r af nú í þrjú ár f röð. Geir Hallsteinsson liðsmaður í F.H. og einn okkar vinsælasti og bezti handknattleik- I maður segir að þetta lið sé tví- 1 mælalaust eitt sterkasta lið á Norðurlöndum og er þó af mörgu góðu að taka. Við trúum' einhuga á getu F.H. i kvöld. Þeir hafa í>fl áður sannað að af þeim er íftTs góðs að vænta þegar við mjög sterkt lið er að eiga. Spurningin er þó: Höfum við sigrast á hinum svokallaða Dana- komplex t eitt skipti fyrir öll, þá er við sigruðum danska landsliðiö síðastliðiö haust? Þessari spurn- in0u verður svarað að einhverju leyti í kvöld og næstu kvöld. Fölk er bent á að höllin tekur aðeins um 2,600 manns, svo að vissara _er fyrir fólk að tryggja sér miða á forsölu í Bókaverzlun- um Lárusai Blöndal. Oft hefur ( verið þröngt á þingi í höllinni þeg- ar um stórleiki er að ræða, eins og nú, og oftast uppselt. Hér er tvímælalaust um mjög skemmtilegan og spennandi leik að ræða sem fæstir ættu að láta fara fram hjá sér. ENN EINN KENYA-HLAUPARI FÉKK GULLVERÐLAUN í MEXÍKÓ „Auðvitað vinn ég", sagði Biwett fyrir sigurhlaupið i 3000 metra hindrunarhlaupini ★ , Kenyamenn unnu önnur gullverðlaun sín á Ólympíu- leikunum í gær. Það var rúm- lega tvítugur stúdent, Biwett, sem sigrrði öllum gjörsam- Iega á óvart í 3000 metra hindrunarhlaupinu. Er lofts- lagið f Mexíkóborg greinilega hagstætt Kenyamönnunum. Annar maður í hlaupinu var einnifr Kenvamaður og sá briðji var Bandaríkjamaður- inn Young. Sjálfur var Biwett ekki í minnsta vafa um hvað hann gæti í Mexíkó og þegar hann var spurður um það hvort hann gæti sjgrað þar, sagði hann: „Að sjáifsögðu vinn ég“.- Og það gerði hann svo sannarlega og bætir þar með glæsilegum kapitula við hlaupasögu Kenya- manna. Tími sigurvegarans var 8.51.0. Benjamin Tog, Kenya fékk tímann 8.51.6 og var keppnin því hörð, þvt að Banda- rikjamaðurinn hljóp á 8.51.8 sek. í fjórða sæti kom Roelants, en vegna trufiana f sendingu náðist tíminn ekki. Arne Risa frá Noregi varð í 8. sæti í hlaup- inu. 17.10 — nýt.t heimsmet i hristökki Það sem mesta athyglina vai.ti í Mexíkó í gær var árang- ur ítalans Giuseppe Gentile f þrístökkinu, en undankeppnin fór fram í gaer. ítalinn setti nýtt heimsmet, stökk 17.10 metra. Sií frsinskci vann ú endasprettinum Franska stúlkan Colette Bessan vann óvæntan sigur á Mexíkó- leikunum f gær, þegar hún með glæsilegum endaspretti flaug fram úr brezku stúlkunni Lillian Bard og vann á 52.0 sek., sem er jafnt ÓL-meti Betty Cuthberts frá Ástralíu. Franska stúlkan var á eftir þeirri brezku og sovézku stúlkunni Pesjenkina lengst af, en enda- spretturinn tryggði henni sigur, fyrsta sigur Frakka í frjálsum íþróttum til þessa á leikunum. SMITH SETTI HEIMSMET í 200 METRUNUM, - Í9.8 SEKÚNDUR

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.