Vísir - 17.10.1968, Page 8

Vísir - 17.10.1968, Page 8
8 VIS IR . Fimmtudagur 17. október 1968. VISIR Otgefandi; Reykjaprent h.t. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoöarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Augiýsingastjóri: Bergþór Olfarsson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Simi 11660 Ritstjóm: I nugavegi 178. Simi 11660 (5 iinur) Áskriftargjald kr. 125.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Ný ráðuneyti Ýmsar athyglisverðar nýjungar í skipulagi Stjórnar- ráðs íslands eru boðaðar í frumvarpi, sem ríkisstjóm- l( in hefur lagt fyrir Alþingi. Frumvarpið er í samræmi við samstarfsyfirlýsinguna, sem stjómarflokkamir gáfu á sínum tíma, en þar var m. a. gert ráð fyrir end- urskoðun stjórnarráðsins. Einnig var sagt í yfirlýsingunni, að endurskoða þyrfti kosningalögin og kanna, hvort ekki væri heppi- legra, að Alþingi væri ein málstofa í stað tveggja. Um það mál hefur verið fremur hljótt, en ekki er ósennilegt, að stjórnmálaflokkarnir muni bráðum skipa nefnd til að kanna það sérstaklega. í nýja frumvarpinu er gert ráð fyrir, að eitt ráðu- / neyti verði lagt niður og fjögur ný verði mynduð. . Deildir verði klofnar frá dómsmálaráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu og myndað úr deildunum nýtt ' heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti. Þetta er orðið ( svo viðamikið svið í þjónustu hins opinbera, að tíma- ( bært er orðið að fjalla um það í sérstöku ráðuneyti. / Þá er gert ráð fyrir, að atvinnumálaráðuneytið verði lagt niður, en í staðinn komi þrjú ráðuneyti, sjávar- útvegsráðuneyti, landbúnaðarráðuneyti og iðnaðar- ráðuneyti, þ. e. aðskilin ráðuneyti fyrir hvern hinna þriggja höfuðatvinnuvega þjóðarinnar. Þessi ný- breytni á að bæta þjónustu ríkisins við þessa at- / vinnuvegi. , Frumvarpið gerir ráð fyrir, að hvert ráðuneyti sé lagt óskipt til eins og sama ráðherra. Verður þá kom- ' ið í veg fyrir glundroðann, sem fylgir því, er ráðuneyti y heyrir undir tvo og jafnvel fleiri ráðherra, eins og J, tíðkazt hefur hér á landi. Þessi endurbót á skipu- \ laginu er afar mikilvæg. Athyglisverðasta nýbreytnin í frumvarpinu er 16. greinin, þar sem segir, að ráðherra sé heimilt að kveðja sér til aðstoðar mann utan ráðuneytis, sem starfi þar sem deildarstjóri meðan ráðherrann gegnir embættinu, en hvérfi síðan úr starfi. Þetta fyrirkomulag þekkist víða érlendis. Það á að auðvelda nýjum ráðherrum að taka við embætti. Oft tekur langan tíma að mynda traust milli ráðherra og embættismanna, og má líta svo á, að þessir sérstöku trúnaðarmenn ráðherra eigi að brúa þetta bil. Trún- aðarmaðurinn kemur og fer með ráðherranum og nýr trúnaðarmaður kemur með nýjum ráðherra. Stjórnarráðið er orðið 64 ára gamalt. Voru ráðu- neytin fyrst þrjú, en eru nú tíu. í nýja frumvarpinu er gert ráð fyrir, að þau verði þrettán. Þannig hefur stjórnarráðið þróazt hægfara með breyttum tíma. Mönnum hefur stundum sýnzt, að skipulag og starfs- hættir þess væru nokkuð á eftir tímanum. Hið nýja frumvarp miðar að því að færa þessi atriði í horf, sem hæfir nútíma aðstæðum. BYLTiNGINímÚ gyltingar hafa verið gerðar í Perú og Panama. 1 báðum löndunum er það mark þeirra, sem völdum náðu, að efla og treysta sjálfstæði, — og þar með verða efnahagslega óháðari Bandaríkjunum. Byltingar hafa löngum verið tíðar í Mið- og Suður-Ameríku- löndum. í þessum löndum mik- illa náttúruauðæfa er bilið breitt milli auðugra og snauðra. Al- þýða manna býr víöast við fremur bág kjör, stundum við mikla fátækt, og ef marka má ýmsar fregnir var það til þess að gera Perú óháðara Banda- ríkjunum, að þar var gerð bylt- ing, en við byltinguna þar missa bandarísk olíufélög þá aðstöðu til gróða og stjómmála- , legra afskipta, sem þau áður höfðu. Hinn nýi forseti i Perú er Juan Velasco Alvarado ,58 ára. Stjóm sú, er hann myndaði náði fljótt algeru valdi á öllu í landinu. Nicholas Katzenbach. Þegar byltingin var gerö vofði yfir allsherjarverkfall, en í stað þess að fara út í verk- fall, gerði verkalýðssambandið hemaðarl. stjóminni skriflega grein fyrir kröfum sínum. Var litið á það sem sönnun þess, að það vildi semja, og þótti nú líklegt, að friður myndi haldast milli verkalýðshreyfingarinnar og hemaðarlegu stjómarinnar. Til smávægilegra árekstra kom, er byltingin var gerð, en andspyman hjaðnaði fljótt nið- ur. í frétt frá Lima til Los Angeles Tlmes segir um bylt- inguna: „Það er óhjákvæmilegt aö gera samanburð á byltingimum f Perú og Argentínu (fyrir 27 mánuðum), en þar komst þá Juan Carlos Ongania til valda. Talsmaður stjómar Velasco Alvarados sagði um þetta: Byltingin í Perú er óskyld bylt- ingunni í Argentínu, — engin næringarefni voru dregin úr þeim jarðvegi, og hann fuliyrti, að það væri ekki tilgangurinn að banna stjómmálaflokka, og ekki yrði hróflað við réttar- farsreglum. Hins vegar er búizt við, svo sem áður var getið, að reynt yröi að gera landið óháðara Bandaríkjunum og veita Evrópu þjóðunum mjög aukin skilyrði þar til viðskipta, eins og Ong- ania hefir gert í Argeptínu. Juan Velasco Alvarado heifir heimsótt Bandarikin og stund- aö nám í bandarískum her- skólum, en hann er mikill að- dáandi de Gaulle Frakklands- forseta og stefnu hans. Talsmaðurinn hafnaði þeirri skoðun Belaunde, hins útlæga forseta, að hann hefði verið hrakinn frá völdum vegna ótt- ans við að stærsti flokkur lands- ins, APRA, myndi vinna sigur með yfirgnæfandi meirihluta at- kvæða í kosningum að ári. APRA var uppmnalega bylt- ingarhreyfing, en hefir á sein- ustu 20 ámm og einkum hin síðari ár orðið miðfiokkur sem hallast til vinstri, en leiðtogar hersins hafa aldrei borið traust til þessa flokks. „Herinn tók völdin“, sagði talsmaður hemaðarlegu stjóm- arinnar, vegna ríkjandj öng- þveitis á sviði efnahags, stjóm- og félagsmála, og vegna sam- komulags, sem stjóm Belaunde gerði nýlega viö bandarískt olíu félag (Intemational Petroleinn Corporation), sem er dótturfé- lag Standard Oil. Byltingarstjómin lét það Juan Velasco Alvarado. verða sitt fyrsta verk að segja upp þessum samningi, en f á- kvæðum hans var tekið fram með hvaða skilyrðum IPC af- salaði sér í hendur rikisins þeim forréttindum, sem laga- lega vom afnumin með þing- samþykkt í júlí 1967. Dr. Kiesinger. Katzenbach ræðir varnir Evrópu í París, Brussel og Belgrad Bandaríkjastjóm Iítur á árás á Vestur-Þýzkaland eins og á- rás á Bandaríkin sjálf. Þetta var tekið fram í bréfi, sem Clark Clifford landvamaráöherra Bandaríkjanna, afhenti dr. Kies- inger kanzlara nýlega í Bonn, eða þegar landvarnaráðherrar Norður-Atlantshafsbandalags- ins vom f Bonn til þess að ræða um hvenær mætti grípa til kjarnorkuvopna. En þetta er ekki það eina, sem heyrzt hefir frá Johnson og stjóm hans nýlega, vegna hins nýja viðhorfs í álfunni (sem er til komið vegna her- námsins í Tékkóslóvakíu). Johnson forseti hefir líka lýst yfir, að hann láti sig miklu varða Júgóslavíu, sjálfstæði hennar, og boðaði, að hann sendi þangað sérlegan sendi- mann til viðræðna við Tito for- seta, að loknum viðræðu mhans í París og Briissel (þar sem höfuðstöðvar Nato em). Og í gær var sérlegur sendi- maður Johnson forseta, Nichol- as Katzenbach aðstoðar-utan- ríkisráðherra, kominn til við- ræðna í París. Þessar viðræður em allar tengdar vömum Norður-Atlantshafsbandalags- ins, sem em veikari eftir að Frakkland sleit við það hern- aðarlegu samstarfi. í Banda- ríkjunum ríkir óánægja yfir deyfð þeirri, sem er yfir Nato- ríkjunum, og bandarísk þing- nefnd minnti á, að Bandaríkin hefðu enn 300.000 manna lið í Evrópu, þrátt íyrir styrjöldina í Víetnam, og hvatti nefndin til að Evrópulöndin ykju fram- lag sitt. A. Th.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.