Vísir - 17.10.1968, Side 9
VISIR . F1mmtuQoBur oktðoer
9
Athyglisverðir liðir fjár-
laga i aðgengilegu formi
Fjárlög fyrir árið 1969 hafá nú verið lögð fram.
Niðurstöðutölur eru um sex og hálfur milljarður,
sem mönnum finnst að sjálfsögðu gífurleg upp-
hæð. Almenningur í landinu vill fá upplýsingar um,
hvernig fé þessu er varið, sem hann verður að inna
af hendi með skattgreiðslum. Þá ræða menn stöð-
ugt sín á milli um fjárveitingar ríkisins til ýmissa
mála, án þess að hafa haldgóðar upplýsingar um
fjárhæð. Hér á eftir er getið ýmissa punkta úr fjá'r-
lögunum, og helzt minnzt á það, sem þjóðina mun
fýsa að kynna sér. Hér er bæði um að ræða háar
tölur og aðrar, sem eru tiltölulega lágar í saman-
burði.
Forsetaembættið og
Alþingi
Mönnum mun leika hugur á að
kynna sér hver kostnaður er við
æðstu stjðm ríkisins. Þetta mál
ur. Þannig lækkar framlag til
Fiskveiðasjóðs um 30 milljónir
og til Aflatryggingarsjóðs um
11 milljónir. Þessi framlög
höfðu verið lækkuð fyrr á árinu
með sérstökum lögum.
Menn gera margt annað skemmtilegra
á síðustu stundu að umflýja örlög sín.
en
að
borga skattana
sína, og margir reyna fram
570 milljónirí niðurgreiðslur — 270 milljónir
í útflutningsuppbætur á búvörur — og litlar
bar mjög á góma við forseta-
kosningamar í sumar.
Til embættis forseta íslands
eru veittar 3,8 milljónir króna,
þar af 1,8 milljónir í laun og
1,5 milljónir í önnur rekstrar-
gjöld. Á launum hjá embætt-
inu eru meðal annars ráðskona
bókari, bifreiðarstjóri og vinnu
maður.
Þingfarakaup alþingismanna
nemur 17.9 milljónum króna, en
þingmenn eru 60. Skrifstofu og
alþingiskostnaður er 14,8 millj-
ónir. Laun ráðherra em sam-
tals 2.6 milljónir, en ráöherrar
eru 7. í heild er heldur minna
fé varið til æðstu stjórnar en
áöur var.
Landbúnaður. — 270
milljónir í útflutnings-
bætur.
Framlög ríkisins til fyrirtækja
í landbúnaði eru áætluð 404
milljónir króna. Þar af eru 270
milljónir uppbætur á útfluttar
landbúnaöarafurðir. Ennfremur
eru 50 milljónir sem jarðrækt-
arframlög og 30 milljónir til
framræslu. Uppbæturnar hækka
um 22 milljónir og síöamefndir
styrkir um samtals 10 milljónir
króna. Til Búnaöarfélags íslands
fer um 21 milljón og 22 millj-
ónir til Landnáms ríkisins. Ým-
is annar stuðningur er veittur
landbúnaðinum. Hin gífurlega
upphæð, sem veitt er í útflutn-
ingsuppbætur á landbúnaðaraf-
urðir, sýnir offramleiðslu af-
urðanna, þar sem þær munu
vart samkeppnisfærar um verð
á erlendum mörkuðum.
SjávarútvBgur. — Lækk
un frp-mlaga til út-
vegsmála.
TU fvrirtækja siávarútvegs-
ins fara 40 milljónir króna i
framlögum og aðrar 25.5 milljón
ir í Aflatryggingarsjóð. Ýmsir
aðrir sjóðir sjávarútvegsins og
stofnanir, svo sem Fiskveiða-
sjóður fá minni framlög en áð-
í heild lækka framlög til út-
vegsmála um 57 milljónir frá
síöustu fjárlögum, og er einnig
um að ræða raunverulega lækk
un, þótt lögin fyrr á þessu ári
séu tekin til samanburðar. Mest
ur hlutinn stafar af lækkun ráð
stafaðra tekjustofna, þ.e. síldar
gjalds, ferskfisksmatsgjalds og
hluta útflutningsgjalds. — Hitt
er svo annað mál, aö einmitt á
þessum liðum er að vænta hækk
unar, ef svo fer, sem horfir, um
ráðstafanir til lausnar efnahags-
vandans nú í vetur.
Iðnaður. — Lítið um
framlög.
Iðnaðurinn ber minnst úr být-
um af höfuð atvinnuvegunum,
sé miðað við ríkisstyrki. Til fyr-
irtækja og atvinnuvega í iðnaði
fara um 12 milljónir, þar af 10
milljónir til Iðnlánasjóðs. Iðn-
aðarmálastofnunin fær nokkuð,
svo og fleiri þættir iönaðarins.
Hér er um hverfandi upphæðir
að ræöa.
Skólarnir. — 14,1%
til fræðslumála.
Framlög til fræöslumála
hækka um 86,5 milljónir króna
frá síðustu fjárlöigum. Vegna
framkvæmdar breytingar hinna
nýju skólakostnaöarlaga verður
sú breyting, aö viss rekstrar-
kostnaður, sem ríkissjóður hef-
ur greitt eftir á, kemur nú til
greiðslu jafnóðum og veldur
þetta 34.5 milljóna útgjaldaaukn
ingu 1 eitt skipti fyrir öll. Kostn
aður við barnafræðslu eykst um
33 milljónir og við gagnfræða-
menntun um 8 milljónir.
Sökum mikillar stækkunar og
aukins nemendafjölda hækkar
kostnaður viö menntaskólana
og Kennaraskólann um samtals
9 milljónir. Fjárveiting til Há-
skólans eykst um 3 milljónir,
meðal annars vegna þess, að
hafin verður kennsla í náttúru-
fræði við verkfræðideild. Fram
lög til lánasjóðs íslenzkra náms
manna hækka um 3.4 milljónir
vegna verðhækkana og fjölgunar
námsmanná.
Háskóli íslands hlýtur um
45 milljónir. Hæstur af mennta
skólunum er Menntaskólinn við
Hamrahlíð með um 24 milljón
ir. Hinn menntaskólinn í höf-
uðborginni, Menntaskólinn I
Reykjavík fær um 23 milljónir,
Menntaskólinn á Akureyri 18
milljónir og Menntaskólinn á
Laugarvatni 12,5 milljónir.
14,1% heildarútgjalda ríkissjóðs
fara til fræðslumála.
— 30 milljónir til sjón-
varpsins.
Framlög til ríkisútvarpsins,
sjónvarps. hækka um 10 milljón
ir vegna hækkunar aðflutnings-
gjalda á sjónvarpstækjum, er
renna til útbreiðslu sjónvarps-
kerfisins. Er framlag til sjón-
varps áætlaö 30 millj. króna. —
Framlög til lista almennt nema
15 milljónum. Þjóðleikhúsið fæf
14 milliónir. 9 milliónum er var
ið til íþróttamála. Hér er ekki
um verulega hækkun að ræða.
dýrast.
Mikið hefur verið rætt um
lækkun kostnaðar við sendiráö
okkar erlendis á undanförnum
árum. Hefur komið til greina
að leggja einhver þeirra niður.
Það mun enn vaka fyrir forráða
mönnum okkar að gera einhverj
ar tilraunir í þessa átt. Dýrasta
sendiráðið samkvæmt fjárlög-
um er sendiráðiö í París meö
4.6 milljónir. Á eftir fylgja sendi
ráðið í Washington með 4.4
milljónir og sendiráðið í Moskvu
meö 4,2 milljónir. Sendinefnd Is-
lands hjá Sameinuöu þjóðunum
kostar 4,7 milljónir króna. —
Kostnaður við sendiráðin í heild
lækkar um 4 milljónir.
Til embættis lögreglustjóra á
Keflavíkurflugvelli fara um 19
milljónir króna. Varnarmála-
deild tekur til sín 3 milljónir.
34.6 milljcnir í kostnað
við hægri breytinguna.
Á fjárlögum kemur fram lækk
un á kostnaði við dómgæzlu og
lögreglumál sem nemur 36
milljónum. Þessir liðir höfðu þó
fyrr á árinu verið lækkaðir sem
nemur um' þaö bil þeirri upp-
hæð.
Kostnaöur við breytingu í H-
umferð var áætlaður 34.6 millj-
ónir króna í fjárlögum 1968. Á
móti voru tekjur af sérstökum
bifreiðaskatti áætlaðar 16.2
milljónir, en ákveðið var að fjár
magna mismuninn 18.4 miflfónir
meö lántöku. Gert ef ráð fyrir,
að sórstnkur bifreiðasVattur 17
milljónir, gangi til endur-
greiöslu á láninu.
»-> 13. síða.
Áfengis- og tóbaksverzlunin skilar yfir 700 milljóna hagnaði á ári, sem er vel yfir tíundi hluti
heildartekna ríkisins.
Sendiráðið í París
02