Vísir - 18.10.1968, Blaðsíða 3

Vísir - 18.10.1968, Blaðsíða 3
VlSIR . Föstodagur 18. oktöber 1968. Enn 3 Afríkumenn á verðlaunapaili CUirke mistókst oð sigra i 5000 m. — Gammoudi, Keirto og Temu / harðri keppni Enn stófiu þrir kolsvartir Afríku- inu. Ron Clarke reyndi sitt ýtrasta menn sigri hrósandi á verfilauna-1 til aö sigrast á loft„múmum“ f paili f Mexíkóborg f nótt. Þeir 2400 metra hæð, en þessi sterkasti voru sigursælir í 5000 metra hlaup-1 ianghlaupari f heimi varð enn- einu Q§?P sinni að sjá hina svörtu hlaupaKenya, og þriðji Temu frá Kenya, frá sér f mark, en tíminn var langt frá því bezta, sem náðst hefur f ár. Clarke hafði ekkert svar við hinum mikla endaspretti Túnis- mannsins Gammoudi, þegar 500 metrar voru eftir. Á síðustu metr- unum stóð slagurinn milli negr- anna þriggja. Keino fór fram úr landa sínum, sigurvegaranum í 10 km., Temu, og þeir hlupu hlið við hlið, Keino og Gammoudi, en sá síðarnefndi átti talsvert eftir í pokahorninu og setti inn mikinn lokasprett, sem nægði til sigurs á 14.05.0, annar varð Keino, 14.05.1, þá kom Martinez, Mexíkó, og loks Clarke, Nýja-Sjálandi f 5. sæti. KA sendir fram lið í 2. deild Akureyringar senda ekki sam- eiginlegt lið til keppni í 2. deild í handknattleik í vetur. Það verð ur lið KA, sem keppir hér. „Við gerum þetta til að reyna að auka breiddina í handknattleikn- um,“ sagði Halldór Rafnsson, for- maður handknattleiksdeildar KA, í gærkvöldi. Kvað hann áhuga á því að í framtíðinni yrði sérstakur Norðurlandariðill í 2. deild, þegar Dalvfk og Húsavík gætu sent fram lið. Meðal leikmanna KA í vetur má nefna Matthías Ásgeirsson og Gfsla Blöndal, sem keppti með KR. í>ess skal getið, að aðeins 2 af leikmönnum Akureyrar í fyrra voru úr Þórsliðinu. Að verja ÓL-titil • Það er erfitt að verja Ólym- píutitil. Eliefu frjálsíþróttamenn og konu. eru nú í Mexíkó þess- ara erinda. Sumum hefur tekizt, öðrum ekki og enn aðrir eiga eftir að reyna. ÍlMÍ Wm y/~k'. ■■ > Vv " . '-'V A'" \ -X-, ■ * 'N *<* • • Þetta er MARK SPITZ, 18 ára gamall Kaliforníubúi, — nú talinn vera „konungur sundsins“ af sérfræðingum. Hér er hann i uppáhaldsgrein sinni, flugsundinu. BANDARÍSKI ÞJÓÐSÖNGURINN í ÓLYMPÍUSUNDLAUGINNI ■ Vísasta leiðin til að læra þjóðsöng Bandaríkj- anna ku vera sú að vera viðstaddur sund- keppni OL, sem hófst í gær. Þar verður þessi þjóð- söngur hreinn „slagari“, ef svo má að orði komast. Yfirburðir Bandaríkjamanna eru svo gífurlegir. Þar verða „stars and stripes forever..jafnvel svo að áhorfendum mun þykja eins og þeir séu á innan- landsmóti í Bandaríkjunum, en ekki móti þar sem „stjömur“ allra þjóða mæta. Á Tokyo-leikunum mættu Bandaríkjamennirnir með „kan- fnumar“ sínar, eins og þeir kalla sundfólkið unga, og það var engu líkara að fólkið setti heimsmet eftir pöntunum. Sund fólkið þaut fram úr öllum keppi nautum og vatnið lagðist eins og froða í „kjöl“farið. — Verö- launin urðu alls 29 þá. „Nú „bíða“ 48 verðlaun, gull, silfur, og brons eftir sundfólk- inu að sögn sérfræðinga. Telja þeir aö yfirburðir USA verði enn meiri nú, telja að minnst 34 verðlaun muni örugglega falla þeim •’ skaut, nema veikindi eða einhver óheppni elti keppend- uma. Það sem skyggði á gleðina í Tokyo hjá Bandaríkjamönnum var sigur rússnesku stúlkunnar Galinu Prozumenzikovu í 100 og 200 metra bringusundunum. Nú hafa þeir stúlku, sem er svo gott sem trygging fyrir sigri þeirra, Vatie Ball. Don Schollander var konung- ur sundsins fyrir 4 árum. Nú heitir hini. ókrýndi konungur Mark Spitz, 18 ára gamall. Hann hefur 10 sinnum sett heimsmet og hefur unnið 22 Bandaríkjatitla og alþjóðlega titla 1 sundi. Á OL má búast við að mikiö kveði að honum i 100 og 200 metra flugsundi, en hann á bæði heimsmetin. Þá má búast við, að hann verði ekki síðri í skriðsundi og fjór- sundi. Gastön Roelants mistókst þetta í 3000 metra hindrunarhlaupi. Josef Schmidt frá Póllandi tókst ekki í þrístökkinu í gær og hefur misst heimsmetið. Pauli Nevala frá Finnlandi tókst ekki aö verja heiður sinn í spjótkastinu. — Klim mistókst í sleggjukasti þótt litlu munaði. Hins vegar tókst rúmensku stúlkunni Michaela Penes að sigra öðru sinni 1 spjótkasti. A1 Oerter er einnig f þessum hópi, og ekki minnst merkilegur, hann varði ÓL- titil sinn í 3. sinn í kringlukastinú. Wyomia Tyus, blökkustúlkan frá Bandaríkjunum varði titil sinn i 100 metrunum og setti heimsmet. Abebe Bikila, Eþíópíu, á mögu- leika á að vinna sín 3. gullverð- laun fyrir Maraþonhlaup. Hann keppir á sunnudaginn, en þá er síðasti dagur frjálsra íþrótta á leikunum. Lynn Davis, frá Bret- landi, sem vann svo óvænt á síð- ustu leikum ver nú titil sinn á morgun, og Karin Balzec frá Aust- ur-Þýzkalandi reynir á morgun að ná í sitt annað gull og er talin sigurstrangleg. Fréttir af 50 km. göngunni höfðu ekki borizt í morgun, þar er 11. keppandinn, Pamich frá Ítalíu, sem vann í Tokyo. Fyrstu gullverðlaun Norðurlanda Loks á fimmta degi Ólympíu- leikanna þóknaðist forsjóninni að útdeila einu gulli til Norðurland- anna, — þ.e.a.s. til Svía, þvi að frá Jönkjöbing er hann sigurvegarinn í nútíma fimmtarþraut, Björn Ferm að nafni, 24 ára gamall. Hann sigraöi í mikilli keppni við Ungverjann Balcz. Þessi lönd eru nú efst f hinni óopinberu stlgakeppni Ólympíuleikanna eftir úrslit- in í nött: USA 130 stig Sovétríkin 99 - Ungverjaland 70 - Pólland 49 - A-Þýzkaland 45 - Kenya 33 - Frakkland 33 -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.