Vísir - 18.10.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 18.10.1968, Blaðsíða 9
VIS TR . Föstudagur 18. oKtóber iSksS. JTosygin forsætisráðherra Sovétríkjanna kom nú í vikunni í heimsókn til Prag, höfuðborgar Tékkóslóvakíu og á miðvikudagskvöldið undirrit- aði hann ásamt Cemik for- sætisráðherra Tékka samning, sem ætlaö er að binda enda á þær þrálátu deilur, sem verið hafa milli þessara tveggja sósí- alísku landa síðustu mánuöi, Með þessum samningum er litið svo á, að Rússum hafi tekizt endanlega að brjóta á bak a'ftur óhlýðni Tékka. Þar með em brostnar allar vonir um það að Tékkóslóvakía geti oröið frjálst, fullvalda ríki, þar með er tilraun sú, sem þeir ætluðu að gera til aö þræða saman lýðfrelsi og sósíalisma úr sögunni. Kúgunarvald hins rússneska skriffinnskukerfis og heimsvaldastefnu hefur að nýju umlukt þessa myndarlegu smáþjóð. Myrkriö sígur yfir að nýju miskunnarlaust og syrtir hinar fegurstu vonir. Það er annars táknrænt fyrir þessa samningagerð, að efni samninga er haldið leyndu. Það | veit enginn í neinum smáatrið- um, hvaða skuldbindingar Tékkar hafa tekið á sig. En andrúmsloftið við dvöl Kosygins í Prag gefur nokkra hugmynd um, hvílík skelfing hér er að gerast. Það ríkti ein- hver ósegjanlegur drungi yfir komu hans til Prag. Það var ekkert um faðmlög eða bros, það minnti á jarðarför. Tár hrukku af grátins hvörmum, sorg og kvíði og uppgjöf var í svip hinnar yfirbuguöu, kúg- uðu þjóðar. Eftir á voru gefnar út fals- fullar yfirlýsingar um að efni samningsins hefði verið ,,að tryggja öryggi" Tékkóslóvakfu, að „vinátta og samstarf" Sovét- ríkjanna hefði veriö treyst. Samvizkulygar sem aðeins juku á þjáningarnar. jþó hefur verið skýrt frá einu atriöi samninganna, sem á að vera það, að Sovétríkin heiti því að flytja burtu hluta af innrásarher sínum frá Tékkó- slóvakíu og ennfremur, að hið þýzka, pólska, ungverska og búlgarska herlið, sem þátt tók í innrásinni verði allt flutt í brott. Þessu ákvæði um brott- flutning er víst ætlað að létta hugann, og það er að vísu rétt, að þar með verður þeirri sví- virðu aflétt, að þýzkt herlið sé nú í annað skipti notað til að kúga tékknesku þjóöina. En hvenær grær sú und, sem þar var skorin? Og þetta breytir DUBCEK - hetja eöa bleyða? manna og blaðamanna til Tékkóslóvakíu og yfirleitt munu ferðaleyfin verða gefin póli- tískt. Það mun sennilega veröa auðveldara fyrir ferðaflokka hliðholla Moskvuvaldinu að neimsækja Tékkóslóvakíu, og ( pólitiskt eftirlit og njósnir veröa teknar upp með erlendu ferðafólki sem kemst í gegnum jámtjaldið. Þá verða yfirhöfuð öll viö- skipti við Vestur-Þýzkaland bönnuö. Verzlunarsendinefnd Vestur-Þjóöverja í Prag verður sagt að hypja sig á braut. Tékk- um er bannað að taka viðreisn- arlán á Vesturlöndum. Þeir skuldbinda sig til aö einskorða efnahagskerfi sitt hinu komm- úníska efnahagsbandalagi. Þá hafa Rússar krafizt þess að Tékkar greiöi kostnaðinn við dvöl hernámsliðsins í land- inu. Ekki er vís^ hvað mikinn hluta þeir eiga að greiöa, en taliö er víst að þeir að minnsta kosti eigi að sjá hernámsliöinu fyrir öllu fæði. Rússar bera enga ábyrgð á því stórkostlega tjóni á eignum og efnahagslífi, sem innrásin olli. Það tjón verða Tékkar að bera í hljóði. UPPGJOF TEKKA Það síaðist út eftir fundinn í Cierna, sem frægur var og og einnig eftir hinar miskunn- arlausu viðræður í Moskvu í ágúst, hver var vilji Rússa og - hvaða kröfur þeir gerðu. Jjað er til dæmis ljóst, aö þeir gera kröfu til þess að menn sem hafa „sýnt Rússlandi andúð“ verði dæmdir í refsingu. Það er mjög erfitt að skilgreina í þessu, hvað er að sýna Rúss- landi andúð. Þess vegna munu Rússar ekki hafa sætt sig við, að tékknesk yfirvöld mættu skilgreina hugtakið. Fram- kvæmdin verður aö öllum lík- indum i því fólgin, að Rússar munu afhenda tékkneskum yfir- völdum lista yfir þá menn, sem þeir krefjast að hljóti refsingu. Það hefur verið lauslega áætlað meö stuðningi við blaðagreinar í Pravda og Isvestia, að Rússar muni hafa tiltæka lista yfir 40 — 50 þúsund manns, sem þeir krefjast að verði refsað og varpaö í fangabúðir fyrir and- spymu við Rússland. Þetta er sá hópur sem Pravda kallaði flugumenn vestrænna heims- valdasinna og er talið að í honum séu flestir fremstu rit- höfundar, listamenn og blaða- menn Tékkóslóvakíu. Stjórn tékkneska blaða- mannasambandsins verður vik- ið frá með sama hætti. Þá verður ströng ritskoðun og eftirlit tekið upp á öllum svið- um. Fulltrúar rússnesku her- námsstjórnarinnar munu fram- kvæma þetta eftirlit í samráöi við tékknesk yfirvöld. Kröfur voru settar fram um að rússn- eskir eftirlitsmenn fengju sæti í hverri blaðaskri'fstofu til þess að ritskoða greinar blaðanna. Það má vera, að Rússar hafi slakað til hér, en allt um það veröur ritskoðun á blöðunum mjög ströng. JJnn mun hafa verið gengiö að kröfum Rússa um aö taka upp bréfaskoðun og síma- hleranir. Hins vegar er ekki nákvæmlega vitað hvernig skipulag leynilögreglu verður, en nefnd ákvæði um refsingar og eftirlit bera þaö með sér, aö þau verða ekki framkvæmd nema með eflingu lögreglu- veldis. Rússneska hernámslið- ið hefur undanfarnar vikur safnað um sig nokkrum hóp fyrrverandi meðlima úr kúgun- arlögreglu Novotnýs og hafa þeir leikið lausum hala. Rússar munu hafa ætlað þeim hlutverk f. hinu nýja tékkneska þjóðfé- heldur ekki þeirri staðreynd, að Tékkóslóvakía er hernumið land, smáríki sem hefur verið miskunnarlaust fótum troöið af fasistísku framferði Rússanna. Um hitt er minna talað, hvaða skuldbindinga- Tékkar hafa á sig tekið. £n þó er í stórum dráttum vitað, að þeir hafa ver- ið þvingaðir til að heita því að afnema lýðræði og koma á í landi sinu að nýju kommúftísku kúgunarkerfi. Ekkert er til- kynnt opinberlega um það, að hvaða ■skilyrðum Tékkar hafi orðíð að ganga í þessu efni í smáatriðum. Og þó er hægt að gera sér nokkra grein fyrir því, hverjar kröfur Rússar hafa verið með í deilunum að undanfömu. Jþá hafa Rússar sett fram kröfu um að lýðræðislegir stjórnarhættir verði afnumdir. Þaö á ekki að spyrja alþýðuna álits á stjórnarfyrirkomulaginu og það má ekki leyfa neinar allsherjar atkvæðagreiðslur inn- an verkalýðssamtaka og fjölda- undirskriftir verða bannaðar og refsiveröar. Ýmsum forustu- mönnum sem kjörnir hafa verið í stjórnir verkalýðsfélaga verð- ur vikið úr starfi. Sterkt eftirlit verður tekiö upp með starfsemi rithöfunda- sambandsins og allri stjórn þess verður vikið frá og nýir skipaðir ' þeirra staö. að lík- indum menn sem Rússar til- taka. lagi. sem þeir eru að byggja upp, en ekki er vitað, hvort þeir hafa þröngvað því fram. , Þá er víst að mjög víötækar takmarkanir verða gerðar á ferðafrelsi. Með þessu er veriö að reisa nýtt járntjald kringum Tékkóslóvakíu. Það er í höfuð- atriðum bannaö að tékkneskir menn ferðist úr landi til Austur- ríkis eða Vestur-Þýzkalands og annarra vestrænna ríkja. Þá eru heimsóknir vestrænna manna til Tékkóslóvakfu einn- ig í höfuðatriðum bannaðar. Undanþágur og leyfi verða að vísu gefin. En vitað er, að Rússar hafa lagt sérstaka á- herzlu á að banna heimsóknir vestrænna rithöfunda, lista- Jjannig munu nú vera í helztu atriðum þær kröfur sem Rússar hafa gert til Tékka. Hér getur að vísu ýmislegt ver- ið mishermt, vegna þess að farið hefur verið leynt með sumar ofboðslegustu kröfur Rússa, líkt og þær væru manns- morö, til dæmis hvernig á að skipuleggja hina pólitísku kúg- unarlögreglu og stofna pynt- ingarfangabúðir. Auðvitað hafa forustumenn Tékka verið mót- fallnir slíkri villimennsku, en Rússar hafa sett fram sínar kröfur, slíkt er, segja þeir, aö- eins hluti hins sjálfsagða só- síalíska þjóðfélags. Þannig hafa nauöungarsamn- ingarnir verið gerðir, því að ella vofir yfir smáþjóöinni eyðilegging og útrýming. Því er hin ömurlega niöurstaða, þrátt fyrir hetjuríka mótstöðu tékknesku þjóðarinnar, að hún hefur beðið ósigur. Og hversu kjarkmiklir sem leiðtogar henn- ar Dubcek, Smirkovsky og Svoboda voru á samningafund- um austur í Moskvu, þá hafa þeir ekkert borið úr býtum að lokum annað en ósigur. "Fjví hefur sú spurning tekið að vakna, meðal sumra tékkneskra rithöfunda að und- anförnu, hvort þessir vinsælu þjóðarleiðtogar hafi ekki í rauninni brugðizt eins og bleyður. Það er rifjað upp, aö hinn gamli þjóöarleiðtogi Benes gafst með sama hætti upp fyrir Þjóðverjúm, þegar þeir réðust inn í Tékkóslóvakíu 1938 og ’39. Þá þóttist Benes vera að vernda tilveru tékknesku þjóð- arinnar með því aö gefast upp, annars yrðj þjóðinni tortímt í stríði og blóðbaöi. En afleiðing- in varð aöeins sú, að Þjóðverj- ar gátu fyrirhafnarlaust kúgað þjóðina um margra ára skeið og myrt mörg hundruð þúsund manns. Því segja sumir, að það 'afi verið bleyöuháttur hjá Benes að berjast ekki. Og sama segja menn núna im Svoboda og Dubcek. Það hafi veriö bleyðuháttur hjá þeim að láta ekki þjóð sína berjast. Því að það eigí aldrei að gefast upp éða sæ.tia s'g við ranglætið jafnvel þó við ofur- efli sé að etja. Þorsteinn Thorarensen. _______ 9 MBWnoMVMMMnD Við lögðum leið okkar að þessu sinni til nokkurra vegfar- enda og lögðum fyrir þá þessa einföldu spurningu, sem svo oft kemur upp í þjóðfélaginu: Teljið þér, að giá sé á m'lli menntamanna og almennings? Einar Einarsson, vörubílstjóri. Já, ég álít að það séu einhver brögð að því, en ég tel mig ekki geta sagt um, hvað það sé mik- ið. Sigmundur Gísiason, starfsmur Tollgæzlunnar. Já, heldur finnst mér það. Mér finnst að mennta- mennirnir skeri sig fullmikið úr og mættu þeir að ósekju koma nær almenningi. Gunnlaugur Hannesson, krana- maður. Já, þaö er talsvert bil á milli þeirra. Ingvi Guðmundsson, starfsmað- ur prjónastofu. Já, ég vil álíta það. Almenningur lítur allt of stórum augum á menntamenn- ina. Ástbjörg Ólafsdóttir, afgreiðsiu- stúlka. Nei, það er engin gjá þar á milli, en lærdómurinn skilur alltaf eitthvað á milli.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.