Vísir - 18.10.1968, Síða 16

Vísir - 18.10.1968, Síða 16
VISIR Styffri og skem-mti- | Segri úfvarps- 1 umræður frá I Aipngi í vetur ® Nú mun í ráði að gera hljöð- varps- og sjónvarpsumræð- ur frá Alþingi styttri og skemmtilegri fyrir allan al- f menning. Þingmenn úr öllum fiokkum hafa borið fram frum- varp þess efnis. Þar segir meöal annars, að í stað | útvarps- og fjárlagaræðu og um- í ræðu um hana skuli innan tveggja fj vikna frá þingsetningu útvarpa stefnuræðu forsætisráðherra og um ræðu um hana. Ræðutími forsæt- isráðherra skuli takmarkaður við hálfa klukkustund og fulltrúa ann- arra þingflokka við 20 mínútur. 1 seinni umferð hafi hver flokkur 10 mínútur til umráða. Gert er ráð fyrir eldhúsdagsum- ræðum í þinglok, en tími ræðu- manna verður styttur. W+ 10. siða. Flaug / morgun með einkavél skipakóngsins fil Grikklands — Giftingin liklega eftir viku P Það er langt síðan heimurinn hefur fyllzt eins mikilli undrun og í gærkvöldi, þegar útvarps- og sjónvarpsstöðvar fluttu fregnina um væntan- lega giftingu Jacqueline Kennedy og skipakóngs- ins Onassis hins gríska. Fréttina fluttu bandarísk blöð fyrst i gærmorgun, en eftir hádegi var fréttin staðfest af blaðafulltrúa Jacqueline Kennedy og ýmsum vinum beggja. — Jackie er nú 39 ára, — Onassis er 62 ára, og aldursmunurinn því 23 ár. Jaqueline Kennedy og Onass- is munu verða gefin saman á eyjunni Skorpion á Eyjahafi, en eyjan er eign Onassis. Einhver óvissa virðist ríkja hjá kaþólsku kirkjunni vegna hjónabandsins fyrirhugaða. Samkvæmt heimild í Páfagarði verður engin athugasemd gerð við þá fyrirætlun frú Kennedy, sem er rómversk-kaþólsk, að hún giftist Onassis, en kaþólska kirkjan virðist æskja frekari upplýsinga varöandi hjúskapar- slit Onassis á sínum tíma og afstöðu grísk-kaþólsku kirkj- unnar til þeirra. Jacqueline Kennedy hefir á undangengnum tíma farið í nokkrar skemmtiferðir á snekkju Onassis og í sumar dvaldist hún ásamt mági sínum, Edward Kennedy, og Onassis, á eyjunni Skorpion. Aristoteles Onassis var áður kvæntur Christinu f. Livanos, annars grísks stóreignamanns (skipaeiganda m. m.). Það var árið 1946 og eignuðust þau tvö börn, son og dóttur, en þau hjón slitu samvistum eftir 7 ára hjúskap. Var þá orðið kært með Onassis og Mariu Callas, söng- konunni frægu, og voru þau títt saman á skemmtiferðalögum eftir það, á snekkju Onassis. Vinfengi hefur verið með On- assis og Kennedyættinni um iangt árabil og margt fólk af ætt inni ferðazt á snekkju hans í skemmtiferðalögum, þeirra með- al John heitinn forseti. Sagt er, að Onassis hafi heimsótt fjöl- skylduna í Hyannis Port, fyrir skemmstu, og haldið þaðan til Grikklands. Tilgáta hefir komið fram um, að þau Onassis og Jacqueline verði gefin saman 24. október. Fregnin um hinn fyrirhugaöa hjúskap þeirra fór í gær um öll Bandaríkin og um allan heim má segja eins og eldur í sinu og mun ekki ofmætt, að fréttin hafi komið óvænt nær hvarvetna og vakið mikla undrun, — ekki sízt vegna þess, að um langt skeið hefir verið talið líklegt, að Jacqueiine giftist Harlech lávarði, fyrrverandi ambassador Bretlands í Bandaríkjunum, en hann er ekkjumaður, og verið mikii vinátta með honum og Kennedyfólkinu. Þau frú Kenne- dy og lávarðurinn voru oft á ferðalögum saman og m. a. var Harlech lávarður þátttakandi í ferð hennar til Kambódiu, er hún fór þangað í boði þjóðhöfð- ingjans. ■ New York: * Jacqueline hélt af stað til Grikklands i morgun, ásamt börnum sinum f tveimur, i einkaflugvél Onassis. Jacquehne með bömm, John og Caroline, sem eignast nú Skipakóngurinn Onassis. Lítið um rjúpu enn Eigendur Litbrár, Rafn Hafnfjörð og Kristinn Sigurjónsson, veita viðtöku skildinum fyrir bókina Hófadyn af Áma Ámasyni, umboðsmanni Minnesota Mining & Mfc Co. Islenik prentiðn fékk góða viðurkennkgu ■ íslenzk prentiðn vakti at- hygli á prentvöru- sýningu, sem haldin var í sumar í Bandarikjunum, en þar voru til sýnis valin verk prentsmiðja viðs vegar að úr heiminum. Bókin „Hófadynur“ var þar meðal sýningargripa og vakti áf sér sérstaka athygli fyrir falleg- an frágang og vandaða uppsetn ingu. Bókin var prentuð í prent- smiðjunni Litbrá. Á prentvörusýninguna, Print ’68, í USA voru sendir um 100 prentgripir, sem unnið höfðu til verðlauna og viöurkenningar í alþjóða samkeppni, sem fyrirtæk ið Minnesota Mining og Mfc Co. (3M-Company), efndi til með prentsmiðjum um allan heim. Sendu prentsmiöjur sýnishorn úr ársframleiöslu sinni í þá sam keppni og bárust gripir frá 2017 prentsmiöjum utan Bandaríkj- anna, en þaöan barst einnig urm ull af prentvörum. Aðeins 100 þeirra fengu viðurkenningu og þar á meöal „Hófadynur.“ Dómnefndin, sem fjallaði um keppnisvörur, var skipuð mönn um úr þekktustu prentfvrirtækj um heims. Þau verk, sem þóttu skara fram úr, fengu skjöld með áletr uninni, Exelience in Litho- graphy, sem lauslega útleggst, afburðavinna í litprentun. Bókin „Hófadynur“ er eins og menn muna prýdd myndum eft- ir Halldór Pétursson, en uppsetn ingu hennar annaðist Torfi Jóns son, auglýsingateiknari. • Skyttur i nágrenni ' Forna hvamms hafa nú skotið um 400 rjúpur á einni viku. „Vertíðin" stendur til jóla og vonast menn eftir því, að riúpur láti meira á sér bera en verið hefur. Um 30—40 menn eru nú við veiðarnar og dveija í skálanum í Fomahvammi. Mest báru þeir úr býtum fyrsta dag inn, en þá komu þrir menn meö 90 rjúpur. Notaðar eru eingöngu haglabyssur og er Gunnar veitinga maður I Fomahvammi eftirlitsmað ur og fylgist hann með þvi að allar reglur séu viðhafðar. • Veður er hið bezta fyrir veiöi mennina, en snjór er viða niður undir byggð og torveldar hann vissulega veiöina. Mikill áhugi virð ist vera fyrir rjúpnaveiðum og ár- lega bætast margir i veiðihópinn og taka menn jafnvel sumarfríin seinna tii þess að komast i rjúpu. Gunnar tiáði blaðinu, að óvenjulít ið hafi verið um rjúpur, en hann taldi að innan tíðar myndi veiðin glæðast, og menn gætu litið bjart- sýnir fram á það, að hafa rjúpur i jólamatinn. Efna til geð- heilbrigðisviku Efnt verður til kynningarher- ferðar í þágu geðheilbrigðismála dagana 26. okt. til 2. nóv. n.k. Það er félagsskapurinn Tengl- ar, sem stendur að Geðheilbrigð isvikunni með stuðningi Geð- verndarfélags íslands og Styrkt- arfélags vangefinna. Verkefni Geðheilbrigðisvikunnar skiptast í þrjá hluta. í fyrsta lagi Þeir, sem standa m. a. að kynnirigarvikunni. Frá v.: Torfi Tómassor frkvstj. Styrktarfélags vangefinna, Ásgeir Bjarnason frkvstj: Geðverndarfélags Islands, Sveinn R, llaukssón, frkvstj. kynninga rvikunnar, Stefán Ól. Jónsson fulltr. fræösiustj. og nokkrir Tcngla.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.