Vísir - 19.10.1968, Blaðsíða 5

Vísir - 19.10.1968, Blaðsíða 5
f Í’SIR . Laugardagur 19. oktéber 1968, 5 Þetta er atriði úr „Upplyftingu“, sem sett var upp í Iðnð árið 1947. Leikendur eru talið frá vinstri: Jðn Aðils, Bryndís Pétursdóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir. Kristinn Daníelsson (með pottinn á höfðinu) Guðmundur Erlendsson og Margrét Magnúsdóttir. Þannig höfðu þeir það, piltamir með hvitu koilana árið 1923, ef dæma má af revíunni „Spánskar nætur“, sem þá var sýnd. Þetta káta fólk á myndinni eru þau Ámi Tryggvason, Sigríður Hagalin og Guðmundur Pálsson. Þegar hún amma var ung Vinsæl reviuatriði frá árunum 1923-'57 Á mánudag tromma leikarar og starfsfólk Leikfélags Reykjavíkur um bæinn í skrúð- göngu með miklu skrauti og pírumpári. Gangan stöðvast við Austurbæjarbíó, þar sem haldið verður Jieljarmikið knall um kvöldið. Skemmtun þessi er byggð upp á efni úr gömlum revíum eingöngu, margir gamlir söngv- ar og gamanþættir, sem gerðu hvað mesta lukku hér í den tíð, þegar revían var eitt helzta dægurgamanið í henni Reykja- vík. — Efnið er sótt allt aftur til 1923, hið elzta, en yngstu atriðin voru flutt héma 1957 og eru úr Gullöldinni okkar. Þessi skemmtun hefur verið „Vertu bara kátur“ var fyrsta revían sen. sýnd var í Sjálfstæð ishúsinu (’47). Þar lék Emeh'? Jónasdóttir, fröken Fingibjörgu Þumals, og þarna er hún aftur á ferðinni í Austurbæjarbíói ásamt skáldinu Ljóða Ljóös. sem Jón Júlíusson leikur. kölluð „Þegar hún amma var ung“ og eflaust kannast margar ömmur við sitthvað, sem birtist á sviðinu í Austurbæjarbíói á mánudagskvöldið. — Hvaða roskinn Reykvíkingur man til dæmis ekki eftir: „Spánskar nætur" (1923) — „Fomar dyggðir" (’37) — „Nú er það svart maður“ (42) — „Allt í iagi iagsi“ (’44) ..'. svo eitt- hvað sé nefnt. Velflestir leikarar Leikfélags- ins taka þátt í þessari skemmt- un, og auk þeirra nokkrir kunn- ir gamanleikarar, sem lengi störfuðu með Leikfélaginu og settu meðal annars sinn svip á skemmtanalífið í bænum á blómatíma revíunnar. Má þar til dæmis nefna Lárus Ingölfs- son, Áma Tryggvason, Nínu Sveinsdóttur, Vilhelm Norð- fjörð. — Og af leikurum Lerk- félagsins: Emelíu Jónasdóttur, Áróru Halldórsdóttur, Ingu Þórðardóttur, að ógleymdum Brynjólfi Jóhannessyni. Fjöldi yngri leikara kemur fram f skemmtuninni. Nöfn þeirra yrði of langt aö telja þvi að alis birtast um eða yfir fjöru- tíu leikendur á sviðinu. Að sjálfsögðu er hvert atriði klætt í sína tízku. Búningar eru því æði fjölbreytilegir og sýna raunar tízkuna allt frá 1923 fram undir okkar daga. — Á baksviði er svo bmgðið upp myndum úr gömlu Reykjavik, eftir því sem við á hverju sinni. Guðrún Ásmundsdóttir og Pétur Einarsson hafa æft þætt- ina fyrir þessa skemmtun og sett á svið, en undirleik við söng annast Magnús Pétursson. Fjöldamargir hafa að sjálfsögðu lagt hönd á plóginn til þess að koma upp þessari viðamiklu skemmtun,.en það starf er mest allt unnið í sjálfboðavinnu, með von um að eitthvað aurist sam- an í bygginsarsióð Leikfélags- ins — von um nýtt leikhús. Þessi júfferta kom fram á sjónarsviðiö í Iðnó á stríðsárunum (’41), en einhverra hluta vegna var hún öldungis frí við ástand ið. — Þetta var í Reykjavíkurannál, sem nefndist „Hver mað- ur sinn skammt“. Það er Lárus Ingólfsson, sem bregður sér þarna í jómfrúgervi — en hann lék það hlutverk líka fyrir 27 árum. Sundfatatízkan hefur breytzt lítið eitt frá því 1929, en þá var sett upp revía, sem bar nafnið „Lausar skrúfur". Og þess- ar þrjár ungu leikkonur, Þórunn Sigurðardóttir, Helga Jóns- dóttir og Helga Hjörvar syngja úr henni lagið um sundhöllina.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.