Vísir - 19.10.1968, Blaðsíða 7

Vísir - 19.10.1968, Blaðsíða 7
V1SIR . Laugardagur 19. október 1968, 7 KIRKJAN OCIr 1»J ÓUOI Haldið því, sem gott er „Slökkvið ekki andann. Fyrir- lítið ekki spádóma. Prófið allt haldið því, sem gott er. Haldið yður frá sérhverri mynd hins illa' 1. t>ess. 5.19—22. lyjaöurinn er hinn sami í gær ~ A og í dag og um þúsund ár. Þessalókíubréfin gætu verið skrifuð til vor. A.m.k. skulum vér taka þessi orð til vor og hugleiða gildi þeirra. Hvað er það, sem mest hætt- an er á, að slökkvi andann í nútíð vorri? Hinn undirstöðu- Iausi hégómi. Goluþyturirm af hraðanum, sem á oss er í sókn- inni eftir hinum ógrípanlega vindi — undir táli auðæfanna. Það er þyturinn, sem vér vekj- um sjálf á lognkyrrum stöðv- um vorum, sem blæs á hið and- lega ljós og slökkvir það. Mað- ur, sem hin verstu gerninga- veður tíðarinnar hafa þannig leikið um, en fann eigi hve hörð voru meðan börðu, er illa kalinn og kominn í skjóllaust skammdegi — hann, sem er af- komandi ljóssins og sonur dags- ins. Maður, sem á aðeins þurr- an kveikinn eftir, en sálarljósið siökkt er skuggi af manniegri veru. Eitt fegursta dæmi þess hve tilveran er eðlisjákvæð er það, að þegar slökktur andinn sér hinn kulnandi neista og leitar eftir skímu hans í trú- arskjólin, kviknar í þeirri andrá sálarlegt ljós, sem ber æ meiri birtu, er maðurinn leitar lengra á vegum andans. Þegar hann hefur fundið, að tilgangur hins járðneska lífs er undirbúningur framhalds lífsins, fær skamm- ur tími hans gildisviðmiðun æðri lífsveruleika hins ótíman- lega. Sál jarðarbarnsins nýtur þá ljóss hins eilífa fyrirbúna lífs. í kyrrð þessa fundar á veg- inum er fólgin sú lífsfylling, að engin veður magnast, og ekkert er það, sem slökkur andann. Annað boð postulans í bréf- inu til vor var þetta: Fyrirlítið ekki spádóma. Svo að vér misskiljum ekki þann, sem skrifar oss þurfum vér að eiga sömu undirstöðu í orðunum og hann. Spádóms- gáfa er í huga hans víðari merk- ingar en almennt mun með oss. Til að færa oss nær minnumst vér þess hverja eiginleika spá- mennirnir höfðu, hvorir tveggja: spámenn ísraels allt frá Móse um aldirnar til meistara vors Jesú Krists og svo þeir, sem áhrif hans náðu að leiftra gegn- um. Allir eiga þeir það sameigin legt að vera gæddir miöilshæfi- leika og andagáfu. Var það ekki eitt að þeir væru forvitri, sæi og segði fvrir óorðna hluti, held ur var spádómshæfileikinn fólg- inn í því að gwðsmaðurinn gat meðtekið heilaean andann svo að hann fylltist guðsmóði og flutti guðsorð öðrum mönnum. Spádómarnir. sem postulinn biður oss að fyrirlita ekki, taka einnig til lækningamáttarins, sem fram kom svo dýrlega > Kristi, Iausnaranum. En hinztu spár, sem ritningin greinir. eru opinberanir .Tóhannesar. Hann lýsir því, sem hann sér í öör- um heimi, — beinum orðum op dulrænum líkingum. Allt hið undarlega og yfirskinslega- eru spádómar. Hið fegursta og full- komnasta, sem augað greinir og eyrað nemur. Á skiljanlegan hátt og óútskýranlegan. — Inn- blásin orð glæsilegustu ræðu- manna þjóðarinnar köllum vér ekki spádóma, né snillj skáld- anna og töfra listamannanna, enda þótt slíkt væri rétt að forn um skilningi orðsins. Hin vand- meðfama miðilsgáfa er spádóm ur. Fæstir þeirra miðla sem eru á dögum í nútíð vorri neyta hæfileikans til þess einhliða að segja fyrir um ökomna hluti í jarðneskri tilveru vorri. Hitt er miklu oftar að þeir verði fyrir áhrifum úr andaheiminum, og veiti lækning andlegra og líkamlegra meina. Allt sem nú var nefnt lauslega - eru spádóm ar, og ekkert af því getum vér fyrirlitið, af því að vér skiljum það ekki til fulls. En vér get- um notið þess ef vér viljum láta andann loga. Prófifi allt, haldifi því, sem gott er. Hér erum vér komnir að hin um veigamestu orðum í bréfinu. Þau liggja til grundvallar kenn- ingar kristinnar siðfræði um frelsi mannsins og ábyrgð í sið- gæðisefnum. Mannshugurinn er svo leitandi, að postulinn veit, að ekki þarf að segja oss tvisvar að prófa allt, en hins vegar að velja og hafna. f hinni almennu kenningu kirkjunnar er þó slenpt upnhafsorðunum: prófið allt. — Forsvarað með því, að maðurinn þurfi ekki að reyna siálfur það sem honurn hafi verið kennd, enda sann- anlega hæpið boðorð, svo næm sem nútíð vor er fvrir árekstr- 'im manna. En sýnt, að stund- aði hver sínar siálfstæðu til- raunir í siðgæðisefnum ræki eitt sig á annars horn. Siðgæði kirkjunnar er því ekki leitar- stöð. en fastmótaður raunliæfur skóli. sem trevstir þjóðfélagið meir en nokkuð annað. Fvrr var talað um Guðs löe oe manna. Nú eru þau vaxin sam- an í lagasetninaar lýðveldis- ins. Því vitum vér ekki um bað. að klukkuslátturinn undir hin- um góðu verkum vorum fvrir- sögðum og óhugsuðum, er kristn in í þjóðinni og oss siálfum. — Samgróin vaxin I eðlið. Sam- vizkan svarar þá spurn vorri. svo að vér þurfum eigi að prófa allt — eins og fólkið í frum- kristna söfnuðinum — t áþreif- anlegu verki. En samt. I eintali sálarinnar. Reglurnar, sem þar koma fyrir oss, gætum vér nefnt hinu forna lagaheiti, sem hvergi er á bækur skráð, en á svo sterkan þátt í tilfinningum vorum. Það er hin kristna vit- und. Og sé hún óþvinguð af hégómanum og óbeygð af veðr- unum, er mat vort á vali og Séra Ágúst Sigurðsson, sem skrifar hugvekiu Kirkjusíðunn- ar í dag, er fæddur á Akureyri 15. marz 1938, sonur prests- hjónanna á Möðruvöllum, frú Maríu Ágústsdóttur og séra Sigurðar Stefánssonar, síðar vígslubiskups. Sr. Ágúst tók guðfræðipróf vorið 1965 í ein- um áfanga, og þá prestsvígslu af hendi föður síns í Hóladóm- kirkju þegar að loknu prófi. Þjónaöi Möðruvöllum, settur og síöan kjörinn, unz hann fékk veitingu fyrir Vallanesi haustiö 1966. Kona hans er Guðrún Lára Ásgeirsdóttir úr Reykjavík. Hún er nú skóla- stjóri Húsmæðraskólans á Hall- ormsstaö. höfnun byggt á heilbrigðum andlegum grundvelli. Verk vor eiga þá að sýna, að vér höf- um pröfað allt. en haldið að- eins því góða eftir. Já, að lokum: Haldið yður frá sérhverri mynd hins illa. Að sönnu sígildur boðskapur, en ó- gildur í hinu daglega lífi nema hjarta mannsins sé viturt af til- finningu trúarinnar. Og jafnvel spekingunum getur orðið villu- aiarnt í veðrum þessa lífs. — Til skamms tíma var annað höf- uðeinkenni hinnar kirkjulegu predikunar það. að öllu því illa var samansafnað í eina per- sónu. Nafngiftir prestanna á hin um gamla óvini eru að falla 1 gleymsku. Því miður stafar þessi vinsæla breyting ekki af því, að hið illa sé horfið úr mannheimum. Þetta eru áhrif upplýsingar- og menntastefnu nútíðarinnar og kröfugerðar hennar til víðsýnis. Eða e.t.v. aðeins til flóknari framsetning- ar. Samnefnari fyrri alda og kyn slóða, sem tók til alls hins illa hefur nú Ieystst upp í ópersónu- legan fjölda neikvæðra verkana. Eftir þessa umbreytingu er oss meiri vandi að varast hið illa. þvi aö sumar mvndir þess eru harðla daufar fyrr en þær framkallast í mistökum vorum á veginum. En hitt var dýrmæt- ara: heildarsamtök hins illa. Satan, voru ósigrandi ósn í hug 10. sfða Eiríksstaðir á Jökuldal eru ekki gamall kirkju- staður. Áður stóð kirkja á Brú, þar sem bæn- hús hafði verið frá fornu fari. En sóknarmönn- um fannst hún betur sett á Eiríksstöðum og fengu bréf upp á það rtð sunnan, dags. 27. sept. 1911, að þeir mættu flytja kirkjuna. Var hún reist 1913, snoturt hús úr steinsteypu. Hún var áður útkirkja frá Hofteigi, en heyrir nú 'til Kirkjubæjarprestakalli, sem er prestslaust og skipt til þjónustu milli Eiðaprests og Vallanes- prests, sem þjónar sóknunum á Jökuldal og Möðrudal. — Frá Vallanesi í Eiríksstaði eru 215 km. I Örlæti biskups Við landseta sína og skuldunauta var Pétur biskup mjög tilhliðrunarsamur og nærgætinn og hjálpaði þeim oft e á lá. Nokkrum árum áöur en ég komst í nánari kynni við Pétur biskup gisti ég eitt sinn f bæ hálfa dag- leið frá Reykjavík. Bóndi sagði mér, að fyrir nokkrum dögum hefði komið þar landseti Péturs biskups með hest í taumi og verið mjög angurvær af þvi honum var ámögu- legt að borga landsdrottni sínum nema nokkurn hluta af ..gjaldi jarðarinnar og hann vantaöi auk þess fé til þess að kaupa ýmsar nauðsynjar, er hann þurfti að fá í Reykja- vík. Nokkrum dögum síöar kom bóndi aftur með klyfj- aðan hestinn og lék þá við hvérn sinn fingur. Pétur bisk- up '’afði eigi aöeins gefið honum upp skuldina, heldúr einnig gefiö honum á hestinn það, sem hann vanhagaði um. __________________ (Þ. Th.: Æfisaga dr. P. P.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.