Vísir - 19.10.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 19.10.1968, Blaðsíða 16
Nýjnr hugmyndir um sfjórnarráðshús Hugmyndir um nýtt stjórnarráðs hús hafa verið uppi um alllangt skeið, en ekki orðiö úr framkvæmd um hingað til. í umræðum um Stjómarráðið á Alþingi í gær upp- lýsti forsætisráðherra, dr. Bjami Benediktsson, að komnar væru fram teikningar að nýju húsi, sem væm í samræmi við aðstæður og féllu vel inn i heildarskipulag Rey kj a vík u rbo r g ar. Hann taldi byggingu „hallar" ekki koma til greina, eins og aðstæður væru nú. Þess mun þó naumast að vænta, ?.ð framkvæmdir verði hafnar við byggingu bessa innan skamms, enda leitast ríkisstjómin við að spara sem mest við opinberar fram- irvæmdir. Forsæfisráðherro til Osló í gær Dr. Biami Benediktsson, forsæt- isráðherra, fór i gær til Osló til að sitja fund forsætisráðherra Norðurlanda og stjómaraefndar Norðurlandaráðs, sem þar verður haldinn í dag og sunnudag. For- sætisráðherra mun koma heim á mánudag. Sigríður — kom á óvart Þórdís — ekki nógu mikii persóna of Brynja — mikill aldursmunur Gunnsteinn - skúffaður Ástmar — Onassis glaumgosi Unnið að rafgeymahleðslunni i gær PÓLAR h.f. semja við erlenda rafgeymasamsteypu Auka framleiðslu um þriðjung Rafgeymaverksmiðjan Pólar h.f. <®- befur hú hafið framlelðslu á Chlor- | íde-rafgeymum. Samvinna hefur tek izt ■íilli verksmiðjunnar og Chlor- ide-samsteypunnar, sem SÍS hefur umboð fyrir. Pólar h.f. geta nú framleitt 30—40% fleiri rafgeyma en áður, fleiri stærðir og í meira úrvali. Auk þess hagnýtir verk- smiðjan sér fjöldaframleiðslu hinn- ar erlendu samsteypu. Þjónusta fyrir rafgeyma verður veitt í Reykjavík og á Akureyri. Einnig geta umboðsmenn fyrirtækis ins úti um land hlaðið rafgeymana. Chloride-samsteypan hefur fram- leitt rafgeyma í 75 ár. Þar eru 157 verksmiðjur og rannsóknar- stofa, er 300 manns starfa við. Samsteypan á blýnámur í Astralíu. Gluggagægir kominn á kreik 9 Allar horfur eru á því, að jólasveinarnir ætli að verða snemma á ferðinni í ár. íbúar í Grænuhlíð urðu varir við gluggagægi í fvrrinótt, rétt eftir miðnætti, en andlitinu á honum brá rétt fyrir á glugga húss eins þar í götunni. Þeir, sem urðu hans varir, eru þó ekkert sérlega trúaðir á jóla- sveina og lögðu annan skilning í þetta athæfi gluggagægisins. Gerðu þeir lögreglunni viðvart, en „jóla- sveinninn“ var þá horfinn,, þegar hún kom á vettvang. Kannski var það klæðnaður gluggagægisins, sem vakti fyrst og fremst tortryggni, því í stað rauð- leitrar loðúlpu, sem búast hefði mátt við, var hann klæddur græn- leitri úlpu, sem var með skinn- kraga. Hálf öld frá stofnun Sjóvátrygg- Elzta og stærsta trygginga- hlutafélag landsins, Sjóvá- tryggingafélag íslands, verð ur fimmtíu ára á morgun, stofnað 20. október 1918. Að stofnuninn5 stóðu þeir Sveinn Björnss., yfirdómslög maður, síðar forseti íslands, og Ludvig Kaaber banka- stjóri, sem varð fyrsti for- maður félagsstjórnar. Stofn- un þessa féiags var fyrsta sporið, sem stigið var hér á landi af einstaklingum til þess að reka sjálfstætt inn- lent tryggingahlutafélag. Sjóvátryggingafélagið ann- ast sjóvátryggingar, brunatrygg ingar, líftryggingar, bifreiða- tryggingar og frjálsar ábyrgða- tryggingar. Auk þess allflestar tegundir annarra trygginga, svo sem flugvélatryggingar, jarðskjálftatryggingar, ferða- og slysatryggingar, rekstursstöðv- unartryggingar, byggingatrygg- ingar, striðstryggingar o. fl. Iðgjöld síðustu ára hafa num ið rúmum milljarði króna sam- tals. Um síðast liðin áramót nam samanlögö skuldabréfa- eign félagsins og eign I fast- eignum 105 milljónum króna. Núverandi stjórn skipa: Sveinn Benediktsson, formað- ur, Ágúst Fjeldsted, Ingvar Vil- hjálmsson. Björn Hallgrímsson og Teitur Finnbogason. hefur verið of mikið bendlaður við vafasöm mál og er ekki nógu mikil persóna. Brynja Janusdóttir, hár- greiðslukona: Ég veit ekki hverju maður á að svara. Fyrir mitt leyti lízt mér ekki á hann. Aldursmunurinn er allt of mikill. Það hefur verið geysilega mikið talað um þetta. Gunnsteinn Jóhannsson: Ég varð ákaflega skúffaður. Mér finnst að fólk i heiminum hafi sýnt henni anzi mikla samúð í hennar raunum og mér finnst hún hafa tapað mikið á j>essu. Það hefur mikið verið talað um þetta jafnvel frekar af karlmönn um en kvenfólki, já mér heyrist að þeir séu dálítið skúffaðir. Ástmar Ólafsson, auglýsinga- teiknari: Ég hugsa að Onassis verði aliavega lélegur fóstur- faðir. Þetta er náttúrlega glaum- gosi, sem hefur hlaupið frá hjónabandi og annarri konu. Þétta er kaupsýslumaður, sem virðist hafa litinn tíma til þess aö sinna fjölskyldu og heimili. En ef hún ætlar að komast undan þessari Kennedyætt með þessu móti virðist þetta vera maður til þess að styrkja hana í því. Menn eru yfirleitt hissa. Grikki — það hefur náttúrlega alltaf sína merkingu, ég held að menn séu almennt mjög hissa. Ragnar Lár: Ég hafði ekki grun um að hún hefði verið svona blönk manneskjan, ég hélt að hún hefði verið á eftir- launum. Þetta er alveg fráleitur ráðahagur. Þetta er gamall karl- skarfur, margþvældur í hjóna- böndum og utan. ... og þetta hafði Walter Schirra að segja utan úr geimnum um sama mál: Walter Schirra geimfari í Ap- ollo 7. var spurður í sjónvarps- viðtali um hjúskaparáform Jacqueline Kennedy og Onassis ,iins gríska, og brá hann fyrir sig orðatiltæki, sem algengt er í daglegu ensku máli: It is Greek to me, eða: Það hljómar sem gríska í mínum eyrum. HAG ÁRSINS ? Spjallað við fólk á g'ótunum um giftingu Jackie Kennedy og Onassis skipakóngs greiðslufólkið, sömuleið is var hún umræðuefnið þegar fólk hittist á götu og á fjölmörgum vinnu- stöðum. Yfirleitt var fölk mjög undr- andi yfir tíöindunum og höfðu rnargir sitthvað til málanna að leggja, þegar Vísir spurði þá um það hvernig þeim litist á þennan ráðahag ársins. Sigríður Aradóttir, afgreiðslu- stúlka sagði: Mér kom þetta á óvart og leizt nú ekki of vel á það. Ég held hún minnki mik- ið í áliti við þetta. Þetta hefur veriö mikið rætt bæði af við- skiptavinum og starfsfólki. Þórdís Hlöðversdóttir: Mér lízt ekki vel á þetta. Onassis Fréttin um ráðahag Jacqueline Kennedy og Onassis hins gríska skipakóngs hefur vakið mikla athygii. Hún var aðalumræðuefni manna á milli í gær. í verzlun- um töluðu viðskiptavin ir um þetta við af- HVAÐ SEGIR FÓLK UM „RÁÐA-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.