Vísir - 19.10.1968, Blaðsíða 12

Vísir - 19.10.1968, Blaðsíða 12
12 VI SIR . Laugardagur 19. ofctóber 1968. 3 Fyrstl dagurinn. .....Skyndilega kom hann upp 'á yfirborðið, eins og fiskur sem skýzt upp úr þöglu og myrku djúpi. Hann skynjaði að hann var til og 'um leið sá hann að hann stóð á ■götuhorni og háreystin af umferð- , inni ætlaði að æra hann. Það var eins og flóðgátt hefði verið opnuð og skynjanirnar og hugsanirnar ' byltust að honum og um hann eiris - og ólgandi flaumur. Hann var einn. Það sló glampa á regnvotar gang- stéttirnar, fólksmergðin streymdi fram hjá, lögregluþjónn þeytti skræka blístru sína, bílar hemluðu. Smám saman varð hann þess var að hann var aumur og stirður í fót- unum, að hann var svangur og þreyttur og umhverfið var honum annarlega óvinveitt. Fyrir handan götuna niðaði lítill gosbrunnur á torgi... Hann bar kennsl á gosbrunninn, vissi hvar hann var og það vakti með honum hlýjan fögnuð en að- eins í bili. Auðvitað var hann stadd- ur í New York. Fimmta breiðgata blasti við honum og Hótel Plaza stóð hinum megin viö götuna. Eft- ir nokkur andartök, þegar hann væri vaknaöur til fuils, hlaut hann að muna þetta allt — hvers vegna hann stóö hérna holdvotur eins og af sundi dreginn, hvernig hann var hingað kominn, hvaða erindi hann átti — og hver hann var. Sem snöggvast var hann gripinn ákafri hræðslu. Hvílík fásinna ... auðvitað hlaut hann að vita hver hann var, hann mundi aðeins ekki í svipinn hvað hann hét, það var allt og sumt. Og þetta minnis- *leysi hlaut að líða hjá, ef hann stæði þarna kyrr og biði andartak, hefðist ekki aö, sagði hann við sjálf- an sig, þá hlaut hann að vakna af þessari martröð. Maður vaknaði alltaf af martröð. Eftir nokkurt andartak ... það gat ekki dregizt lengi... Loks þoldi hann ekki lengur mát- ið. Hann gat ekki staöið þarna til eilífðarnóns, svangur og Llla til reika, nafnlaus og án minnstu fótfestu í raunveruleikanum. Hann gekk yfir götuna, að hótelinu. Gat hann farið þar inn? Vissulega var hann ekki þannig til reika. Hann hafði sáran höfuðverk og það setti að honum ákafan hroll í hráslaga- köldu haustloftinu. Og hvernig gat hann farið inn í veitingasal hótels- ins, án þess að hafa minnstu hug- mynd um hvað hann sjálfur hét? Einkennisklæddur dyravöröur gekk í veg fyrir hann eins og hann vildi vama honum inngöngu, en svo vottaði fyrir hlýrri glettni í augunum í svipbrigðalausu andlit- inu. „Þetta er leiöindaveður, hr. Bancroft?“ sagði hann. „Þér hafið bersýnilega lent í dembunni áðan, hr. Bancroft". Bancroft... sagði dyravörður- inn ekki áreiðanlega Bancroft? „Ég hafði ekki hugmynd um að yðar væri von hingað, herra minn. Er konan yðar í fylgd með yður?“ Það vildi svo vel til að glæsilegur fólksbíll nam staðar úti fvrir í sömu svifum og dyravörðurinn hraðaði sér þangað án þess að bíða eftir svari hans. Þá varð hann aftur gripinn þess- ari annarlegu hræðslu. Hann hrað- aði sér á brott á meðan dyravörð- urinn veitti því ekki athygli.. . dyravörðurinn, sem að öllum líkind- um hafði tekið hann fyrir einhvem annan. Hann var þvi engu nær. Hann gekk hröðum skrefum eftir gangstéttinni. Miðgarður var á hægri hönd hinum megin við stræt ið, Iaufið á trjánum var tekið að sölna, lim sumra þegar nakið. Víst bar hann kennsl á garðinn, eða var það ekki? Og fyrst laufið var tekið að sölna, hlaut að vera kom- ið haust. Þetta hlaut allt að rifj- ast upp fyrir honum, smám sam- an. Haust. Morgunn. En í hvaða mánuði og hvaða ár? Og hvað var orðið áliðið morguns “ Hann leit á armbandsúrið sitt... 5:37. Það gat ekki átt sér stað. Kl. 5:37 að morgni mundi enginn ÝMISLEGT YMISLEGT Tökuro að okkui nvers konaj múrnr, og sprengivinnu i húsgrunnuro og raes um Leigjuro út loftpressut og zfbr. sleða Vélaletga Steindórs Sigbvats ^onat Alfahrekki vif Suðurlands Oraut simt tíl435 TÆRIFÆRISKAl TP Höfum p.ýtengK' ROTHO tijólbörui. kr 1185— 1929. v-þýzk úrvalsvara, etnnig úr vai at CAR-FA toppgrindum. þ. á m. tvö földu buröarbogana vinsælu á alla bíla Mikið úrval nýkomið af HEYCO og DURO bfla- og vélaverkfærum, stökum og i sett um, einnig ódýr blöndunarfæki, botnventlar og vatnslásar Strok.árn kr 405. — Málningarvörur. — Allar vörur á gamla verðinu — Póstsendurn (NGÞÓR HARALDSSON H/F, Grensásvegi 5, sími 84845. TEKUR ALLS KONAR KLÆÐNINGAR FLJÓT OG VÖNDUÐ VINNA ÚRVAL AF ÁKLÆÐUM LAUOAVEO 62 - SIMI10125 HEIMASlMI 03634 BOLSTRUN Svefnbekkir I úrvali á verkstæðisverði GÍSLI JÓNSSON Akurgerði 31 Smi 35199. Fjölhæt iarðvinnsluvél ann- ast lóðastandsetningar, gref húsgrunna, holræsi o.fl. maður að kalla á ferli um göturn- ar, og um fimmleytið að kvöldi hlyti aö vera mjög farið að skyggja um þetta leyti árs. Hann bar úrið að eyra sér. Það var stanzað. Ósjálf rátt vatt hann upp fjöðrina, ein- hverra hluta vegna varð honum það allt í einu óumræðilega mikilvægt að vita nákvæmlega hvað tíman- um leið, jafnvel enn mikilvægara en aö vita hver hann var. Einkennisklæddur lögregluþjónn stjórnaði umferðinni. Hann nam staðar. Ef hann gengi til lögreglu- þjónsins og skýrði honum frá vand- ræðum sínum ... að gera sér grein fyrir því. Ein- hvers staðar I hugarfylgsnum sín- um lumaöi hann á þeirri vissu aö allt rifjaðist upp af sjálfu sér, ef hann einungis biði og gerði ekki neitt til að þvinga það fram. j Honum varð gengið fram hjá ; verzlunarglugga, og það vildi svo til að hann sá mynd sina speglast ' í rúðunni. Hann varð furðu lost- j inn. Hann flúði ósjálfrátt þessa spegilmvnd sína, en nam þó ósjálf- rátt staðar andartaki síðar við aðra verzlunargluggarúðu — fötin héngu utan á honum, bindishnúturinn var hálfraknaður, og andlitið, sem hon- En einhvers konar stolt, þrá- kelkni eða jafnvel varúð hélt aftur af honum. Þegar allt kom til alls, þá hafði hann fengið að vita hvað hann hét... eða mátti ekki treysta minni dvravarðarins? Þetta hlaut að skýrast fyrr eöa síðar. Hann hélt áfram göngunni. Hann vissi hvar hann var staddur end- urtók hann með sjálfum sér. Það var hætt að rigna að mestu, en hann var holdvotur fyrir. Hvem fjandann hafði hann verið að vilja frakkalaus út í þetta veður? Hann varð var við augnatillit þeirra, sem fram hjá fóru, þar bar ekki á neinni undrun eða for- vitni, öllum stóð gersamlega á sama. Hann verkjaöi í allan skrokk- inn frá hvirfli til ilja, en það var nánast til tekið aukaatriði eins og á stóð. Það munað minnstu að hann yrði fyrir leigubíl, þegar hann hélt yfir hliðargötu, bílstjórinn leit út um opinn hliðargluggann og jós yfir hann ókvæðisorðum, hann fann stríkka á vöðvum sínum eins og hann væri ösjálfrátt reiðubú- inn að láta hendur skipta, en bíll- inn ók leiðar sinnar. Hann var sér þess meðvitandi að hann gekk fyrir götuhom, yfir götur og eftir gangstéttum. Hvaða máli skipti hvert hann fór? Hann hafði að síðustu ekki hugmynd um hve lengi hann hafði reikað þannig um regnvotar og framandlegar gangstéttir, fram hjá verzlunum og sporvagnastöðvum — reyndi ekki 8212D rafvélaverkstædi s.melsteds skeifan 5 Tökum að okkur: Mótoimælingar Mðtorstillingax Viðeerðir á rafkerf' dýnamðum og störturum. Rakaþéttum raf- kerfið '/arahlutir á staðnum FÉLAGSLÍF Knattspyrnufélagið Víkingur Knattspyrnudeild. Æfingatafla fyrir veturinn '68 til’69. Þriðjudaga kl. 6.10 — 7, 5 fl. A. Fimmtudaga kl. 6.10 — 7, 5. fl. B Fimmtud. kl. ~ — 8.15, meistarafl. Fimmtudaga kl. 8.15 — 9.30 2. fl. Föstudaga kl. 7.50 — 8.40 4. fl. B. Föstudaga kl. 8.40 — 9.30 4. fl. A. Föstudaga kl. 9.30 — 11.10 3. fl. Sunnud. kl. 2.40—3.30 5. fl. C og D Mætið stundvísiega. — Stjðmin. KNATTSPYRNUFÉL. VlKINGUR Handknattleiksdefld Æfingatafla fyrir veturinn ’68-’69 Réttarholtsskóli: Meistarafl. karla mánud. kl. 8.40-10.20 1. og 2. fl. karla sunnud. kL 1-2.40 3. flokkur karla sunnud. kl. 10.45-12 3. flokkur karla mánud. kl. 7.50-8.40 4. flokkur karla sunnud. bl. 9.30—10.4r 4. flokkur karla mánud. kl. 7-7.50 Meistara, 1. og 2. fL kveima; þriðjud. 7.50—9.30 Meistara, 1. og 2. fl. kvenna: laugard. kL 2.40—3.30 3 fl. kve rna þriðjud. kl. 7—7.50 Laugardalshöll: Meistara, 1. og 2. fl. karla: föstud. kL 9.20-11 Sparið peningano Gerið sjálf við bQinn. Fagmaður aðstoðar NÝJA BÍLAÞJÓNUSTAN Sími 42530 Hreinn bfll. — "allegur bfll Þvottur, bðnun, ryksugun i NÝJA BÍLAÞJÓNUSTAN simi 42530 \ Rafgeymaþjónusta R. geymar f alla bíla NÝJA BÍLAÞJÓNUSTAN ' sfmi 42530 ) Varahlutir bflinn Platínur, kerti, háspennu- kefli, ljósasamlokur. perur, > frostlögi- bremc”vökvi. ( olfur nfl ofl. Æðsti prestur, guðinn okkar lifir enn. Það verður að refsa Ab! Ef til vill! En Já, hvaða annanir hefur þú um að þú Þetta er aðeins eftirlíking .,. andabú- nú tilheyrir hann mér og honum verður sért sonur Jad-Ber Otho, guðs okkar? staðinn má gera við! ekki refsað! NÝjA BÍLAÞJÓNUSTAN | Hafnarbraut 17. sími 42530 i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.