Vísir - 19.10.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 19.10.1968, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Laugardagur 19. október 1968. morgim útlond í inorgun útlönd í norgun útlö VISIR Otgefandi: Reykjaprent h.t. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aóstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Bergþór CTifarsson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Slmi 11660 Ritstjóm: ttugavegi 178. Slmi 11660 C5 Unur) Áskriftargjald kr. 125.00 á mánuði innanlands 1 lausasölu kr. 10.00 eintakið Prentsmiðja Vísis — Edda h.f. Valdastreita J forustugrein Þjóðviljans í fyrradag var sagt, að stefnulaus valdastreita hafi lengi verið einkenni á hægri flokkum og miðflokkum, en vinstri flokkar hafi sýnt meiri tryggð við málefni sín. Er svo að skilja að Kommúnistaflokkurinn hafi verið laus við þennan sjúkdóm þangað til ágreiningurinn kom upp við Hannibal og félaga hans í Alþýðubandalaginu. Því ber ekki að neita, að valdastreita hefur oft kom- ið upp í lýðræðisflokkum flestra landa, en hitt ér jafn víst, að hún er ekki óþekkt fyrirbæri hjá kommúnist- um. Þvert á móti hefur hún hvergi orðið eins hatröm og þar. Er Magnús Kjartansson búinn að gleyma átök- unum í Rússlandi, allt frá upphafi byltingarinnar, þeg- ar samherjarnir fóru að drepa hver annan, hreinsun- unum miklu á Stalinstímanum, falli Krúsjeffs o.s.frv.? Ekki skal hirt um að rekja hliðstæða atburði í öðrum ríkjum þar sem kommúnistar hafa komizt til valda, en þar væri sannarlega af nógu að taka. Það er því furðulegt að maðurinn skuli halda því fram, að valda- ítreita sé sérstakt einkenni á hægri flokkum og mið- flokkum. Og það er þýðingarlaust fyrir hann að reyna að halda því fram, að þessar deilur hafi verið mál- efnalegri hjá kommúnistum en öðrum. Þær voru valdastreita og ekkert annað. Venjulega hefur stjóm- arfarið ekki batnað mikið eða stefnan breytzt við valdhafaskiptin. Ýmsir voru farnir að halda að síð- ustu breytingarnar í Rússlandi myndu verða heimin- um til góðs, en atburðirnir í Tékkóslóvakíu sýna bezt að það voru falsvonir einar. Það er meira að segja vafasamt að Krúsjeff hefði framið slíkt ódæðisverk, hefði hann verið áfram við völd. Samkomulagið hjá íslenzkum kommúnistum hefur sannarlega ekki verið til fyrirmyndar. Það er ekki fyrst nú með ágreiningnum við Hannibal og Björn Jónsson, sem þessa verður vart. Muna ekki ýmsir enn eftir Héðni Valdimarssyni og meðferðinni, sem hann fékk hjá kommúnistum. Ýmsir spáðu Hannibal sömu örlögum, þegar hann gekk til liðs við þá, og margt bendir til að þær spár séu nú að rætast. Auk þess er vitað að um langt skeið hefur allt logað í ófriði inn- an flokksins og sá ágreiningur er miklu meiri og víð- tækari en það sem á milli ber við Hannibal. Fámenn og harðsnúin klíka ræður flokknum og hefur enn sem komið er tekizt að halda völdum, þegar í odda hefur skorizt. Enginn má hafa aðrar skoðanir en þær, sem þessi klíka segir fyrir um. Þá sem gegn henni rísa, stimplar hún svikara og dæmir þá úr leik með svo- kölluðum meirihlutasamþykktum, sem gerðar eru af klíkunni sjálfri og fámennum hópi sauðtryggra sálna, sem aldrei hafa leyft sér að reyna að hugsa sjálf- stæða hugsun. Þannig er „lýðræðið“ hjá kommúnist- um. Þannig láta þeir „metorðastrit víkja fyrir mál- efnum“! Austur-þýzkar hersveitir á heimleiö frá Tékkóslóvakíu Mikill hluti austur-þýzku hersveitanna sem tóku þátt í hernámi Tékkóslóvakíu er á helmleið, að því, er viröist. 1 tilkynningu innanríkisráðu- neytisins í Bajaralandi er sagt frá miklum herflutningum inn I Austur-Þýzkaland, og hefir bíla- brautin Berlin—Munchen— Niirnberg verið lokuð frá í fyrradag vegna þessara her- flutninga. Umferð á öðrum veg- um landsins hefir hins vegar verið með venjulegum hætti. Humphrey vinnur á Hubert Humphrey vara- forseti, forsetaefni demo- krata I forsetakosningunum í Bandarikjunum, er nú far- inn að vinna á i baráttunni gegn Nixon, að því er sein- ustu skoðanakannanir Louis Harris stofnunarinnar til- kynna. Samkvæmt skoðanakönn- unum 8.—10. október hefur Nixon 40, Humphrey 35 og Wallace 18 af hundraði at- kvæða. Sjö af hundraði voru óákveð. 'r. Ritstjóri Stefán Guðjónsen Fyrir skömmu ákvað stjórn Bridgesambands íslands að efna til æfinga, sem fyrsta skref til vals landsliða fyrir næsta Evr- ópumót og landsleiks við Skota. Valdi landsliðsnefnd Bridgesam- bandsins 24 karlapör og nokkur kvennapör til æfinganna, sem hófust á þriðjudaginn. Áætlað er að skera karlaflokkinn niður um helming í lok janúar og auka þá æfingar, sem eru núna hálfs mánaðarlega. Aðferðir við lands liösval hafa löngum veriö deilu- efni manna á meöal og eflaust verður svo einnig nú. Bridge- sambandsstjómin hefur tekið þann kost að bjóða allstórum hópi manna til þessara æfinga án skuldbindinga af beggja hálfu og þar með tryggt að allir sem erindi eiga i landslið fá tæki- færi til æfinga undir smásjá landsliðsnefndarinnar. Æfingar þesrar eru í keppnisformi, tví- menningskeppni reiknuð út með sveitakeppnismælikvarða. Svip- aðar aðferðir hafa verið notaðar af öðrum þjóðum til þess aö á- kvarða landslið en ekki með jafn stórum hópi og við. Hætt er við að vegna töluverðs styrk- leikamuna paranna verði of mikl ar sveiflur í áröngrum til þess að hægt sé að nota þá sem mælikvarða á pörin. Ekki er þó hægt að kvarta um áhugaleysi beztu bridgemanna okkar á þess ari tilraun Bridgesambands- stjómarinnar, því flestir þeirra vom mættir til æfinganna, enda sjálfsagt að gefa þessari tilraun hinnar nýkjörnu sambandsstjóm ar tækifæri. Keppnin fer þannig fram, að hvert par spilar átta spil við hvert hinna. Að þremur umferð- um loknum er staðan þessi: 1. Stefán Guðjohnsen og Eggert Benónýson 43 stig 2. Hallur Símonarson og Þórir Sigurðsson 40 stig 3. Jón Hjaltason og Örn Amþórsson 37 stig. 4. Sigurhjörtur Pétursson og Þorsteinn Þorsteinsson 37 stig 5. Bernharður Guðmundsson og Torfi Ásgeirsson 37 stig. Sveitakeppni Bridgedeildar Breiðfirðingafélagsins hófst þriðjudaginn 15. október. Tiu sveitir taka þátt að þessu sinni og urðu úrslit I 1. umferð, sem hér segir: Sveit Ingibjargar Halldórs- dóttur vann sveit Þorsteins Jó- hannssonar með 116:51 eða 8:0. Sveit Kristínar Kristjánsdótt- ur vann sveit Tryggva Glslason- ar með 137:79 eða 8:0. Sveit Olgeirs Sigurðssonar vann sveit Kristins Vilhjálms- sonar með 117:59 eða 8:0. Sveit Þórarins Alexanderssonar vann sveit Glsla Tryggvasonar með 132:61 eða 8:0. Sveit Gissurar Guömundss. vann sveit Aðalsteins Snæbjöms sonar með 75:44 eöa 7:1. Næsta umferð verður spiluð þriðjudaginn 22. október, kl. 8 í Ingólfscafé. Pnvel M. Lifvinov og Lorissa Daniel segjast hafa verið sek fundin fyrirfram Þau Larissa Daniel, kona Jurij Daniels rithöfundar, sem er 1 fangelsi, og Pavel Litvinov eðlis fræðingur, sem vom sek fundin fyrir nokkm og dæmd til dval- ar í afskekktum hluta Sovét- rlkjanna I nokkur ár, segjast hafa verið sek fundin fyrirfram. Þau höfðu dirfzt í tvær mín- útur eða svo að mótmæla inn- rásinni I Tékkóslóvakíu hinn 25. ágúst s.l. á Rauða torginu. Litvinov sagðist hafa vitað það fyrir fram, að hann yrði dæmdur, áður en hann lagði af stað til Rauða torgsins — leynilögreglan heföi gefið sér gætur. „Ég gat lesið dómiim f augum leynilögreglumannsins, sem veitti mér eftirför". Og frú Daniel sagði, er dómar- inn hafði sagt, að rétturinn hefði ekki áhuga á sannfæringu hennar: „Ég vissi hvað ég var að gera, ég haföi hugsað um það, — ég gat ekki þagað.“ SIUHWK /%lympluskákmótið 1968 er nú hafið I Sviss, með met- þátttöku 54 þjóða. Sovétmenn eru almennt álitnir hinir ör- uggu sigurvegarar, með Petro- shan og Spassky í broddi fylk- ingar. Petroshan hefur tekið þátt I fimm síðústu Ólympíu- skákmótum án þess að tapa skák. Spassky hefur tekið þátt f þrem Ölympíumótum og er einnig taplaus á þeim vettvangi. Sá skákmaður sem einna llk- legastur er til að bera sigurorð af þeim félögum er R. Fischer, Bandarfkjunum. Fjórtán ára að aldri var hann meðal keppenda um áskorunarréttinn gegn heihismeistaranum I skák. Sfðan hefur Fischer óumdeilanlega verið bezti skákmaöur Banda- ríkjanna, enda jaf-an unnið þau bandarísku meistaramót sem hann hefur tekið þátt I. Fischer hefur teflt fremur lltið á alþjóða vettvangi upp á síðkastið, en hér er skák sem hann vinnur gegn Hoilendingn- um Ree, tefld i ísrael 1968. Hvítt: Fischer. Svart: Ree. Spánski leikurinn. 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Rxe. Svartur velur opna afbrigðið í spánska leiknum, en sú byrj- un var mjög vinsæl á heims- meistaramótinu I Haag — Moskvu 1948. Byrjun þessi þótti ekki gefa svörtum nægj- anlega gott tafl og hvarf að mestu I mörg ár. Bent Larsen hefur rannsakað og teflt þessa byrjun töluvert til skamms tfma og aflað henni nokkurra vinsælda. 6. d4 b5 7. Bb3 d5 8. dxe Be6 9. De2 Be7 10. Hdl. Á stórmótinu f Moskvu 1967 lék Tal 10. c3 gegn Keres, en fékk verra tafl eftir 10. ... 0-0 11. Bc2 Dd7! 12. Hdl f5! 13. Rbd2 Kh8! 14. Rb3 Bf7! 15. Rbd4 Bh5. 10 ... 0-0 11. c4 bxc 12. Bxc Dd7 13. Rc3. Ekki 13. Bxa Rc5 14. Bb5 Rb3 15. axR HxH 16. Dc2 Rb4. 13. ... RxR 14. bxR f6 15. exf Bxf 16. Bg5! Mun betra en 16. Rg5 BxR 17. BxB Hae8 og staðan er jöfn. Þessi endurbót Fischers* gefur hvftum yfirburðastöðu og Ree finnur ekkert viðhlítandi framhald. 1. ... Ra5? Svörtum yfirsést algjörlega hótun hvíts, en honum er þó vorkunn því svarta staðan er oröin mjög erfið. 17. DxBt DxD 18. Bxd DxB 19. HxD Bxc 20. Hcl Bb4 21. Hxc. Að vera peöi undir 1 slíkri stöðu gegn Fischer er of mikið af þvf góða. Enda er úrslitanna skammt að hfða. 21. ... Hac8 22. Ha7 Hc2 23. Hdd7 Bc3 24. Hac7 h6 25. Be3 Gefið. Jóhann Sigurjónsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.