Vísir - 22.10.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 22.10.1968, Blaðsíða 8
8 VlSIR . Þriðjudagur 22. októbe;- 1968. VÍSIR Otgefandi: Reykjaprent h.f. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstoðarritstjóri: Axei Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: BergþöT Olfarsson Auglýsingar: Aðalstræti 8. Simar 15610 11660 og 15099 Afgreiðsla: Aðaistræti 8. Síml 11660 Ritstjóm: taugavegi 178. Simi 11660 (5 linur) Áskriftargjald kr. 125.00 á mánuði innanlands í lausasölu kr. 10.00 eintakið fi Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Mismunandi leiðir J blöðum stjómarandstæðinga er sí og æ vikið að því, \ að ríkisstjórninni beri að rjúfa þing og efna til kosn- / inga. Sagt er, að henni sé það raunar beinlínis skylt, / þar sem hún sé með öllu úrræðalaus og hafi engar ) tillögur fram að færa til lausnar hinum mikla efna- \ hagsvanda, sem steðjar að þjóðinni. \\ Sínum augum lítur hver á silfrið. Vegna hinna ein- )) stæðu erfiðleika, sem á þjóðinni hafa dunið og eng- )) inn gat við gert, hvorki ríkisstjórn né aðrir, valdi hún j þann kostinn að leita samráðs við stjórnarandstæð- ( inga um, hvort ef til vill gæti orðið samstaða allra ( flokka um hin alvarlegu og vandmeðförnu úrræði, / sem til þyrfti að grípa. ) Stjórnarandstöðuflokkarnir féllust á þetta og sendu j fulltrúa til viðræðna 3. september síðastliðinn. Sama \ dag gaf ríkisstjórnin út bráðabirgðalög um 20% inn- ( flutningsgjald og álag á ferðagjaldeyri. Stjórnarand- ( stæðingum var ekki ætlað að bera ábyrgð á þessari / bráðabirgðaaðgerð, sem fyrst og fremst átti að vernda ) gjaldeyrisstöðu þjóðarinnar og einnig að gefa meira j ráðrúm til samkomulagsumleitana flckkanna. \ Tuttugu dögum síðar, eða 23. september, gaf við- ( ræðunefnd stjórnmálaflokkanna út fréttatilkynningu. ( Þar var greint frá því, að margvíslegra gagna hefði / verið aflað. Málin hefðu skýrzt verulega vegna þeirra ) og við umræðurnar, sem einungis hefðu fjallað um j sjálf efnahagsmálin. Hins vegar væri enn unnið að \ frekari gagnaöflun. Margt þyrfti frekari athugunar ( við, svo sém með samanburði á þeim úrræðum, sem ( helzt koma til greina. Fyrr en þessum athugunum ij væri lokið, yrði ekki séð, hvort grundvöllur væri til i\ samkomulags. (( Þegar málum er svo háttað, sem nú hefur verið lýst, i / má furðulegt heita, að borin skuli á sama tíma fram / krafa úr herbúðum stjómarandstæðinga um þingrof j og kosningar. j Ekkert hefur komið fram um, að stjómarflokkana \ skorti úrræði til að mæta efnahagsvandanum. Þeir ( kusu hins vegar að reyna til þrautar leiðir til sam- / ’ komulags við stjórnarandstæðinga. í því felst ekki, / að stjórnin væri sjálf úrræðalaus. Telja má víst, að j almenningur sé hlynntur þessari málsmeðferð, hvort j sem hún ber tilætlaðan árangur eða ekki. \ Ríkisstjómin þurfti ekki að velja þá leið vinstri ( stjómarinnar að biðjast lausnar, af því að innan henn- / ar væri ekki samstaða um nein úrræði, eins og for- / sætisráðherra þeirrar ríkisstjórnar lýsti yfir, þegar j hún gafst upp. j Það er áreiðanlega mikilvægt fyrir þjóðina, að þess \ sé freistað til hins ýt'rasta að skapa sem beztan frið ( og samstöðu til lausnar, á alveg einstæðum erfið- / leikum. / Valdimar Kristinsson: Nýta þarf sérhvert tækifæri til framfara - 7. grein: Ekki er gott að hafa öll sín egg í einni körfu □ Svo sem eðlilegt er, hafa íslendingar verulegar áhyggjur af þjóðarbúskap sínum um þessar mundir. Tekjur útflutn- ingsatvinnuveganna hafa minnkað um 40% á tæpum tveimur árum og engar horfur á, að úr muni rætast á næstunni. Þetta eru vlssulega ill tíðindl, svo slæmt sem það alltaf er að þurfa að stíga skref aftur á bak. Cagt hefur verið, að þetta setji ^ okkur á sama lífskjarastig og 1963, og er það reyndar í sjálfu sér ekki svo uggvænlegt, þar sem þá var vissulega ekkert sultarár. En við höfum vaniö okkur á ýmislegt síöan, svo sem sjónvarp og jafnvel árlegar ferð- ir til Mallorka. Og það, sem við höfum vanið okkur á, finnst okk ur enginn lúxus. — Lúxus er aðeins það, sem náunginn veitir sér, en við höfum ekki efni á eða nennum ekki að stunda. Þennan lúxus á auðvitað aö taka frá náunganum og rétta þannig við þjóðarbúið. En nú dugir bara ekki aö taka aðeins frá náung- anum, heldur verður að taka eitt hvað frá okkur öllum. Og vissu- lega er það mjög slæmt. Mun farsælla væri að búa við hægar framfarir heldur en þessar ógn- ar sveiflur. Eftir margar fátæktar aldir runnu upp framfaratímar á ís- landi, sem undir niðri hafa ver- ið nokkuð stöðugir, en hafa á yfirborðinu oft einkennzt af rykkjum, og jafnvel bakföllum, þegar afli hefur brugðizt. Síld- in hefur oft gefið svo mikið f aðra hönd, að hún hefur verið ómótstæðilegt verkefni. En jafn- framt hefur hún gefiö þjóðfélag- inu gullgrafarablæ, sem erfitt er að byggja á traust, nútfma menningarsamfélag. Áreiðan- lega munum við ekki forsmá síldina í framtíðinni, þegar hún sýnir sig. Og áhrif hennar verða því áfram mikil, en flestir ættu að vera orðnir sammála um, að svo viðsjárverður gripur má ekki lengur hafa næstum úrslitaáhrif á framgang þjóðfélagsins. Und- irstööumar veröur aö treysta með öllum tiltækum ráðum. Enginn getur þó búizt við, að við finnum atvinnuvegi, sem öruggir séu við allar aðstæður. Viss áhætta hlýtur að fylgja nær allri mannlegri starfsemi. En aukin fjölbreytni atvinnu- veganna skapar meira öryggi, og þarf ekki að ræða það frek- ar. Aldrei hefur þótt gott að hafa öll sín egg í einni körfu. Og flestir leggja meira upp úr sæmilegu öryggi, þegar til lengd ar lætur, heldur en stundar- gróða. Jjetta tal beinist sannarlega ekki gegn sjávarútveginum, eins og sumir grunnhyggnir menn gætu haldið. Heldur þvert á móti er það engri atvinnu- grein eins og mikilvægt og sjávarútveginum, að við höfum aðrar útflutningsatvinnugreinar til stuðnings. þegar afli bregzt. Enginn heilbrigður aðili vill Iáta heilt þjóðféiag standa og falla með sér, en viil heldur deila á- byrgðinni með öðrum. Þótt sjávarafli hafi lengst af verið megingrundvöllurinn und- ir gjaldeyrisöflun íslendinga, hef ur gjaldeyrir þó aflazt á ýmsa fleiri vegu. Gjaldeyrisuppgjör síöari ára sýnir, að þriðjungur teknanna hefur átt rætur sínar að rekja til ýmiss konar þjón- ustustarfsemi, svo sem flugs og ferðamennsku, og fjármagns- flutninga. Tveir þriðju hlutar gjaldeyristeknanna eru svo vegna vöruútflutnings, og þar 13. sfða. Eru íslendingar menntaþjóð? Ratio to total population fnumbcr of studcntsl fpcr IOOO) W////////////V/////// J USA 165%)-« | USSR | CANADA 185 Vol | BULGARIA |NETHERLANDS | JAPAN C7'3°/oI 10 VÆÆSS//A CZECHOSLOVAKIA 10 tf///////////A DENMARK 10 WfcMtoA ENGLAND ÍWALES 10 SCOTLAND 10 Ý7///////////A N. IRELANP 10 CM FRANCE 9 SWEDEN 9 I*.•.•■*■•■• .*■*! YUGOSLAVIA 8 BELGIUM 8 FINLAND 8 Ir.y.y.yi IRELAND Figurcs in brackcts give public oxpcnditurc on cducation as , °/o ot nationol incone 1966. Ivlv.v.vl POLAND r..1:::.1! austria Iv.v.vl W. GERMANY l-.-.-.-.-.-.V RUMANIA ÍV.V.vl GREECE E'vAvl ITALY l.V.V.T ICELAND r.-.V.'.T SWITZERLAND HUNGARY cm NORWAY C3 E.GERMANY 1 IPORTUGAL I~|SPAIN □ MEXICO (2-IVol □ INDIA (2-8yoj Qchina (17) PORTUGAL ©GOODWIN □ Kortið, sem sést hér, birt- ist I skozka blaðinu The Scotsman. Þa er gerður sam- anburður á stúdentafjölda einstakra landa miðað við heildaribú"f jölda og tölurnar, sem eru innan sviga gefa upp hversu miklum prósentum af þjóðartekjunum árið 1966 er varið í almenna menntun. S&manburðurinn verður Is- lendingum mjög í óhag, miðaö við önnur lönd. Þeir eru 24. i röðinni af 33 löndum með 6 stúdenta af hverju þúsundi íbúa. Mestur stúdentafjöldi er í Banda ríkjunum, 28 stúdentar af hverju þúsundi íbúa. Þá koma næst Sovétríkin og Kanada með 17 stúdenta af hverju þúsundi íbúa. Af þjóðartekjum ársins 1966 er aðeins 4,2% íslenzkra þjóðar- tekna varið til almennrar mennt unar á móts við 8,5% í Kanada t. d. Þau lömd, sem verja minna af þjóðartekjum slnum til al- mennrar menntunar en Islend- ingar eru Portúgal, Mexíkó, Ind- Iand og Grikkland. Allar hinar Noröurlandaþjóðimar verja meiri hluta þjóðarteknanna til menntunar. Noregur útskrifar þó einum stúdent færri á þús- und íbúa en íslendingar. I blað- inu stendur ennfremur, að ekki sé tekið tillit til hinna ýmsu orðskýringa á orðinu stúdent, við útreikningana og þar með niðurstaðnanna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.