Vísir - 22.10.1968, Blaðsíða 16

Vísir - 22.10.1968, Blaðsíða 16
VISIR Þriðjudagur 22. októbér 1968. Hunangsilmur n laugardag Hunangsilmur, leikrit Shelagh Délaney verður frumsýnt í Þjóð- leikhúsinu á laugardag. Leikstjóri er Brian ivturphy, írskur aö astt. Hunangsilmur var sýnt fjórum sinnum í fyrra á Litla sviðinu, þá undir stjórn Kelvin Palmer. Með eitt hlutverkið þá fór Helga heitin Valtýsdóttir, en vegna veikinda hennar urðu sýningar svo fáar, sem raun bar vitni. í hlutverkum nú eru Brynja Bene diktsdóttir, sem leikur aðalhlut- verkið Jo, Þóra Friðriksdóttir, sem leikur móðurina Helen. Þá eru karl- hlutverkin skipuð af Bessa Bj«.ma- syni, Gísla Alfreðssyni og Sigurði Skúlasyni. *// VERST MEÐ ALLT UMSTANGIÐ /✓ segir rjúpnaskyttan, sem fannst i gaerdag heil á húfi v/ð rætur Skjald'breiðs — Það er ekkert alvar- legt að mér. Það er hitt, að hafa valdið öllu þessu umstangi. Það þykir mér verst! sagði Jón Þór- oddsson um leið og hann steig út úr þyrlu Land- helgisgæzlunnar og svar aði spurningum, sem rigndi yfir hann um líð- an hans. Þyrlan hafði fundið hann viö rætur Skjaldbreiðs að sunnan- verðu rétt fyrir ki. 1 í gær. „Eftir stutta leit,“ sagði Björn Jónsson, flugstjóri þyrlunnar. Þá var Jón á leið til þess staðar, sem þeir þrímenningam- ir höifðu skilið við bifreið sína á sunnudagsmorgun. Á sunnu- dag hafði hann orðið fyrir því óhappi að misstíga sig og lenti með fótinn í gjótu. Hefur hann líklega snúið sig um öklann, því fóturinn bólgnaði strax upp og var Jóni þá óhægt um gang. Þetta seinkaði svo fyrir hon- um og lenti hann f myrkri á leið sinni niður fjallið. Sá hann þó allan timann Ijósin á bif- reiðinni, sem félagar hans höfðu kveikt meðan þeir biðu eftir hon um. Taldi hann sig hafa átt 10. síða. Leitarmenn SVFÍ skipulögðu leit í gærmorgun í höfuðstöðvum sínum. 24 milljónir í „tappagjöld" Hér á landi tíðkast alls kyns gjöld og skattar af ýmsum teg- undum neyzluvara, sem renna tll aðstoðar við velferðarstarf- semi. Eru þessi „smærri“ gjöld oft nefnd „tappagjöld“ einu nafni. Fólk greiðir slík gjöld af hverri flösku gosdrykkia og öls, hverium miða á skemmtanir og mfnyél hverri eldspýtu, er það k°unir. f fjárlagafmmvarpinu, sem lagt hefur verið fram á Alþingi, sést innkomin árleg fjárhæð af þessum gjöldum, og hvernig þeim er var- ið. Þannig munu 24 milljónir koma inn fyrir flöskugjaldið, og renna 18 milljónir til Styrktarsjóðs van- gefinna og 6 milliónir til Hjarta- verndar. 17,6 milljónir fást á ári hverju í skemmtanaskatt, er ganga ti! Þjóðleikhúss, Félagsheimilis- sjóðs og að litlum hluta til Sin- fóníuhljómsveitarinnar. 13 milljónir koma fyrir vindl- ingagjald. og skiptist sú fjárhæð nokkuð jafnt á Krabbameinsfélag íslands, Slysavarnafélag fslands, Landgræðslusjóð og Iþróttasam- band íslands. Sælgætisgjald nemur 2,7 millj- ónum og rennur að mestu í Styrkt- arsjóð fatlaðra en nokkur fjárhæð einnig til aðstoðar við blinda. Eld- spýtnagjald um 2 milljónir fer til Styrktarsjóðs fatlaðra. Eiginkonan fagnaði manni sínum á flugvellinum. Norðurflug tekur nýja vél í notkun Norðurflug á Akureyri hefur nú tekið aðra Beachraft-vél í notk- un, eftir að gerðar hafa veriö á henni töluverðarbreytingar til bóta. Burðarþol vélarinnar hefur verið aukið um 300 kg, og ýmislegt ver ið gert til að auka flughæfni. Vélin getur flutt níu farþega, en farþegarýmið hefur verið endur- bætt mikið. Að breytingum á vélinni hafa ein göngu unnið starfsmenn Norftur- flugs eftir vinnuteikningum frá ’ Bandaríkjunum, og hefur reynsiu- flug undanfama daga sýnt fram á að starf þeirra hefur heppnazt vel. Lena Nyman hin forvitna bezta leikkona Sv/jb/dðor g' w AVISANAKANNANIR MEÐ STUHU MILLIBILI • Sænska leikkonan Lena Nyman fékk f gær sænsku kvikmyndaverðlaunin, sem nefnd eru „Gullhafurinn”, og var útnefnd bezta leikkona ársins fyrir leik sinn í mynd- um Vilgots Sjömans, „Ég er forvitin — gul“ og „Ég er forvitin — blá“. í fréttatilkynningu frá sænsku kvikmyndastofnuninni segir, að hún hafi hlotið verðlaunin fyrir listræna skynjun sína og fyrir frábæra túlkun á „forvitni" Jeikstjórans Vilgots Sjömans. Kvikmyndin „Hugo og Jose- fin“ fékk fyrstu verðlaun, en hún er frumraun Kjell Grede sem stjórnanda, en hann er eig- inmaður hinnar þekktu leikkonu Bibi Andersson. Kvikmyndin „Dom kaller os mods“, sem er hálfgerð heim- ildarkvikmynd, eftir Stefan Jeri og Jan Lindquist, var í öðru sæti. Númer þrjú varð mynd Ing mars Bergmans „Stund úlfsins". • > • . Könnun á innlstæðulausum á- vísunum var framkvæmd enn á ný í Seðlabanka íslands á laugardag- inn var. Innistæðulausar ávísanir Sjónvarpið á Akureyri: Stilðimyndin komin á sjónvarpsskermana ■ Um 700 manns hafa keypt sjónvarpstækl á Akureyri að sögn Sigurjóns Bragasonar, umboðsmanns sjónvarpsins á Akureyri, en talið er að þar sé markaður fyrir um 1700 tæki. Kréttaritari Vísis á Akureyri Níels Hansson sagði í morgun að stillimynd sjónvarpsins væri komin á tækjum nyrðra, en beðið var eftir henni til að hægt væri að stilla loftnetin. „Mikill spenningur er hér meðal bæjarbúa", sagði Níels, „og vonast menn til að síðasta áætlun standist, — og sending- ar hefjist fyrir jólin“. voru 282. Verðmæti þessara ávis- ana nam um það bil einni milljón 984 þúsundum kr. Reyndist það 8.14 pró miile af veltu dagsins, sem var 234 milljónir króna. Þetta er önnur könnun Seðla- bankans á innistæðulausum ávís- unum á skömmum tíma. Eins og kom fram í frétt Vísis um fyrri könnunina, sem var á laugardag fyrir hálfum mánuði reyndist þá vera 261 innistæðulaus ávísun. sem var minna en nú en hins veg- ar var andvirði þeirra meira eða tvær milljónir og 540 þúsund kr. Var það urn 1% af veltu bankanna þann dag, sern yar 235 rriilljónir ki'óna. Lena Nyman. . hlutverki sínu í „Eg er forvitin“ hneykslað, þrátt fyrir það hefur hún nú verið ársins í Sviþjóð. hefur hún marga útnefnd leikkona

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.