Vísir - 22.10.1968, Blaðsíða 9

Vísir - 22.10.1968, Blaðsíða 9
V í SIR . Þriðjudagur 22. október 1968. 9 [ I VSÐTAL DAGSINS er v/ð Sverr/ RunóHsson, Kaliforn'iu-búa úr Reykjavik, um frjálst framtak, bandariskar kosningar, vegagerb og fleira © Skömmu eftir að heims- styrjöldinni iauk hélt hann til Vesturheims til að stunda söngnám. „ ... en ég var allt of mikill bissnissmaður í mér tii að lifa listamannalífi. Mér ieiddust söngvarar og ieikar- ar, svo að ég venti mínu kvæði I kross; keypti trukk á 450 dali og steypti mér út í athafnaiífið.“ Þetta segir Sverrir Runólfsson, ríkis- borgari í sólgyiltu Kaliforníu- fylki, enda þótt hann sé fæddur og uppalinn á möl- inni í Reykjavík. • Hann er lágvaxinn, hnell- inn og fjöriegur, með allt yf- irbragð hins ameríska kaup- sýslumanns. Talar hratt og hátt. Á mæli hans er auð- heyrt, hvar hann hefur alið manninn undanfarna áratugi, og stundum gefst hann upp á stirðum beygingum íslenzk- unnar og er óðamála upp á ameríska tungu með því draf- andi err-i, sem hana eink- kennir. Guðmundsdóttur af Lómatjam- arætt í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann er hreykinn af sínu nýja heimalandi: „Mig langar til að segja þér svolítið af kosn- ingafyrirkomulagi þar, sem er ólíkt fullkomnara heldur en t.d. á íslandi. I Bandaríkjunum eru fram- bjóðendur fyrst valdir með kosningum innan flokkanna, og á flokksþingunum er gengið frá ákveöinni stefnuskrá í öllum aðalmálum. Þessi mál eru síðan höfð á kjörseðlinum, svo að al- menningur sker sjálfur úr um hversu miklu fé er eytt til ým- issa hluta en eftirlætur stjóm- málamönnum ekki að ákveða það.“ Úr pússi sínu dregur hann bandarískan kjörseðil frá hin- Sverrir Runóifsson: „Eg vil ekki stofna nýjan flokk, en ég er reiðubúinn til að starfa með hverjum sem er.“ maður rigðast! Cverrir er fæddur 3. desember ° áriö 1921 („Það er ekki vert að segja frá því, ég held það sé ekki laust við að stúlk- umar hafi gefið mér hýrt auga“) Hann er sonur Runólfs Kjartans sonar í Parísarbúðinni og Lám um almennu kosningum, sem fóru fram í Sánkti Bemharðs- hreppi í Kalifomíu-ríki, 8. nóvember 1966. Kjörseðillinn er hinn mynd- arlegasti pési upp á einar 16 síður. Þar er í einu lagiö kos- ið um fylkisstjóra, fulltrúa fylk- isins í Ö1'ungadeildinni, fylk- isþingmenn, dómara, og þar að auki um ýmis mál í sambandi við hvemig tekjum ríkisins skuli variö. Þarna eru fylkisstjóraefnin efst á blaði: Edmund G. „Pat“ Brown, demókrati, og Ronald Reagan, repúblíkani. „Það er töluverður munur á repúblíkönum og demókrötum," segir Sverrir. „Demókratamir hallast meira að því aö láta rík- ið sjá um framkvæmdir, en re- públíkanar vilja frjálst fram- tak á öllum sviðum. Free Enter- prise, maöur, þaö er heilbrigð- asta fyrirkomulag til að hvetja til dugnaðar, sem þekkist. Rík- isstjómin verður aö stjórna eins og hún sé að stjóma gróöafyrir- tæki. Bissniss, það er eina leið- in til að ná árangri." „Já, ég er repúblíkani, og ég kaus Reagan. Hann er stór- kostlegur. maður. Hann er svo sparsamur fyrir embætti sitt, að í marga mánuði eftir aö hann varð fylkisstjóri notaöi skrif- stofa hans bréfsefni með göml- um haus frá tíma fyrirrennara hans. Nafn Reagans var bara stimplað yfir með gúmmí- stimpli. Hann er svo smart, að hann velur beztu menn til allra hluta. Honum er alveg sama, hvert hann leitar, ef hann að- eins getur sparað." • „Hvemig lízt þér á George Wallace forsetaframbjóð- anda?“ „Hann er að mörgu leyti mjög athyglisveröur. Hann kom með þá hugmynd, að Bandarík- in skrúfuðu fyrir Foreign Aid (aöstoð við önnur lönd). Viö Bandaríkjamenn erum lang- þreyttir á því að hjálpa þeim. sem ekki vilja hjálpa sér sjálf- ir. Þakklætið er oft líka fólg- iö í því. að þeir snúast gegn okkur Þetta em þunnar trakt- eringar. En svo að við snúum okkur aftur að Wallace. Hann er þarna í Alabama-fylki, þar sem ákflega mikið er um negra. Hvítu íbúamir dá hann yfir- leitt álíka mikið og margir í hópi negra fylgja honum líka að málum í beirri von, aö hon- ,um takist að koma á lögum og rétti og geti fyrirbyggt uppþot og óeirðir. Svertingjamir eru ekki allir sem verstir. — Ég hef talað viö marga þeirra og þeir eru mannlegar vemr eins og við.“ • „Hvemig er unnið í Banda- ríkjunum?“ „We work very hard — Við leggjum mjög mikiö að okk- ur. Og við iökum stundvísi, sem þekkist varla hér á íslandi.“ • „Varla puðið þið allan sól- arhringinn. Hvemig verð þú t.d. tómstundum?“ „Ég syng í kirkjukór og tek þátt í ýmsum félagsmálum. Ég er í Kristilegu félagi ungra manna, sem i Bandaríkjunum er fremur íþróttafélag heldur en trúarfélag. Svo er auðvitað fjölskylda mín. Ég á fjögur börn á aldrinum 12 til 18 ára: Steph- en, Jennifer, Svana og Diane.“ • „Er ekki rándýrt að senda böm í skóla í Bandaríkjun- um?“ „Víst er það dýrt, en þaö er hægt að fá námslán, sem síöan eru greidd einhvern tíma eftir að prófum lýkur. Sama er að segja um sjúkrahúsniálin. Ég hef aldrei heyrt talað um neinn, sem ekki fékk sjúkrahús vist vegna fjárskorts. Það eru til bæði einkasjúkrahús, sem eru mjög dýr. og svo almenn- ingssjúkrahús. þar sem trygg- ingarnar borga vistina, og lækn arnir starfa fyrir lítið kaup.“ • „Hvað um atvinnuleysið í USA?“ „Atvinnuleysistryggingar hjá okkur eru svo háar. að fjöldi fólks nennir alls ekki að vinna, þótt nóga vinnu sé að hafa. 1 „Los Angeles Times“, blaði, sem ég les alltaf eru langir dálk ■a GENERAL ELECTION 1 NOVEMBER 8. 1966 S«v«ur EDMUND G. “PAT” BROWN, Drm. Govcrnor oí fhr Stafr of Cahíorma 1* 1 Vatc fcr 020 RONALD REAGAN, Rrp. 2* 2 Uniteeaat Ctveracr GLENN M. ANDERSON, Drm. Lirutrnant Govrrnor. Statc of California 3* 3 Vcte 1« 0i» ROBERT H. FINCH, Rrp. Attornry at Law <* 4 Szcretery •f State FRANK M. jORDAN, Srcrrtary oí Statr of Californn 5* S Vote br 0« NORBERT A. SCHLEI, Dcm. Assistant Attotnry Grncral of thc llnitrJ Slatcr «* S e&i Cutrolter ALAN CRANSTON, Drtn. Statr (aintrollcr í* 7 t- tfl Vtts far Goe HOUSTON I. Fl-OURNOY, Rrp. Mrmhrr ol thr Aifccmhly, ('•ahfornia I^gislatur^^ «* e Trrosorcr BERT A. BETTS, Dcm. Trcamrvr. Statr of Gahfornia 9* e Vote fer One IVY BAKER PRIEST, Rrp. Linancr AJvimii 10* ie Attorney Ceneral THOMAS C. LYNCH, D«n. Attornry Grnrral of thr Statr of Cahforma II* n Vote for Ooe SPENCER WILUAMS, Rrp. (aiunty (^iunsrM-awyrr 1?* 12 MetQbsr State Board ef Equalizalii.a RICTIARD NirVINS, Drra. Mcmbcr. Statc BoarJ of Equahzation. Fourlh Distnct 13* 13 41h Dístrsd Vote fer Cne FRANK J. McCARTY, Rrp. Salrs Managrr 14* 14 i2-> lepresutethe ta Coosess KEN W. DYAL, Dem. Mcmhcr ol Congrcss 15* 15 Vite fcr Ou JERRY L. PETTIS, Rrp. InJustnal Dcvclopcr 16* 1S BALLOT CONTINUED ON NEXT PAGE I -2-3-4-5-6-7-8-9-10-11-12-13-14-15-16-17-18-19 Þetta er aðeins ein síðan af mörgum úr bandarískum kjörseðli. Þama eru frambjóðendur í æðstu embætt? Kaliforníu-fylkis, og á hinum síðunum eru nöfr smærri embætíismanna, og auk þess er kjörið um ýmsar tillögur varðandi stjórnartilhögun ríkisins. ar, þar sem verið er að auglýsa eftir vinnukrafti. Ég veit það fyrir víst — og þarf ekki mikla skarpskyggni tii — að enginn atvinnurekandi auglýsir eftir starfsliði, nema því aðeins hann hafi not fyrir þaö. Fyrir stuttu hitti ég t.d. mann sem hefur 65 dali á viku (um 3.700 ísl. kr.) í atvinnuleysis- styrk, og hann sagði hreint út, a sér dytti ekki í hug að gera handtak, meðan hann fengi þessa upphæð vikulega. Þehnan mann er ekki hægt að skikka til að taka að sér starf þótt það bjóðist, því að það er ekki hægt að neyða menn til að fara í vinnu nema hægt sé að sanna aö hún sé sízt lakari, en sú vinna sem þeir höfðu fyrir. Út af þessu eru 4% þjóðarinnar at- vinnuleysingjar — en á fullu kaupi.“ • „Hvað mundi verkamaöur hafa i laun í Kalifomíu?" „Þeir verkamenn, sem vinna hjá mér, hafa um 120 dali á viku (um 6840 fsl. kr.) eða um 3 dali á klukkutíma." • „Þú rekur þama malblk- unarfyrirtæki og vegagerð, svo að eitthvað hlýtur þá að hafa kynnt þér samsvar andi starfsemi á íslandi?" „Já, ég hef haft augun hjá mér, og satt bezt að segja finnst mér ýmsu ábótavant hér. Ég held að vegagerð hér sé of dýr, þótt ég hafi ekki ná- kvæmar tölur. Ég hef verið að krota niður hjá mér ýmsar töl- ur, og í fljótu bragði tel ég að vegagerð og þess háttar sé hér að minnsta kosti tveimur þriðju dýrari heldur en hjá fyrirtæki mínu í Bandaríkjun- um. Ég hef athugað aðferöir verktaka hér, og ég veit ekki, hvort þær eru hentugri en þær aðferðir, sem ég nota. Ég hef tekiö héma jarðvegssýnishorn, sem ég ætla að láta rannsaka til að fá úr þessu skorið. Ef niðurstaðan úr rannsóknunum er jákvæð, get ég ef til vili selt mitt efni hingað. 1 sambandi við vegagerð er það aðalatriðiö, að vel sé hugs- að fyrir frárennsli. Þetta finnst mér gleymast æði oft hér. Veg- arkantarnir em stundum jafn- vel hærri heldur en miðja veg- arins. Þetta er eitur. Einn dropi, sem fer undir malbikið, frýs þar og sprengir frá sér, og skemmir vegina Frárennsiið verð ur alltaf að hafa í huga. Bungan á miðjum veginum verður alltaf að vera að minnsta kosti tveim- ur þumlungum hærri heldur en kantarnir. Meira að s-gja á Keflavíkur- veginum hefur gleymzt að hugsa nægilega vel um frá- rennsli. Þegar ég hef farið hann, hef ég séð á honum polla. Á vetrum hefur þetta í för meö sér ísingu, og hún er varla mjög æskileg á hraöbrautum. Við alla vegagerð verður að búa vegina undir að taka við maxi- mum úrkomu, án þess að hún spilli því, sem byggt hefur ver- ið.“ • „Hvemig lízt þér þá á malarvegina, úr því að þú ert ekki meira en svo hrif- inn at þeim steyptu?“ „Ég fór núna á dögunum til Hveragerðis, og auðvitaö at- hugaði ég veginn á leiðinni. Hann var eins og þvottabretti, en samt virtist mér. að tilraun- ir hefðu verið gerðar til að bera ofan i hann. Svoleiðis starfsemi er samt algerlega gagnslaus, begar í sífellu er verið að senda veghefla á vettvang, sem ýta öllum ofaníþurðinum út á kant- ana. Auðvitað á að nota veg- !»->- 13. síða. i i ) i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.