Vísir - 22.10.1968, Blaðsíða 12
72
V í S I R . Þriðjudagur 22. oi
'um kom kunnuglega fyrir sjónir
• aö vísu, var þakiö þéttum, svört-
um skeggbroddum á vöngum, höku
'og efrivör, háriö hékk í blautum
Vflvgsum niður á enniö, og hattlaus
■var hann. Hann var eins líkur
drykkjusjúkum og umkomulausum
' flækingi og unnt var að hugsa sér.
' Honum brá óþægilega. Gat það
.hugsazt, að hann hefði verið ofur-
ölvi? Vitanlega ... þetta voru ein-
(jungis hörkutimburménn, þynnka
eins og hún gat verst orðið, ekkert
annað, en það sem alla gat hent.
Hræðsla hans rénaði. Hann þurfti
fyrst og fremst að raka sig og fá
sér heitt baö. Og því næst dálít-
inn tíma til að jafna sig og átta
sig á hlutunum, á meöan áfengið
væri að hverfa úr blóðinu af sjálfu
sér. Hann hélt áfram göngu sinni,
sannfærður um það, aö hvað sem
hann héti, þá ætti hann í rauninni
ekkert varanlega skylt við þessa
aumkunarverðu spegilmynd í búð-
arglugganum.
Andartaki síðar varö honum
gengið fram hjá úra- og skartgripa-
verzlun þar sem klukka hékk yfir
dyrunum, Hún vísaði 10:46. Þá vissi
hann það — klukkan var 10:46 að
morgni samkvæmt New York tíma.
Hann lyfti hendinni og hugðist setja
úrið, en komst að raun um að það
gekk ekki, enda þótt hann hefði
nýlokið við að draga það upp.
Hann bar það enn upp að eyra
sér, heyrði ekkert tif.
Það lá við að hann gengi fram
hjá rakarastofu þarna skammt frá,
án þess að veita því athygli, en
stanzaði og gekk inn. Rakarinn var
akfeitur, ítalskur með tinnudökk
augu, virti hann fvrir sér, yppti
öxlum og tók síðan að ræða þaö
ákaft á sinni ítölskublönduðu
ensku að nú væri einmitt kominn
sá tími ársins þegar hættast væri
við lungnabólgu.
Það var dásamlegt að setjast i
mjúkan stólinn. Nú sá hann andlit
sitt greinilega í speglinum, kannað-
ist við það nema hvað honum
fannst það holdskarpara og hörku
legra en hann hafði gert ráð fyrir.
Kannaðist við það — nema augna-
tillitið, sem var undarlega tómt og
starandi, hann átti alls ekki það
augnaráð. Og á vinstri vanga hans
voru einhverjar skrámur, langar,
djúpar og rauöar rispur, blóöstorkn
ar. Hann spurði sjálfan sig um leið
og rakarinn hagræddi honum í stóln
um, hvort þaö gæti ekki átt sér
stað að það væru þessar rispur á-
samt skeggbroddunum, sem gerðu
andlit hans mun ellilegra en hann
hafði búizt við.
Þegar rakarinn hafði lagt brenn-
heitt handklæði vfir andlit hans,
færðist um hann einhver dvala-
kennd vellíðan, það slaknaði á öll-
um vöðvum og taugum og hann
hvorki vakti né svaf. Þegar hann
settist upp aftur og rakarinn
greiddi jarpt hár hans, sem var
þykkt og liðað, athugaði hann and-
lit sitt, sem nú var nauörakað, dyft
og snyrt, og enn fannst honum
það vera ellilegra og þreytulegra
en það átti að vera. Og allt f einu
varð hann skelfingu lostinn — kát-
legri skelfingu í rauninni. Hann
hafði ekki minnstu hugmynd um
hvort hann var með nokkra pen-
inga á sér ti! að greiða meö rakst-
urinn. Væri það ekki í sjálfu sér
hlægilegt, ef þessari furðulegu
reynslu hans lyki á því að rakarinn
kallaöi á lögregluna?
Hann reis úr sætinu, athugaði í
vösum sínum og komst að raun um
að kvíði hans hafði ekki v.erið alls
endis að ástæðulausu. Og þó ...
því að hann fann veski í brjóstvas
anum, dró það upp, opnaði það og
valdi þann seðilinn úr mörgum, sem
var einna þurrastur.
í sömu svifum fóru hendur hans
aö titra. Hvers vegna hafði honum
ekki komið það til hugar áður?
Veskið auðvitað geymdi það ráðn-
inguna á gátunni. Hann tók við pen
ingunum, sem rakarinn gaf honum
til baka, hélt síðan út á götuna,
nam staðar og skoðaði í veskið.
Þarna var pað, allt sem hann þarfn
aðist. Og um leið varð hann gripinn
annarlegum hræðslukenndum vafa.
Hann hélt á ökuskírteini i hendinni,
en leit ekki á það strax, spurði
sjálfan sig hvort hann vildi f raun
inni vita hver hann var.
Ökuskírteinið hafði blotnað eins
og annað það, sem í veskinu var og
sums staðar voru vélritaðir stafimir
eilítið kiesstir, en þó allt læsilegt.
Charles F. Brancroft.... hann
kannaðist ekki frekar við það nafn,
en það væri heiti á einhverjum
þeirra sem fram hjá gekk. Heimilis
fangiö, 210, Shepperton Green,
Shepperton, Connecticut vakti í
svipinn daufa mynd af hrítum hús
um I grænu umhverfi og skóga á
Nýja Englandi en sú mynd hvarf
honum jafnharðan. Engar minning-
ar, ekkert hugsana eða tilfinninga-
samband. Aðrar upplýsingar létu
hann jafn ósnortinn — fæðingardag
ur: 8/5 ’28 .... augnalitur, brúnn
.... hár, dökkjarpt... hæö það
skipti hann engu. Kaldar og þurrar
staðreyndir, sem opnuðu ekki nein
ar af hinum læstu dyrum að hugar
fylgsnum hans. Eftirvæntingin fjar
aði út, óttinn einnig — að vissu
leyti.
Fjórar óskrifaðar ávísanir renn-
blautar í hefti, sem bar sama nafn
og ökuskírteiniö, hann vöðlaði þeim
saman og varpaði þeim í göturæs-
ið. Charles Bancroft... Charies
Bancroft...
Auk peningaseðlanna, sem hann
hirti ekki um að telja eins og á
stóð, fann hann nokkur önnur plögg
i veskinu, samanbrotið, rennblautt
pappírsblað og litla Ijósmynd. Hann
stakk veskinu í brjóstvasann, hélt
áfram göngunni og virti fyrir sér
myndina ... augnabliksmynd, tekin
í björtu sólskini, ung kona, sem
stóö á þrepum milli tveggja hvítra
súlna úti fyrir húsdyrum, kona
með mikið og svart liðað hár, hall-
aði lítið eitt undir flatt og brosti
við þeim, sem myndina tók, fög-
ur kona, brosið í senn glettnis-
legt og þrungiö innilegri lffsgleði.
Nokkur andartök var hann þess
fullviss, að nú hlytu hinar læstu
hugskotsdyr að hrökkva upp af
sjálfu sér og. ljósið að streyma
inn. Hann einbeitti allri sinhi hugs
un að konunni ungu — kannski
var hún ekki beinlínis fögur, en
hún var gædd hrífandi og sérkenni
legum persónuleika, grannvaxin,
líkamsformin mjúk og gáfu til
kynna aö hún hlyti að vera kom-
ung. Og smám saman fann hann,
að hann var bundinn þessari ungu
konu einhverjum órofatengslum,
eins og þau væru hluti hvort af
öðru ... hann sá sjálfan sig mörg
um árum yngri, á gangi undir lauf-
ríkum trjám í heitu sólskini og
vorvindur blés um vanga hans.
Jafnvel hvítar súlurnar á mynd-
inni vöktu með honum óskýran-
lega fullvissu um eitthvað unaðs-
legt, sem hann ætti þarna víst,
ef hann aðeins nálgaðist þaö. En
í sjálfu sér var hann engu nær
um neitt, þessi Charles Bancroft
var honum jafn ókunnugur og fram
andi og áður.
Hann varð smám saman gripinn
hljóðri örvæntingu. Hann haföi
gengið meö Ijósmyndina í höndum
sér áður en hann setti hana í
veskið. Um leið tók hann pappírs-
blaðið, rakti það úr brotunum. Það
var sendibréf eða öllu heldur renn-
ingur, rifinn ofan af sendibréfsörk
með áprentuðu nafni, Adele Bara-
chois, fyrir neðan það heimilis-
ÝMtSLEGT YMiSLEGT
30 4 35
Tölcurn aC jkKui avers Kontu rrmr".
og sprengivinnu ■ Húsgrunnum >g ræs
um Leigjum ö' loftnressui rfbr
sleða VélaleigB Stemdórs Siirtivat>
,onai Alfabrekki vif Suðurlanti-
Oraut sfiii' W43S
TÆKIFÆRISKAUP
Höfum aýtengið ROTHO hjólbörui, kr
1185— 1929, v-þýzk úrvaisvara, einnig úr
val at CAR-FA toppgrindum. p á m. tvö
földu ’öurðarbogana vinsælu á aila Díla
Mikið úrval nýkomið at HEYCO og DURC
bíla- og vélaverkfærum, stökum og t sett
um, einnig ódýr blöndunar'æki, botnventlar og vatnslásar Strok .árn kr
405. — Málningarvörur. — Allar vörur á gamla veröinu. — Póstsendum
INGÞÓR HARALDSSON H/F, Grensásvegi 5, simi 84845.
TEKUR ALLS KONAR KLÆÐNINGAR
FLJÓT OG VÖNDUÐ VINNA
ÚRVAL AF ÁKLÆÐUM
LAUOAVEð 62 - SlM110625 HEIMASIMI 85634
BOLSTRUN
Svefnbekkir í úrvali á verkstæðisverði
GISLI
JÓNSSON
Akurgerði 31
Smi 35199.
Fjölhæt jarövinnsluvél ann-
ast lóðastandsetningar, gref
búsgrunna, holræsi o.Ð.
f
R
Z
A
U
YOU..YOU ARB THB 50N'
OF-fiOPl fiOPS KNOW
ÍVWyTHtNGt YOU
/r-vovv i pip iti .
PIP YOU BRSAK
THI IMAfiB OP
YDUR SOP, A®7
ilV:'
As THE SUNSBTSi ®
XOKAK MD AS AKB
EáCORTeP TO
PKlVATS QUAKT8RS
ASOVE THE TEMPlE...
80 AHEAPI PUNISH
MB FOR ITI I BXPECT
NOTHiNG ELSE FOK
KILLINS A QOP— .
—BSPECIA1.LY
AN EV/L...
SLOOe-TH/KSTY
MOHSTSK.
WHO PEMANPS
HUMAM
. SACK/E/CE./'
Rétt undir nóttina er þeim Kórak og
Ab fylgt tii einkaibúðar í mu'sterinu.
„Brauzt þú goðið, Ab?“ spyr Kórak.
„Það ættir þu bezt að vita sjálfur — þú,
sonur guðs! Guðir vita ailt, er það ekki?
Þú veizt, að það var ég.“
„Ætlarðu ekki að ref mér fyrir það?
Ég vænti engrar náðar fyrir að drepa
goð. Því síður þar sem um er að ræða
bróðþyrstan guð, ófreskju, sem krefst
mannfórna!“
fang við Parks breiðgötu, enn "■.
ar, hripað með b’-ak5. dav-etn
„28. sept. 1963“, Þetta var n: i
öllu ótrúlegt og ofvaxið skiir. n
hans . Það gat ekki átt sér st'v
Hann, Charles Bancroft — ef har.
þá var Charle' Bancroft, sem han i
hlaut að vera — var skráði. r
fæddur 1928, og ef nú var ári 1
1963, hlaut hann því að vera 3 >
ára gamall. Öll lians hugsun re’ f
öndverð gagnvart þeirri fjarstæðt .
RAUDARÁRSTlG 31 Sft«‘.23022
fíitanum
sjálf
meS ....
Me8 8RAUKMANN hitasiilfi á
hverjum ofni getiS þér sjálf ákveð-
i8 hitastig hvers herbergis —
BRAUKMANN sjálfvirkan hilastilii
jr hægt að setja beint á ofninn
eða hvar sem er á vegg t 2ja m.
fjarlægð frá ofni
Sparið hitakostnað og aukið vel-
liðan yðar
BRAUKMANN er sérstaklego hent-
ugur á hitaveitusvæði
SIGHVATUR EINARSS0M&C0
SÍMI 24133 SKIPHOLT 15
a 82120 B
rafvélaverkstædf
s.melsteds
skeifan 5
rökum að okkun
T Mótormælingar
1 Mðtorstillingar
Viðserðir á rafkerf)
dýnamðum og
störturum.
Rakaþéttum raf-
kerfið
-/arahlutir á staðnum