Vísir - 02.11.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 02.11.1968, Blaðsíða 2
2 V1S IR . Laugardagur 2. nóvember 1968. morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd í morgun útlönd Naumur sigur í sterku brezku kratahreiðri Meirihluti 760 — var áður 10.000 Brezki verkalýðsflokkurinn hélt velli í aukakosningunwn í Bassat- low í Mið-Englandi meö svo naum um meirihluta að næstum má segja að kratar hafi bjargað sér á hálm- stráL Þeir sigruðu sem sé með aðeins 740 atkvæða meirihluta yfir fram- bjóðanda íhaldsflokksins, en í sein ustu almennum þingkosningum sigruðu þeir með yfir 10.000 at- kvæða meirihluta. Þegar einnig er tekið tillit til þess að hér var um eitt af öruggustu kjördæmum jafnaðarmanna að ræða — þeir hafa sigrað þarna auðveldlega um fjörutiu ára skeið, sýna úrslitin glöggt sem annars staðar þar sem aukakosningar fara fram, að menn hafa ekki trú á við reisnarstefnu stjórnarinnar. Og þó er kannski eilítið huggun í því fyrir leiðtoga flokksins, að kjördæmið gekk þeim þó ekki úr greipum. Dani forseti Oryggisráðs Otto Borch ambassador Danmerk ur hjá Sameinuöu þjóðunum verð ur forseti Öryggisráðsins þennan mánuð. Af forsetastörfum lét Liu Chieh, fulltrúi þjóðernissinnastjórnarinnar kinversku Hér er sem sé farið eftir stafrófsröð, og er Danmörk næst á listanum eftir Kina (China). Norræna Húsiö — Pohjolan Talo — Nordens Hus Hinn þekkti norski fomleifafræðingur, dr. HELGE INGSTAD. heldur fyrirlestur í Norræna Húsinu fimmtudaginn 7. nóvember kl. 20. Efni fyrirlestrarins er: „Om den norröne oppdagelse av Amerika". Sýndar verða litskuggamyndir. Meðlimir Norræna félagsins hafa forgangsrétt að fyrir- lestri þessum og geta sótt aðgöngumiða, sem gilda fyrir 2, f skrifstofu Norræna Hússins á mánudag og þriöjudag frá kl. 10 -15. Ósóttir miðar, ef nokkrir verða, verða afhentir utan- félagsmönnum kl. 17 — 19 þriðjudag. NORRÆNA HÚSIÐ NORRÆNA FÉLAGIÐ SKÓVERZLUN Til sölu er skóverzlun við aðalgötu borgarinnar nú þegar eða eftir áramótin. Góður lager, (ekki stór). Tilboö sendist augld. Vísis merkt: „Góður staður — 2386“. SÖLUMAÐUR Duglegur reglusamur sölumaður óskast nú þegar til að selja upp á prósentur, vörur af lager og beint frá út- löndum. Meðmæli og bflpróf æskilegt. Umsókn sendist í pósthólf 434. Vopnasalan til Nígeríu Sir Alec Douglas Home fyrrver- andi forsætisráðherra Bretlands, sakaði Frakkiand um þaö í gær, að leggja Biafra til vopn. Hann sagði þetta, er til umræðu var ályktun um að skora á Sam- einuöu þjóðirnar aö banna allar vopnasendingar til Nígeríu. Sir Alec kvað reginmun á þvf, að veita hernaðarlegan stuðning löglegri stjórn eða uppreisnar- stjórn, en bæði brezka stjórnin og sovétstjórnin hafa stutt sambands- stjórnina með hergagnasendingum. Annars hafa Frakkar neitað op- inberlega, að þeir sendi Ojukwu vopn, en Wilson forsætisráðherra Breta, hefir sagt um þá yfirlýsingu, að „hann hefðj um hana sínar skoð- anir". Sambandsstjórnin hefur nú fyrir- skipað flughernum að hindra her- gagnaflutninga að næturlagi loftleið is til Biafra. Heimshorna milli • Rússar skutu tveimur Kosm os-gervihnöttum á loft sl. fimmtudag, Kosmos 250 og Kosmos 251. RAMON NOVARRO MYRTUR Ramon Novarro kvikmyndaleik- ari var myrtur á heimili sínu i Hollywood i fyrrinótt. Hann fannst í svefnherbergi sínu. Var þar allt brotið og bramlað og blóðslettur um allt og greinilegt að hann hafði veriö laminn svo illa, að hann beið bana af, eftir að hafa veitt mótspyrnu meðan þrek hans leyfði. Hann var 69 ára. Hann var einn þeirra leikara þöglu myndanna, sem hélt velli eftir breytinguna og I Frægastur var hann fyrr á árum hefir hann leikið i sjónvarpsmynd fyrir leik sinn í Fanginn í Zenda og um talsvert hin síðari ár. I Ben Hur. 20424 - 14120 2ja herb. íbúð i Norðurmýri verð kr. 600 þús. 3ja herb. ibúð við Laugarnesveg og eitt herb. í kjallara. 3ja herb. risíbúð með góðum svöium við Skúlagötu. Ný 4ra herb. íbúð i Hraunbæ góð lán fylgja, skipti á minni íbúð koma til greina, Fokhelt raðhús með miðstöð og bílskúr í Kópavogi. skipti á minni ibúð koma til greina. Ný glæsileg hæð með bílskúr í tvíbýlishúsi i Reykjavík. Fasteigna- miðstöðin Austurstræti 12 Símar 20423 14120 heima 83974 Hjúkrunarkonur Nokkrar hjúkrunarkonur vantar að skurðlækningadeild (legudeild) Borgarspítalans í Fossvogi. — Til greina kemur bæði fullt starf og hluti af starfi, þannig að nokkrar hjúkrunarkonur skipti milli sín vöktum, eink- um kvöld og næturvöktum. - Upplýsingar gefur for- stöðukona spítalans í síma 81200. Reykjavík 1. nóvember 1968. Sjúkrahúsnefnd Reykjavíkur. 7pH'e(4s Glæsilegustu og vönduðustu svefnherbergissettin fást hjá okkur Munið einkunnarorð okkar: Urval, gæði og þjónusta r>a t->ö!lir* » k Simi-22900 Laugaveg 26 VERKTAKAR - VINNUVÉLALEIGA Loí jtjiressur r SLurðöröíiir lírauar Tökum að okkur alls konar iramkvœmdir bœði í tíma-og ókvœðisvinnu Mikil reynsla I sprengingum LOFTORKA SÍMAR: 21450 & 30190

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.