Vísir - 02.11.1968, Blaðsíða 10

Vísir - 02.11.1968, Blaðsíða 10
10 VI S IR . Laugardagur 2. nóvember 1968. hverfafundir um borgarmálefni GEIR HALLGRÍMSSON BORGARSTJÖRI BOÐAR TIL FUNDAR UM BORG ARMÁLEFNI MEÐ ÍBÚUM HLÍÐA- HOLTA- OG NORÐURMÝRAR- HVERFIS SUNNUDAGINN 3. NÓV. KL. 3 E.H. I DOMUS MEDICA V/ EGILSGÖTU. Borgarstjóri flytur ræðu á fundinum um borgarmálefni almennt og um mál- efni hverfisins og svarar munnlegum og skriflegum fyrirspurnum fundar- gesta. Fundarstjóri verður Bjarni Björnsson, forstjóri og fundarritari Áslaug Friðriksdóttir, kennari. Fundarhverfið er öll byggö milli Snorra- brautar og Kringlumýrarbrautar. Reykvikingar! Sækjum borgurmálafundina fiamsfur — >■ í. síðu. stjórinn hjá Fönix. Hann sagöi ennfremur að mesta salan hefði verið í frystikistum, en mikiö er keypt af þeim á haustin og og alltaf mest salan í þeim. Einnig hefði mikið verið keypt af kæliskápum, Hefði verzlunin ekki getað fengið hraðsuðukatla nýlega hjá heildsölum og gilti hið sama um aðrar vörur. „Mesti hasarinn byrjaði hjá okkur 1.—2. september", sagði verzl- unarstjórinn að lokum. „Fólkið hefur fengið æði, það kaupir allt“, sagði verzlunar- stjórinn hjá Véla og raftækja- verzluninni, Lækjargötu 2. Mest hefur þar verið selt af frystikist uin en einnig hefur verið mikil sala í þvottavélum og ísskápum. Aðallega er salan í stærri stykkj unum og eru þá sjónvörp með- talin. Eftir að 20% voru lögð á kom mikill fjörkippur í verzlun- ina og núna síðustu daga hefur verið gríðarmikil sala. Hjá Raforku, Vesturgötu 2 var svarað, að fremur rólegt væri nú en þó mikil sala í frystikistum. Frystikisturnar seldust alveg upp áður en 20% voru lögð á og var þá áberandi meiri eftirspurn eftir stærri stykkjunum. Verzlunarstjórinn hjá Búslóð sagði, að sala hefði verið drjúg skömmu áður en 20% voru lögð á og sala væri allsæmileg núna. Hjá Ratsjá h.f. jókst sala áð- ur en 20% komu til sögunnar, mikið er spurt eftir tækjum og ala sjónvarpstækja til Akureyr- ar og Skagafjarðar hefur verið mikil. „í>að er miklu meiri hreyfing en verið hefur“, sagði verzlunar- stjórinn í Valhúsgögn h.f., „mað- ur getur búizt við því, að eftir helgina eigi eftir að koma tölu- verður kippur í söluna.“ Breíðholt — Bh->- 16 siöu. vinna jafnt vetur sem sumar. Þetta hefði áhrif í þá átt að tryggja jafna vinnu allt árið. Gamla fyrirkomulagið, þar sem lóðum og lánum til einstaklinga er úthlutað á pólitískum grund- velli, verkaði í þveröfuga átt. Guðmundur ræddi nokkuð taxta iönaðarmanna og taldi þá óraunhæfa, þegar framkvæmdir eins og þessi eru annars vegar. Taxtar iðnaðarmannanna skynja ekki endurtekningu sagði hann, þ. e. að þegar nákvæmlega sama verkið er gert t. d. 150 sinnum, breytist taxtinn ekki. Sagði hann að iðnaðarmenn hefðu ver ið komnir upp í 3—4 falt tíma- kaup við sum verkin undir lokin. Hann lýsti furðu sinni, að nefnd sú, sem á að rannsaka möguleika til lækkunar byggingakostnaðar skyldi ekki hafa kvnnt sér þetta. Fulltrúi húsnæðismálastjórn- ar, Hannes Pálsson, sem var staddur þarna í gær, var spurður um, hvernig húsnæðismálastjórn líkaði aö hafa þurft að fjár- magna þarna í Breiðholti í þeim mæli, sem hún hefði gert. — Henni líkar það að sjálfsögðu engan veginn vel, var svariö. Pað vantar fjármagn í þetta fyr- irtæki og gengur það út yfir al- mennar byggingar í landinu. Skrifstofustjóri húsnæðismála skrifstofunnar, Sigurður Guð- mundsson, mótmælti þessum um mælum Hannesar og sagði aö þetta væru ekki s;3narmið allra í húsnæðismálastjórn. Hann sagði að sú skoðun, að Breið- holtsframkvæmdirnar yllu nú- verandi erfiðleikuin veðlánakerf- isins væri röng. Þar kæmu til a. m. k. 5 önnur atriði og deildi hann á lóðapólitíkina í því sam- bandi. Það kom fram í gær, að ýmsir gallar hefðu komið fram á íbúð- unum, en fulltrúar íbúanna töldu þá alla smávægilega og ekki umfram það, sem við mátti búast. Þeir töldu sig standa bet- ur að vígi, en almennir kaupend ur íbúöa, þar sem þeir fengju gallana bætta refjalaust. Víetnom — )»»—> 1. síðu djarflega, alvarlega og ábyrga til- raun til þess að vinna að friðsam- legri lausn. Sharp utanríkisráðherra lét svipaða skoðun í ljós. í framhaldsfréttum frá Saigon segir, að viðbrögð stjórnarinnar hafi orðið þau, að allt bendi til að í rauninni hafi hún verið mótfallin stöðvuninni, og hafa fréttamenn það eftir van Thieu ,,að Suður- Víetnam sé ekki neinn járnbrautar- vagn, sem hægt sé að tengja eim- reið við, til þess að draga hann hvert sem vera skal“. — Sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum er sá möguleiki fyrir hendi, að Suöur- Víetnam taki ekki þátt í samkomu- Iagsumleitunum. Van Thieu forseti flytur ræðu á þingi í dag. Souwana Phouma forsætisráð- herra segir, að það væri gleðilegt, ef stöövunin leiddi til friðar. Hann kveðst hafa bent Johnson á það í fyrra, að hann teldi stöðvun mundu leiða til friöar. í Kambodiu hefir ekki verið birt neitt, nema að talsmaður stjórnar- innar sagði, að Kambodia hefði á- vallt talið stöðvun æskilega. I Saigon er lögð áherzla á, aö styrjaldaraðgeröum veröi haldið á- fram sem hingað til, þar til sam- komulag hefir verið gert um að draga úr hernaðaraðgerðum. Bandaríkjalið yfirgaf afvopnuöu spilduna fyrir viku og trúlega eru þar ekki lengur neinir norður- víetnamskir hermenn. BASAR Kvenfélag Frikirkjusafnaðarins í Reykjavik heldur BASAR mánudaginn 4. nóv. kl. 2 í Iðnó uppi. Notið tækifærið Gjörið góð kaup Judodeild Ármanns Judo — líkamsrækt Nýir flokkar byrja um mánaðamótin í judo. Aðeins tek- ið í flokkana fyrstu viku mánaðarins. JUDO: Stúlkur: mánudaga, miövikudaga, föstudaga kl. 5 - 6 og 5.30-6.30. Karlar: mánudaga, miövikudaga, föstudaga kl. 7.45 — 8.45. Sérstakir morguntímar verða fyrir stúlkur og drengi, sem ^kki geta sótt eftirmiðdagstímana og verða þeir mánudaga og fimmtudag? kl. 9 -10. LlKAMSRÆKT: Konur: morguntímar mánudaga og fimmtudaga kl. 10-11. Aðrir tímar eru fullsetnir. Böö og gufuböð á staðnum. Upplýsingar veittar í síma 83295 eftir kl. 3. BORGIN í DAG MESSUR Ásprestakal'l. Messa í Laugarásbíói kl. 1.30. — Barnasamkoma kl. 11 á sama stað. Séra Grímur Grímsson. Hafnarfjarðarkirkja. Barnaguðsþjónusta kl 11. Séra Garðar Þorsteinsson. Grensásprestakall. Engin barnasamkoma. Guðsþjón- usta fyrir alla fjölskylduna kl. 2. Séra Felix Ólafsson. Bústaðaprestakall. Barnasamkoma í Réttarholtsskóla kl. 10.30. Guðsþjónusta kl. 2. — Séra Ólafur Skúlason. Neskirkja Barnasamkoma kl. 10. Guðsþjón- usta kl. 2. Séra Frank M. Hall- dórsson. Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 10 fvrir hádegi. Séra Lárus Halldórsson. Heimilis- presturinn. Háteigskirkja. Barnasamkoma kl. 10.30. Séra Jón Þorvarösson. Messa kl. 2. Séra Arngrímur Jónsson Laugarneskirkja. Messa kl. 2 e.h. Barnaguðsþjón- usta kl. 10 fyrir hádegi. Séra Garðar Svavarsson. Kópavogskirkja. Messa kl. 2. Séra Þórarinn Þór þjónar fyrir altari. Bamasam- koma ki 10.30. Séra Gunnar Árna son. Hallgrímskirkja. Barnaguðsþjónusta kl. 10. Messa kl. 11. Séra Ragnar Fjalar Lárus- son. Ferming og altarisganga kl. 2. Dr. Jakob Jónsson. Dómkirkjan Messa klukkan 11. Séra Óskar J. Þorláksson. Messa kl. 5. Séra Jón Auðuns. Allra sálna messa. Fríkirkjan. Barnasamkoma kl. 10.30. Guöni Gunnarsson. Messa kl. 2. Séra Þorsteinn Björnsson. Langholtsprestakall. Barnasamkoma kl. 10.30. Séra Árelíus Níelsson. Guðsþjónusta kl. 2. Látinna minnzt. Séra Sig- urður Haukur Guðjónsson. — Óskastund barnanna kl. 4. — Kvöldvaka kl. 8.30. Helguö minn- ingu séra Friðriks Friðrikssonar. Ræðumaður séra Frank M. Hall- dórsson, söngur kirkjukórsins, ein söngur Ingveldur Hjaltested, myndasýning. Úlfskinns-Ioðkápa (pels) notuð, en . góðu standi, til sölu. Verð 500 krónur. Ómissandi fyrir þann sem ferðast mikið á vetrum. Til sýnis hjá L. H. Miiller Austur- stræti 7. Vísir 2. nóv. 1918. TILKYNNING Dansk Kvindeklub afholder sit næste möde tirsdag d. 5. novem- ber i Tjarnarbúð 1. sal, kl. 20.30. Bestyrelsen. BRIDGE Úrslit í 2. umferð í hraðsveit- arkeppni Tafl og bridgeklúbbsins urðu þessi: 1. Jóhanna Hjartardóttir 607 2. Gísli Hafliðason 597 3. Þorsteinn Erlingsson 597 4. Sófanías Benediktsson 596 5. Margrét Margeirsd. 592 6. Rafn Kristjánsson 591 7. Sigtryggur Sigurðsson 590 8. Sigurbjörn Ármanns. 589 9. Bjami Jónsson 584 10. Jóhann Guðlaugsson 580 Það var svei mér þá alvarlega meint hjá Hjálmari, þegar hann bauð mér með sér út til þess að horfa á stjömumar — hann hafði með sér heilmikiö af stjörnuathugunartækjum HLKYNNINGAR Hlutavelta Kvennadeildar Slysa varnafélagsins í Reykjavík verður sunnudaginn 3 nóv. í nýju Iön- skólabyggingunni á Skólavörðu- holti og hefst kl. 2. Við heitum á félagskonur og alla velunnara að gefa muni á hlutaveltuna, og koma þeim f Slysavarnahúsið á Grandagaröi eöa hringja í sfma 20360. Kvenfélag Laugarnessóknar hef- ur sinn árlega basar 16. nóvem- ber í Laugarnesskólanum. Félags- konur og aðrir velunnarar félags- ins sem vildu gefa muni hafi sam- band við Nikólfnu f síma 33730, Leifu f sfma 32472 og Guðrúnu í síma 32777. Kvenfélag Langholtssafnaðar. Fundur í safnaðarheimilinu þriðju daginn 5. nóvember kl.-8.30. Stjórnin. Kvenfélag Laugarnessóknar held- ur fund þriðjudaginn 5. nóvember kl. 8.30 í fundarsal kirkjunnar. Munið breyttan fundardag. K.F.U.M. Á morgun: Kl. 10.30 f.h. Sunnudagaskólinn við Amtmannsstíg. — Drengjadeild- irnar f Langagerði 1 og Félagsheim ilinu við Hlaðbæ í Árbæjarhverfi. — Barnasamkoma í Digranesskóla við Álfhólsveg í Kópavogi. KI. 10.45 f.h. Drengjadeildin Kirkjuteigi 33. KI. 1.30 e.h. Drengjadeildimar við Amtmannsstíg og drengjadeild- in við Holtaveg. KI. 8.30 e.h. Almenn samkoma i húsi félagsins við Amtmannsstíg. Einar Th. Magnússon og Jóhannes Sigurðsson tala. — Söngsveit. — Tvísöngur. — Gjöfum til starfsemi félaganna veitt móttaka. Allir vel- komnir. TBL SÖLU: © ROLLEIFLEX F 3,5 með 3 filter um og sólskyggni. • YASHJCAMAT 3,5. Báðar 6x6 Reflex. • CORNET rafmagnsflash með tveimur lömpum. • HALINA Super 8 kvikmynda- tökuvél F 1,8, rafdrifin. Uppl. i síma 11662 milli 2 og 5 í dag. rr"aa

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.