Vísir - 02.11.1968, Blaðsíða 8

Vísir - 02.11.1968, Blaðsíða 8
8 V1SIR . Laugardagur 2. nóvember 1968. VÍSIR Otgefandi Reykjaprent h.í. Framkvæmdastjóri Sveinn R. Eyjólfsson Ritstjóri: Jónas Kristjánsson Aðstofiarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Ritstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson AuglÝsingar: \ðalstræti 8. Simar 15610 L1660 og 15099 Afgreiðsla: Aðalstræti 8. Simi 11660 Ritstjórn: l tugavegi 178. Simi 11660 (5 Unur) Áskrittargjald kr. 125.00 á mánuði innanlands 1 iausasölu kr. 10.00 eintakiö Prentsmiðja Vísis — Edda hi. Verðbólgan yerðbólgan hefur blómstrað hér á landi í nærri þrjá áratugi. Ekki er fjarri því, að hún hafi að meðaltali numið um 10% á ári síðan 1940. Margvíslegar tilraun- ir hafa verið gerðar til að hefta hana, en hún hefur jafnan átt síðasta orðið. Veigamesta orsök verðbólgunnar er sú, að aukin þjóðarframleiðsla hefur jafnóðum komið fram í aukn- um ráðstöfunartekjum fó’ksins í landinu langt um- fram framleiðsluaukninguna. Dugnaður launþegafé- laga hefur gert þetta að nokkurs konar náttúrulög- máli, sem engin ríkisstjórn hefur ráðið við. Þetta væri í sjálfu sér ekki eins mikið vandamál, ef fólk hefði lagt til hliðar meiri hluta af tekjum sínum í góðærinu. En verðbólgan hefur hindrað það. Fólk hefur lagt fé sitt í skemmtanir, sumarleyfisferðir, nýja bíla, nýtt innbú og ný heimilistæki. Enginn hefur viljað eiga fé á vöxtum, sem varla er von. Það er í rauninni tómt mál að tala um, hvort vextir eigi að vera 6%, 7%, 8% eða 10%. Vaxtabreytingar á þessu bili hafa ekki hagnýtt gildi, þegar verðbólgan nemur 10% á ári. Það næst ekki jafnvægi í lánamark- aðinum með þeim hætti. Okkur hefur skort, að fjárskuldbindingar væru verðtryggðar með einhverjum hætti. Eðlileg spari- fjármyndun og lánsfjármarkaður fæst ekki, nema höf- uðstóll sparifjár sé tryggður og einhverjir vextir þar til viðbótar. Þetta þýðir, að annaðhvort verða vextir á verðbólgutímum að vera 12—14% eða að koma verð- ur upp vísitölukerfi á afborganir lána, þannig að lán greiðist í sama kaupmætti og þau eru tekin. Síðari kostuiinn er sennilega farsælli, því að vísi- tölukerfið er sjálfvirkt, hvort sem verðbólga er eða ekki, en í fyria tilvikinu þarf sífellt að vera að færa vaxtaupphæðir til. Við höfum þegar fengið nokkra reynslu af vísitölukerfi í lánum til húsbygginga. Annað atriði, sem vantað hefur, er verðbréfamark- aður. Menn deila um, hvort eigi að koma fyrst, verð- bréfin eða markaðurinn. En einhvern tíma verður að skera á þann hnút. Það þarf að gera fyrr en síðar, því að þá er fengið mikilvægt vopn á verðbólguna. Verðbréfamarkaður gerir fólki kleift að festa fé sitt beint í arðvænlegum fyrirtækjum. Það leiðir til meiri sparnaðar í þjóðfélaginu og minni neyzlu. Þess vegna er sjálfsagt að reyna að virkja fjármagn þjóð- arinnar til stóriðju, til að mynda til saltvinnslunnar á Reykianesi, sem nú er í undirbúningi. Með vísitölutryggingu fjárskuldbindinga og verð- bréfamarkaði eru fengin tæki til að auka myndun inn- lends fjármagns til átaka í atvinnumálum þjóðarinn- ar. Með þeim eru einnig fengin áhrifamikil tæki til að halda verðbólgunni í skefjum. Þessar leiðir þurfum við að reyna sem fyrst ■Listir-Bækur-Menningarmál Hjörleifur Sigurðsson skrifar myndlistargagnrýni: SÓLIRNAR T ist Jóhannesar Jóhannesson- ar hefur tekiö stakkaskipt- um síðustu árin. MeO sýningunni að Brautarholti staðfestir hann grunsemdirnar, er hann sáði ný- lega f hugi okkar: Tímabil endur mats er gengið í garð. Ég get ekki annað en hrósað ákvörðun málarans, hinni hrööu fram- kvæmd og framsókn, er fylgir í kjölfar hennar og sýnist hafa orðið árangursríkari en nokkum gat órað fyrir. Margir vita, aö Jóhannes náöi prýðilegum tök- um á málverkinu við upphaf sjöunda áratugsins. Að minnsta kosti hefur vissan um það hreiðr að um sig i hugskoti undirrit- aðs talsvert lengi. Málarinn var Eftir tvær umferðir í æfinga- keppni Bridgesambands Islands er staðan þannig: 1. Ámi Þorvaldsson og Sævar Magnússon 79 2. Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson 77 3. Stefán Guöjohnsen og Egg- ert Benónýsson 71 4. Örn Arnþórsson og Jón Hjaltason 70 5. Sigurhjörtur Pétursson og Þorsteinn Þorsteinsson 70 6. Hannes Jónsson og Þórir Leifsson 70 7. Hallur Símonarson og Þórir Sigurðsson 70 8. Gísli Hafliðason og Gylfi Magnússon 69. Það er athyglisvert að margir sagnhafar áttu í erfiðleikum með aö vinna fjögur hjörtu á eftir- farandi spil: * 8-6 V 9-6-5-4 + A-7-3 * A-D-8-3 4 7-5-3 * K-G-10 9-4-2 V D-G-10-3 V 2 ♦ G-10 ♦ K-8-5-4 4> G-10-7-5 4> 9-2 4 A-D V A-K 8-7 ♦ D-9-6-2 Jf. K-6-4 Meðalskorin fyrir spilið var 220 í n-s og kom í ljós að þrír sagnhafar höfðu tapað fjórum hjörtum, einn hafði farið í sex lauf og einn hafði tapað 3 grönd um. Þetta undirstrikar vel þá skoðun margra sérfræðinga að of fjölmenn úrtökukeppni er ekki góður mælikvaröi á getu þátttakenda, sé styrkleiki þeirra þetta misjafn. Sé spilið skoðað nánar, þá sést að jafnvel þótt hjörtun liggi illa, þá er legan í tiglinum og spaðanum þaö hag stæð, að útilokað ætti aö vera að tapa spilinu. Þar sem ég sá spilið spilað, kom út tfgull. Sagnhafi gaf, aust ur drap á kónginn og spilaði spaðagosa til baka. Nú drap sagnhafi á ásinn, því hann hefur jú tvo möguleika til þess að losna við spaðann. Þegar hvorki tfgullinn né laufið féll og tromp ið lá 4—1, þá varð hann einn niður. Réttast held ég að sé að drepa á tígulásinn strax og athuga trompleguna, til þess aö verjast spaðaútspilinu, sem virð- ist óhjákvæmilegt í öðrum slag, ef austur á tígulkónginn. Jafnvel þðtt vestur sé að spila út frá K-G-10 f tígli, þá eru samt marg ir möguleikar á þvf að vinna spilið. Hitt er svo annað mál, að ósennilegt er að vestur spili semsé búinn að losa sig við þægilegu litasamskeytin, er bjuggu aö vísu yfir töfrum en hindruðu hann samt f að stefna hærra. Ennfremur haföi hann sigrazt á eða sætt öflin tvö, sem böröust oft um völdin í myndum hans. I staðinn fann hann nýjan veruleik: stórskorinn, nakinn .. en litmikinn, ef ég mætti taka svo til orða. Þykkar blokkir, bein ir renningar og femingar réðu langsamlega mestu um örlög hverrar myndar. Nú, þegar Jó- hannes yfirgefur þennan blett sinn og velur sér annaö svið til að lifa og hrærast á, undrast ég að hann skuli ekki hafa misst niður þráðinn að einhverju leyti út frá tígulkóng upp í upplýsta sterka hönd suðurs. Að þremur umferöum loknum í sveitakeppni Bridgedeildar Breiöfiröinga er staðan þessi: 1. Sveit Ingibjargar Halldórs- dóttur 24 stig (366:122) 2. Sveit Þórarins Alexanders- sonar 23 stig (319:165) 3. Sveit Gissurar Guðmunds- sonar 22 stig (282:166) 4. Sveit Kristínar Kristjáns- dóttur 16 stig (369:226). 5. Sveit Olgeirs Sigurðssonar 16 stig (327:210). Djörn Sigurjónsson varö skák- meistarj Taflfélags Reykja- víkur 1968. Sigur Björns kom nokkuð á óvart, en Björn er greinilega í örri framför og má mikils af honum vænta. Hann var óhræddur' að tefla á tvær hættur, enda vom skákir hans yfirleitt mjög tvisýnar og spenn- andi. Hann lenti aöeins einu sinni í verulegri taphættu, gegn Birni Jóhannessyni, en tókst að ná jafntefli með þráskák. Bjöm Sigurjónsson hlaut 1ý2 vinning af 9 mögulegum, ý2 vinning meira en næsti maður. í 2. sæti varð Björgvin Víglundsson, en hann var almennt álitinn líkleg- astur til sigurs fyrir mótið. 1 siðustu umferð tefldi Björgvin gegn Birni Jóhannessyni og varð að vinna til að halda í við Bjöm Sigurjónsson. Björgvin vann skiptamun snemma í skák- inni, en Bjöm varðist af hörku, náöi hálfum vinning og tryggði þar með nafna sínum sigurinn í mótinu. I 3.—4. sæti urðu Bjöm Theódórss. og Gylfi Magnússon með 6 vinninga og er því Ijóst, að Bjöm Sigur- jónsson og Björgvin hafa skilið sig nokkuð frá öðrum keppend- um. Starfsemi T.R. stendur nú með miklum blóma. Næst á dagskrá er hraðskákmót félagsins, sem haldið veröur sunnudaginn 3. nóvember kl. 1.30. Að endingu er hér fjörug skák frá haustmóti T.R. Hvítt Björn Sigurjónsson Svart: Júlíus Friðjónsson Sikileyjarvöm 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd 4. Rxd g6 5. Rc3 Bg7 6. Be3 Rf6 7. f3. í átökunum. Um slíkt er alls ekki að ræða. Sólimar eða kringl óttu hjörtun njóta sýnilega góðs af festunni, jafnvæginu og þyngd inni, er áður prýddi blokkverk- in. Þær eru hins vegar mýkn. dálítið léttari á brún. Ég get sagi umbúðalaust að list Jóhannesar vex með hverri sýningu. Þessi er heilsteyptust en þó breiðari og innhverfari en allar hinar. Að minni hyggju falla tvö eöa þrjú málverk út fyrir hinn vand aða hring. Ég skal nefna þau öðrum til glöggvunar. Fyrst kem ur hnötturinn, sem prentaður er framan á sýningarskrána. Ég efast ekki um, að þægilegu lita tónamir og formbrotin gleðji margan listunnanda sem leggur leið sína upp f Brautarholt en I mfnum augum em þau smám saman að gufa upp sakir þess, að botninn er ótraustur. Stófsk ró er skreytingarlegri, grynnri en ég hefði kosið — sömuleiðis hringmálverkið framarlega á gluggaveggnum. En þá em líka talin upp einstök verk, sem draga úr spennu listnautnarinn ar. Hin lífga, fylla í eyðumar., Vitaskuld kjósum við ætíð sér- , stakar myndir, þær, sem snerta hjörtu okkar dýpst í bráð eöa lengd. Til dæmis get ég ekki stillt mig um að benda á rauð- gulu sólirnar, sem hitna hvorki né kólna úr hófi fram... en fylla bás sinn með stakri prýöi. Flugið er einstaklega frjálsleg, lítil mynd. En rauði fuglinn er , glæsilegastur, hraðfleygastur á Iéreftunum. Menn kvarta undan hráum og viðvaningslegum mál-■’ verkasýningum nú um stundir.; Málverk Jóhannesar Jóhannes- \ sonar ættu að seðja hungur þeirra, sem gera miklar kröfur. Hér er venjulega leikiO 7. Bc4 0-0 8. Bb3. 7.. .. 0-0 8. Dd2 d5! Svartur notfærir sér rólega uppbyggingu hvíts og leggur til atlögu á miðborðinu. 9. Bb5. Eftir 9. RxR bxR 10. exd cxd 11. 0-0-0 e6 hefði svartur haft góða stöðu. Hvítur afræður því að fórna peði fyrir sóknarmögu- leika. 9... RxR 10. BxR dxe 11. 0-0-0!? exf 12. gxf Dc7 13. De3 b6 14. Hhel Be6 15. Kbl a6 16. Bd3 b5 17. h3 b4 18. BxR bxR. Ef 18.... BxB 19. Re4 Bg7 20. Rg5. 19. BxB KxB 20. b3 Hfc8? Eftir 20.... Hfd8 hefði svart- ur haft góða vinningsmöguleika. Þeir hverfa fljótt eftir hinn gerða leik. 21. Dd4t Kg8 22. HxB! fxH 23. Bc4 Dc6? Hér var nauðsynlegt að leika' 23.. .. Kf7. T.d. 24. Hel Dd6 25. Bxet DxB 26. HxD KxH 27. Dg7 Hc5 28. Dxh Kf6 Og svart- ur ætti ekki að tapa. Eða 24. Hel Dd6 25. Dxc? Hc6 26. Hxe? HxB! 27. DxH DxH. Eða 24. Hel Dd6 25. DxD exD 26. Bxef Kf6 27. BxH HxB og svartur þarf engu að kvíða. Eftir 23.... Dc6? er svartur glataöur. 24. De5 Kf7 25. Hel g5 26. Bxeý Kg6 27. BxH HxB 28. Dxe Dc7 29. He6t Kh5 30. Df6! Kh4 31. Dh6f Kg3 32. Dxgt Kf2. Eða 32.... Kxf 33. Dg4t Kf2 34. He2t Kfl 35. Dg2 mát. 33. De3t Kg3 34. Dglt Kf4 5. Dg4 mát. Jóhann Slgurjónsson. MmWm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.